Morgunblaðið - 02.08.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.08.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1986 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson „Hæ! Eins og fleiri þarf ég bráðlega að velja í sambandi við nám. Eg hef ekki hug- mynd um hvað ætti best við mig og er vægast sagt mjög „ráðvillt". Ég vona að þú fítir hjálpað mér eitthvað. g er fædd 17.10. 1970 kl. 8.40 (um morgun) í Hafnar- firði. Með fyrirfram þökk. Vog.“ Svar: Ég get reynt að gefa þér almennar ráðleggingar sem taka mið af því hvemig per- sónuleiki þú ert. Ég get því miður ekki nefnt eitt ákveðið starf, enda tel ég slíkt vara- samt þar sem ég væri þá að binda hendur þínar um of. Ég vil því biðja þig um að líta á eftirfarandi sem tillög- ur. Merkin þín Þú hefur Sól, Merkúr og Rísandi merki í Vog, Tungl í Nauti, Venus í Sporðdreka, Mars í Meyju og Miðhiminn í Ljóni. Félagslynd Tvennt vekur strax athygli við kort þitt. í fyrsta lagi sterk Vog. Það táknar að þú ert félagslynd og þarft meira á því að halda en margur að umgangast fólk. Þú ættir að taka mið af þessu þegar þú velur þér nám. Mér dettur t.d. í hug að gott væri fyrir þig að velja félagsbraut í menntaskóla eða læra fög sem hafa með mannleg sam- skipti að gera og gefa þér kost á að vinna með fólki að loknu námi. Mannmargur vinnustaður á t.d. vel við Vog. Gestamóttaka Vogir vinna oft við margs konar gestamóttöku, t.d. á hótelum eða starfa við mót- töku í risafyrirtækjum. Þar sem Sól þín er Rísandi og Vogin er frumkvætt merki gæti verið ágætt fyrir þig að koma þér í aðstöðu til að vera í einhvers konar félags- legri stjórnun. Nám sem gæti komið þér í slíka að- stöðu er t.d. hótelnám eða lögfræði. Lögfræði flallar um reglur í mannlegu sam- félagi og er nám sem gefur möguleika á margs konar félagslegu starfí. Fegurð Vogin er listrænt merki, er næmt á fegurð og jafnvægi hluta og lita í umhverfl sínu. Þú ættir að þroska þennan þátt með þér. Störf sem hafa með fegrun að gera gætu komið til greina, s.s. hár- greiðsla eða snyrting. Mér datt í hug gullsmíði er ég var að skoða kort þitt, en kannski frekar í táknrænni merkingu, vegna þess að í korti þínu má sjá ákveðna fágun. Ljúf Um persónuleika þinn má annars segja: Þú ert ljúf og þægileg persóna, reynir að vera réttlát og sjá fleiri en eina hlið á hvetju máli: Tungl í Nauti táknar að þú hefur rólegt lundarfar og þarft ör- yggi og varanleika í daglegt líf. Þú þarft að eiga gott heimili og hafa trygga af- komu. Venus í Sporðdreka táknar að þú hefur sterkar en dular ástartilfinningar og þarft að varast að bæla til- fínningar þínar niður. Þú þarft því að læra að opna tilfínningar þínar. Mars í Meyju táknar að þú er ná- kvæm og dugleg í vinnu. Ljón á Miðhimni táknar að þú vilt vissa virðingu frá samferðamönnum þínum og vera í starfí sem er lifandi og reynir á sjálfa þig á skap- . andi hátt. Anina I'ttmnvm- CourtrÆy fVost, jultttviV. Komo- Íil S'ótta- 6V4.5Í6 ))»8S Kmg Fedlures Syrtdicale. Int Worldrighlt reterved a é/c/v/? \UHfrVe/,3£M, K4J&/0 /?r/tf4A/A/ \£6 7Xt//£**r*0 //£##{ V//H/V //Hezrx/. Kemí//?/f£* lf/0/’/’/V//*/( £*■/// X ÓMMr * ££///*////: - K . * M//r/n/~ r£££//& GRETTIR TOMMI OG JENNI HANN A VIB> A1ÖSAPÓNNUKÖKUr\/) wfnniiniiiimiiuniiiiiiiiiiiiiiiimniiniiiiiiiiiiiiiiimiiiiiii ...:•: ........................................ ............ LJÓSKA Mér finnst það synd að Lítið bara á heiminn í Hugsið ykkur bara alla Já, ef þessi klettur væri láta sér Ieiðast kringum ykkur ... dásemdirnar sem við get- ekki fyrir ... um séð allt í kring ... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Getur suður unnið flóra spaða með bestu vöm. Þér er alveg óhætt að skoða allar hendur. Norður gefur; allir á hættu. Vestur ♦ D7 ♦10852 ♦ K9862 ♦ 103 Norður ♦ 1043 VKD ♦ Á74 ♦ ÁK872 111 Suður ♦ ÁK852 ♦ 976 ♦ D53 ♦ 54 Austur ♦ G96 ♦ ÁG43 ♦ G10 ♦ DG96 Vestur Norður Austur Suður 1 grand Pass 3 spaðar Pass 4 spadar Pass Pass Pass Vestur spilar út hjartatvisti. Lítum fyrst á hvemig líklegt er að spilið gangi fyrir sig. Austur drepur á hjartaás og skiptir yfir í tígulgosa. Suður setur lítið heima og drepur strax á ás blinds. Tekur svo tvo efstu í trompi og fer í laufíð, tekur ÁK og stingur lauf. Spilar síðan hjarta á kóng blinds og trompar aftur lauf. Síðan stingur hann hjarta í borðinu og spilar fímmta laufínu, sem nú er frítt. Hvort sem austur trompar eða ekki mun tígull fara niður í laufíð og samningurinn er þar með kom- inn heim. En þetta var ef austur drap strax á hjartaás í upphafí. Ef hann geymir hjartaásinn fækkar hann innkomum sagnhafa í blindan og banar spilinu um leið. Umsjón Margeir Pétursson Við skulum líta á æsispenn- andi skák frá sovéska meistara- mótinu í Kiev í vor. Meistarinn Jakovich hafði hvítt, en sigur- vegarinn á mótinu, stórmeistar- inn Vitaly Tseshkovsky hafði svart og átti leik. Svartur virðist í vandræðum, því Hc8 og Rg4 standa báðir í uppnámi. En Tseshkovsky hafði séð lengra: 26. — Rxe3!, 27. fxe3 - Hc2, 28. Hf2 - Hxf2? Svartur gat unnið með því að leika 28. — Dxe3! því 29. Re4! (eina vömin) má svara með 29. — Rc4! sem vinnur samstundis. Eftir þessi mistök bjargar hvítur sén 29. Kxf2 — Df6+, 30. Kgl - Dxd6, 31. Bxe5 - Dxe5, 32. Dc4 - g6, 33. Dc6 - De6, 34. Dxe6 — fxc6, 35. a4 og hvítur hélt peðsendataflinu. Þrátt fyrir þennan klaufaskap varð Tsesh- kovsky skákmeistari Sovétríkj- anna 1986.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.