Morgunblaðið - 02.08.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.08.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBÍAÐIÐ; LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1986 Frídagur verslunarmanna Morgunblaðið/Magnús Gottfreðsson „Þegar kúnninn er ánægður erum við ánægðir". Sigurbergur Sveins- son og Bjarni Blómsturberg, kaupmenn í Fjarðarkaupum. „Köttunnn neytti allra bragða til að komastíbað“ Spjallað við Hönnu Halldórsdóttur í Gullfiskabúðinni HANNA HaUdórsdóttir vinnur við afgreiðslu í Gullfiskabúðinni í Fischersundi. Hún hóf störf hjá versluninni árið 1968 og hefur starfað þar óslitið síðan að einu ári undanskildu. Morgunblaðið heimsótti Hönnu þar sem hún var við vinnu sína innan um fiska, fugla, ketti og hamstra. Hún lét vel af vistinni, sagðist líða vel innan um dýrin. „Ég hef eignast marga vini gegnum þetta starf. Stór hluti viðskiptavinanna eru börn, og mér hefur ávallt líkað vel við þau,“ sagði Hanna. - Missir fólk áhuga á dýrum þegar það eldist? „Nei, alls ekki. Ef fólk hefur raunverulegan áhuga á dýrum eld- ist hann ekki af því. Margir sem eru orðnir einir fá sér gæludýr er aldurinn færist yfir og kunna vel við það. Hafa ef til vill þörf fyrir félagsskap og fuglar eru t.a.m. sér- lega vel til þess fallnir að létta lundina." - Heldur þú upp á einhver sér- stök dýr? „Fuglar hafa alltaf heillað mig. Ég átti eitt sinn fugl nokkum er hét Máni. Hann var af sérstöku dvergfuglakyni og gerðist svo fræg- ur að koma fram í Bamatíma Sjónvarpsins. Mér er einnig minnis- stæður köttur nokkur sem ég geymdi í nokkra daga fyrir væntan- legan eiganda. Það var læða af angómkyni, snjóhvít á litinn. Hún var allsérstök að því leyti hversu mjög hún sóttist eftir að komast í vatn til að busla og baða sig. Ég mátti ekki skrúfa frá krana á kvöld- in til að vaska upp, þá stökk sú litla umsvifalaust upp á eldúsborðið og ofan í vatnið. Sama gilti um aðra staði, hún vildi ólm fá að komast í vatnið ef hún heyrði vatn renna í baðkarið." - Hvað um altalandi páfa- gauka? „Vinkona mín átti einn slíkan. Hann var mjög málugur og hún tók ræður hans upp á segulband! Ef menn gera sér grein fyrir því að dýrin em lifandi vemr eins og við held ég að menn beri meiri virð- ingu fyrir þeim og hugsi betur um þau. Jafnframt hafa menn meiri ánægju af þeim fyrir bragðið. Ég held að sem betur fer sé yfirleitt hugsað vel um dýr.“ Eru Islendingar dýravinir? „Já það finnst mér. Auðvitað em menn misjafnir og hugsa misvel um skepnur rétt eins og menn, en að öllu jöfnu held ég að Islendingar séu menn dýrelskir. Fuglar em bestir fyrir fólk sem býr eitt og þarfnast félagsskapar. Þeir henta betur en fiskar. Það er alltaf nota- legt að hafa þessi litlu kríli umhverfís sig, lífsglöð og kát.“ - Hvernig líkar þér starfið? „Ég hef kynnst mörgum vegna starfa míns og fellur vel að vera innan um fólk og dýr allan daginn. Kjörin em einnig ágæt og kann vel við núverandi eigendur verslunar- innar. Enda hefði ég ekki verið í þessu öll þessi ár ef mér líkaði ekki vel.“ „Lágt vöruverð spyrst alltaf út“ Spjallað við Sigurberg Sveinsson kaup- mann í Fjarðarkaupum í HAFNARFIRÐI við Hólshraun lb stendur stórt hús. Utan á því má lesa stórum stöfum Fjarðarkaup. Morgunblaðið leit inn í heim- sókn rétt fyrir lokun og hitti Sigurberg Sveinsson kaupmann að máli, en hann rekur verslunina ásamt félaga sínum, Bjarna Blómstur- berg. Talið barst fljótt að uppmna Fjarðarkaupa. „Við Bjami hófum rekstur verslunarinnar ásamt kon- um okkar 7. júlí árið 1973. Húsnæðið var þá ekki neitt í líkingu við það sem það er í dag,“ sagði Sigurbergur. - Hversu umfangsmikil var verslunin í upphafi? „Við unnum fjögur við þetta, tvenn hjón. Að auki var ein stúlka okkur til aðstoðar. Verslunarplássið var upp á 150 fermetra. Nú hefur þetta undið upp á sig, því í dag em 40 heilsdagsstörf hjá Fjarðarkaup- um og verslunarplássið er rúmlega eitt þúsund fermetrar." - Nú eruð þið þekktir fyrir Iágt vöruverð. Hvemig tekst að halda því niðri? „Þar hjálpast margt að. Það hef- ur vejið stefna okkar að halda auglýsingum í algeru lágmarki. Við teljum að selja megi góða vöm með öðm móti. Lágt vömverð berst allt- af fljótt út manna á meðal og með því að sleppa auglýsingunum spör- um við okkur umtalsverðan kostnað sem skilar sér í lægra vömverði. Lágt vömverð skilar sér í meiri sölu. Nú, svo gemm við hagstæð innkaup og fáum magnafslátt. Síðast en ekki síst hefur það alltaf verið okkar stefna að sníða okkur stakk eftir vexti. Þegar við byggð- um þetta hús sem nú hýsir Fjarðar- kaup stefndum við að því að hafa allt einfalt og látlaust. Hér reistum við okkur ekki einhvem minnis- varða úr steinsteypu heldur bygg- ingu sem gegnir hlutverki sínu eins og til var ætlast. Að auki höfum við verið mjög heppnir með starfs- fólk og það er ekki veigaminnsta atriðið. Þegar þetta kemur allt sam- an er unnt að halda vömverði niðri." - Eru íslendingar kröfuharðir kaupendur? „Já, án alls vafa eru þeir það. Það þýðir ekkert að bjóða lélega vöm á lágu verði einungis vegna þess hve ódýr hún er. Vömúrval hefur breyst til batnaðar á þeim tíma sem ég hef staðið í þessum rekstri, enda er það svo að kaupend- ur vilja hafa sem mest úrval til að moða úr áður en þeir gera upp hug sinn“. - Hvað er það sem þér líkar best við kaupmennskuna? „Starfíð er íjölbreytt og ákaflega lífrænt ef svo mætti að orði kom- ast. Það er alltaf gaman að kynnast fólki. Það má kannski segja að ánægður viðskiptavinur sé mesta umbunin. Ef kúnninn er ánægður emm við ánægð.“ Hanna Halldórsdóttir og Erla Gissurardóttir afgreiðsludömur í Gullfiskabúðinni. „Slappa af um helg- ina og pakka niður fyrir sumarleyfið“ - segir Sigurður Hróarsson hjá Góðu fólki Hjá auglýsingastofum vítt og breitt um borgina starfar fjöldi tcxta- gerðarmanna. Þeir eru félagar í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur. Hjá Góðu fólki, Armúla 15, hittum við að máli Sigurð Hróarsson, en hann sér um textasamningu fyrir auglýsingar sem samdar eru hjá stofunni. ;V IE ... Sigurður kvaðst hafa byijað fyrir tæpu ári. „Ég tek þátt í skipulagn- ingu auglýsingaherferða og hef af þeim sökum mikil samskipti við við- skiptavini stofunnar. Vömmar sem verið er að auglýsa em margs kon- ar, allt frá matvælum upp í bifreið- ir,“ sagði Sigurður. Er starfið fjölbreytt? „Já, á því er enginn vafí. Hlut- verk mitt felst bæði í því að koma með hugmyndir og rita texta. Mað- Morgunblaðið/Magnús Gottfreðsson „Þetta er skemmtilegasti vinnustaður sem ég hef verið á“, segir Sigurður Hróarsson textagerðarmaður hjá Góðu fólki. ur kynnist mjög mörgum í starfí sem þessu — auk þess er ég í snert- ingu við marga aðra þætti í starf- semi stofunnar en þá sem heyra beint undir mitt verksvið. Á vegum stofunnar em ekki einasta unnar blaðaauglýsingar, heldur og bækl- ingar og auglýsingar fyrir sjónvarp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.