Morgunblaðið - 02.08.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.08.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1986 Minningarorð: Regína Stefáns- dóttir, Stokkseyri Fædd 5. desember 1905 Dáin 24. júU 1986 Það er hlutskipti okkar, sem komin erum á efri ár, að sjá á bak sífellt fleiri samferðafélögum yfir móðuna miklu. Nú kveðjum við mæta konu, Regínu Stefánsdóttur, sem í dag er borin til hinztu hvíldar frá Stokkseyrarkirkju. ^ Mér er ljúft að minnast þessarar vinkonu minnar nokkrum orðum við hennar jarðvistar leiðarlok. Regína fæddist í Norðfirði 5. desember 1905 og var því á 81. aldursári, er hún lézt á hjúkrunar- heimiiinu Ljósheimum á Selfossi 24. júlí sl. Foreldrar Regínu voru hjónin Guðbjörg Matthíasdóttir og Stefán Bjamason, er þá bjuggu í Norð- fírði. Þau áttu 16 böm og var Regína næstyngst þeirra. Þau eru nú öll látin, utan það yngsta, Berg- sveinn, sem er á 77. aldursári og býr á Akureyri. Með Regínu og Bergsveini var mjög kært, þó fjar- lægð milli aðsetra þeirra skildi þau að langtímum saman. Regína ólst upp í foreldrahús- um við þau kjör og takmörkuðu lífsþægindi, sem í þá daga voru hlutskipti almennings í okkar landi. Föður sinn missti Regína 1915, þá 9 ára gömul. Eftir að faðir hennar lézt bjó móðir hennar með nokkrum börnum sínum áfram. Fljótlega eft- ir fermingu fer Regína til Vest- mannaeyja í atvinnuleit, eins og títt var um unglinga á þeim árum. Eft- ir það kemur hún austur aðeins sem gestur, smátíma á sumrum næstu árin, m.a. í kaupavinnu á þeim slóð- um í nokkur skipti, en Vestmanna- eyjar urðu hennar heimili um 17 ára tímabil. Þar gekk hún til margs- konar starfa, var m.a. lengi matráðskona í mötuneyti Helga Benediktssonar útgerðarmanns. I Vestmannaeyjum kynntist Regína ungum manni, Páli Þórðar- syni, og átti með honum tvo drengi. Þeirra leiðir skildi. Synir þeirra eru Guðjón, sem nú er starfsmaður SIS í Reykjavík, kvæntur Sigríði Jóns- dóttur. Þau eiga 4 börn. Og Hörður, sjómaður, kvæntur Margréti Stur- t Útför eiginmanns míns, GARÐARS JÓNSSONAR skipstjóra, Flateyri, verður gerð frá Flateyri kl. 14.00 þriðjudaginn 5. júlí. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Unnur Brynjólfsdóttir. t Útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR VIÐAR, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 5. ágúst kl. 13.30. Óttar Viðar, Aðalheiður Viðar, Ingileif Ólafsdóttir og barnabörn. t Útför HELGA BIRGIS MAGNÚSSONAR, loftkeytamanns, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 5. ágúst kl. 10.30 f.h. Guðrún Sveinsdóttir, Sveinn Sævar Helgason, Sigurður Helgason, Reynir Guðmundsson, Reynir Guðmundsson. t Móðir okkar, JÓHANNA KRISTJÁNSDÓTTIR frá Felli, Hjaltabakka 6, verður jarðsungin í Haukadal þriðjudaginn 5. ágúst kl. 14.00. Minningarathöfn verður í Bústaðakirkju kl. 10.30 sama dag. Guðbjörg Esther Einarsdóttir, Jakob Kolbeinsson, Auður Kolbeinsdóttir, Kolbrún Kolbeinsdóttir, Ása Hrönn Kolbeinsdóttir, Sigurður Bjarki Kolbeinsson. t Útför sonar míns og bróður okkar, KRISTJÓNS VIÐARS HELGASONAR, Lambastaðarbraut 10, Seltjarnarnesi, fer fram þriðjudaginn 5. ágúst frá Neskirkju kl. 15.00. Katrín Magnúsdóttir, María Blöndal, Guðrún Helgadóttir, Jónina Helgadóttir, Magnús Helgason og fjölskyldur. laugsdóttur, þau eiga 5 böm. Frá Vestmannaeyjum flytur Regína til Stokkseyrar og gengur í hjónaband árið 1938 með Stein- dóri Guðmundssyni frá Hólmi á Stokkseyri. Steindór var vinsæll og skemmtilegur vinnufélagi, sem ég vann með árum saman. Traustur maður, sem ég minnist sérstaklega sem stéttvíss og róttæks liðsmanns í verkalýðshreyfíngunni. Steindór lézt um aldur fram 29. júní 1959. Þau áttu saman 3 böm: Laufeyju, gift Leifí Guðmundssyni deildar- stjóra hjá KÁ á Selfossi, þau eiga 3 böm; Báru, gift Sverri Steindórs- syni, rafvirkja á Selfossi, þau eiga 3 böm; og Einar, nú bifreiðastjóri í Reykjavík, áður bóndi á Hamri í Gaulverjabæjarhreppi um þriggja ára tímabil, en mestan hluta ævi sinnar hefur Einar verið á Stokks- eyri, þar sem hann gegndi fjöl- breyttum störfum á sjó og landi, einnig í félagsmálum á Stokkseyri, var m.a. mörg ár stjómarmaður í verkalýðs- og sjómannafélaginu Bjarma. Einar er kvæntur Þóru Egilsdóttur og eignuðust þau 3 böm. Barnaböm Regínu eru því 18 og bamabamabömin 11. Vegferð Regínu í gegnum árin var engan veginn blómum stráð æviganga. Ung að árum kynntist hún erfíði lífsbaráttunnar í þrot- lausri vinnu og slæmri vinnuað- stöðu, sem erfíðisfólkið í landinu mátti búa við í þá daga og til er jafnvel enn i dag. En Regína var dugleg kona, yfirveguð í framkomu og átti alls staðar traust þeirra, sem handtaka hennar nutu. Hún sinnti helgasta hlutverki konunnar sem eiginkona og móðir svo að ekki verður betur gert. Eftir að eigin- maður hennar lézt bjó hún með bömum sínum og sinnti ýmiss kon- ar vinnu, aðallega fískvinnu hjá Hraðfrystihúsinu á Stokkseyri. Hún sá einnig um mötuneyti á tímabili hjá því fyrirtæki. Hjá Einari syni Krisijón Viðar Helgason — Minning Fæddur 6. september 1937 Dáinn 25. júlí 1986 Skömm em skil milli lífs og dauða. Sláttumaðurinn mikli hegg- ur oft þar sem síst var búist við og eftir standa vandamenn og vinir ringlaðir og óviðbúnir, án skilnings á því orsakasamhengi, sem við köll- um örlög. Gildir þá einu hvort örlögin em okkur fyrirfram ákveðin eða ekki. Þannig fór aðstandendum og þeim öðmm sem þekktu Kristjón Viðar Helgason, er lát hans barst út föstudaginn 25. júlí sl. Hann hafði án sýnilegra ytri orsaka eða undangenginna veikinda orðið bráð- kvaddur á heimili sínu þá um morguninn. Með Viðari er genginn góður drengur, sem hér verður minnst örfáum orðum, en útför hans verður gerð frá Neskirkju þriðjudaginn 5. ágúst. Viðar fæddist 6. september 1937, og vantaði því rúmt ár í fímmtugt er hann lést. Foreldrar hans vom Helgi Kristjánsson húsasmíða- meistari, og Katrín Magnúsdóttir á Lambastöðum á Seltjamamesi, en faðir hans er nú látinn fyrir nokkr- um ámm. Viðar ólst upp við ástríki góðra foreldra í efnilegum systkinahópi. Svo fór að hann varð einn eftir heima í föðurhúsum, þar sem hann bjó til æviloka, nú síðustu árin ásamt móður sinni, ókvæntur og barnlaus. Fyrstu árin eftir að skóla- göngu lauk vann hann hjá föður f Þökkum innilega samúft og hlýhug vegna andláts og jarftarfarar móður okkar, tengdamóður og ömmu, BJARNFRÍÐAR VILHJÁLMSDÓTTUR, Meðalbraut 4, Kópavogi. Vilhjálmur Guðlaugsson, Sjöfn Guðlaugsdóttir Pent, Dagmar Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. f Hjartans þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúft og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og bróður, HALLDÓRS ALEXANDERS ALEXANDERSSONAR, Bugðuiæk 14. Eygló Guðjónsdóttir, Sigriður Halldórsdóttir, Kristjana Alexandersdóttir, Jóna Kristjana Halldórsdóttir, Gróa Alexandersdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir, Magnús Alexandersson, Sólveig Halldórsdóttir, Grétar Örn Magnússon. f Þökkum innilega sýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ÓLAFÍU KRISTÍNAR SNORRADÓTTUR, Lágholti 13, Stykkishólmi. Sórstakar þakkir til starfsfólks deildar 32A Landspítalanum. Þorgeir Tryggvason og börn, Sigrún Jóhannesdóttir, Geir Runólfsson, Björg J. Snorradóttir, Bergþór R. Ólafsson, Arndís Snorradóttir, Gunnar Hólm Karlsson. sínum og tengdadóttur átti hún heimili í 16 ár. í febrúarmánuði 1980 fékk Regína heilablóðfall, varð máttlaus að hluta og varð að dvelja í sjúkra- húsi, bundin við hjólastól eftir það. En þeim þungu örlögum sínum tók hún með dæmafárri rósemi. Hún æðraðist ekki. Andlegri athygli hélt hún og fylgdist með atburðum líðandi stundar, þó máttur líkamans væri að mestu horfínn. Sonardóttir hennar og nafna, dóttir Einars og Þóru, lézt úr heila- himnubólgu í nóv. sl., aðeins 17 ára gömul, mikil efnisstúlka. Því áfalli tók Regína með sömu róseminni. Bar fram ósk um að fá af henni nýlega mynd til að hafa við höfða- lag sitt. í langri sjúkrahúsvist hennar síðustu æviárin voru böm hennar og tengdabörn ljósgjafar með heim- sóknum og umhyggju, sem hún mat mikils. Hún var einnig þakklát starfsfólki Sjúkrahúss Suðurlands og á hjúkrunarheimiiinu á Ljós- heimum fyrir allt það, sem það hafði gert fyrir hana. Við kveðjum þessa hljóðlátu konu, sem bar byrðar ævikvöldsins með sönnum hetjuskap og vottum henni virðingu og þökk. Blessuð sé minning Regínu Stef- ánsdóttur. Björgvin Sigurðsson sínum. Síðan varð hann starfsmað- ur Póststofunnar í Reykjavík, í framhaldi af því réðst hann til af- urðadeildar SÍS og loks starfaði hann í fjöldamörg ár hjá Ríkisút- varpinu. Alls staðar þar sem Viðar vann fékk hann orð fyrir einstaka skyldurækni og prúðmennsku og naut því vinsælda samstarfsmanna og annarra, sem hann átti skipti við. En Viðar átti einnig hin margvís- legustu áhugamál, sem hann vann að í frístundum sínum og sum þeirra harla óvenjuleg. Hann fylgidst auk þes6 af áhuga með listviðburðum, en þar sat tónlistin í fyrirrúmi, þótt ekki léki hann sjálfur á hljóðfæri. Viðar naut þannig lífsins ríku- lega, í bestu merkingu þeirra orða, bæði í vinnu og utan hennar. Viðhorf hans til þeirra, sem minna mega sín eða hafa farið hall- oka í lífínu lýsti sér best í því að af litlum efnum var hann styrktar- maður ýmissa félagasamtaka, sem láta sig málefni þessa fólks varða og greiða þeim götu til betra lífs. Fyrir hartnær þijátíu árum kynntust þeir Axel; bróðir minn, sem er öryrki. Ótaldar eru þær stundir, sem Viðar létti honum lífið og greiddi götu hans á einn eða annan hátt. Það var þannig árvisst að Viðar tæki Axel með sér í sum- arfrí, nú síðast í júlí í Munaðames. Rétt vika leið frá því þeir komu heim aftur, þar til Viðar var allur. Óhætt er að fullyrða að enginn maður óvandabundinn hefur reynst Axel jafn vel og Viðar. Fyrir það vil ég þakka af alhug fyrir Axels hönd og fjölskyldu minnar. Katrínu, móður Viðars, systkin- um hans og öðmm ástvinum vottum við einlæga samúð vegna fráfalls hans langt um aldur fram. Sjálf munum við ætíð minnast hans með virðingu og þökk. Ólafur S. Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.