Morgunblaðið - 02.08.1986, Side 40

Morgunblaðið - 02.08.1986, Side 40
Skemmdarverkið á ljósleiðarastrengnum; Þrír ungir menn játa verknaðinn ÞRÍR menn um tvítugsaldur hafa nú játað að hafa unnið skemmd- arverk á Ijósleiðarastrengnum á Hellisheiði við Skarðsmýrarfjall. I fyrradag handtók lögreglan í Ámessýslu og Rannsóknarlögregla ríkisins, sem sameiginlega vinna að rannsókn þessa máls, tvítugan Reykvíking, sem seint um kvöldið játaði að hafa, ásamt fjórum félög- um sínum, höggvið sundur streng- inn. Yfirheyrslur standa yfir og hafa þrír menn verið yfirheyrðir og játað á sig verknaðinn. Skýringam- ar sem piltamir gáfu á tiltækinu vom þær, að þeir væm að mót- mæla því jarðraski sem varð af greftri skurðarins sem strengurinn á að liggja í og ákváðu að gera það á þennan hátt. Rauði Seout-jeppinn, sem starfs- maður Pósts og síma sá á þessum slóðum og sagt er frá í Morgun- blaðinu á fimmtudag, er óviðkom- andi þessu máli. Morgunbladið/Sigurgcir Smyrill kemur til Eyja í gær í sinni fyrstu ferð. V estmannaeyjar: Aðsókn slær öll met Vestmannaeyjum. ALLT stefnir í að metaðsókn verði á þjóðhátíðina í Vest- mannaeyjum. Fólk hefur streymt til Eyja af meginlandinu og þátttaka heimamanna er með meira móti. Hin sérstaka tjaldborg eyjaskeggja með hvitum hús- tjöldum er nú stærri en undanfamar þjóðhátíðir. Dansleikir voru í bænum á fimmtudagskvöld og var þar tals- verð ölvun. Voru fangageymslur lögreglunnar fullar eftir þá upp- hitun. Gífurlegt annríki var á flugvellinum í Eyjum í allan gær- dag og nokkuð Ijóst að þar yrðu lendingar fleiri á einum degi en áður hefur þekkst. Bæði Heijólfur og Smyrill fóru tvær ferðir í gær milli lands og Eyja og var full- bókað í allar ferðir skipanna. Þá komu rösklega 300 manns með Smyrli frá Seyðisfirði. Það ríkti sannkölluð þjóðhátíð- arstemmning í Herjólfsdal í gærdag. Veður var eins og best getur hugsast, logn og hlýindi, sólin skein glatt og fólk var létt- klætt. — h.k.j. Vegna verzlunarmannahelg- arinnar fór Morgunblaðið óvenju snemma í prentun í gærkvöldi. Næsta blað kem- ur út miðvikudaginn 6. ágúst. LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1986 VERÐ I LAUSASÖLU 40 KR. Borgarleikhús í endanlegri mynd Morgunbladið/Ami Sæberg Borgarleikhúsið í Kringlumýri hefur nú tekið á sig endanlega mynd og búið er að ganga frá umhverfi hússins. Leikhúsið verð- ur notað í fyrsta sinn í tengslum við 200 ára afmæli borgarinnar, en þar verður viðamikil tæknisýning. Kostnaður við Borgarleik- hús fullbúið er áætlaður nær 700 milljónir króna. Endurskoðun bankakerfis- ins komin á framkvæmdastig — segir Þorsteinn Pálsson eftir þing- flokksfund sjálfstæðismanna Á þingflokksfundi sjálfstæðis- manna á Sauðárkróki í vikunni fengu ráðherrar flokksins um- boð til að láta vinna að því, að ríkisbönkum verði fækkað og til að ræða við einkabankana um þátt þeirra i endurskipulagning- unni. Þorsteinn Pálsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að með þessu væri endurskoðun bankakerfisins komin á nýtt stig, framkvæmdastig. Taldi hann líklegt, að viðskiptaráðherra fæli bankastjóm Seðlabankans að hafa forystu um framkvæmdir. Að málinu yrði að vinna hratt og hafa hagsmuni viðskipta- manna bankanna að ieiðarljósi. Þorsteinn Pálsson sagði, að ítar- lega hefði verið rætt um bankamál- in á þingflokksfundinum, en þau hafa verið ofarlega á dagskrá hjá ríkisstjóm og stjómmálamönnum síðan í desember á síðasta ári, þeg- ar bankamálanefnd taldi endur- skipulagningu biýna vegna stöðu Utvegsbankans. I umræðum á fundi þingflokksins var lögð rík áhersla á, að við uppstokkun á bankakerf- inu yrði að gæta hagsmuna við- skiptamanna bankanna og hún yrði að hafa að markmiði að treysta stöðu bankanna og þar með einnig viðskiptamannanna. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði, að samstarfsflokknum í ríkis- stjóminni hefði verið gerð grein fyrir afstöðu þingflokksins. Hann sagðist ekki eiga von á því, að ágreiningur yrði um það hvemig unnið væri að framgangi málsins. Á það ætti síðan eftir að reyna í Utanríkisráðherra skrifar Schultz bréf: Reiðubúinn til viðræðna um hvalveiðimálin Matthías Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, ritaði Schultz, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, bréf í gær vegna deilu ríkjanna tveggja um hvalveiðimál, þar sem hann lýsti sig m.a. reiðubúinn til þess að eiga fund með utanrikisráðherra Baudaríkjanna til þess að ræða Iausn málsins. í bréfi þessu rakti Matthías Á. Mathiesen atburði liðinna daga varðandi hvalveiðimál, sérstaklega eftir að íslenzku ríkisstjórninni barst vísbending um væntanlegt álit bandaríska viðskiptaráðherrans á þeim hvalveiðum, sem stundaðar eru við ísland í vísindaskyni. Utan- ríkisráðherra kvaðst í samtali við Morgunblaðið í gær hafa rakið nokkur mikilvæg atriði málsins í bréfinu og hversu þýðingarmikið það væri að sameiginieg niðurstaða næðist á fundum Halldórs Ásgríms- sonar og aðstoðarmanna hans og viðskiptaráðherra Bandaríkjanna í næstu viku. Þá sagði Matthías Á. Mathiesen, að hann hefði skýrt Schultz frá því, að utanríkisráðu- neytið og sendiráð íslands í Washington mundu fylgjast með viðræðunum. Morgunblaðið spurði utanríkis- ráðherra hvort til greina kæmi, að hann ætti fund með Schultz um hvalveiðimálið og sagði ráðherrann, að hann hefði í bréfinu til Schultz lýst sig reiðubúinn til þess að eiga viðræður við hann hvenær sem væri um þetta mál, hvort sem sá fundur yrði milji þeirra tveggja eða með Halldóri Ásgrímssyni og við- skiptaráðherra Bandaríkjanna. Í lok bréfsins undirstrikaði Matthías Á. Mathiesen mikilvægi þess, að já- kvæð niðurstaða fengist, svo þýðingarmikið sem það væri í sam- skiptum þessara tveggja þjóða. framkvæmdinni hvernig einstakir þættir málsins leystust. „Aðalatrið- ið er,“ sagði Þorsteinn Pálsson, „að með þessu kemst málið á fTam- kvæmdastig og ég geri ráð fyrir, að viðskiptaráðherra feli banka- stjóm Seðlabankans að hafa forystu um framkvæmd málsins." Hann sagði ennfremur: „Við telj- um að þetta þurfi að vinna mjög hratt en ítreka enn, að við viljum styrkja stöðu viðskiptamanna bank- anna með þeirri endurskipulagn- ingu, sem verður að eiga sér stað.“ Sólríkur júlímán- uður í Reykjavík REYKVÍKINGAR fengu meira en sinn venjulega skammt af sólskini í júlimánuði, eða sem svaraði sex heilum sólardögum yfir meðallagi. Ekki hefur sól- argyðjan verið jafnörlát við Reykvíkinga síðan þjóðhátíð- arárið 1974. Alls mældust 243 sólarstundir í Reykjavík í mánuðinum, sem er 62 sólarstundum meira en í með- alári. Á Akureyri mældust 159 sólarstundir, sem er nálægt með- allagi. Hiti og úrkoma í júlí voru ná- lægt meðallagi yfír landið, að sögn Trausta Jónssonar, veður- fræðings. Meðalhiti f Reykjavík var 10,5 gráður, en var ögn lægri á Akureyri, 9,9 gráður. Meðalhiti á Homafírði var 10,3 gráður og er það mjög nálægt meðallagi. Urkoma mældist 44 mm í Reykjavík og 33 mm á Akureyri, sem er nálægt meðallagi á báðum stöðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.