Morgunblaðið - 02.08.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.08.1986, Blaðsíða 3
_________________MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1986_ Fiskvinnslan hefur ekki undan að vinna aflann: 3 Veðrið hefur leikið við skát- ana í Viðey. Gamlir skátar segjast ekki muna eftir öðru eins blíðviðri á Landsmóti í háa herrans tið. Enda hafa skátarnir leikið við hvurn sinn fingur. Skátar bjóða á Þjóðhátíð í Viðey í dag SKÁTAR halda þjóðhátíð i Viðey í dag og er boðið þang- að öllum sem vettlingi geta valdið. Hátíðardagskráin hefst klukkan þrjú með mót- tökuathöfn og opnun skáta- tívolís og annarra dagskrár- atriða. Pulsupartý verður klukkan sjö og siðan varðeld- ur, kvöldkakó og flugeldasýn- ing. Ferðir eru frá Sundahöfn og fjölskyldubúðir opnar þeim sem vilja dvelja um helg- ina. Lýðveldið í Viðey er nú viku- gamalt og hafa um þúsund manns, skátar og áhugafólk dvalið á mótinu. Hefur fjölbreytt dagskrá verið í gangi alla dag- ana og síðastliðinn þriðjudag fóru skátamir til Reykjavíkur, fóru í götuleik og héldu boðs- kvöldvöku í Laugardalshöll. Veðrið hefur leikið við móts- gesti og mega foreldrar skát- anna búast við útiteknum börnum heim á sunnudag en þá líkur mótinu með helgistund. Við fjöllum um mótið á innsíðum og segjum frá fyrirhugaðri bylt- ingu á skátastarfi á Islandi. Sjá skátasíðu á bls. 24. Siglufjörður: Almenn óánægja er með skattana Siglufirði. ALMENNT virðist ríkja mikil óánægja með skattana meðal íbúa á Siglufirði. Fréttaritari Morgunblaðsins kannaði hljóðið meðal íbúa. Ég talaði við marga sjómenn og starfsmenn hjá Sfldarverksmiðjum ríkisins, og voru flestir mjög óánægðir með skattana sína, og sérstaklega hefði sú óánægja magnast, þegar Morgunblaðið upp- lýsti það, að fjármálaráðuneytinu hefði verið kunnugt um tekjubreyt- inguna í apríl. Oánægjan virðist vera nokkuð almenn hér á Siglu- firði, en rhest virðist hún þó vera meðal þeirra, sem leggja á sig mikla vinnu og afla þannig þjóðinni tekna, eins og tilfellið væri t.d. með sjó- menn og starfsmenn síldarverk- smiðjunnar. Menn eru hér þeirrar skoðunar, tel ég, að ríkið eigi að endurgreiða fólki þessa ofteknu skatta. Að öðru leyti er allt gott að frétta frá Siglufirði. Hér er góðæri hið mesta og allt á kafi í fiski og ganga atvinnurekendur eins og grenjandi ljón um götur, til þess að fá fólk til að vinna um verslunarmanna- helgina. Fiskskortur er víða á mörkuð- um en ástandið viðráðanlegt „ÞVÍ ER ekki að neita að við gætum selt meira, einkum af karfa. Eftirspurn eftir honum er nú mun meiri en framboð- ið. Hins vegar tel ég ekki að neyðarástand sé að skapast á mörkuðum vegna fiskskorts. Ástandið er þó víða knappt,“ sagði Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri sjávarafurða- deildar SÍS, í samtali við Morgunblaðið. Sigurður og Friðrik Pálsson, uðum vegna þess hve illa gengi framkvæmdastjóri Sölumið- stöðvar Hraðfrystihúsanna, sögðu það algengt ástand á þessum árstíma að nokkur skortur myndaðist á fiskmörk- að manna frystihús. Sjómenn moki upp afla en fískvinnslan hafi ekki undan að vinna hann. Af þessu leiðir að meira sé verk- að í fljótunnar pakkningar til Evrópu og Rússlands á kostnað framleiðslu fyrir Bandaríkja- markað. „Eftirspurn á Bandaríkja- markaði er mikil nú eftir þorskflökum og sjálfsagt gæt- um við selt meira en við höfum. Það er þó ekki hægt að segja að alvarlegur skortur standi okkur fyrir þrifum. Þetta er svona ár hvert á þessum tíma og það má reikna með að ástandið lagist fljótlega upp úr verslunarmannahelginni," sagði Sigurður. Friðrik sagði að skorturinn núna væri í sjálfu sér ekkert alvarlegri en oft áður. „Það er alltaf skortur á flökum á Banda- ríkjamarkað. Það er vandi sem við þurfum að glíma við allan ársins hring,“ sagði Friðrik Pálsson. 1986 Heimsmeistaraeinvígið hefst 28. júlí í London. Á meðan það stendur yfir, býður Útsýn hagkvæmar vikuferðir í samráði við American Express, sem sér um miðasölu einvígisins. Brottför er á mánudögum. Verð frá 24.180 ÞU ATT LEIK Viðskiptaferð Skemmtiferð Skákferð Allt í einni ferð Feröasknfstofan Representative Austustræti 17, simi 26611. Ennþá ertækifæri að byggja sig upp fyrir skammdegið og veturinn. Sumaraukaferðirnar eru að fyllast. Leiguflugs- ferðirtil Costa del Sol eru uppseldartil 25. sept. Vegna stöðugrar eftirspurnar bjóðum við okkar ágætu viðskiptavinum aukasæti til Costa del Sol með viðkomu í London fyrir óbreytt verð 22., 29. ágúst og 5 og 9. sept. LONDON HEIMSMEISTARA- EINVÍGIÐ í SKÁK Sértilboð Ítalía og Austurríki 28.ágúst Tvegja vikna dvöl í LIGN- ANO, og þú getur bætt við aukaviku í ZELL AM SEE, draumastaðnum í austurrísku Ölpunum. Portúgal 25. september Þriggja vikna ferð til ALG ARVE með viðkomu í London íeina nótt á heimleið. Costa del Sol 2. október Ódýrferð Í3 vikur. Costa del Sol 25. september Dvöl í 1 — 2 — 3 og 4 vik- ur. Heim um London eftir 2 eða 3 vikur. Drífðu þig áður en það verður um seinan, og verti Rðlflrmonin ílíflnn í ór Sui arauki j sóUarlönduhJij Matthias

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.