Morgunblaðið - 02.08.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.08.1986, Blaðsíða 37
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1986 Unnið af fullum krafti við uppsetningu skfðaiyftunnar i Hlíðarfjalli. Ný skíðalyfta sett upp í Hlíðarfjalli steypuframkvæmda. Við höfum farið fram á steypu þrátt fyrir sum- arleyfin, en án árangurs. Með þvf að nota þyrlu í þetta, þurfum við mjög gott veður en í ágúst er meiri hætta á verri veðrum en nú. í góðu veðri ljúkum við verkinu á tveimur dögum og á þá steypan eftir að þoma vel áður en við reisum möstr- in.“ Nýja toglyftan kemur í framhaldi af tveimur öðrum lyftum, stóla- og toglyftu, sem hafa verið í fjallinu til þessa, og flytur nýja lyftan sama fjölda á klukkustund og hinar tvær til samans. Togbrautin er 900 metra löng og hefur 280 metra hæðar- mun. Stólalyftan er 1.000 metra löng og gamla toglyftan 700 metra löng. Efri endi nýju lyftunnar er í 900 metra hæð yfír sjó. Áður en framkvæmdir hófust við nýju lyftuna, var gamla toglyftan færð úr stað, en hún var áður þar sem nýja lyftan á að koma og er nú samsíða stólalyftunni. ívar sagði að framkvæmdir í fjallinu hafí lengi verið á dagskrá bæjaryfírvalda, en nú væri fyrst að rætast úr. Með nýju lyftunni opnuð- ust nýjar skíðaleiðir og svæðið yrði allt skemmtilegra fyrir skíðafólk. Afkastagetan eykst þá um helming f HLÍÐARFJALLI á Akureyri er nú unnið að uppsetningu nýrrar togtyftu og þegar henni lýkur hefur afkastageta lyftnanna þar auk- ist um helming, úr 500 manns á klukkustund f 1.000 manns. Auk þess Iengist lyftuleiðin um 300 metra. Sex til átta manna vinnuflokkur hefur unnið að framkvæmdum í fíallinu sl. tvo mánuði en fyrirsjáan- leg er seinkun nú um tíu daga þar sem starfsmenn steypustöðvarinnar á Akureyri fara í sumarfrí 2.-11. ágúst. Ráðgert hafði verið að steypa sökkla nýju lyftunnar í gær og í dag með hjálp þyrlu Landhelgis- gæslunnar, en hún er nú biluð svo ljóst er að ekki getur orðið af verk- inu fyrr en í fyrsta lagi 11. ágúst nk. að sögn ívars Sigmundssonar, framkvæmdastjóra skíðasvæðisins i Hlíðaifyalli. „Sumarfrí starfsmanna steypu- stöðvarinnar koma okkur afar illa nú, enda er þetta besti tími til Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Menntamálaráðherrarnir Bertel Haarder og Sverrir Hermannsson skoða Lystigarðinn ásamt Jóhanni Siguijónssyni skólameistara MA. Ráðherrar á ferð um Norðurland: Fornám að háskólanámi hefst í haust: Kennsla í hjúkrunar- fræðum og iðn- rekstrargreinum SVERRIR Hermannsson, menntamálaráðherra, hefur gefið leyfi sitt I fyrir því að auglýst verði aðfaranám í hjúkrunarfræðum við öldunga- i deild Menntaskólans á Akureyri og hefst það 1. október nk. um leið og menntaskólinn tekur til starfa. Hjúkrunarfræðingar landlæknis- embættisins hafa að undanförnu unnið að tiUögum að fornáminu. Þær greinar sem kenndar verða eru: eðlisfræði, efnafræði, líffræði, sálfræði, fagenska, stærðfræði og tölvufræði. íslensku hefur verið bætt við námsskrá að ósk menntamálaráðherra. Sverrir sagði í samtali við Morg- unblaðið að stefnt yrði að því að háskóladeild í hjúkrunarfræðum yrði sett á stofti á Akureyri haustið 1987 og yrði sú deild í beinum tengslum við Háskóla íslands. Jóhann Sigurjónsson, settur skólameistari MA, sagði í samtali við blaðamann að hægt yrði að taka á móti allt að 30 nemendum S að- faranámið samkvæmt fjárhags- áætlun og yrði námið auglýst strax eftir verslunarmannahelgina. „Nemendur geta ráðið sjálfír hversu margar einingar þeir taka f þessu fornámi, það fer algjörlega eftir undirbúningi hvers og eins. For- námið er hugsað fyrir þá sem hafa gamalt stúdentspróf og vilja rifla upp áður en farið er í háskóla og eins er það hugsað fyrir þá hjúkr- unarfræðinga sem próf hafa úr Nýja hjúkrunarskólanum eða Hjúkrunarskóla íslands og vilja nú bæta háskólaprófi við sig, en sam- kvæmt nýju reglunum þurfa þeir að byija frá grunni í hjúkrunar- fræðinámi háskólans vilji þeir háskólagráðu." Jóhann sagði að hjúkrunarpróf frá Nýja hjúkrunarskólanum og Hjúkrunarskóla íslands gæfí ekki nema 80 einingar á móti 132 eining- um úr stúdentsprófí. „Aðfaranámið er fyrst og fremst undirbúnings- nám, oft kallað 0-áfangi, sem veitir engin réttindi nema betri undir- búning undir háskólanám og er það trú mín að þeim nemendum, sem tekið hafa fomámið, muni ganga mun betur en öðram í háskóla." í haust hefst síðan aðfaranám að háskólanámi í iðnrekstrargrein- um við Verkmenntaskólann á Akureyri, en gert er ráð fyrir há- skólanámi í þeim fræðum á Akureyri einnig næsta haust. Bæjarstjóm Akureyrar hefur boðist til að Ieggja til húsnæði und- ir háskólakennslu á Akureyri, gamla iðnskólahúsið, sem verið hef- ur húsnæði Verkmenntaskólans til þessa, en Verkmenntaskólinn er að flytja í nýtt húsnæði á Eyrarlands- holti. Jóhann sagði að gamla iðnskólahúsið væri mjög vel fallið til starfseminnar. Hægt yrði að taka á móti allt að 350 nemendum með góðu móti auk þess sem húsið hefði verið byggt á sínum tíma með til- liti til verklegrar kennslu. Síðuskóli: Ríkið skuld- ar 35 millj. RÍKIÐ skuldar Akureyrarbæ nú um 35 miiyónir króna vegna bygg- ingar Siðuskóla í Glerárhverfi. Um 90 milijónum króna hefur verið varið til byggingarinnar og á kostnaður að sldptast jafnt milli ( ríkis og bæjar. Rikið hefur aðeins greitt 10 miiyónir króna til þessa. Bygging skólans hófst fyrir um þremur árum og er enn ekki að fullu lokið þó kennsla sé hafín. í haust er stefnt að þvi að bæta við fjórum kennslustofum og er kostnaður við það og frekara áframhald um 10 milljónir króna. Hlutur ríkis og bæjar verður þá um 50 milljónir hvors um sig. Sigurður J. Sigurðsson, einn bæjar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að nú hefði verið skipuð nefnd til viðræðna við ríkið um greiðslu þessarar skuldar og hæfust þær fljótlega. Hann sagði við- brögð stjómvalda jákvæð og að mikil áherzla yrði á það lögð, að hlutur rðds- ?_ ins skilaði sér á sem skemmstum tfma. Bæjarstjóm Akureyrar samþykkti I þessari viku 12 milljóna króna auka- fjárveitingu til framkvæmda við Síðuskóla. Skoðuðu MA og Lystigarðinn KennslumAlaráðherra Danmerkur, Bertel Haarder, og Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra fóru sl. fimmtudag um Norður- land ásamt einginkonum sínum og öðru föruneyti, en danski ráðherrann er staddur hér á landi í opinberri heimsókn vegna undir- ritunar samkomulags um handritamálið. Flugvél Landhelgisgæslunnar flutti gestina norður í land á fimmtudagsmorgun og lent var á Aðaldalsflugvelli kl. 11.00 árdegis. Þaðan var haldið að Grenjaðarstað, þar sem séra Sigurður Guðmunds- son vígslubiskup tók á móti hópnum og sýndi bæði kirkjuna og minja- gripasafnið þar. Frá Grenjaðarstað lá leiðin að Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit þar sem snæddur var hádegisverður og eftir matinn var farin skoðunarferð um Mývatnssveit, að Námaskarði, Höfða, Gijótagjá og víðar. Því næst var haldið til Akureyrar með viðkomu við Goðafoss. Þegar komið var til Akureyrar var gamli bæjarhlutinn skoðaður, sem öðru naftii kallast „§aran“. Þar höfðu dönsku kaupmennimir lengi vel aðsetur og mörg húsin þar reist af Dönum. Því næst var ekið að Menntaskólanum á Akureyri og sýndi Jóhann Siguijónsson, settur skólameistari, ráðherranum hús- næði skólans. Þá var gengið um Lystigarðinn, sem er steinsnar frá skólanum, áður en farið var til kvöldverðar í boði bæjarstjómar Akureyrar í veitingahúsinu „Fiðlar- anum á þakinu". Flogið var frá AkureyrarflugveUi til Reykjavíkur um kvöldið kl. 22.30. í gær var haldið til Borgarfjarðar og Þingvalla seinnipartinn en þar var einmitt skrifað undir samning um lok handritamálsins. íslending- ar hafa þá fengið Vahluta gömlu handritanna til landsins. Þó gerir samningurinn ráð fyrir að íslend- ingar fái að taka afrit af þeim hluta sem Danir hafa undir höndum. Ueimsókn dönsku ráðherrahjón- anna til íslands lýkur í dag. r Meiriháttar verðlækkun EN&IA60RNIN Laugavegi 28 V.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.