Morgunblaðið - 02.08.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.08.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1986 IÞINGHLÉI eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON # Erlent áhættufé — fremur en erlendar skuldir „í þessu frumvarpi er lagt til að iðnaðarlögum verði breytt og opnað fyrir aukna möguleika á iðnaðarsamstarfi innlendra og erlendra fyrirtækja. Samkvæmt frumvarpinu verður það áfram meginregla að íslendingar eigi meiri hluta hlutafjár í hlutafélög- um sem reka iðnaðarstarfsemi. Á hinn bóginn er lagt til að lögleidd verði undanþága frá þessari meginreglu. Er hún orðuð á þá leið að þegar sérstaklega standi á geti ráðherra veitt undan- þágu frá skilyrði laganna um að meirihluti hlutafjár skuli vera eign manna búscttra hér á landi. Með þessu er átt við að veiting undanþágu komi fyrst og fremst til greina þegar telja má að starfsemi viðkomandi félags muni fela í sér mikilvægt framlag til nýsköpunar íslenzks atvinnulífs. Hér væri því um undan- þáguheimild að ræða vegna iðnfyrirtækja sem hefðu með höndum starfsemi er líkleg þætti til þess að auka útflutningstekjur lands- ins.“ Þannig er m.a. komist að orði í greinargerð með frumvarpi til laga, sem Björn Líndal, varaþingmaður Framsóknarflokks i Reykjavik, flutti á sl. þingi. Frumvarpið gerir ráð fyrir breytingu á iðnaðarlögum (nr. 42/1978) og hljóðar svo: „Við 2. málsgrein 4. grein laganna bætist nýr málsliður er orðist svo: Iðnaðarráðherra getur enn fremur veitt undanþágu frá ákvæðum 3. töluliðs, enda standi sérstaklega á.“ Ályktun Alþingis Frumvarp Bjöms Líndals (F,- Rv.) átti sér aðdraganda. Árið 1984 flytur hann tillögu til þings- ályktunar, svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjóminni að láta semja frumvarp til laga um fjárfestingar erlendra aðila í atvinnufyrirtækjum hér á landi. Verkefnið verði falið nefnd sem skipuð sé fulltrúum allra þing- flokka. Skal nefndin ljúka störfum svo tímanlega að unnt sé að leggja fmmvarpið fyrir næsta löggjafar- þing,“ þ.e. það þing er lauk í vor. Alþingi samþykkti þessa til- lögu, breytta, með 37 samhljóða atkvæðum, þ.e. mótatkvæðalaust. Ályktun Alþingis, samþykkt 9. maí 1985, hljóðaði svo: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórainni að láta endurskoða gildandi lagaákvæði um fjárfest- ingar erlendra aðila í atvinnufyrir- tækjum hér á landi." Meginröksemdir Meðal röksemda, sem flutn- ingsmaður telur fram í greinar- gerð með tillögu sinni til þingsályktunar, vóra: * 1) „Hefðbundnar atvinnugreinar landsmanna munu ekki einar sér standa undir bættum lífskjöram á næstu áram og áratugum og veita öllum þeim vinnu, sem þá koma á vinnumarkaðinn. Leita verður á ný mið. Þeir sem gerst þekkja til benda á ýmsar háþróaðar iðn- greinar sem vænlegan kost en jafnframt mun ljóst að sífellt stærri hluti vinnuaflsins mun í næstu framtíð starfa í þjónustu- greinum." * 2) „Á þessu ári er talið að gi'eiðslubyrði erlendra langlána muni nema um 23% af útflutn- ingstekjum. Það liggur því nærri að Qórða hver króna, sem aflað er með útflutningi, fari til greiðslu afborgana og vaxta af þessum lánum. Þetta er hærra hlutfall en lengi hefur þekkst. Sama máli gegnir um hlutfall erlendra lang- tímalána af þjóðarframleiðslu. I ár er búist við að það fari yfír 60% og lækki ekki á næsta ári. . .“ * 3) „Þrátt erfiða stöðu í þessum efnum er ljóst að erlent fjármagn er að veralegu leyti undirstaða þess að nýsköpun atvinnulífsins geti átt sér stað. Vegna þess er m.a. nauðsynlegt að íhuga vand- lega, hvort ekki sé rétt að gera tilraun til að auka að ákveðnu marki fjárfestingar [áhættufé] erlendra aðila í atvinnufyrirtækj- um hér á landi. Er þá bæði átt við fjárfestingfu þeirra í starfandi Orkuiðnaður Verðmæti heildarútflutnings okkar (fob.) árið 1984 nam 23.557 m.kr. og 1985 33.750 m.kr. Þar af vógu sjávarafurðir þyngst eða 15.833 m.kr. fyrra árið en 35.226 m.kr. það síðara. Iðnaðarvörur voru fluttar út fyrir 6.574 m.kr. 1984 en 7.574 m.kr. 1985. Af iðnaðarvörum vógu ál og kísiljárn þyngst. Á1 var flutt út fyrir 3.426 m.kr. fyrra árið og 3.340 m.kr. það siðara. Kisil- járn fyrir 1.016 m.kr. fyrra árið en 1.220 m.kr. það síðara. Útflutningur áls og kísiljáms orkuiðnaðar samtals á liðnu ári nam 4.560 m.kr. Það munar um minna bæði í þjóðartekjum (þ.e. almennum kjömm) og viðskiptajöfnuði okkar við umheiminn, sem ekki hefur verið of burðugur lengi undan- farið. Myndin sýnir álverið í Straumsvík (ÍSAL). fyrirtækjum og með stofnun nýrra...“ Nýsköpun atvinnu- lífsins I greinargerð framvarps Bjöms Líndal (F.-Rv.) er lögð áherzla á að „einn mikilvægasti þátturinn í stefnu ríkisstjómarinnar í efna- hagsmálum sé nýsköpun atvinnu- lífsins". Þar segir jafnframt að „það sé óhjákvæmilegt forgangs- verkefni að stöðva aukningu erlendra skulda. I þjóðhagsáætl- un, sem lögð var fyrir Alþingi hinn 15. þ.m. [nóvember 1984] er tekið svo sterkt til orða að segja að það varði í reynd fjárhagslegt öryggi og sjálfstæði þjóðarinnar að stöðva erlenda skuldasöfnun." I framsögu fyrir tillögu til þingsályktunar, sem fyrr er getið, vék þingmaðurinn að sama efni og vitnaði til stefnuræðu Steingríms Hermannssonar, for- sætisráðherra: „Þar sem erlendar lántökur á undanfömum áram era nú taldar komnar að hættumörk- um sem hlutfall af þjóðarfram- leiðslunni virðist lítið svigrúm vera til þeirra áforma [nýsköpun- ar atvinnulífsins] nema að menn sætti sig við að erlenda skulda- hlutfallið aukist á næstu áram . . .“ Fordæmi ná- grannaríkja I greinargerð með framvarpinu segir þingmaðurinn ennfremur: „Til samanburðar má nefna að væri um slíkt samstarf að ræða á sviði verslunar gæti ráðherra, samkvæmt gildandi lögum, veitt undanþágu frá skilyrði um meiri- hlutaeign innlenda aðilans á hlutafé. Þess ber og að gæta að öll nágrannaríki Islendinga hafa af- numið ófrávíkjanleg lagaskilyrði af því tagi sem iðnaðarlögin hafa að geyma um meirihlutaeign á hlutafé. Þar er í lagasetningu leit- ast við að greiða fyrir samstarfi erlendra og innlendra fyrirtækja á sviði iðnaðar. Meðal ríkja í þess- um hópi era öll hin norrænu löndin, sem leggja nú sífellt meiri áherslu á slíkt samstarf og um leið þá fjárfestingu í atvinnu- rekstri sem fylgir í kjölfarið. í þessu frumvarpi er lagt til að iðnaðarlögum verði breytt og opnað fyrir aukna möguleika á iðnaðarsamstarfi innlendra og er- lendra fyrirtækja ...“ Þá vitnar þingmaðurinn til er- lendrar Qárfestingar á Norður- löndum, m.a. í Svíþjóð, og sænsks nefndarálits, þar sem erlendar fjárfestingar era taldar leiða til „fleiri starfa, aukinna útflutnings- möguleika, nýrrar þekkingar á sviði tækni, markaðssetningar [sölu framleiðslunnar] og stjórn- unar“, sem og „margbreytni, virkni og samkeppnishæfni sænsks efnahagslífs .. .“ Ár hinna glöt- uðu tækifæra í greinargerð framvarpsins kemur skýrt fram, að „þegar um stóriðju er að ræða verði áfram um sérstaka lagasetningu að ræða í hvert sinn, m.a. vegna sérsamn- inga um raforkuverð og skatt- greiðslur“, þó það yrði samþykkt. Heimildin til undanþágu, í hendi ráðherra, „mun fyrst og fremst gagnast smærri og meðalstóram fyrirtækjum í iðnaði". Sjálfgefið er að fara með heil- brigðri gát í hvers konar samstarf við erlenda aðila. Þröngsýni eða fordómar mega þó ekki verða Þrándar í Götu þjóðarinnar á veg_- ferðinni til bættra lífslqara. Á áram áður, meðan rafmagnið hafði sterkari samkeppnisstöðu gagnvart öðram orkugjöfum en nú er, gátum við efalítið flýtt veralega fyrir hliðstæðum al- mennum kjarabótum hér á landi og náðust í nágrannalöndum, með því að breyta orku fallvatna í ríkara mæli í störf, verðmæti og gjaldeyri, m.a. með fjölþjóðlegu samstarfi og framtaki. Þröngsýni Alþýðubandalagsins, sem réð ferð í þessum efnum 1978-83, breytti þeim möguieikum, sem þá vóra fyrir hendi, í glötuð tækifæri. Ástæða þess að hér er rifjaður upp rökstuðningur Björns Líndal, þingmanns Framsóknarflokks, fyrir tilteknum undanþáguheim- ildum í hendur iðnaðarráðherra, er m.a. andstaða Alþýðubanda- lags, og raunar fleiri, við breyting- ar á gildandi iðnaðarlögum, sem óstaðfestar fregnir hafa gengið um að-ræddar hafí verið í iðnaðar- ráðuneytinu. Áskirkja Guðsþjónusta og altarisganga kl. 11. Fermdur verður Arnar Steingrímsson frá Durham North Carolina í Bandaríkjunum til heimilis Rauðalæk 18. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtsprestakall Guðsþjónusta í Bústaðakirkju kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guð- Guðspjall dagsins: Lúk. 19, Jesús grætur yfir Jerúsalem. mundsson. Sr. Lárus Halldórs- son. Bústaðakirkja Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guöni Þ. Guðmundsson. Prest- ur sr. Lárus Halldórsson. Sóknarnefnd. Dómkirkjan Messa kl. 11. Organleikari Birg- ir Ás Guðmundsson. Sr. Hjalti Guðmundsson. Elliheimilið Grund Messa kl. 10. Sr. Lárus Hall- dórsson. Hallgrímskirkja Messa kl. 11. Altarisganga. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudag- ur: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Landsprtalinn Messa kl. 10. Sr. Karl Sigur- björnsson. Háteigskirkja Messa kl. 11. Sr. Arngrímur Jónsson. Hjálpræðisherinn Útisamkoma kl. 16.00 á Lækj- artorgi ef veður leyfir. Hjálpræð- issamkoma kl. 20.30. Flokks- foringjarnir stjórna og tala. Kópavogskirkja Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11 árdegis. Sr. Árni Pálsson. Langholtskirkja Messa fellur niður. Sóknar- nefnd. Laugarnesprestakall Laugardag 2. ágúst: Messa Hátúni 10b, 9. hæð, kl. 11. Sóknarprestur. Neskirkja Messa kl. 11 árdegis. Orgel- og kórstjón Reynir Jónasson. Sr. Frank M. Halldórsson. Miðviku- dagur 6. ágúst: Fyrirbæna- messa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. Seljasókn Guðsþjónuta er í Seljahlíð laug- ardaginn 2. ágúst kl. 10.30. Guðsþjónusta í Ölduselsskóla sunnudag fellur niður vegna sumarleyfa. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Sighvatur Jónasson. Prestur sr. Sólveig Lára Guðmundsdóttir. Kapella St. Jósefssystra, Garðabæ Hámessa kl. 14.00. Kapella St. Jósefsspítala Hámessa kl. 10.00. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18.00. Karmelklaustur Hámessa kl. 20.30. Rúmhelga daga er hámessa kl. 18.00. Hafnarfjarðar- og Víðistaða- sókn Morgunsöngur kl. 11.00 á Hrafnistu. Sr. Gunnþór Ingason. Þingvallakirkja Guðsþjónusta kl. 14.00. Organ- leikari Einar Sigurðsson. Sóknarprestur. Reynivallakirkja Messa kl. 14.00. Sr. Gunnar Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.