Morgunblaðið - 02.08.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1986
23
Sá á fund sem finnur
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Sá á fund sem finnur (Find-
ers Keepers) Sýnd í Bióhúsinu,
Stjörnugjöf *
Bandarísk. Leikstjóri: Ric-
hard Lester. Handrit: Ronny
Graham, Terence Marsh og
Charles Dennis. Framleiðend-
ur: Sandra Marsh og Terence
Marsh. Tónlist: Ken Thorne.
Kvikmyndataka: Brian West.
Helstu hlutverk: Michael O’Ke-
efe, Beverly D’Angelo, Louis
Gossett jr. og Brian Dennehy.
Sá á fund sem finnur (Finders
Keepers), sem sýnd er í Bíóhús-
inu, lofar ansi góðu sem gaman-
mynd. í aðalhlutverkum eru
Miehael O’Keefe, Beverly D’Ang-
elo og Lou Gossett jr. og leikstjóri
er Richard Lester, sem er að vísu
mistækur en helst eftirminnilegur
fyrir Royal Flash og Bítlamynd-
irnar gömlu. En hvað kemur svo
í ljós? Myndin er endaleysa um
fólk sem maður hefur ekki hug-
mynd um hvaðan kemur eða hvert
er að fara og maður hefur ekkert
tækifæri til að kynnast á milli
þess sem það ratar í óspennandi
og ófyndin ævintýri. Það líður svo
langt á milli brandaranna að mað-
ur gleymir næstum því að brosa
þegar loksins eitthvað fyndið ge-
rist.
Sá á fund sem finnur á að vera
glæpamynd með gamansömu ívafi
eða öfugt, en hún er hvorugt. Hún
er í besta lagi misnotkun á ann-
ars hæfileikaríku fólki. O’Keefe
leikur ungan strák sem lendir i
því fyrir slysni á flótta undan lög-
reglunni að uppgötva stórar
fúlgur fjár í líkkistu um borð í
hraðlest. Hann hefur lengi framan
af ekki hugmynd um hver gæti
átt féð og skilur ekkert í þessum
skuggalega manni sem er alltaf
að ónáða hann og hóta limlesting-
um ef hann láti kistuna ekki í
friði. Loksins kviknar þó ljós í
kollinum á honum og þá er hann
búinn að kynnast D’Angelo og
Gossett jr. sem er reyndar æsku-
vinur hans frá einhveiju munaðar-
leysingjahæli og birtist allt í einu
um borð í lestinni, og saman rejma
þau að ná peningunum í sínar
hendur.
Það skrifa þrír menn handritið
að Sá á fund sem fínnur og allir
hafa þeir viljað koma sínum
bröndurum í myndina og sjálfsagt
tekist það. Michael O’Keefe er
ágætur gamanleikari á góðum
degi en hér fær hann ekki notið
sín enda á litlu að byggja. Maður
er orðinn svolítið leiður á Beverly
D’Angelo í hlutverki taugaveikl-
aðrar ungrar konu og Lou Gossett
jr. er langt frá sínu besta. Það
er Richard Lester líka. Það er
fátt verra en brandarakall sem
mistekst að vera fyndinn og það
mistekst í flestum tilfellum í Sá
á fund sem finnur. Að frádregn-
um nokkrum spaugilegum atrið-
um er myndin mestmegnis
kryddlaus, eins og saltlaust popp-
kom.
t
EINAR RUNÓLFSSON
— bóndi,
Ölvaldsstöðum,
lést í Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 23. júlí. Jarðarförin
hefur farið fram.
Þórhildur Einarsdóttir, Ssemundur Guðmundsson,
Ragnar H. Harðarson, Lilja Sigurðardóttir,
Guðmundur Sæmundsson, Mekkin ísleifsdóttir,
EKsabet Sæmundsdóttir.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
MAGNÚS GUNNAR MAGNÚSSON,
aðalvarðstjóri,
Seljabraut 42,
andaðist í Landspítalanum þann 1. ágúst sl.
Kristín Bárðardóttir
og börn.
t
Faðir okkar,
SIGURJÓN ÁRNASON
bóndi,
Pétursey, Mýrdal,
lést þriðjudaginn 29. júlí í Sjúkrahúsi Suðurlands.
Börnin.
t
Faðir okkar,
VALDIMAR SIGURJÓNSSON
fyrrum bóndi i Hreiðri, Holtum,
síðar til heimilis að Þelamörk 40,
Hveragerði,
lést 31. júlí á Hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi.
Börnin.
VIÐ KYNNUM
NÝTA BLÁA BORÐANN
Annað eins smjörHki hefur þú
aldrei bragðað. Stórkostlegt til
steikingar - bragðgptt á brauðið.
Við hlökkum til að heyra þitt álit.
• smjörlíki hf.