Morgunblaðið - 13.08.1986, Side 16

Morgunblaðið - 13.08.1986, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1986 AF ERLENDUM VETTVANGI Bandaríkin eru „Fyrirheitna landið“ i augum margra Mexíkana. Fundur forseta Bandaríkjanna og Mexíkó í dag: Tekst að finna lausnir á deilumálum ríkjanna? RONALD REAGAN, Bandaríkjaforseti, og Miguel de la Madrid, forseti Mexíkó, hittast í dag í Washington. Fundir forsetanna eru yfirleitt haldnir einu sinni á ári. I fyrra varð þó að fresta fundi vegna jarðskjálftanna miklu í Mexíkó og hittust þeir ekki fyrr en í janúar sl. A undanförnum mánuðum hafa verið ýmsar blikur á lofti í samskiptum ríkjanna og þvi er fundurinn í dag mikilvægari en ella, hann þarf að ganga vel og samskipt- in að komast í eðlilegt horf. Ástæður samskiptaerfið- leikanna eru ýmsar. Verðfall á olíu kom sér afar illa fyrir mexí- kanskt efnahagslíf og þurftu Bandaríkin m.a. að beita sér fyr- ir sérstökum aðgerðum nú fyrir skömmu til þess að komist yrði hjá algjöru hruni. Straumur ólög- legra innflytjenda frá Mexíkó til Bandaríkjanna vex mjög þegar samdráttur verður í mexíkönsku efnahagslífi og er mjög mikill um þessar mundir. Fulltrúadeild bandaríska þingsins veltir því nú enn einu sinni fyrir sér hvemig hægt sé að stemma stigu við þessum straumi. Hvort deildin kemur til með að samþykkja lög þessa efnis er ekki gott að segja, en ljóst er að ef ekki tekst að fá mexíkönsk stjómvöld til sam- vinnu um lausn vandans munu Bandaríkjamenn reyna að finna einhliða lausn á málinu. Vaxandi áhyggjur Bandaríkja- manna vegna eiturlyijaneyslu innanlands er eitt af því sem for- setamir koma til með að ræða. Mikið magn af marijúana og her- óíni er framleitt í Mexíkó og um landið fer einnig mikið af kókaíni frá Suður-Ameríku og er þessu smyglað til Bandaríkjanna. Lög- reglunni virðist ganga mjög illa að ráða niðurlögum smyglaranna og hafa Bandaríkjamenn viljað kenna því um að mexíkönsk stjómvöld taki ekki nógu hart á málum. Bandaríski öldungadeildar- þingmaðurinn, Jesse Helms, sem er formaður undimefndar er fjall- ar um samskipti ríkjanna í Vesturálfu, var mjög harðorður í garð mexíkanskra stjómvalda í yfirheyrslum vegna mála er snertu Mexíkó í maí og júní sl. Við yfírheyrslumar var því haldið fram að spilltir mexíkanskir emb- ættismenn litu fram hjá eitur- lyfjasmyglinu, eða væra þátttakendur í því og voru þar nefndir til þrír héraðsstjórar, frændi de la Madrid forseta og yfirmaður þeiirar deildar lögregl- unnar er stjómar baráttunni gegn eiturlyfjaneyslu. Ásökun- unum var harðlega neitað og mexíkanska ríkisstjómin fór fram á að beðist yrði afsökunar á þessum ummælum og var það gert. En gagnkvæm tortryggni og gremja sat eftir. Asakanir um kosningasvindl í þriðju yfirheyrslunni hélt Helms því fram að stórfellt kosn- ingasvindl héldi mexíkönskum stjómmálamönnum við völd. Hann gagnrýndi bandarísk stjórn- völd fyrir að veita Mexíkómönnum fjárhagslegan stuðning án þess að fara fram á að heiðarleg vinnu- brögð yrðu tekin upp í stjóm- málum þar í landi. Sögur af kosningasvindli í Mexí- kó era ekki nýjar af nálinni, en tíðindum sætir að um slíkt sé fjall- að í yfírheyrslum bandarískrar þingnefndar og fjölmiðlum er gagnrýndu mjög framkvæmd kosninga í Chihuahua-héraði í síðasta mánuði. Segja má að stjómmálamenn í Washington geti ekki lengur lokað augunum fyrir stómmálalegri spillingu í Mexíkó, þar sem hún er nú orðin fjölmiðlamatur. Ríkisstjóm Bandaríkjanna hef- ur ekki tekið opinberlega undir ásakanir Jesse Helms, en Elliott Abrams, aðstoðaratanríkisráð- herra málefna Ameríkuríkja, sagði í maímánuði að hann hefði vissar áhyggjur af ásökunum um kosningasvindl, sem hann kvaðst álíta að gætu leitt til þess að menn misstu traust á ríkisstjóm Mexíkó. Þessi umræða veldur því að1 Mexíkanar spyrja sig þeirrar spumingar m.a. hvort ríkisstjóm Reagans hyggist snúa bakinu við þeim stjórnmálaflokki, PRI, sem með völd fer í landinu og hefur stjómað því um áratugaskeið og taka upp stuðning við annan flokk, PAN, sem nær þykir standa bandaríska Repúblikanaflokkn- um. Helms, öldungardeildarþing- maður, hefur e.t.v. haft þetta í huga, en þeir aðilar í stjórn Reag- ans er fara með málefni Mexíkó, geta ekki leyft sér slíkt. PRI- flokkurinn heldur um stjómvölinn í Mexíkó og ríkisstjórnin í Was- hington verður að starfa með honum. Málefni Mexíkó í brennidepli Ástæða er til að velta því fyrir sér hvers vegna þau vinnubrögð er PRI-flokkurinn hefur beitt um langt skeið vekja nú svo mikla athygli í Bandaríkjunum. Svarið gæti blátt áfram verið að málefni Mexíkó séu í brennidepli um þess- ar mundir. Efnahagserfiðleikar hafa verið miklir þar í landi síðan árið 1982 og skuldastaðan afleit. Samningur ríkisstjómarinnar við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, sem gerður var 22. júlí sl. og banda- ríska ríkisstjómin hafði hönd í bagga með, mun halda landinu frá gjaldþroti fram að árinu 1988, sem er síðasta ár kjörtímabils de la Madrid forseta og sjá því fyrir 12 billjónum dollara í nýjum lán- um. Mexíkómenn skulda ríkis- stjómum fjölmargra vestrænna ríkja fé og.einnig um 700 einka- bönkum víðs vegar um heim, þar af era bandarískir bankar um einn ljórði. Fjiildi ólöglegra innflytj- enda frá Mexíkó til Bandaríkjanna hefur aukist og áhyggjur vegna vímuefnaneyslu vaxið. Allt veldur þetta því að Bandaríkjamenn gera sér betur grein fyrir því en áður að það skiptir þá veralegu máli hvemig hlutirnir ganga fyrir sig í Mexíkó. Ekki er líklegt að Reagan for- seti ræði um kosningasvindl við de ia Madrid. Trúlegra þykir að Bandaríkjaforseti fari fram á auk- ið samstarf við landamæri ríkjanna og í baráttunni við eitur- lyfjasmyglara. Mexíkóforseti mun væntanlega ræða um hinn gífur- lega efnahagsvanda lands síns. Málin er þarfnast úrlausna eru ærin og spumingin er, hvemig forsetunum tveimur tekst til við lausn þeirra í dag. Heimild: The Eeonomist Tjaldgisting eina úrræðið? — í tilefni af Vestfjarðaferð Víkverja eftir Hallgrím Sveinsson Ástæða er til að þakka Víkvetja frásögn hans í Morgunblaðinu und- anfarið af ferð til Vestfjarða. Einkum og sér í lagi vill undirritað- ur þakka vinsamleg orð um bækl- inginn Vestfírsku Alparnir, sem nýlega kom út. Bæklingur þessi er e.t.v. ekki mjög stórt framlag til uppbyggingar ferðamála á Vest- íjörðum, en hann hefur þó vakið athygli fyrir vissan ferskleika og virðast ferðamenn hafa kunnað að meta þetta framtak íbúa í Vest- firsku Olpunum. Bæklingurinn var prentaður í tíuþúsund og fimm- hundrað eintökum og hefur víðast horfíð eins og dögg fyrir sólu þar sem hann hefur legið frammi. Víkveiji hefur í pistlum sínum undanfarið verið óragur við að benda á það sem vel er gert í mót- töku ferðamann á Vestfjörðum. Jafnframt því hefur það sem miður fer ekki farið fram hjá honum og er hvorttveggja vel. Sannleikurinn er sá, að Vestfírðingum hefur verið tamara fram að þessu að draga físk úr sjó eða eltast við sauðkindur upp um öll foldarból heldur en taka skipulega á móti ferðamönnum. Ymislegt bendir þó til að þetta sé að breytast í þá veru að íbúar þessa landsvæðis eru famir að gera sér grein fyrir hvílíku feikna aðdráttar- afli landshluti þeirra býr yfir fyrir innlenda jafnt sem erlenda ferða- menn. Vonandi fer þó aldrei svo að Vestfírðingar kasti frá sér skip- um og veiðarfæram eða hætti að umgangast sauðfé, til að þjóna al- farið undir ferðamenn. En tvímæla- laust er gott að hafa þessa þjónustu með til búdrýginda ásamt undir- stöðugreinunum. Vestfirska sumar- ið er þó stutt, ef það kemur þá á annað borð, og verða menn að haga framkvæmdum í samræmi við það. Ferðamál á Vestfjörðum era svo til „Víkverji hefur í pistl- um sínum undanfarið verið óragnr við að benda á það sem vel er gert í móttöku ferða- manna á Vestfjörðum. Jafnframt því hefur það sem miður fer ekki farið fram hjá honum og er hvorttveggja vel. Sannleikurinn er sá, að Vestfirðingum hefur verið tamara fram að þessu að draga f isk úr sjó eða eltast við sauð- kindur upp um öll foldarból heldur en taka skipulega á móti ferðamönnum.“ óplægður akur sem heimamenn verða sjálfír að plægja með nokk- urri utanaðkomandi aðstoð fag- manna. Víkveiji segir frá því, að honum og samferðamönnum hans hafí ekki tekist að fá gistingu í Vestfírsku Olpunum þrátt fyrir að þeir hafi eftir því leitað. Því miður er það rétt að á svæðinu hagar þannig til eins og er, að þar er varla gistingu að fá nema í heimahúsum eða þá hreinlega að tjalda eins og Víkveiji bendir á. En fátt er svo með öllu illt að ei boði gott. Hver veit nema þörf ábending Víkveija verði til þess að hér verði ráðin bót á og það fljót- lega. Lausins á vandamálinu er Fangar mánaðar- ins — ágúst 1986 Mannréttindasamtökin Amn- esty International vilja vekja athygli almennings á máli eftir- farandi samviskufanga i ágúst. Jafnframt vonast samtökin til að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum föngum og sýna þannig í verki andstöðu sina við að slik mannréttindabrot eru framin. E1 Salvador: Bræðumir José Vladimir og Jaime Emesto Centeno López vora handteknir þann 8. nóv. 1985, ásamt föður sínum, José Humberto Centeno Najarro, sem er leiðtogi stéttarfélags útvarps- og símamanna í E1 Salvador, en það félag hefur gagnrýnt stjómarstefn- una. Þeir vora færðir til höfuð- stöðva lögreglunnar, og daginn eftir vora bræðumir, sem eru 21 og 18 ára gamlir, færðir til La Esper- anza-fangelsisins í Mariona og ákærðir fyrir aðild að ráninu á flug- stjóranum Omar Napoleón Avalos í okt. 1985, en föðumum var sleppt. Samkvæmt vitnisburði bræðranna voru þeir pyntaðir til að skrifa und- ir játningu um aðild að mannráninu á meðan þeir vora í höfuðstöðvum lögreglunnar, og urðu einnig að drekka bragðvondan vökva sem þeir töldu vera lyf, og Iesa inn á myndband utanaðlærðan texta með játningu. Hvoragur kannast við að vita nokkuð um mannránið. AI telur að eina ástæðan fyrir varðhaldi bræðranna sé starf föður þeirra að verkalýðsmálum. Víetnam: Vu Ngoc Truy er 71 árs lögfræðingur, sem gegndi stöðu við áfrýjunardómstólinn í Saigon í forsetatíð Nguyen Van Thieu, en frá því í apríl 1975 var honum meinað að starfa sem lögfræðingur og hefur síðan fengist við frönsku- kennslu á heimili sínu. Hann var handtekinn í júní 1978, og herma skýrslur að þá hafí verið lesin upp handtökuheimild þar sem hann var sakaður um að vera gagnbyltingar- sinnaður. Hann var fyrst í haldi í Phan Dang Luu-fangelsinu, en fluttur í júlí 1979 til Ho Chi Minh- fangelsisins í Ho Chi Minh-borg, og er honum enn haldið þar án ákæru eða dóms. AI telur varðhald hans bijóta í bága við mannrétt- indasáttmála SÞ sem Víetnam undirritaði í sept. 1982, og við þau sjálfsögðu mannréttindi að teljast saklaus þar til sekt er sönnuð. Vu Ngoc Tray þjáist af magasári og þarfnast læknismeðferðar. Konu hans er einungis leyft að heim- sækja hann endram og eins, en uppkomin börn hans búa erlendis. Alsír: Fennoune Rachid er vöra- bílstjóri á fímmtugsaldri, sem var

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.