Morgunblaðið - 13.08.1986, Page 19

Morgunblaðið - 13.08.1986, Page 19
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1986 Norræna húsið: Fyrirlestur um kirkju- sögu íslands Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup heldur fyrirlestur í Opnu húsi, dagskrá fyrir norræna ferðamenn í Norræna húsinu, fimmtudaginn 14. ágúst kl. 20:30. Fyrirlesturinn nefnist „Úr kirkju- sögu Islands" og verður fluttur á sænsku. Eftir kaffihlé verður sýnd kvikmynd Ósvalds Knudsens „Sveitin milli sanda“ með norsku tali. Síðasti fyrirlesarinn í Opnu húsi, fimmtudaginn 21. ágúst, verður sr. Heimir Steinsson þjóðgarðsvörður og talar hann um Þingvelli. Bóka- safn og kaffístofa Norræna hússins verða opin til kl. 22:00 eins og venja er á fímmtudögum, þegar Opið hús er á dagskrá. (Úr fréttatilkynningu) Stykkishólm- ur kynntur Stykkishólmi. Ráðamenn í Stykkishólmi hafa látið gera leiðbeiningabækiing um Stykkishólm og ýmislegt sem þar er að sjá og kynnast. Hefir þessi bæklingur sem ætlað- ur er ferðafólki, verið sendur víða, bæði til ferðaskrifstofa og fyrir- tækja og telja ráðamenn að vel hafí til tekist og þeir verði varir við jákvæð viðbrögð. Bæklingurinn er aðeins 4 síður með litmyndum af því helsta hér og á fyrstu síðu er falleg litmynd af Hólminum tekin úr lofti. En á öftustu síðu er svo mynd af höfninni okkar, sem fyrir- hugað er að verði smábátahöfn í framtíðinni. Ami. Frá Stykkishólmshöfn. Á myndinni eru f.v.: Snorri Signrðsson, Anne Dahl, Thorstein Dahl, Sven Jakob Gisholt, Leif Tormoen, Torleif Omtveit, Kristian Loven- skiold og Sigurður Blöndal. Norskir skógræktarmenn kveðja: Gróðursettu 40 þúsund plönt- ur á tæpum tveim vikum UM ÞAÐ bil 50 Norðurlandabúar, aðallega Norðmenn, sem undan- famar tvær vikur hafa unnið að skógræktarmálum hér á landi, snem heimleiðis á mánudaginn. Álíka stór hópur Islendinga er nú við svipuð störf í Þrændalögum í Noregi og er þetta þrettánda skiptiferðin af þessu tagi siðan 1949. Sú næsta er áætluð árið 1990. Fréttamenn ræddu við Sigurð Blöndal, skógræktarstjóra, Snorra Sigurðsson hjá Skógræktarfélagi íslands og nokkra af Norðmönnun- um, sem hér störfuðu, ásamt full- trúum sextán manna hóps skógræktarmanna frá Þelamörk, sem hefur kynnt sér aðstæður hér- lendis. íslenskur skiptihópur mun sækja Þelamörk heim eftir fjögur ár. Snorri sagði að fólkinu hefði ver- ið skipt í þijá hópa. 25 voru á Alviðru í Ámessýslu, 10 á Hreða- vatni og Hvammi í Borgarfirði og loks 15 á Hólum í Hjaltadal. Alls voru gróðursettar nær 40 þúsund trjáplöntur, en einnig var hlúð að ungviði og á Hólum var auk þess gerður göngustígur um svæðið. Alviðmhópurinn fékk tækifæri til að skoða Þórsmörk og nýttu duglegir ijallgöngumenn tímann vel og gengu upp að jökulrótum. Fyrir tilhlutan Norræna skóg- ræktarsambandsins var nú fólki frá Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð boðið að taka þátt í ferðinni hingað til lands, ijórum frá hveiju landi að þessu sinni, en í fyrri skiptiferð- um hafa eingöngu verið Norðmenn. Kvaðst Snorri vona að hlutfallslega fleiri þátttakendur yrðu frá þessum löndum næst. Sextán manna hópurinn frá Þela- mörk fór um landið undir leiðsögn Sigurðar Blöndals og héldu menn sig aðallega við þjóðveg nr. 1, hringveginn. Oll helstu skógræktarsvæði á landinu voru heimsótt og fengu gestirnir því allgóða mynd af þeim árangri, sem náðst hefur. Einnig var litið inn í frystihús, heilsað upp á bændur og í stuttu máli reynt að gefa eins víðtæka innsýn í þjóðlífið og kostur var. Kristian Levenskiold, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Noregs, lýsti mikilli ánægju með hringferðina og sagðist sannfærður um, að allir þátttakendur myndu ráðleggja fólki að heimsækja Is- land, er heim væri komið. Enn fremur hefði þeim orðið ljóst, hve rangar hugmyndir þeir hefðu gert sér um landið. Aðspurður sagði Lovenskiold að þessi samskipti hefðu m.a. faglega þýðingu; norskir skógræktarmenn kynnast ttjátegundum, sem lítið væri um í Noregi, dustuðu þannig rykið af gömlum skólabókalærdómi sínum og fengju þar að auki fjöl- breytta sýnikennslu í jarðfræði. Tign og fjölbreytileiki íslenskrar náttúru ættu sér engan líka í Nor- egi. Á hinn bóginn fengi íslenska skógræktarfólkið í Noregi t.d. inn- sýn í hefðbundna skógrækt, þar sem meginmarkmiðið væri timbur- framleiðsla. Varðandi arðsemi skógræktar á íslandi sögðu gestirnir, að bein framleiðsla á trjáviði væri og yrði varla markmiðið. Ræktun skjólbelta gæti aftur á móti skipt sköpum í baráttunni við uppblástur, sem víða væri skelfilegur. Þótt dæmi fyndust um ofbeit sums staðar í Noregi, þá hefðu þeir aldrei kynnst jafn hrika- legum afleiðingum taumlausrar sauðfjárbeitar og hér á landi. Víða hefði sauðfé útrýmt kjarrgróðrinum gjörsamlega. í baráttunni um meira fé til skóg- ræktar mætti sýna handhöfum fjárveitingavalds glæsilegan árang- ur á tijáræktarstöðinni á Skálpa- stöðum í Skorradal, en örskammt frá gætu þeir einnig litið uppblást- urinn í öllu sínu veldi. Ekki sögðu þeir til neinar „norsk- ar“ lausnir á ofbeitarvandamálum aðrar en friðun fyrir búfé og rækt- un skjólbelta. Varðandi ræktun barrskóga yrði að gæta þess að reyna ekki að koma samtímis upp skjólbeltum og barr- skógi, eins og þeir hefðu séð dæmi um, skjólbeltin yrðu að koma fyrst. Torleif Omtveit, skógræktarstjóri í Þelamerkurfylki, og Torstein Dahl, sem stjórnar skógræktarskóla, töldu jarðveg hér víða ágætan til skógræktar, ekki síst við Laugar- vatn. Vandinn væri að finna heppilegustu kvæmin fyrir íslensk- ar aðstæður. Kennaraháskólinn: Fyrirlestur um tölvunotkun í Kennaraháskóla Islands stendur nú yfir framhaldsnám- skeið í tölvuforritunarmálinu LOGO. Aðalleiðbeinandi á nám- skeiðinu er dr. Celia Hoyles frá Institute of Education við Uni- versity of London, en hún hefur unnið að rannsóknum á notkun LOGO í skólastarfi. í dag, 13. ágúst, mun dr. Hoyles halda fyrirlestur sem hún nefnir „Computer Education in the UK. Where should we be going?“. Að- gangur er öllum heimill. Námskeiðinu í Kennaraháskólan- um lýkur 15. ágúst. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásídum Moggans!_________< ÍW ..Ég cr að braeða það með mér'" sagði nýbakaða kartaflan sem vildi njóta samvistanna við smjörið sem lengst. N Ý VERÐLÆKKUN: Stórt stykki af smjöri kostar tœpar 117 krónur, smjörklípan í kartöfluna 2-3 krónur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.