Morgunblaðið - 13.08.1986, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 13.08.1986, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakið. Erlent áhættu- fjármagn Minnisvarð mannfyrirlitnii Aldarfjórðungur liðinn frá því að Berlínarmúri Þessi mynd kom á forsíðum dagblaða um allan heim. Hermaður hend- ir frá sér vopni sínu og tekur til fótanna. Oðaverðbólga, sem lamaði íslenzkan þjóðarbúskap 1971-83, lagði innlendan pen- ingasparnað í rúst. Islenzkir atvinnuvegir urðu háðari erlendu lánsfjármagni með hverju árinu sem leið. Erlend langtímalán hrönnuðust upp og nálguðust 60% markið sem hlutfall af þjóð- arframleiðslu. Greiðsluþyrði langlána, vextir og afborganir tóku til sín frá fimmtungi og langleiðina í fjórðung af útflutn- ingstekjum, sem dregizt hefur frá skiptahlutnum á þjóðarskút- unni. Svokölluð langtímalán segja þó ekki söguna alla. Við þau bætast skammtímalán, sem vóru og eru veruleg, og oft fram- lengd frá ári til árs. I maímánuði síðastliðnum vóru heildarútlán viðskiptabanka og sparisjóða nálægt 54,5 milljörð- um króna. Þar af vóru erlend endurlán tæpir 15 milljarðar króna eða um 27,3% af heildar- útlánum. I ársbyijun 1971, sem talið er upphafsár óðaverðbólg- unnar, vóru erlend endurlán aðeins 0.4% heildarútlána. Hlut- ur erlendra endurlána í útlánum viðskiptabanka og sparisjóða hefur því vaxið verulega á síðast- liðnum fimmtán árum. Þetta hlutfall óx mikið á sl. ári þegar afurðalán vóru fjármögnuð með erlendum lánum í stað Iána úr Seðlabanka. Ljóst er að erlent fjármagn skipar verulegan sess í íslenzkum þjóðarbúskap í formi langtíma- lána, skammtímalána og endur- lána viðskiptabankanna. Eigendur þessa erlenda fjár- magns [sparnaðar] taka ávöxtun fjármagns síns „á þurru“, enda er það skjaldað ábyrgðum íslenzkra banka og/eða ríkisins. Ljóst er ennfremur að æskileg framvinda í íslenzku atvinnulífí og þjóðarbúskap er að verulegu leyti háð erlendu fjármagni með- an innlendur spamaður svarar ekki innlendri fjármagnsþörf að þessu leyti. Þess vegna vex þeirri skoðun fylgi að rétt sé að greiða götu erlends áhættufjármagns inn í íslenzkt atvinnulíf, ekki sízt útflutningsframleiðslu, með sama hætti og viðgengst víðast um hinn vestræna heim. Hér á landi hefur lítið verið rætt um möguleika erlends áhættufjármagns, erlendrar Qár- festingar, í íslenzkri atvinnu- starfsemi. Oðru máli gegnir um helztu nágranna- og viðskipta- þjóðir okkar. Mikið starf hefur verið unnið á vegum OECD [Efnahags- og framfarastofnun- arinnar], sem miðar að því að greiða fyrir íjárfestingu fyrir- tækja yfir landamæri. Sama á við um samstarf Norðurlanda í efnahags- og viðskiptamálum. Á þeim vettvangi hefur verið unnið að tillögum um rýmri réttindi norrænna fyrirtækja, fyrst og fremst iðnfyrirtækja, til þátttöku í atvinnurekstri innan Norður- landanna allra. Við höfum eldri fordæmi um erlent áhættufé í uppbyggingu íslenzks sjávarútvegs snemma á öldinni. Erlendir aðilar lögðu t.d. verulegt áhættufjármagn í síldarútveg, síldarsöltun og síldarbræðslu upp úr sl. aldamót- um. Fyrirtæki þeirra færðust síðan smám saman — í tímans rás — á innlendar hendur. Erlent áhættufé er og í dag gildur þátt- ur í atvinnulegri og kjaralegri uPPbyggingu hjá frændum okkar í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Friðrik Sophusson, varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við Ríkisútvarpið á dögunum, aðspurður um hugs- anlegar breytingar á íslenzku bankakerfi, að erlent hlutafé kæmi vel til greina sem ein af breytingunum, t.d. ef einkabank- ar keyptu einn af ríkisbönkunum. Hann sagði sjálfstæðismenn sammála um, að draga þurfi er- lent áhættufé í ríkara mæli inn í landið. Máske vísa þessi um- mæli og önnur hliðstæð til meira víðsýnis í fjármálalegu, við- skiptalegu og tæknilegu sam- starfi við erlenda aðila, þegar samar, fara hagsmunir þeirra og okkar. Og varla kæmi það að sök þó einhver fjárfcsting-ar- og rekstraráhætta tengdist því mikla erlenda fjárstreymi til landsins, sem verið hefur um langt árabil, er til staðar og verð- ur fyrirsjáanlega í næstu framtíð. Vatnavextir og vega- skemmdir Miklar vegaskemmdir urðu vegna rigninga og vatna- vaxta í Oræfasveit í fyrradag. Nokkrar ár flæddu yfir bakka og grófu þjóðveginn í sundur við brúarenda, svo mynduðust allt upp í 30 metra skörð. Þessir at- burðir sýna ljóslega að það þarf ekki jarðelda eða jökulhlaup til að skera sundur þjóðvegakerfi okkar og setja strik í þjóðarreikn- inginn. Vegagerðin brást vel og skjótt við. Gert var við vegi á undra- skömmum tíma, a.m.k. til bráðabirgða. Við svona aðstæður þurfum við á að halda stórvirkum og fullkomnum tækjum og þjálf- uðum vegagerðarmönnum. Hvort tveggja er sýnilega fyrir hendi og er það ánægjulegt. Friedrichstrasse, járn- brautarstöðin í Berlín, er ekki eins og flestar aðrar slíkar brautarstöðvar. Auk hefð- bundins hlutverks síns er hún jafnframt hlið á múrnum, sem aðskilur Austur- og Vest- ur-Þýskaland og gerir Vestur-Berlín að eyju í hafsjó þeirra þjóðfélaga, sem kenna sig við kommúnisma. Kína- múrinn var reistur til þess að halda innrásarheijum úti. Berlínarmúrinn var reistur til þess að halda fólki inni. Hann hefur nú staðið í aldarfjórð- ung og með hveiju árinu hefur hann orðið ramm- byggðari og skýrara tákn um þá gjá sem aðskilur hug- myndafræði og þjóðfélags- kerfi Austur- og Vestur- Evrópu. Ellilíf eyrisþegar fá að fara í verslunarleiðaiigrir Á hverjum degi leggja hundruð ferðamanna leið sína um Friedrich- strasse til þess að fá að líta stutta stund „dásemdir" austursins. í hlið- inu er hægt að fá vegabréfsáritun til Austur-Berlínar í einn dag fyrir 5 vestur-þýsk mörk. Auk þess þarf að skipta 20 DM í austur-þýsk mörk einu á móti einu, þrátt fyrir að rétt gengi sé eitt vestur-þýskt á móti fjórum austur-þýskum. Sér- stök hlið eru fyrir borgara erlendra ríkja annars vegar og Austur- Þjóðveija hins vegar. Því bregður þó þannig við, að biðraðir myndast undantekningalaust við hlið þeirra sem eiga ríkisfang á Vesturlöndum, en aldrei sést sála við þau hlið sem ætluð eru A-Þjóðverjum. Nema menn séu á ferð um kvöldmatarleyt- ið. Þá myndast skyndilega þyrping aldraðra kvenna og karla, og er kvenfólkið í meirihluta. Fólkið er hlaðið pokum og pinklum og tals- vert skvaldur er í hópnum. Þarna eru á ferðinni austur-þýskir ellilíf- eyrisþegar, sem hafa brugðið sér til Vestur-Berlínar í verslunarferð. Þeir eru hinir einu sem ekki eiga í vandræðum með að afla sér vega- bréfsáritunar vestur yfir. Austur- þýsk yfirvöld telja réttilega að sára- lítil hætta sé á að aldrað fólk yfirgefi fjölskyldu og vini og flýi land og þó svo það legði á flótta, væri lítil eftirsjá af því. Að vonum er sú hugsun ráðandi fyrir austan, að fólkið sé til fyrir ríkið en ekki ríkið til fyrir fólkið. Reistur til þess að stöðva fólksflóttann Múrinn var reistur til þess að stöðva flótta fólks frá Austur- Þýskalandi til Vestur-Berlínar, sem laut þá eins og nú yfirstjórn vestur- veldanna, Bandaríkjanna, Bret- lands og Frakklands. Það er undarleg tilfínning fyrir Islending, sem á því ekki að venjast að eiga tilveru sína undir her, að komast að raun um að forsenda tilveru þessarar „eyju frelsisins" 170 kíló- metra innan Iandamæra Austur- Þýskalands er vera heraflans þar. Þúsundir flúðu á ári hveiju, einkum þeir sem höfðu aflað sér einhverrar menntunar og efnahagslífið í Aust- ur-Þýskalandi rambaði á barmi gjaldþrots. í júlímánuði árið 1961, í mánuðinum áður en múrinn var reistur, voru skráðir flóttamenn til Vestur-Berlínar 30 þúsund og frá því að austur-þýska alþýðulýðveldið var stofnað árið 1949 og þar til landamærum landsins var lokað með byggingu múrsins yfírgáfu tæplega 2,7 milljónir manna landið. Á þeim aldarfjórðungi, sem síðan er liðinn, hefur aðeins 200 þúsund tekist að flýja til Vesturlanda, 3-4 þúsund árlega undangengin ár. Brjóstvörn gegn „hefndarstefnu og hernaðarbrölti“ Sovétríkin, fjórða hernámsveldið hersat Austur-Berlín, eins og það gerir að forminu til ennþá. Að morgni hins 13. ágúst 1961 voru lögreglumenn komnir á vörð við allar götur milli borgarhlutanna og verkamenn hófu að byggja það sem síðar varð að hinum illræmda múr. Rúmlega 50 þúsund verkamenn, sem sótt höfðu vinnu til Vestur- Berlínar, fengu ekki að fara til vinnu sinnar. Hundruð íbúa Aust- ur-Berlínar, sem höfðu unnið í vesturhlutanum um nóttina, urðu að taka ákvörðun um hvort þeir sneru heim aftur eða yrðu um kyrrt í von um að fjölskyldan fengi leyfí til að flytjast vestur síðar. Skóla- börn og stúdentar, sem sótt höfðu skóla á hernámssvæði Vesturveld- anna, komust ekki til skóla sinna. Engin undantekning var gerð. Austur-þýsk yfirvöld réttlættu múr- inn með því að hann væri brjóstvörn gegn „vestrænni hefndarstefnu og hernaðarbrölti", hann verði ríkið gegn samsæri heimsvaldasinna um að grafa undan sameignarskipulag- inu. Það er kaldhæðni sögunnar að árið 1867 höfðu Berlínarbúar rifíð niður borgarmúr milli Pariser Platz, þar sem Brandenborgarhliðið stend- ur og Potsdamer Platz. Vegleg breiðgata var lögð í staðinn milli torganna. Tæpri öld síðar var nýr múr reistur, einmitt á þessari sömu breiðgötu. Potsdamer Platz var eitt sinn mesta umferðartorg Berlínar. Nú er þar auðnin ein, því múrinn liggur þvert yfír torgið. Fyrsta fórnarlamb múrsins féll daginn sem hann var byggður. Maður í varaliði lögreglunnar var skotinn niður við Brandenborgar- hliðið er hann reyndi að flýja vestur yfír. 4.902 hafaflúið yf ir múrinn Múrinn brást ekki smiðum sínum, fólksflótti vestur yfír stöðvaðist svo til í samanburði við það sem áður hafði verið. Lögreglan í Vestur- Berlín hefur skráð hjá sér 4.902 flótta í þann aldarfjórðung sem múrinn hefur staðið. 73 hafa látið lífíð á eða við múrinn við. flóttatil- raunir. Að minnsta kosti 50 hafa verið skotnir af landamæravörðum, en hinir hafa annað hvort hrapað til dauða eða drukknað við það að reyna að komast vestur yfir. Þetta er þó einungis það af ísjakanum sem upp úr stendur að mati vestur- þýskra yfirvalda. Flóttatilraunir mistakast hjá mörgum fleirum, án þess að fregnir berist til Vestur- Íanda. Dregið hefur úr flóttatilraunum með ári hveiju. Bæði er það vegna þess að sífellt hefur orðið erfiðara að bijótast í gegnum stranga gæslu austur-þýskra landamæravarða, auk þess sem múrinn hefur sífellt orðið „fullkomnari" hindrun, ef hægt er að tala um fullkomnun í þessu sambandi. Þá hafa austur- þýsk yfirvöid nokkuð slakað á þeim hömlum sem eru á því að fá að flytj- ast vestur. 19 þúsund manns flutt- ust með löglegum hætti til Vesturlanda á síðasta ári og 30 þúsund árið 1984. Þessi sex ára gamli drengur lenti heilu og höldnu í seglinu sem beið hans þanið fyrir neðan. Ekki fór eins fyrir foreldrum hans, móðir hans fékk alvarleg innvortis meiðsl og faðir hans skaddaðist á mænu . Þrátt fyrir meiðslin sagðist hann vera til- búinn til að endurtaka stökkið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.