Morgunblaðið - 13.08.1986, Síða 39

Morgunblaðið - 13.08.1986, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1986 39 Minning: Orn Valdimarsson framkvæmdasijóri Þriðjudaginn 5. ágúst sl. lést í Borgarspítalanum í Reykjavík Örn Valdimarsson framkvæmdastjóri, einungis 49 ára að aldri. Öm fæddist í Reykjavík 4. des- ember 1936, sonur hjónanna Víbekku Jónsdóttur og Valdimars Ólafssonar. Austurbæingur var Örn, bjó á Leifsgötunni í æsku, fór í Austurbæjarskólann, síðan í Gagnfræðaskóla Austurbæjar og þar næst í Verslunarskólann. Að loknu prófi frá Verslunarskólanum fór hann til framhaldsnáms í Eng- landi. Er hann hafði lokið námi, hóf Örn störf hjá Flugfélagi íslands í London og vann þar um skeið, þar til hann flutti aftur til íslands. Er heim kom hóf hann störf hjá Versl- unarbankanum. Síðan fór hann út í sjálfstæðan atvinnurekstur um tíma en réðst til Vinnufatagerðar íslands árið 1970. Síðustu 5 árin var hann framkvæmdastjóri fyrir Skeifuna 15 sf. og Vesturgarð hf. Jafnframt því vann hann einnig stundum á eigin vegum sem fulltrúi erlendra verktakafyrirtækja er tóku þátt í virkjanaframkvæmdum hér. Hafði hann stundum betri sambönd en opinberir aðilar, t.d. vita fáir að það var að hans frumkvæði að Rio Tinto Zinc kom hingað til viðræðna um hugsanlega þátttöku í kísil- málmverksmiðju. Örn tók mikinn þátt í félagsmál- um og var áhugasamur um stjóm- mál. Hann var einn af ötulum en hljóðlátum liðsmönnum Sjálfstæðis- flokksins, var lítið fyrir að auglýsa sjálfan sig en var ávallt að vinna að einu eða öðm málefni. Hann var formaður hverfisfélags Sjálfstæðis- flokksins í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi. Öm var tvígiftur. Fyrri kona hans var Guðrún Árnadóttir, nú búsett á Siglufirði. Þau skildu fyrir allmörgum ámm. Árið 1983 kvænt- ist Örn Katrínu Árnadóttur, fiðlu- leikara, og var hjónaband þeirra sérstaklega hamingjusamt. Mat Örn Katrínu mikils svo og tónlist- argáfur hennar, enda unni hann ktassískri tónlist. Þau hjónin vom oft bæði upptekin en nutu hverrar stundar saman er tími gafst til. Ferðuðust þau oft saman, bæði inn- anlands og utan. Vom þau nýkomin úr ánægjulegu ferðalagi um landið þegar örlögin óvænt meinuðu þeim frekari samvistir. Börn Amar em fjögur, Víbekka, Árni, Örn yngri og Valdís. Að auki var Órn fósturfaðir Árna Jóns Egg- ertssonar, sonar Katrínar frá fyrra hjónabandi. Þijú þeirra eru upp- komin en Árni Jón og Valdís enn á unglingsaldri. Leiðir okkar Arnar lágu fyrst saman fyrir mörgum ámm í skáta- hreyfingunni. Mér varð minnisstæð- ur yngsti skátinn í flokknum, sem var ávallt glaðlyndur, jákvæður og boðinn og búinn til allra verka, góður skáti í hvívetna. Árin liðu og ég gleymdi nafni þessa pilts, en hann var mér ávallt í minni vegna þessara kosta. Mörgum ámm seinna, eftir að Örn var farinn að vinna hjá Vinnu- fatagerðinni hitti ég hann aftur og er ég kynntist honum að nýju rann upp fyrir mér að þarna var kominn skátinn góði, því hinir jákvæðu per- sónueiginleikar hans höfðu síst minnkað með ámnum, miklu frem- ur vaxið. í starfi sínu var Örn hugmynda- ríkur, heilshugar, starfsamur með afbrigðum og góður vinnufélagi. Við kveðjum hann með trega. Fjölskylda mín, systkini og sam- starfsfólk þakka Erni samfýlgdina. Minningin um góðan dreng mun lifa í hugum okkar. Katrínu, böm- unum og móður Arnar vottum við innilega samúð. Ágúst Valfells Það varð snöggt um vin okkar, Örn Valdimarsson. Óvænt og án fyrirvara er kallið komið. Erfitt er að sætta sig við að hann skuli horf- inn okkur, svo lengi hafði hann verið náinn heimilisvinur sem ríkan þátt tók í lífi okkar, jafnt í gleði og sorg. Leiðir skiljast nú að sinni en við minnumst góðra kynna með trega. Oft var rösklega knúið dyra hjá okkur í Gmndarlandinu og fór þá ekki á milli mála hver var á ferð, enda bergmálaði á heimilinu: „Össi er mættur". Heimsóknir Arnar vom ævinlega kærkomnar enda aldrei nein lognmolla þar sem hann var. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, jafnt í stór- málum sem öðmm. Löngum var glatt á hjalla í eldhúsinu og skrafað og skeggrætt fram eftir kvöldi um stjórnmál, menningarmál, tónlist eða bara lífið og tilvemna. Annað áhugamál hafði Örn, en það var matargerð og góður matur, og átti hann það jafnvel til að taka að sér matseldina stöku sinnum og gefa húsmóðurinni vel þegið frí frá pott- um og pönnum. Síðar áttum við svo ótal ánægju- stundir með Erni og Katrínu, bæði fyrir og eftir brúðkaup þeirra fyrir svo ótrúlega skömmu. Og aðeins em fáeinir dagar síðan við sátum á heimili þeirra, eins og svo oft áður, og ræddum áform okkar og áætlanir fyrir nánustu framtíð. En nú er komið að skilnaðar- stund. Við kveðjum Örn með söknuði og þakklæti fyrir áralanga vináttu sem aldrei bar skugga á. Eftir standa minningar um góðan dreng og ljúfar samvemstundir, og skarð sem aldrei verður fyllt. Fjölskyldan Grundarlandi 22 Hann er einkennilegur þessi lífsins taktur. Ungt fólk sem á svo mörgu ólokið í starfí og Ieik er kallað á braut. Gamalt fólk sem telur sig hafa lokið æfistarfinu og er tilbúið að hlýða kallinu, bíður fjölda ára, oft sjúkt og farlama. Það er ekki á mínu færi að finna svarið við lífsgátunni: Hvers vegna? Hvaðan komum við? Hvert fömm við? Áleitnar spurningar sóttu þó að þegar fregnin barst um óvænt fráfall Arnar Valdimarssonar. Við Öm unnum náið saman frá því hann var kosinn í stjóm hverfa- félags Sjálfstæðisflokksins, Smá- íbúða-, Bústaða- og Fossvogshverf- um árið 1981. Hann var síðan kosinn formaður félagsins árið 1983. Örn hefur gegnt ýmsum öðr- um trúnaðarstörfum fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í Reykjavík og má þar meðal annars nefna setu í kjör- nefndum vegna skipan framboðs- lista fyrir alþingis- og borgarstjórn- arkosningar. Nú er nýlega lokið kosningabar- áttu vegna borgarstjórnarkosninga. Það er hreint ótrúlega mikið starf sem lagt er af mörkum af fjölmörg- um sjálfboðaliðum í hinum ýmsu hverfum borgarinnar þegar kosn- ingar nálgast. Það hvílir mikið á stjómum hverfafélaganna og þá ekki síst formönnum félaganna sem halda um þræðina, hver á sínum stað. Kosningamar í vor vom fyrstu kosningar Amar sem formanns. Hann komst mjög vel frá þeirri orrahríð. Fyrir mér var Öm hinn trausti félagsmálamaður. Mér er minnis- stætt að eitt sinn sagði hann við mig að loknum stjórnarfundi í full- trúaráðinu: „Ég er ekki að taka til máls nema ég geti komið fram með nýjan flöt á því máli sem er til umræðu hveiju sinni.“ Þessi afstaða varð til þess að orð hans náðu ætíð eyrum fundarmanna. Hann hafði ekki þá hvöt í sér til að taka til máls undir hveijum lið, einungis til að láta heyra í sér. Hann kunni þá list að vinna í hóp. Við Öm áttum nú fyrir stuttu langt samtal. Allt samtalið varðaði framtíðina. Hann var tekinn til við að skoða næstu verkefni, fullur áhuga. Er nokkur furða þótt maður spyiji hvers vegna? Fyrir hönd stjómar Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík vil ég þakka Erni Valdimarssyni fyrir þau miklu störf er hann innti af hendi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Að- standendum votta ég samúð mína. Sveinn H. Skúlason, formaður Fulltrúaráðs sjálf stæðisf élaganna í Reykjavík. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- cjagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargi-einum skal hinn látni ékki ávarpaður. Ekki em tekin til birtingar fmmort Ijóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birt- ar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrit- uð og með góðu línubili. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður pkkar, tengdamóður og ömmu, ÞÓRHILDAR SIGURÐARDÓTTUR frá Stóru-Fellsöxl. Sigurður Magnússon, Ingi Garðar Magnússon, Símon Magnússon, Sigríður Magnúsdóttir, og Ólöf Sigursteinsdóttir, Gréta Sigfúsdóttir, Kristín Kristjánsdóttir, Jón Axel Egilsson barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eigin- manns míns, fööur okkar, tengdaföður og afa, CHRISTIANS CHRISTENSEN kaupmanns, Álftamýri 54. Anna Christensen, Sveinn Christensen, Unnur Birgisdóttir, Björn Christensen, Sigfriður Friðþjófsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega öllum sem sýndu okkur hluttekningu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFAR M. GUÐMUNDSDÓTTUR, Neskaupstað. Soffía Björgúlfsdóttir, Jóhannes Stefánsson, Anna Björgúlfsdóttir, Jón Ágúst Guðbjartsson, Guðmundur Björgúlfsson, Helga Björgúlfsdóttir, Halldór Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför eiginkonu minnar og móður okkar, SIGRÍÐAR HELGADÓTTUR, Gautlandi 15. Leifur Jóhannesson, Ragna Leifsdóttir, Helga Leifsdóttir. Lokað Lokað vegna jarðarfarar ARNAR VALDIMARSSONAR framkvæmdastjóra dag miðvikudaginn 13. ágúst frá kl. 13.00. Vinnufatagerð íslands hf. Maxhf. Belgjagerðin. Lokað Lokað miðvikudaginn 13. ágúst vegna jarðarfarar SVAVARS JÚLÍUSSONAR. Frostverk, Reykjavíkurvegi 25, Hafnarfirði. Lokað Skrifstofur okkar verða lokaðar í dag vegna jarðarfarar Arnar Valdimarssonar framkvæmdastjóra. Skeifan 15 sf. Vesturgarður hf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.