Morgunblaðið - 13.08.1986, Side 41

Morgunblaðið - 13.08.1986, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1986 41 Fyrstu krónur Krýsuvíkursamtakanna afhentar. Talið frá vinstri: Ingibjörg- Hinriksdóttir, Sigurbjöm Bernharðsson, Arnar Ómarsson, Halla Garðarsdóttir og Ragnar Ingi Aðalsteinsson. Krakkar úr Kópavogi styrkja Krýsuvíkursamtökin Að hneykslast á og hnýta í öll uppátaeki unglinga er alda- gömul íþróttagrein, sem iðkuð hefur verið víða um heim. „Þessi ungdóm- ur er gersamlega ábyrgðarlaus og óhemju eigingjarn," er s«tning, sem oft hefur verið látin fjúka yfir kaffi- bolla og kökusneið og venjulega er þá klykkt út með hinu fomkveðna spakmæli: „Já, heimur versnandi fer“. En er það rétt? Eru unglingar eigingjamir sjálfselskupúkar, sem ekkert vilja gera til að leggja öðrum lið? „Ó nei, ekki fellst ég á það þegjandi og hljóðalaust," segir Ragnar Ingi Aðalsteinsson, starfs- maður hinna svokölluðu Krýsuví- kursamtaka. Ekki alls fyrir löngu fengu samtökin nefnilega heldur betur óvæntan glaðning — íjárstyrk frá krökkunum í vinnuskóla Kópa- vogs. „Þegar við fengum fyrst fregnir af því að krakkamir vildu fá að safna peningum fyrir okkur, urðum við að vonum, afskaplega glöð,“ segir Ragnar. „Hins vegar gerðum við okkur enga grein fyrir því þá hversu stórt verkefni þau voru að ráðst í. Þau ákváðu að halda hlutaveltu og söfnuðu því alls kyns munum út um allan bæ til að selja og lögðu í þetta geysilega vinnu. Hlutaveltan fór svo fram þann 11. júlí. Til að vekja athygli á þessu framtaki sínu og hvetja fólk til að koma og kaupa, þá tóku þau sig til og hlupu í hóp um Kópa- voginn. Síðan tóku þau til við að selja. Nú, það var svo ekkert annað en að nokkrum dögum síðar mættu þau á skrifstofu okkar og afhentu ávísun upp á 45.095 krónur, hvorki meira né minna. Ég ætla ekki að reyna að lýsa undmn okkar og þakklæti. Þetta em fyrstu pening- amir sem félagið eigpiast og að þeir skyldu koma frá þessum krökk- um finnst mér alveg stórkostlegt. Krafturinn og áhuginn, sem býr í þeim er alveg hreint ótrúlegur," segir hann. Krýsuvíkursamtökin hafa það að markmiði að koma á fót meðferðar- heimili fyrir unglinga sem lent hafa illa í vímuefnaneyslu. „Þetta verður svona langtímameðferð, nokkuð sem ekki hefur verið fyrir hendi hér á landi hingað til,“ upplýsir Ragn- ar. „Þá er gert ráð fyrir að ungling- amir geti dvalist þar í 1—2 ár, ef út í það er farið. Krýsuvíkurskólinn er líka sérlega heppilegur staður til að reka svona heimili á. Samtökin em skipuð áhugafólki um þessi mál og er öll vinna félagsmanna unnin í sjálfboðavinnu. Við emm búin að vinna í sumar að undirbúningi, hreinsa og snyrta og emm nú farin að mála. Þetta er hins vegar afskap- lega viðamikið verk og kemur sennilega til með að kosta tugi milljóna. En við emm bjartsýn, vit- um að við emm að vinna að þörfu málefni og gemm okkur vonir um að geta opnað heimilið annað hvort haustið ’87 eða um áramótin ’87 og ’88.“ Hvernig hafa viðbrögðin verið við þessu framtaki? „Okkur hefur alls staðar verið afskaplega vel tekið,“ segir Ragn- ar. „Viðhorfin til þessara mála hafa breyst afskaplega mikið á undan- fömum ámm og fólk er farið að gera sér grein fyrir því hvaða verð- mæti em í húfi þegar ungmenni landsins em annars vegar. Við höf- um því alls staðar mætt miklum skilningi og velvilja — emm hæstánægðir með þær viðtökur sem við höfum fengið. Félagsmenn — tengjast þeir þessum málum að einhvetju leyti? „Já, sennilega gera þeir það flest- ir,“ segir Ragnar. „Annaðhvort em þetta foreldrar barna sem orðið hafa eiturlyfjum að bráð eða íjöl- skylduvinir. Þó er trúlega einn og einn, sem hefur bara brennandi áhuga á málefnum ungmenna yfir höfuð og kýs því að leggja þessu málefni lið. Það sem sameinar þetta fólk er ákveðnin og orkan. Við emm staðráðin í að linna ekki látum fyrr en meðferðarheimilið verður opnað. Sjálfur var ég ráðgjafi hjá SÁÁ í ein 3 ár og kynntist þessum málum þannig. Þegar ég var svo búinn að fylgja 5—10 ungmennum, sem ég kynntist þar, til grafar, þá ákvað ég að leggja mitt af mörkum. Þá fyrst varð mér ljóst hversu hræði- legur vágestur vímuefnin em,“ segir Ragnar Ingi Aðalsteinsson. una. Hún hringdi í framleiðandann í skyndi, sagðist þiggja þetta boð og viku seinna var allt komið á fulla ferð. Það má því búast við að Jenny Seagrove kíki inn í stofur landsmanna á ný, áður en langt um líður, og þá í gervi fjallgöngukemp- unnar Lucy Walker — konunnar, sem fyrst kleif fjallið Matterhom. „Þetta hlutverk finnst mér bara ómótstæðilegt," segir Jenny, er hún er innt eftir ástæðum þessa vals. „Hlutverkið er krefjandi, virkileg áskomn og það er sennilega eitt af því fáa, sem ég ekki stenst. En þó held ég að ég hafi ekki gert mér nokkra grein fyrir því, hversu erfitt þetta yrði í raun og vem. Að klifra og klöngrast í alls kyns klett- um er nógu mikið mál — en að þurfa svo að sýna leikræn tilþrif um leið er bara hægara sagt en gert. Enda var ég öll lurkum lamin, marin og blá eftir fyrstu vikuna," bætir hún við. Höfundur handritsins að sögu Lucy Walker er engin önn- ur en Fay Weldon. COSPER — Er þessi útbúnaður virkilega nauðsynlegur til þess að ganga á „Himmelbjerget?“ Sigurvegari i karlariðli, Kristján V. Auðunsson, við bifreið sína. Okuleikni BFÖ í Stykkishólmi Stykkisliólmi. NÝLEGA var haldin hér í Stykkishólmi á vegum Bindindisfélags ökumanna keppni í ökuleikni, en þessi keppni hefir verið haldin hér á hverju ári við vaxandi vinsældir. Og alltaf eru fleiri og fleiri sem taka þátt. í keppninni og fjöldi manns hópast saman til að fylgjast með og horfa á. Þetta gefur bænum okkar góðan blæ og svo á eft- ir umhugsun um hvernig hægt er án mikillar fyrirhafnar að koma umferðinni í það horf sem vekur ánægju og metnað. Það er ekki vafi á því að svona keppni vekur menn til umhugsunar og umtals og því er bæði nauðsyn og rétt að hafa hana á hveiju ári. A því Bindindis- félag ökumanna og þeir sem að þessu standa bæði með sókn og eins þátttöku mikið lof Hólmara. Að þessu sinni var bæði keppni á reiðhjólum og bifreiðum. í hjólreiðum tóku þátt um 20 ungmenni og var virkilega gaman að fylgjast með því og alúðinni sem þau lögðu í að gera sitt besta. Keppnin fór þannig, að í liði 9 til 11 ára var Hafþór Kristjánsson 11 ára efstur með 61 refsistig. Nr. 2 var Þorgeir Snorrason og nr. 3 Vilhjálmur H. Jónsson. í hópi 12 ára og eldri var Benedikt Jónsson, 12 ára, efstur með 54 refsistig. Næstur var Guðmundur J. Sigurðs- son og þriðji var Gunnar Jónsson. í ökuleikni bifreiða var fyrst í kvennariðli Kristín Harðardóttir á Toyota Cressida með 231 refsistig. Önnur var Árný M. Guðmunds- dóttir á Toyota Mark II með 355 refsistig og þriðja Hjálmdís Hjálm- arsdóttir á Toyota Camry með 395 refsistig. í karlariðli var hæstur Kristján V. Auðunsson á Skoda 120 LS með 114 refsistig og er þetta þriðja árið í röð sem hann er hæstur. Annar var Eggert Einarsson á MM Sapp- oro með 126 refsistig og þriðji Baldur Þorleifsson á Datsun 1200 með 144 refsistig. Verðlaun í ökuleikni bifreiða voru gefin af Hótel Stykkishólmi, sem alltaf hefir drengilega styrkt þessa keppni og fyrir hjólreiðar voru verð- laun frá Fálkanum í Reykjavík. Alls voru um 20 þátttakendur í keppninni. Ami ARriARHOLL A horni Ingolfsstrætis og Hverfisgötu. Boröapantanir í síma 18833.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.