Morgunblaðið - 22.08.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.08.1986, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 186. tbl. 72. árg. FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sprengingar í Amsterdam: Mótmæli gegn Olympíuleikum? Amsterdam, AP. SPRENGJUR sprungu nær samtímis í höfuðstöðvum hollcnzku ólympíunefndarinnar og í símstöð í Amstcrdam og er talið að þar hafi aðilar staðið að verki sem andvígir eru því að borgin sækist eftir að halda Ólympíuleikana 1992. Staðið var eins að sprengingun- um og skildar eftir viðvaranir til fólks á báðum stöðum, en 16 kíló- metrar eru á milli þeirra. Engan sakaði en skemmdir urðu á bygg- ingu ólympíunefndarinnar og sjónvarpsdiskar og ijarskiptabún- aður laskaðist í símstöðinni. Samtök, sem andvíg eru Ólympíuleikjahaldi í Amsterdam, segjast ekki bera ábyrgð á spreng- ingunum. Grunur leikur samt á að aðilar, sem andvígir eru því að borg- in sæki um leikjahaldið, hafi staðið að verki. Auk Amsterdam keppa þrjár Evrópuborgir um leikana, París, Barcelona, og Birmingham. Er samkeppni þeirra afar hörð og hef- ur Amsterdam m.a. hampað full- komnum búnaði til fjarskiptamót- töku og -sendinga. Ákveðið verður í næsta mánuði hver borganna fjög- urra hiýtur Ólympíuieikana. Morðið á Olof Palme; Háttsett- ir látnir vita allt- of seint Stokkhólmi, AP. HÁTTSETTIR menn í stjórn- kerf inu voru látnir vita alltof seint um morðið á Olof Palme, forsætisráðherra, og þegar þeir höfðu fengið að vita það sneru margir sér á hina hliðina og héldu áfram að sofa, að sögn Per-Erik Nilsson, formanns Palme- nefndarinnar. Nilsson, sem er ármaður sænska þingsins í dómsmálum, sagði að það hefði sýnt sig í við- brögðum lykilmanna við morðinu á Olof Palme, að ástæða væri til að hafa áhyggjur af öryggis- og varnarviðbúnaði þjóðarinnar á hættustund. Per Erik Nilsson Nilsson sagðist sjálfur hafa heyrt fréttirnar fyrst i útvarpinu tveimur stundum eftir m'orðið og hann sagði að ekki hefði náðst í Karl Gústaf konung, Lennart Ljung yfirmann sænska hersins, og Hans Holmer yfirlögreglustjóra í Stokkhólmi, fyrr en nokkrum stundum síðar. Sjá „Sneru sér á hina hliðina og héldu áfram að sofa“ á bls. 20. AP/Símamynd Valery Legasov (tv.) og Andranik Petrosyants á blaðamannafundi í Moskvu í gær, þar sem þeir birtu opinberlega skýrslu sovézku stjórnarinnar um slysið í Chernobyl. Tilraunir starfsmanna ollu Chernobyl-slysinu: Voru að kanna öryggi versins Slysið neyðir Sovétmenn til að staðsetja kjarnorkuver fjarri þéttbýli og endurhanna kjarnakljúfa Moskvu, AP. VALERY Legasov, einn æðsti maður sovézku kjarnorku- stofnunarinnar, segir að það kunni að hljóma undarlega í dag, en starfsmenn Chernobyl-orkuversins hafi verið að kanna öryggi verksmiðjunnar þegar sprenging varð í vennu. Legasov og Andranik Petrosy- ants, formaður kjamorkunefndar sovézka kommúnistaflokksins, birtu skýrslu Moskvustjómarinnar um slysið í Chemobyl á blaða- mannafundi, sem rædd verður á fundi Alþjóðakjamorkumála- nefndarinnar í Vínarborg nk. mánudag. Þeir sögðu slysið hafa stórskað- að kjamorkuáætlun Sovétmanna og það kynni að neyða Sovétmenn Noregur: Tapa hundruðum millj. kr. á skreiðarsölu til Nígeríu Þrándhcimi, frá Magnúsi Magnússyni, frétta ritara Morgunblaðsins. NORSKIR skreiðarútflytjendur hafa orðið fyrir miklu áfalli vegna viðskiptanna við Nígeríu. Fyrir skreið, sem þangað var send i vor og metin er á 50 milljónir nkr., um 275 millj. ísl. kr., hafa þeir enga greiðslu fengið og frek- ari skreiðarsendingar hafa verið stöðvaðar. Norsku útflytjendurnir fengu unum, heldur á bönkunum líka. bankaábyrgðir hjá Sparisjóði Tromsöfylkis vegna skreiðarsöl- unnar og hann baktryggði sig aftur hjá Midland-bankanum í Englandi. Skellurinn af „skreið- arhneykslinu" eins og það er kailað í norskum fjölmiðlum lend- ir því ekki aðeins á framleiðend- I vor er leið gerði fyrirtæki í Alta í Norður-Noregi samning um sölu á 3.500 tonnum af skreið til Nígeríu og þótti þá heldur betur hafa hlaupið á snærið fyrir skreiðarútflytjendum því að samningurinn samsvaraði þriðj- ungi alls skreiðarútflutnings Norðmanna. Hljóðaði hann upp 158 milljónir nkr., um 870 millj- ónir ísl. kr. Hafði írskt fyrirtæki í Dyflinni milligöngu um viðskipt- in, sem áttu að ganga þannig fyrir sig, að fyrirtækið fengi nígerískar vörur fyrir skreiðina sem það svo seldi aftur og gerði þannig upp við Norðmennina. Fyrsta sendingin, fyrir 50 milljónir nkr., fór til Nígeríu í vor og írska fyrirtækið fékk nígerísk- ar vörur í staðinn. Þessar vörur hafa hins vegar ekki selst og fyrirtækið rambar á gjaldþrots- barmi. Framleiðendumir hafa því ekkert fengið fyrir fiskinn. Frá því um miðjan júní hafa staðið á hafnarbakkanum í Hommelvik við ÞrándheimsQörð 76 stórir gámar með mörg hundr- uð tonn af skreið, sem metin er á 50 millj. nkr. Er þar um að ræða aðra skreiðarsendinguna, en hún mun ekki fara neitt lengra vegna þess hvemig til hefur tek- ist með fyrstu sendinguna og raunar allan skreiðarsamninginn. til að staðsetja kjamorkuver Qarri þéttbýli. Einnig þyrfti að end- ursmíða lcjamakljúfa svo starfs- menn veranna gætu ekki fíktað við þá og numið öryggiskerfi úr sambandi. Legasov sagði sex gmndvaliar- skyssur hafa valdið gufu- og efnasprengingu í Chernobyl er starfsmenn versins könnuðu hversu lengi gufuknúin túrbínu- rafall mundi framleiða raforku ef slökknaði á kjamakljúf. Við til- raunina jókst bæði hiti bræðslu- kjamans og gufuþrýstingur í kljúfnum og leiðslum að honum. Fyrsta sprengingin stafaði af miklum gufuþrýstingi og sú seinni er gufa lék um heita hluti kjama- kljúfsins. Mistök starfsmannanna vom fólgin í því að þeir fækkuðu kjamastöngum niður fyrir leyfileg mörk; mfu úr sambandi sjálfvirkt kerfi, sem stýrir orkustöðu kjama- kljúfsins; settu í gang dælur sem ollu of hröðu kælivatnsflæði þann- ig að loftbólur, sem hömluðu kælingu, mynduðust; lokuðu sjálf- virku lokunarkerfi kjamakljúfins svo hægt yrði að endurtaka til- raunina; slökktu á vatns- og gufuþrýstingsmælum ogtóku loks neyðarkælikerfi kljúfsins úr sam- bandi. Legasov sagði á fundinum að Chemobyl-slysið hefði aldrei átt sér stað ef aðeins ein þessara mistaka hefðu verið lagfærð. Legasov staðfesti að eldar hefðu kviknað í verinu í maflok en þeir hefðu verið óverulegir og með öllu ósambærilegir við slysið 26. aprfl sl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.