Morgunblaðið - 22.08.1986, Side 44
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986
44
Evrópumeistaramótið í Stuttgart:
Erf itt að geta til um
úrslit í karlagreinum
MESTI viðburður frjálsra íþrótta á þessu ári verður án efa EM á
Neckerstadion í Stuttgart dagana 26.—31. ágúst.
Þetta kemur til með að verða umfangsmesta og fjölmennasta mót
sinnar tegundar til þessa.
í fyrsta lagi verður keppnisgreinum kvenna fjölgað úr 16 í 18 —
10.000 m hlaup og kappganga bœtast við og í öðru lagi munu fleiri
þjóðir taka þátt en nokkru sinni áður. 33 lönd af 34 í frjálsíþróttasam-
bandi Evrópu hafa tilkynnt þátttöku, aðeins Monaco sem siðast gekk
i sambandið verður ekki með.
Meðal annars sendir Albanía
keppendur, en það hefur ekki gerst
síðan árið 1966.
Eins og að líkum laetur mun
smáþjóðanna ekki verða oft getið,
þegar kemur að upptalningu á af-
rekum og verðlaunasætum, en
þeim mun oftar eiga eftir að heyr-
ast nefnd lönd eins og Sovétríkin,
Austur- og Vestur-Þýskaland,
Bretland, Frakkland, Ítalía, Tékkó-
slóvakía, Pólland og Spánn.
Fyrir þá sem ekki þekkja til skal
•**það tekið fram, að hvert land má
senda þrjá keppendur í hverja
keppnisgrein og eina boðhlaups-
sveit í hvert boðhlaup, en til þess
þarf að ná ákveönum lágmörkum
sem Evrópusambandið setur og
stuðst er við, þegar val íþrótta-
manna fer fram.
Til gamans — og kannski til
nokkurs fróðleiks — verður hér á
eftir reynt að spá svolítið í hverjir
komi til með að hljóta verðlaun á
þessu 14. Evrópumeistaramóti —
jt alla vega hverjir séu líklegir kandí-
datar.
Lesendur verða þó að hafa í
huga, að í mörgum greinum eru
keppendur svo jafnir að getu, að
ógjörningur er að geta sér til um
úrslit. Þá geta meiösli íþrótta-
manna sett strik í reikninginn.
Síðast skal þess getið en ekki
síst, að í íþróttakeppni er alltaf
eitthvað um óvænt úrslit — og það
gerir íþróttimar einmitt skemmti-
legar.
Evrópumet eru innan sviga við
hverja keppnisgrein og einnig fylg-
ir nafn Evrópumeistarans 1982 og
árangur.
100 m (10,00 sek.)
Bestir á afrekaskrá í Evrópu í
ár eru Victor Bryzgin Sovétríkjun-
um og Linford Christie Bretlandi.
Sovétmaðurinn náði sínum árangri
við hagstæð skilyröi á sovéska
meistaramótinu en Christie er
kornungur hlaupari. Hann sigraði
óvænt í 200 m hlaupi á Evrópu-
meistaramótinu innanhúss í vetur.
Árangur þeirra Bryzgin 10,03
sek. og Christie 10,04 sek. er
hvorttveggja landsmet.
„Görnlu" mennirnir, Marian
Woronin Póllandi og Ronald
Desruelles Belgíu, Evrópumeistari
innanhúss í 60 m hlaupi, hafa ör-
ugglega ekki sagt sitt síöasta orð.
^Einnig herma fréttir að Skotinn
Allan Wells (34 ára) sé kominn í
góða æfingu. Ekki má heldur
gleyma Austur-Þjóðverjunum
Frank Emmelmann, núverandi Evr-
ópumeistara og Steffen Bring-
mann. Christian Haas er von
heimamanna. Fyrir utan þá, sem
hafa verið taldir upp sem líklegir
verðlaunahafar í Stuttgart, má
geta þess, að Frakkar og ítalir
hafa alltaf átt góða spretthlaupara,
sem hafa blandað sér í baráttuna
um verðlaunasæti.
EM '82: Frank Emmelmann A-
Þýskalandi, 10,21 sek.
200 m (19,72 sek.)
Eins og venjulega á Evrópu-
meistaramótum, verður keppt
samtímis í 200 og 400 m hlaupi,
þannig að nánast útilokað er fyrir
menn að keppa í báðum greinum.
Þar af leiðir að erfitt er að fjalla
um þessa grein, meðan ekki er
vitað hvora grein toppmenn þess-
ara vegalengda velja sér, t.d.
Vestur-Þjóðverjarnir Ralf Lúbke og
Erwin Skamrahl. Líklegir kandídat-
ar eru Frank Emmelmann A-Þýska-
landi, Sovétmaðurinn Alexander
Jevgenjev og ungu Bretarnir tveir,
Linford Christie og Ade Mafe.
EM '82: Olaf Prenzler A-Þýska-
landi, 20,46 sek.
400 m (44,50 sek.)
Austur-þýski stórhlauparinn,
Thomas Schönlebe, á við meiðsli
að striða og er óvíst um þátttöku
hans. Bretar eiga tvo kornunga,
frábæra hlaupara á þessari vega-
lengd. Samveldismeistarinn,
Roger Black og Derek Redmond.
Báðir þessir hlauparar eru líklegir
til afreka. Þá má nefna Vestur-
Þjóðverjana Ralf Lubke og Erwin
Skamrahl, velji þeir þessa vega-
lengd.
Skamrahl hefur þó stundum átt
erfitt uppdráttar á stórmótum.
Austur-Þjóðverjar eiga fleiri góða
en Schönlebe, menn eins og Jens
Calowitz og Matthias Schersing.
Sovétmenn gætu einnig lumað á
verðlaunamanni. I þessari grein
er Oddur Sigurðsson skráður til
leiks. Hann er Norðurlandamethafi
i 400 m hlaupi 45,36 sek., sett
1984, sem er geysigóður árangur.
í sumar hefur hann hlaupið á 46,60
sek., en hann hefur átt við meiðsli
að striða undanfarið, sem hann
verður vonandi orðinn góður af í
tæka tíð.
EM ’82: Hartmut Weber V-Þýska-
landi, 44,72 sek.
800 m (1:41,73 mín.)
Bresk grein. Mjög líklegt, að
Steve Cram, margfaldur meistari
og methafi, beri sigur úr býtum.
Annars hafa meiðsli og veikindi
hrjáð marga bestu Bretana (Se-
bastian Coe, Peter Elliott, Garry
Cook, Ikem Billy) og ítalska hlaup-
arann Donato Sabia, sem verður
að teljast mjög góður hlaupari.
Hollenski hlauparinn Rob
Druppers er og líklegur verðlauna-
maður. Þá munu Vestur-Þjóðverjar
tefla fram góðum hlaupurum, bæöi
ungum eins og Evrópumeistaran-
um innanhúss, Peter Braun, og
gömlum og reyndum eins og Evr-
óupmeistaranum 1982, Hans-
Peter Ferner.
EM ’82: Hans-Peter Ferner V-
Þýskalandi, 1:46,33 rnm.
1.500 m (3:29,63 mín.)
Þetta kemur til með að verða
mjög taktísk og skemmtileg grein
eins og öll lengri hlaup á svona
mótum. Þá kemur reynsla kepp-
enda og útsjónarmsemi til með aö
vega þungt á metunum.
Engu að síður verður að teljast
fráleitt annað en að spá Evrópu-
methafanum og Evrópu- og
Ólympíumeistaranum Steve Cram
Bretlandi auðveldum sigri. Samt
sem áður eru þaö engir aukvisar
sem hann mun eiga í höggi við.
• ítalinn Alessandro Andrei er sigurstranglegur f kúluvarpinu, en hann setti italskt met í síðustu viku,
varpaði 22,09 metra. Hann varð ólymíumeistari í Los Angeles.
Sebastian Coe, landi hans og fyrr-
um meistari og methafi, verður án
efa með í þessu hlaupi, svo og
Spánverjarnir José Luis Conzalez
og José Abascal, Svisslendingur-
inn Pierre Déléze og Sovétmaður-
inn ungi Igor Lotarjov, sem er í
mikilli sókn um þessar mundir.
írinn, Marcus O’Sullivan, stóð
sig mjög vel innanhússmótum í
vetur. Allir þessir menn gætu
krækt i verðlaun. Keppi hins vegar
hollenski stórhlauparinn, Rob
Druppers, líka i þessari grein —
800 m — gæti silfrið orðið hans.
Hollendingar eiga annan mjög vax-
andi millivegalengdahlaupara, Han
Kulker að nafni. Besti tími Cram í
ár er 3:33,06 mín.
EM ’82: Stephen Cram Bretlandi,
3:36,49 mín.
5.000 m (13:00,41
mín.)
Nokkuð „opin“ grein. Fyrir utan
alla bestu 5.000 m hlauparana
gætu bæst í hópinn þekktir 1.500
m og míluhlauparar, eins og Steve
Ovett Bretlandi, heimsmeistarinn
Eamonn Coghlan írlandi og Spán-
verjarnir José Luis Conzalez og
José Abascal. Einnig 10.000 m
hlaupararnir Alberto Cova Ítalíu,
Fernando Mamede Portúgal og
Austur-Þjóöverjarnir Hansjörg
Kunze og Werner Schildhauer.
Búast má líka við að Svisslending-
urinn Pierre Déléze verði meðal
þátttakenda þótt aöalgrein hans
hafi hingað til verið 1.500 m.
Þeir sem hafa sérhæft sig í
5.000 m hlaupi eru fyrst og fremst
Portúgalarnir Antonio Leita og
Ezeqiel Canario, Markus Ruffel
Sviss, Bretinn Nat Muir, stúdenta-
heimsmeistarinn frá Ítalíu, Stefano
Mei og Belgíumaðurinn Vincent
Rousseau — sem keppti hér á landi
í fyrra í Evrópubikarkeppninni. Allir
þessir menn sem upp hafa verið
taldir eru stórgóðir hlauparar og
til alls liklegir. Verði byrjunarhrað-
inn í úrslitahlaupinu lítill er senni-
legt að Steve Ovett og hinir
míluhlaupararnir verði fremstir en
verði byrjunarhraðinn hins vegar
mikill aukast líkurnarfyrir Portúgal-
ana, Markus Ryffel, Hansjörg
Kunze og Vincent Rousseau. Þetta
gæti orðið einhver skemmtileg-
asta hlaupagrein á EM.
EM ’82: Thomas Wessinghage
V-Þýskalandi, 13:28,90 mfn.
10.000 m
(27:13,81 mín.)
ítalinn Alberto Cova, núverandi
Evrópumeistari, er langlíklegastur
til að hreppa gullið. Austur-Þjóð-
verjarnir Hansjörg Kunze, Werner
Schildhauer og Frank Heine eru
allir stórgóðir hlauparar, en þeim
hefur ekki tekist að bera sigurorð
af Cova þegar mikiö liggur við.
Portúgalski heimsmethafinn Fern-
ando Mamede hefur alltaf átt í
erfiðleikum á stórmótum vegna
mikils taugaálags. Hann er líka
tekinn að eldast, keppti í 800 m
hlaupi á Ólympíuleikunum í
Múnchen 1972, þá liðlega tvitug-
ur. Trúlegra er að landi hans,
Canario, geti velgt Cova undir ugg-
um. í umfjöllun um langhlaupin
má ekki gleyma því, að Bretar hafa
alltaf átt góða hlaupara og svo er
enn, þótt enginn þeirra sé efstur
á lista í augnablikinu.
EM ’82: Alberto Cova Ítalíu,
27:41,03 mín.
Maraþonhlaup
(2.07:12 klst-besti tími)
Ekki er vitað hverjir af bestu
hlaupurunum verða með, því að
frægustu maraþonhlaupin í
Bandaríkjunum, sem háö eru á
haustmánuðum, hafa mikið að-
dráttarafl fyrir maraþonhlaupara.
En til að nefna einhver nöfn má
geta Bretanna Steve Jones, Hugh
Jones, Charles Spedding og Alista-
ir. Hutton, Austur-Þjóðverjanna
Michael Heilmann og Jörg Peter,
sigurvegarans í New York mara-
þonhlaupinu i fyrra, ítalans Orl-
ando Pizzolato og John Treacy frá
írlandi. Þá má geta Danans Henrik
Jörgensen, sem er mjög góður
hlaupari.
Portúgalski hlaupagikkurinn
góðkunni, Carlos Lopez, verður
hins vegar að öllum líkindum ekki
með, þar sem hann er ekki í ýkja
góðri æfingu.
EM '82: Gerard Nijboer Hollandi,
2.15:16,00 klst.
110 m grindahlaup
(13,24 sek.)
Finnski hlauparinn Arto Brygg-
are hefur hlotið verðlaun á
mörgum stórmótum, m.a. á EM
1982, HM 1983 og OL 1984. Hann
er enn líklegur verðlaunahafi, þótt
hann muni fá harða samkeppni frá
Stephane Caristan Frakklandi,
Spánverjanum örugga Javier
Moracho og György Bakos frá
Ungverjalandi. Sovétmenn munu
einnig örugglega láta til sín taka í
þessari grein eins og flestum öðr-
um. Nöfn eins og Andrej Prokofjev,
Aleksandr Markin og Igor Kasanov
í efstu sætunum, skyldu ekki koma
neinum á óvart.
EM ’82: Thomas Munkelt A-
Þýskalandi, 13,41 sek.
400 m grindahlaup
(47,48 sek.)
Harald Schmid Vestur-Þýska-
landi hefur verið mikill yfirburða-
maður í þessari grein í Evrópu í
mörg ár og er honum spáð sigri.
Alexandr Vasiljev Sovétríkjunum
er sá eini sem gæti veitt honum
keppni en Vasiljev hljóp grindina á
innan við 48 sek. í fyrra í fyrsta
sinn. Schmid og Vasiljev eru einu
Evróupbúarnir sem þeim árangri
hafa náð. Um bronsið gæti orðið
hörð kepni milli Schmidt V-Þýska-
landi, Alonso Spáni, Sovétmann-
anna Charlov, Budko og lltjenko
og Búlgarans Toma Tomov. Svíinn
Sven Nylander er langbestur
Norðurlandabúa, hefur hlaupið á
49,36 sek. í ár.
EM ’82: Harald Schmid V-Þýska-
landi, 47,89 sek.
3.000 m hindrunar-
hlaup (8:07,62 mín.)
Nokkuð opin grein. Bestur á