Morgunblaðið - 22.08.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.08.1986, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986 I þjónustu hennar hátignar VriKsSliI) Kvikmyndir Arnaldur Indriðason í þjónustu hennar hátignar (On Her Majesty’s Secret Service). Sýnd i Bíóhúsinu. Stjörnugjöf: ☆ ☆ Bresk. Leikstjóri: Peter Hunt. Handrit: Richard Maibaum eftir sögu Ian Flemings. Framleiðendur: Harry Saltzman og Albert R. Brocc- oli. Kvikmyndataka: Syd Cain. Tónlist: John Barry. Helstu hlut- verk: George Lazenby, Diana Rigg og Telly Savalas. I auglýsingu Bíóhússins á Bond- myndinni, I þjónustu hennar hátignar, segir að hún sé sýnd í tilefni þess að nú er kominn nýr Bond (Timothy Dalton) fram á sjón- arsviðið en hann á að leika í þeirri næstu, The Living Daylights. Það er upplagt tilefni til að sýna ein- mitt þessa Bondmynd því George Lazenby var einu sinni nýr Bond — en aðeins einu sinni. Lazenby átti að sjálfsögðu erfitt verk fyrir höndum og þegar til kom reyndist hann slæmur Bond. En þá var líka miðað við Sean Connery. Hann og njósnari hennar hátignar voru eitt. I þjónustu hennar hátignar var gerð árið 1969. Framleiðcndurnir Saltzman og Broccoli voru í mikilli klípu því Connery hafði sagt þeim að aldrei skyldi hann aftur leika Bond (heiti sem hann sveik fyrir nokkrum árum) og þeir þurftu að finna annan í snatri. Lazenby varð fyrir valinu en reyndist slæmur kostur. Hann skorti hið sérstaka yfirbragð breska hefðarmannsins og kímið og kæruleysislegt sjálfs- öryggi hetjunnar. Hann var bara venjulegur og svoleiðis menn geta ekki leikið Bond. Enda reyndist Lazenby aðeins millistig á milli Connery og Roger Moores, sem bjó yfir því sem prýða mátti Bond. I þjónustu hennar hátignar er mjög frábrugðin öðrum Bond- myndum að því leyti að í henni fáum við að kynnast einkahögum njósnarans meira en fyrr eða seinna; manninum á bak við leyfið til að drepa. Honum leyfist að vera ástfanginn og meira að segja kvæn- Skáia fell eropiö öllkvöld Guðmundur Haukur skemmtir í kvöld píe—i [a| tiaiiuJ Inl FLUGLEIDA HÓTEL Fer inn á lang flest heimili landsins! ast undir lokin svo það hægist nokkuð á baráttu hans við óvini mannkyns á meðan. Hann rífst við yfirboðara sinn „M“ og segir upp starfi sínu. Það er meira að segja gengið svo langt að sýna hann í krummalegri skrifstofu sinni. Bond varð semsagt allt í einu mannlegur. En tilhugalífíð og erfiðleikar í starfi koma þó ekki í veg fyrir að Bond elti uppi óþokkana. I þetta sinn á hann í höggi við Blofeld (Sav- alas) í Sviss, sem hefur uppi alllang- sóttar hugmyndir um að bijóta niður efnahagskerfi heimsins. Sag- an er ótrúleg sem fyrr en baráttan er klassísk. Diana Rigg fékk það hlutverk að giftast Bond en Telly Savalas leikur Blofeld með fleðuleg- um sjarma. Peter Hunt (Síðustu dagar Pompei) leikstýrir og víkur í fáu frá hinum hefðbundnu Bond- myndum. En það verður gaman að sjá hvernig Timothy Dalton reiðir af í nýja hlutverkinu sínu. Sími 68-50-90 VEmNGAHUS HUS GOMLU DANSANNA Gömlu dansarnir í kvöld kl. 9-3. Hljómsveitin Ármenn ásamt hinni vinsælu söng- konu Mattý Jóhanns , vl\ A á Tónaflóð í Sigtúni um helgina. Öll nýjustu lögin frá London, New York og Iblza. Sjgtfat IRIHATTAR Huómsveit Xplendid Þetta eru fjórir hressir ungir menn á besta aldri. Margreyndir tónlistarmenn. Þeir hafa aldrei verið í betra formi en einmitt nú. Þeir spila öll nýju og gömlu góðu lögin sem hafa verið hvað vinsælust gegnum árin. ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT AÐ SKE í UPP OG NIÐUR og skellum okkur í Hollywood í kvöld þar sem fjörið er mest og fólk sér skemmt- ir best. Auðvitað er fullt af skemmtilegum atriðum á dagskrá kvöldsins s.s ÓVÆNTU uppákomurnar verða í hávegum hafðar enda þræl- vinsælarmeðal gesta. TOGA partý tyrir alla sem vilja _____ mætaiTOGA Keppnin um titilinn stjarna Hollywood og fulltrúi ungu kynslóð- arinnar stendúr nú yfir. — Glæsileg verðlaun — m.a. skutlan frá Lancia — tiskubíllinn í ár. Hinnfrábari grinisti og löfra- maAur Leon• ardo kmur frain. ££i&H0LUMI00D laifflHiirw Höfuðstað skemmtanalífsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.