Morgunblaðið - 22.08.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986
7*
Þú svalar lestraiþörf dagsins
á sídum Moggans' ✓
OwnB
Bæjarsljórn Kópavogs:
Samskíptin við
Bandaríkj astj órn
verði endurskoðuð
„MÉR líkar ekki framkoma Bandaríkjamanna við okkur undanfarið
í sambandi við hvalamálið og Rainbow málið; mér finnst þeir farnir
að haga sér við okkur eins og bananalýöveldi," sagði Richard Björg-
vinsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Kópavogs, en í
ályktun sem hann flutti og samþykkt var á bæjarstjórnarfundi á
þriðjudag er skorað á ríkisstjórn íslands að endurskoða samskipti
Islendinga við Bandaríkjamenn.
Ályktunin var samþykkt sam-
hljóða á fundinum og hún send
ríkisstjórninni og fjölmiðlum. „Ég
veit náttúrulega ekki hvað verður
um hana hjá ríkisstjóminni, en
þetta var gert til að láta koma fram
okkar hug í þessum málum," sagði
Richard. Hann sagðist vona að aðr-
ar bæjarstjómir fetuðu í fótspor
bæjarstjómar Kópavogs hvað þetta
mál snerti.
Ályktunin hljóðar í heild á þessa
leið: „Bæjarstjóm Kópavogs for-
dæmir framkomu ríkisstjómar
Bandaríkjanna í hvaiamálinu gagn-
vart íslendingum, sem talið hafa
Bandaríkin vina- og bandalagsþjóð.
Þessi framkoma lýsir bæði van-
þekkingu og vanvirðu við lífsbjarg-
arviðleitni smáþjóðar í Norðurhöf-
um. Bæjarstjóm skorar á ríkisstjóm
Islands að taka til endurskoðunar
og álita samskipti okkar við Banda-
ríkin."
Richard sagði að hann teldi nokk-
uð langt gengið þegar íslenskir
ráðherrar þyrftu að sækja um leyfi
hjá ráðmönnum í Washington til
að veiða og selja hval; frjáls verslun
væri þessari eyþjóð ákfalega mikils
virði og ekki mættu vera á henni
hömlur. „Við ísiendingar emm
mjög sjálfstæð þjóð og eigum að
halda okkar reisn og ekki að beygja
okkur alltaf í duftið."
Hann sagði að endurskoða þyrfti
t.d. kjötinnflutning vamarliðsins á
Kelfavíkurflugvelli og koma þyrfti
á jafnrétti hvað varðaði vegabréfaá-
ritanir milli landanna.
Richard sagðist ekki vera að
hvetja til þess að Islendingar hætti
að selja Bandríkjamönnum afurðir
sínar.
„Bandaríkjamarkaðurinn hefur
verið okkur ákaflega mikils virði,
en við eigum ekki að beina öllum
okkar útflutningi þangað. Við eig-
um að reyna að dreifa viðskiptum
okkar á önnur lönd líka,“ sagði
Richard.
Töluverðar umræður urðu um
síðustu setninguna í ályktuninni,
þar sem ekki var í fyrstu ljóst hvem-
ig túlka mætti orðalagið.
„Ég vil taka það skýrt fram að
ég er ekki að mælast til þess að
herinn verðir rekinn úr landi, eða
að Island skuli úr NATO, eða neitt
í þá átt,“ sagði Richard. Hann sagði
að orðalag ályktunarinnar hafí vilj-
andi verið haft nokkuð opið og
víðtækt, þannig að fulltrúar allra
flokka í bæjarstjórninni gætu fallist
á hana.
BÆNDUR - JARÐEIGENDUR:
BYLTING í
GIRDING ARIX/IÁLUIVI!
SILVA rafgirðingar
eru ekki aðeins afbragðsgódar
girðingar, heldur er tilkoma þeirra
nánast bylting f girðingarmálum, hér
sem annars staðar. Þær sameina
kosti venjulegrar girðingar og
rafgirðingar og eru svar nútfmans við
kröfum um sterkari, öruggari og
hagkvæmari girðingar.
Helstu eiginleikar:
• Lítið viðhald • Auðveld uppsetning
• Má tengja jafnt við rafgeyma sem
landsrafkerfið • Standa vel af sér snjó
• Geta komið í stað venjulegrar girðingar
og spara þá staura og annað girðingarefni
CJARl * Fjölmargir fylgihlutir • Ódýr og
hagkvæm lausn.
Leitið nánari upplýsinga hjá okkur.
RAFMAGNSTENGI
INANGRUNARRÖR
LÁGMÚLI 5 • 108 REYKJAVÍK-SÍMI6815 55
Hljómsveitin sem leikur í Landakotskirkju á sunnudagskvöld
er skipuð ungum hljóðfæraleikurum sem ýmist hafa verið í
námi erlendis eða enn starfandi hérlendis.
Hlj'ómleikar í Landakotskirkju
TÓNLEIKAR verða í Landakotskirkju á sunnudagskvöld kl.
20.30. Hljómsveit ungra hljóðfæraleikara undir stjóm Hákons
Leifssonar leikur og Ragnheiður Guðmundssdóttir syngur.
Fyrst á efnisskránni er verk Mahler í útsetningu Amolds
eftir ungt danskt tónskáld, Hans Schönberg fyrir litla hljómsveit.
Abrahamssen, sem tilheyrir skóla Síðasta verkið á efnisskránni er
sem er kenndur við „Nýjan ein- svo konsert fyrir klarinett og
faldleika". Því næst verða flutt hljómsveit eftir Wolfgang Ama-
sönglög við eigin ljóð eftir Gustav deus Mozart.
Þátttakendur á námskeiði Jacques og Beatrice Chapuis f Félagsstofnun stúdenta. Morgunblaðið/Einar Faiur
Félag tónlistarkennara:
Námskeið 1 píanókennslu
með aðferð Edgars Willems
ÞESSA dagana stendur yfir
námskeið á vegum félags tónlist-
arkennara þar sem Jacques
Chapuis og kona hans Beatrice,
tónlistarkennarar frá Sviss,
kynna svokallaða aðferð WUlems
í tónlistarkennslu, en það er
píanókennsla fyrir algjöra byij-
endur og allt til þeirra sem langt
em komnir í píanónámi. Að-
ferðin er kennd við upphafs-
mann hennar Edgar Willems.
Þetta er í fyrsta skipti, sem að-
ferð Willems er kynnt hér á landi,
en aðferðin byggist á máli tónlistar-
innar sjálfrar við mjög ung böm.
Þar sem aðferðin byggir á algildum
sálarlífsgrunni, má beita henni- með
einhveiju móti í öllum löndum
heims. Þar að auki hefur hún þann
kost, að búa böm undir hljóðfæra-
leik á lifandi hátt, gleðiríkan og
stig af stigi. Nemendur öðlast eðli-
lega tónlistargáfu og tilfínningu
fyrir takti og hraða. Tóneyra þróast
fyrir skilningi á laglínu og hljómum;
líkaminn fær undirbúning fyrir
hljóðfærið og nemendur em undir-
búnir fyrir lestur, skrift og spuna.
Grundvallaratriðin gilda allan
tímann sem tónlistamámið fer fram
og er leitast við að hafa námið sem
samfelldast.
Þegar Jacques Chapuis lauk tón-
listamámi í Sviss 1948, þar sem
hann hlaut tilsögn og kennslu
margra viðurkenndra lærimeistara,
hófst ferill hans sem einleikari og
kennari á píanó. 1960 stofnaði hann
einkaskóla í tónlistarkennslu, þar
sem Edgar Willems og Lily Merm-
inod áttu samstarf á sviði tónlistar-
kennslu bama.
Síðan 1968 hefur Chapius veitt
forstöðu alþjóðlega Willems- tón-
listarkennslufélaginu, sem hefur
höfuðstöðvar sínar í París og frá
1983 hefur hann verið forstöðu-
maður Frakklandsdeildar Evrópu-
samtaka píanókennara (EPTA).
Námskeiðið stendur til 26. ágúst
og er haldið í Félagsstofnun stúd-
enta við Hringbraut. Það er öllum
opið sem áhuga hafa en fram að
þessu hafa fjölmargir tónlistar-
kennarar og aðrir tónlistarmenn
sótt námskeiðið.
Jacques Chapuis Iætur hér börnin greina á milli mismunandi hljóða
og áhuginn hjá þeim er greinilega mikili.