Morgunblaðið - 22.08.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.08.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986 15 Sigurvegari í töltkeppni unglinga, Borghildur Kristinsdóttir, á Fleyg frá Kirkjubæ. Hákon Pétursson sigraði í fjórgangi og varð einnig stigahæstur flokki barna á Limbó. inga á íslandsmótum. Hér er þó ekki verið að gefa í skyn að krakk- amir sem þarna komu fram hafí verið illa ríðandi eða kunnað lítið fyrir sér. Til dæmis má geta þess að sigurvegarinn í eldri flokknum Borghildur Kristinsdóttir sem keppti á Fleyg frá Kirkjubæ hlaut 81,87 stig sem hefði dugað henni í 6. sæti hjá þeim fullorðnu. Og Hörður Ármann Haraldsson sem sigraði í fjórgangi á Háfí frá Lága- felli hefði hafnað í þriðja sæti eftir forkeppni hefði hann keppt við þá fullorðnu. Nokkuð var kvartað und- an því að krökkunum væri ýtt til hliðar og látnir sitja á hakanum og er það raunar ekki ný bóla. Virðist sem unglingar verði alltaf að hafa einhvern ötulan málssvara við skipulagningu á mótum. Hefði ekki verið óeðlilegt á þessu móti að leyfa krökkunum að vera með töltúrslitin eftir hádegi á sunnudag og færa t.d. úrslit úr 6.—10. sæti í fjór- gangi og jafnvel fimmgangi líka á þann tíma sem krakkarnir voru með sín úrslit. Eitt sýningaratriði var á dagskrá mótsins sem var sýning fýrrverandi Islandsmeistara og mættu þar Hrímnir frá Hrafnagili, Tinna frá Flúðum og Fleygur frá Kirkjubæ og reyndar var Snjall þarna líka en hann var í keppni eins og fram kemur hér í greininni. Var gaman að sjá þessi hross ásamt knöpum en á engan er hallað þó nefndur sé sérstaklega Hrímnir og mikið má vera ef þar er ekki fegursti gæðingurinn í röðum íslenskra hrossa. í stuttu máli sagt var þetta gott mót sem mun lifa í minningunni fyrir góð hross og skemmtilega keppni. Starfsliðið við hlaðborðið í matsalnum í Ölveri. __ •• Randabrauðssala í Olveri Borgarfirði. Á SUNNUDAGINN var endaði sumarstarfið í sumarbúðunum í Ölveri undir Hafnarfjalli með hinni árlegu randabrauðssölu í sumarbúðunum. Byrjaði salan kl. 15:00 með helgistund og var fram á harða kvöld. Á þriðja hundrað manns komu til að fá sér kaffi og randabrauð, sem mikið var til af ásamt nægum rjóma, enda veitir ekki af að styrkja bændasamtökin á fullu í lok framleiðsluársins, þar sem nægar birgðir eru til af rjóman- um um þessar mundir. Sumarbúðimar eru reknar af Kristilegu félagi ungra manna og kvenna á Akranesi, en mamma sumarbúðanna, Kristrún Ólafs- dóttir í Frón á Akranesi, hefur haft veg og vanda af þeim í 46 ár samtals. 250 böm á aldrinum 6—12 ára komu í sumarbúðimar í sumar. Vora 2 strákaflokkar og 6 stelpnaflokkar, viku hver. Sumir vora lengur en eina viku, og sagði Kristrún, að ein stelpan hefði að- eins verið búin að sofa eina nótt heima hjá sér eftir að hafa verið í einum flokknum. Þá hefðu for- eldrar hennar orðið að aka henni upp í Ölver til þess að hún gæti haldið áfram dvölinni. Svo skemmtilegt hafði verið að dvelja þar. Sveinbjörg Ammundsdóttir úr Reykjavík var forstöðukona í sum- ar ásamt 6—7 manna starfsliði. Krakkamir vora allt frá Vest- mannaeyjum og vestur um til ísaijarðar. - pÞ Nafn Uppgefin Vigtun, Tegnnd framleiðanda þyngd meðalþyngd Frávik Hrís-súkkulaði Freyja 150 g 149,3 g -r 0,5% Karamellur Freyja 250 g 254,0 g + 1,6% Möndlur Freyja 250 g 254,0 g + 1,6% Kúlur Góa 200 g 196,7 g + 1,6% Rúsínur Góa 200 g 193,3 g + 3,3% Lindu-hjúpur Linda 300 g 306,7 g + 2,2% Mjólkursúkkulaði Linda 100 g 104,7 g + 4,7% Rjómasúkkulaði Linda 40 g 42,7 g + 6,7% Dropar Móna 200 g 200,0 g 0,0% Expressó súkkulaði Móna 80 g 80 g 0,0% Súkkulaðispænir Móna 150 g 150,3 g + 0,2% Kúlur Nói-Síríus 300 g 306,7 g + 2,2% Rúsínur Nói-Síríus 200 g 199,5 g + 0,3% Tópas Nói-Síríus 22 g ca. 20,2 g + 8,2% Kúlur Ópal 350 g 352,0 g + 0,6% Möndlur Opal 350 g 351,3 g + 0,4% Ópal Ópal 23 g ca. 20,7 g + 10,0% Heimilissúkkulaði Valsa 400 g 422,3 g + 5,6% Tafla yfir niðurstöður þyngdarkönnunar ASÍ, BSRB og NRON á íslensku sælgæti. Þyngdarkönnun á íslensku sælgæti: Nokkur munur á uppgefinni þyngd og vigtaðri meðalþyngd NÝLEGA létu aðildarfélög ASÍ, BSRB og Neytendafélag Reykjavík- ur og nágrennis, gera þyngdar- könnun á nokkrum tegundum af íslensku sælgæti í verslunum í Reykjavík. Nokkuð var um frávik frá þyngd sem uppgefin var á um- búðum sælgætisins og vigtaðri þyngd í könnuninni. Þyngdarkönnunin fór þannig fram að meðalþyngd hverrar pakkningar var fundin með því að vigta saman þijár pakkningar af hverri sælgætistegund og var heild- arþunga síðan deilt á þær. Þar sem umbúðir langflestra tegunda sæl- gætisins voru næfurþunnar og léttar, voru þær vigtaðar með, nema Ópal og Tópas hálstöflur vora vigt- aðar án umbúða. í frétt frá NRON, ASÍ og BSRB segir að mörg dæmi séu um að íslenskir sælgætisframleiðendur merki framleiðslu sína illa eða alls ekkert, þrátt fyrir að reglugerð Hollustuverndar ríkisins nr. 250/1976, kveði á um að umbúðir skulu vera vel merktar. Þar á að koma fram nafn og heimilisfang framleiðanda eða pökkunaraðila, vörutegund, þyngd eða stykkjatal og nákvæm innihaldslýsing. Meðfylgjandi er tafla yfir niður- stöður þyngdarkönnunarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.