Morgunblaðið - 22.08.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.08.1986, Blaðsíða 36
36 aæi TáöoÁ .ss íiuaA.a'j.T&ofi '.gioajshuohom MORGUNBLAÐIÐ, F6STUDAGUR 22:-ÁGÚST“1986 fclk í fréttum Fonda í hlutverki drykkjusjúkrar kvikmyndastjörnu Það þótti það mörgum æði fáránlegt, ef ekki bara fyndið, að sjá eina helstu forsvarsmanneskju heilbrigðs lífernis, leikkonuna Jane Fonda, púa hvetja sígarettuna á fætur annarri í kvikmyndinni „Agnes, barn Guðs“ á dögunum. Fonda hefur nefnilega undanfarin ár háð harða baráttu gegn offitu og kyrrsetu, sent frá sér hvetja heilsuræktarbókina á fætur annarri, svo og myndbönd, þar sem hún leiðbeinir letibykkjunum við iðkunina. Nú berastokkur hinsvegar þær fregnir að aðdáendur leikkonunnar megi búa sig undir enn eitt áfallið hvað varðar ímynd goðsins. Jane Fonda hefur nefnilega fallist á að leika drykkjusjúka, miðaldra kvikmyndaleikkonu í myndinni „The Moming After“. Þar mun hún vera allt annað en hraustleg að sjá, visin og vanhirt. Reisnin mun líka verða á bak og burt því Fonda ku nefnilega súpa af stút í heila tvo tíma og slíkt hefur aldrei talist beint hefðarkonulegt. Mótleikari Fonda í þessari ágætu mynd erenginn annar en Jeff Bridges, sem lesendur kannast eflaust við úr myndinni „Against All Odds“. „Ég stend á nokkurs konar tímamótum á listferli mínurn," segir Jane. „Núorðið tek ég aðeins að mér þau hlutverk sem éger ekki alveg viss um að ég valdi. Þetta hlutverk gerir t.d. alveg ofboðslegar kröfur til mín. Eg verð að setja mig inn í hugarheim, sem égekki þekki. Skilja konu sem er alger andstæða Getið þið ímyndað ykkur Jane Fonda súpa af stút i heila tvo tíma? - Ekki það, nei! - Það ger- ir hún engu að síður í myndinni „The Moming After“. mín. Og það er hægara sagt en gert skal ég segja ykkur. Hitt er svo annað mál að ég hef lært ótrúlega mikið á þessu og þykist nú skilja betur bæði orsakir og afleiðingar svona sjálfstortímingar. Þetta víkkar sjóndeildarhringinn afskaplega mikið — veitir manni innsýn í mannlegt eðli og þroskar mann um leið,“ segir hún. „Hugsið ykkur líka hvað starfið yrði leiðigjarnt ef maður léki alltaf fólk sem væri nákvæmlega eins og maður sjálfur. - Að ég tali nú ekki um hvað áhorfendur yrðu fljótt þreyttirámanni." M NYJASTANYTT Blístrandi bleyjur eðal þess sem mjög hefur breyst á undanfömum árum eru blessuð bústörfin. Bleyjuþvottur heyrir nú t.a.m. næstum því sögunni til. Bréfbleyjumar hafa leyst þær sem búnar voru til úr bómull af hólmi - öllum til mikils léttis. Enn sér þó ekki fyrir endann á bylting- unni í bleyjumálum. Nú eru nefni- lega komnar á markað í Frakklandi blístrandi bleyjur, ef svo má að orði komast. Bleyjur þessar em búnar þeim eiginleikum að í hvert sinn sem bamið bleytir sig hefst hljómleika- hald í húsinu. Sérstöku og sérhönn- uðu rafhlöðu-tæki er komið fyrir á milli bréfsins og plastsins og um leið og tækið skynjar einhveija vætu hefur það upp „raust“ sína og spilar fyrir viðstadda lagið „When the Sa- ints Go Marching In“ - og linnir hreinlega ekki látum fyrr en blaut bleyjan hefur verið fjarlægð. Framleiðendur þessarar nýjungar em að vonum afar stoltir af hugviti sínu og framtakssemi og segja að bleyjumar blístrandi spari foreldrum mikinn tíma. Þær gera það óþarft að foreldrar séu sí og æ að fylgjast með bleyjum bamsins og koma einn- ig í veg fyrir að barn geti gengið um með blauta bleyju án þess að nokkur viti af því. Éini ókosturinn við þetta er verðlagið, sem er nokk- uð hátt, enn sem komið er, eða um 320 krónur hver bleyja, hvorki meira né minna. - En ekki fagna þó allir þessari „framför" í bleyjumálunum. Sálfræðingar hafa t.d. látið málið til sín taka og óttast þeir að auka- verkanimar verði miður skemmtileg- ar. Dr. Edwige Antier er meðal þeirra sem er andvíg þessari nýju tónlistar-bleyjutegund. „Ég álít að um leið og bamið geri sér grein fyr- ir þessu samhengi milli vætunnar: og tónlistarinnar, álykti það að tón- listin sé nokkurs konar verðlauna- veiting og muni því reyna að hljóta þessa vætu-viðurkenningu í tíma og ótírna," segir hún. „Einnig tel ég það vel mögulegt að þetta geti orsakað að í hvert sinn sem viðkomandi heyr- ir þetta ákveðna lag, síðar á lífsleið- inni, þá bleyti sá hinn sami buxumar - og það sér það hver heilvita mað- ur að það eitt gæti skapað virkilegt vandræðaástand," bætir hún við. — En hveiju svara framleiðendurnir gagnrýni á borð við þessa? „Við hlustum ekki á svona kjaftæði,“ segja þeir ákveðnir í bragði. „Þessar bleyjur eru alveg frábærar og ef þær hafa einhveijar aukaverkanir felast þær helst í því að bamið verður bara tónelskara. Bleyjurnar skerpa tónheyrn þess.“ - Ja, flest er nú til... Frank hefur áhyggjur af fjárútlátum frúarinnar „Hún ætti fyllilega skilið svarta beltið í íþróttinni „kaup og kjör“,“ segir Sinatra um konu sína, Barböru. Söngvarinn Frank Sinatra er þekktur fyrir hversu vel hann nær til áheyrenda sinna, með hlý- legri framkomu og vingjarnlegu spjalli sínu. Á dögunum tók hann sig til og trúði aðdáendum sínum fyrir því að kona hans, Barbara, væri eyðslusöm í meira lagi. „Hún elskar það að versla," upplýsti hann yfir heilan sal. „Eiginlega er frammistaða hennar svo til fyrir- myndar að hún ætti fyllilega skilið að fá svarta beltið í þeirri íþrótta- grein,“ bætti hann við. „Ekki svo að skilja að eyðuslusemi hennar sé að gera mig gjaldþrota, langt frá því. En óneitanlega hvarflar það stundum að mér þegar við komum heim úr samkvæmum og eyru henn- ar og háls eru hlaðin öllu þessu glingri — að eiginlega ætti ég bara að stinga öllu höfðinu á henni inn í blessaðan peningaskápinn.“ Islendingar á hljómleikum Þó íslenska þjóðin hafi aldrei getað talist stór hvað varðar höfðatölu, hefúr hún löngum hneigst til ferðalaga og ekki látið það aftra sér þó hún búi frekar afskekkt, lengst í norðri. Islendingar þeir sem nú dveljast á Gosta del Sol á vegum Útsýnar, notuðu tækifærið er hljómsveitin Queen hélt þar tónleika, til að líta goðin augum og fjölmenntu þeir alls 120 talsins á tónleikana, sem haldnir voru í Marbella, sem er hvað frægust fyrir að þar eyða margir af ríkustu mönnum heims sumarleyfum sínum. Queen hóf hljómleikaferð sína um Spán á Rayo Vallecano leikvanginum í Madrid þann 1. ágúst sl., og voru það stærstu útihljómleikar sem þeir hafa haldið hingað til. Til að gera þetta mögulegt fluttu þeir með sér svið mikið, 160 fet að flatarmáli, tæpa 14 kílómetra af snúrum, hljómkerfi, sem taldist yfir 500 QUEEN þúsund „vött“ og 70 hjálparmenn. Koma þeirra til Spánar hefur vakið talsverða athygli og hafa fjölmiðlar keppst um að birta af þeim fréttir og í þættinum „Informe Semanal", sem er einskonar Kastljós spænska sjónvarpsins, var 10 mínútna viðtal á Spáni Freddy Mercury, söngvari og höfuð hljómsveitarinnar hlýtur að vera í mjög góðu formi þessa dag- ana, því hann var á stöðugum hlaupum um allt sviðið, sem var á við þá félaga, það fyrsta sem þeir þremur hæðum samtals. Mest áber- hafa veitt í ein 5 ár. andi voru Mercury að sjálfsögðu og Þann 3. ágúst héldu þeir svo tón- Brian May, gítarleikari sveitarinn- leika í Barcelona og 5. ágúst í ar, sem tók lengsta „gítarsóló" sem Marbella. Uppselt var á hljómleik- undirritaður hefur heyrt, en það var ana í Marbella og rúmlega það, því þó á köflum æði rýrt að innihaldi. hvorki fleirum né færri en 30 þús- Þeir kumpánar fluttu þama sín und manns var þar kyrfílega þekktustu lög, s.s. Bohemian pakkað inn á knattspymuvöll bæj- Rhapsody, Radio Ga Ga og One arins. Vision.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.