Morgunblaðið - 22.08.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986
5
Hafa selt
100 metra
af afmælis-
tertunni
ÞEIM fjölmörgu sem ekki tókst
að ná sér í sneið af afmælistertu
Reykjavíkurborgar stendur nú
til boða, ásamt þeim sem hefðu
hug á því að fá sér ábót, að kaupa
smækkaða útgáfu af tertunni.
Það er Brauð hf. sem býður fólki
þetta, en fyrirtækið var eitt
þeirra sem bökuðu afmælistert-
una sjálfa.
Að sögn Sturlu Guðmundssonar,
framkvæmdastjóra Brauðs hf., hef-
ur verið mikil sala í afmælistertunni
og hafa þegar selst 100 metrar.
Tertan er seld í stærðinni 10x60
sm og kostar 1.200 krónur, þ.e. 120
krónur fyrir hverja tvo skammta.
Seðlabanki íslands:
Lánskjaravísi-
tala hækkaði
um 0,95% frá
fyrra mánuði
SEÐLABANKI íslands hefur
reiknað út lánskjaravísitölu fyrir
september 1986.
Lánskjaravísitala hækkaði um
0,95% frá mánuðinum á undan en
það jafngildir 12,0% hækkun á árs-
grundvelli. Lánskjaravísitala
síðustu sex mánaða umreiknuð til
árshækkunar er aftur á móti ein-
ungis 8,3%.
Lánskjaravísitala 1486 gildirfyr-
ir september.
Suðurland:
Erfiðara
að fá f ólk
í sérhæfða
kennslu
Selfossi.
„Ég á von á því að það komi
kippur í ráðningar næstu daga,“
sagði Jón R Hjálmarsson
fræðsiustjóri þegar hann var
inntur eftir því hver staðan væri
í ráðningu kennara að skólum í
fræðsluumdæmi hans.
Nú vantar skólastjóra að tveimur
skólum, í V-Landeyjum og að Skóg-
um undir Eyjafjöllum. Kennara
vantar einnig að Reykholti, Grunn-
skóla Vestmannaeyja og að Kirkju-
bæjarklaustri. Að öðru leyti hefur
gengið betur en í fyrra að fá kenn-
ara. Þó hefur reynst erfiðara að fá
fólk í sérhæfða kennslu, íþróttir,
hand- og myndmennt og tónlistar-
kennslu.
Jón R. kvað heldur síga á ógæfu-
hliðina hvað varðaði ráðningu
kennara með réttindi. Undanfarin
ár hefur hlutfall kennara með rétt-
indi verið 80% en nú er hlutfallið
um 75%. Jón kvað einnig meiri
ásókn í hlutastörf við kennslu nú
en áður.
Kristján Jóhanns-
son við hljómplötu-
upptöku í
KRISTJÁN Jóhannsson, óperu-
söngvari, er nú staddur í
London þar sem hann er að
syngja inn á nýja hljómplötu.
Á myndinni eru Kristján Jó-
hannsson og Karsten Andersen.
London
Konunglega fflharmónfusveitin
leikur með undir stjóm Karstens
Andersen. Platan er tekin upp í
CBS Studios og er Björgvin Hall-
dórsson upptökustjóri með Þor-
stein Hannesson sér til aðstoðar.
Upptökumaður er Mike Ross.
Á plötunni, sem væntanleg er
á markað fyrir jól, verða 14
íslensk sönglög.
SVONA EKUR ÞÚ HONUM
SVONA LÍTUR HANN ÚT
HONDA FER SVO SANNARLEGA EKKI HEFÐBUNDNAR LEIÐIR í HÖNNUN Á CIVIC BÍLNUM. ÞEIR
NÝTA SÉR FENGNA REYNSLU ÚR FORMÚLU l-KEPPNINNI. SNERPA OG FRÁBÆRIR AKSTURSEIGIN-
LEIKAR ÁSAMT FLEIRI TÆKNINÝJUNGUM GERA ÞENNA BÍL EINSTAKAN.
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR:
Vól: 4 cyl, OHC, 12 ventla, þverstæð. Sport-bólstruð sæti. VerA kr.
Sprengirými: 1500 cc. Margstillanleg aftursæti.
Hestöfl: 85 DIN/6000 RPM. Veltistýri.
Gírar: 5. Litaðar rúður.
Snerpa 0 — 100 km/k. 9,7 sek. Þurrkur á Ijósum.
Rafhituð sæti o.m.fl.
2-door Hatchback
SPORT
Aöeins örfáum bflum
óráöstafaö.
Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, SlMI 38772, 39460.
Sig Jóns.