Morgunblaðið - 22.08.1986, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDÁGUR 22. ÁGÚST 1986
Ekki er alveg lokið tvöhundruð
ára afmælinu í ríkisQölmiðl-
unum eða var ekki á dagskránni
síðastliðinn miðvikudag mynd núm-
er tvö í myndaröð Tæknisýningar
Reykjavíkur? Vissulega og nefndist
sú Við kranans máttuga söng og
lýsti hafnaraðstöðu í Reykjavík en
einsog flestir vita er Reykjavíkur-
höfn öflugasta höfn landsins.
Persónulega fannst mór þessi mynd
Tæknisýningarinnar öllu síðri en sú
hin fyrri er lýsti borgargróðrinum.
Furða ég mig satt að segja á því
að myndin frá Reykjavíkurhöfn
spannaði aðeins tíu mínútur eða
einn þriðja af sýningartíma fyrstu
myndar myndraðarinnar. Ég hefði
persónulega kosið að saga hafnar-
mannvirkja hér við Reykjavík hefði
verið rakin ítarlegar í myndinni.
Þess í stað virtist hinn bráðflínki
kvikmyndatökumaður Sigurður
Jakobsson fá að æfa sig óáreittur
við að filma erlend risaskip þar sem
þau vögguðu uppljómuð af hinni
björtu Islandssól.
Reykjavíkurhöfn á sér merka
sögu sem er vel þess virði að rekja
á filmu of mættu kvikmyndagerðar-
menn að ósekju líta þar til gamalla
ljósmynda og einnig ræða við ýmsa
þá er hafa hér starfað að hafnar-
málum: hafnarverkamenn, heild-
sala, kranastjóra, fiskútflytjendur,
verkalýðsforingja, sjómenn, verk-
taka, hafnarstjóra svo einhveijir
séu nefndir. Að mínu viti verður
saga Reykjavíkurhafnar ekki sögð
með litfögrum myndum einum sam-
an jafnvel þótt þær séu listave)
teknar bæði af legi, láði og úr lofti.
Saga þessa langmikilvægasta
mannvirkis höfuðstaðarins verður
ekki sögð nema rætt sé við þá er
hafa starfað þar langtímum saman
og þekkja af eigin raun kranans
máttuga söng.
Aðrirsálmar
En víkjum nú frá tvöhundruðára-
afmælinu blessaða og aftur til hins
grámóskulega hversdagsleika er við
verðum víst að sætta okkur við
flesta daga ársins. Sviðsmeistararn-
ir á fréttastofu sjónvarps hafa að
undanförnu hrellt sjónvarpsáhorf-
endur með grámóskulegri sviðs-
mynd er „prýðir“ þann afkima
þularstofu er hýsir svonefndar
fréttaskýringar. Fyrst hélt ég nú
að þulirnir ætluðu í sturtu er þeir
skutust í afkimann að skýra út
fréttimar en svo sá ég brátt að
flísarnar að baki þeirra voru ekki
baðflísar heldur hafði þar verið fyr-
irkomið einskonar grind framan við
hinn grámóskulega vegg og á
grindina voru hengdir ýmisskonar
skúlptúrar eða „lágmyndir."
Ekki efa ég listrænan metnað
sviðsmyndasmiða sjónvarps en ein-
hvemveginn finnst mér ekki við
hæfi að fréttamennimir sitji kapp-
klæddir inní sturtuklefa þá þeir
flytja fréttaskýringarnar og annál-
ana. Ég mæli reyndar alls ekki með
því að þulir fækki fötum í stíl við
sviðsmyndina, heldur væri nær að
lífga bakgrunninn ögn, og hér datt
mér sísona í hug hvort ekki væri
upplagt að hengja myndverk eftir
íslenska myndlistarmenn á grindina
góðu? Ekki veitir af að kynna betur
en gert er íslenska myndlist í þess-
um sjónrænasta fjölmiðli okkar. I
þessu sambandi vil ég minna á hið
ágæta framtak umsjónarmanna
bamaefnis sjónvarps er bregða
gjarnan á skjáinn í lok myndabókar
aðsendum myndum frá íslenskum
börnum. Hvernig væri að bregða
verkum íslenskra myndlistarmanna
á skjáinn, ekki bara að baki þula
heldur og rétt fyrir lestur frétta eða
þegar eyður myndast í sjónvarps-
dagskránni?
Ólafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP/SJÓNVARP
Kúreki á
malbikinu
■■■■ Bíómynd sjón-
00 30 varpsins í kvöld
er bandarísk frá
árinu 1969 og nefnist Kú-
reki á malbikinu, Midnight
Cowboy.
I henni segir frá Joe
Buck, sem leikinn er af Jon
Voight. Hann er Texasbúi
sem heldur til New York.
Þar ætlar hann að verða
ríkur á vændi en kemst
fljótlega að því að það er
hægara sagt en gert. Hvar-
vetna blasa við honum
sama örbirgðin og vesal-
dómurinn og hann var að
reyna að flýja.
Þar kynnist hann þó
Ratso Ritzo, sem leikinn
er af Dustin Hoffman.
Draumur hans er að flýja
vetrarkuldann í New York
og fara í sólina á Miami.
Leikstjóri er John
Schlesinger. Þýðandi
Guðni Kolbeinsson.
Kvikmyndahandbókin
okkar segir þessa kvik-
mynd sérlega vel gerða og
gefur henni þtjár stjörnur
af fjórum mögulegum.
I myndinni eru atriði
sem gætu vakið ótta ungra
barna.
■■■ í kvöld heldur
0040 Jón Gústafsson
áfram kynningu
sinni á íslenskum hljóm-
sveitum. í þetta sinn verður
tekin fyrir hljómsveit sem
nefnist Jói á hakanum. Hún
er ekki ýkja þekkt en hefur
þó starfað í um fimm ár í
Reykjavík.
Stjóm upptöku annast
Bjöm Emilsson.
Jón Gústafsson
UTVARP
FOSTUDAGUR
22. ágúst
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn.
7.15 Morgunvaktin.
7.30 Fréttir. Tilkynningar
8.00 Fréttir. Tilkynningar
8.15 yeöurfregnir
8.30 Fréttir á ensku.
9.00 Fréttir
9.05 Morgunstund barn-
anna: „Olla og Pési" eftir
löunni Steinsdóttur. Höf-
undur les (12).
9.20 Morguntrimm. Tilkynn-
ingar. Tónleikar, þulur velur
og kynnir.
9.45 Lesiö úrforustugreinum
dagblaöanna.
10.00 Fréttir
10.05 Daglegt mál. Endurtek-
inn þáttur frá kvöldinu áður
sem Guðmundur Sæ-
mundsson flytur.
10.10 Veöurfregnir
10.30 Sogusteinn
Umsjón: Haraldur Ingi Har-
aldsson. (Frá Akureyri).
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur. Umsjón:
Anna Ingólfsdóttir.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar
12.20 Fréttir
12.45 Veöurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
14.00 Miödegissagan: „Fólk á
förum" eftir Ragnhildi Ólafs-
dóttur. Elisabet Jónasdóttir
þýddi úr dönsku. Torfi Jóns-
son les (4).
14.30 Nýtt undir nálinni. Elín
Kristinsdóttir kynnir lög af
nýútkomnum hljómplötum.
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
15.20 Á hringveginum — Vest-
urland. Umsjón: Ævar
Kjartansson, Ásþór Ragn-
arsson og Stefán Jökulsson.
16.00 Fréttir. Ðagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar.
a. Valsar op. 39 eftir Jo-
hannes Brahms, Walter og
Beatrice Klien leika fjórhent
á píanó.
b. Strauss-hljómsveitin í
Vínarborg leikur tónlist eftir
Eduard og Johann Strauss;
Walter Goldsmith, Willy
Boskovsky og Max Schön-
herr stjórna.
17.00 Fréttir.
17.03 Barnaútvarpið. Stjórn-
andi: Kristfn Helgadóttir og
Sigurlaug M. Jónasdóttir.
17.45 I loftinu — Hallgrímur
Thorsteinsson og Guölaug
María Bjarnadóttir.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.40 Tilkynningar. Tónleikar.
19.50 Náttúruskoðun. Eiríkur
Jensson kennari talar um
sveppatínslu.
20.00 Lög unga fólksins. Val-
týr Björn Valtýsson kynnir.
20.40 Sumarvaka.
a. Strokumaöurinn. Gyða
Ragnarsdóttir byrjar lestur
sögu sem Emilía Biering
skráði eftir sannsögulegum
atburöum.
b. Kórsöngur. Sunnukórinn
syngur undir stjórn Ragnars
H. Ragnar.
c. Frá Bólu-Hjálmari. Þor-
steinn frá Hamri tekur
saman þátt og flytur.
Umsjón: Helga Ágústsdótt-
21.30 Frá tónskáldum. Atli
Heimir Sveinsson kynnir
tónverk sitt, „Hlými".
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Vísnakvöld.
23.00 Frjálsar hendur. Þáttur
í umsjá llluga Jökulssonar.
24.00 Fréttir.
00.05 Lágnætti. Spilaö og
spjallað um tónlist. Edda
Þórarinsdóttir ræðir við
Önnu Guðnýju Guðmunds-
dóttur píanóleikara og
Sigurð I. Snorrason klari-
nettuleikara.
01.00 Dagskrárlok. Næturút-
varp á rás 2 til kl. 3.00.
FÖSTUDAGUR
22. ágúst
9.00 Morgunþáttur
í umsjá Ásgeirs Tómasson-
ar, Kolbrúnar Halldórsdóttur
og Sigurðar Þórs Salvars-
sonar.
12.00 Hlé
14.00 Bót í máli
Margrét Blöndal les bréf frá
hlustendum og kynnir óska-
lög þeirra.
SJÓNVARP
19.15 Á döfinni.
Umsjónarmaður Maríanna
Friðjónsdóttir.
19.25 Litlu Prúðuleikararnir.
(Muppet Babies). Fimmti
þáttur. Teiknimyndaflokkur
eftir Jim Henson, Þýðandi
Guöni Kolbeinsson.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veöur.
20.30 Auglýsingar og dag-
skrá,
20.40 Rokkarnir geta ekki
þagnaö.
Kynning á hljómsveit sem
nefnist Jói á hakanum. Hún
mun ekki ýkja þekkt en hef-
ur þó starfaö um fimm ára
FOSTUDAGUR
22. ágúst
skeið í höfuöborginni. Um-
sjón: Jón Gústafsson. Stjórn
upptöku: Björn Emilsson.
21.00 Kastljós.
Þáttur um innlend málefni.
21.35 Bergerac — Fimmti
þáttur.
Breskur sakamálamynda-
flokkur í tfu þáttum. Aöal-
hlutverk John Nettles.
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
22.25 Seinni fréttir.
22.30 Kúreki á malhikinu.
(Midnight Cowboy).
Bandarísk bíómynd frá árinu
1969. Leikstjóri John
Schlesinger. Aðalhlutverk:
Jon Voight og Dustin Hoff-
man. Ungur Texasbúi
heldur til New York-borgar.
Þar hyggst hann auðgast á
vændi. Þegar til stórborgar-
innar kemur kemst hann að
þvi að þar er engan skjótan
gróða að hafa. Hann kynnist
þeim mun betur firringu og
eymd stórborgarlifsins. A
hinn bóginn eignast hann
vin sem einnig er á flæöi-
skeri staddur. i myndinni
eru atriði sem gætu vakiö
ótta ungra barna. Þýðandi
Guðni Kolbeinsson.
00.20 Dagskrárlok.
16.00 Fritíminn
Tónlistarþáttur með ferða-
málaívafi i umsjá Ásgerðar
Flosadóttur.
17.00 Endasprettur
Þorsteinn G. Gunnarsson
kynnir tónlist úr ýmsum átt-
um og kannar hvað er á
seyöi um helgina.
18.00 Hlé.
20.00 Þræðir
Stjórnandi: Andrea Jóns-
dóttir.
21.00 Rokkrásin
Umsjón: Snorri Már Skúla-
son og Skúli Helgason.
22.00 Kvöldsýn
Valdís Gunnarsdóttir kynnir
tónlist af rólegra taginu.
23.00 Á næturvakt
með Vigni Sveinssyni og
Jóni Axel Ólafssyni.
3.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagðar kl. 9.00,
10.00, 11.00, 15.00, 16.00
og 17.00.
SVÆÐISUTVARP
REYKJAVÍK
17.03—18.00 Svæðisútvarp
fyrir Reykjavík og nágrenni
- FM 90,1 MHz.
AKUREYRI
17.03—18.30 Svæöisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni
FM 96,5 MHz.
Sveppatínsla
í þættinum
50 Náttúruskoðun
á rás eitt í kvöld
ætlar Eiríkur Jensson
kennari að ræða um sveppi
og sveppatínslu.
Sveppir hafa löngum
verið lítils metnir hér á
landi og ekki nýttir. Þeir
eru þó nauðsynlegur hlekk-
ur í lífríki náttúrunnar auk
annarra nytja sem má af
þeim hafa.
Rumar tegundir sveppa
eru sérlega bragðgóðar og
undanfarið hafa menn lagt
þá sér til munns í æ ríkari
mæli. Þó eru ekki allir
sveppir ætir. Sumir eru
bragðvondir, harðir undir
tönn eða jafnvel eitraðir.
Eiríkur telur þó ekki erfitt
að þekkja nokkrar algeng-
ar tegundir matarsveppa
og ætlar að gefa hlustend-
um ýmis góð ráð varðandi
sveppatínslu.
Rokkarnir
geta ekki þagnað