Morgunblaðið - 22.08.1986, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýslngar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 40 kr. eintakiö.
Unga fólkið og framtíðin
Könnun sú á framtíðarsýn
íslenskra framhaldsskóla-
nema, sem greint var frá hér
í blaðinu í gær, leiðir í fæstum
orðum í ljós, að íslenskir ungl-
ingar eru bjartsýnir á framtíð-
ina og trúa á fjölskylduna og
hjónabandið. Þetta eru fróðleg-
ar niðurstöður, ekki síst þegar
haft er í huga, að á undan-
förnum árum hafa menn einatt
verið að leiða getum að þveröf-
ugum viðhorfum unglinga. í
opinberum umræðum hefur
mikið verið skrafað um svart-
sýni ungs fólks og vantrú þess
á framtíðina, jafnframt því sem
spáð hefur verið upplausn
borgaralegs þjóðfélags og
stofnana þess. Könnunin, sem
telja verður fyllilega mark-
tæka, sýnir, að þetta hafa verið
ástæðulausar áhyggjur og van-
hugsaðir spádómar. Hið
borgaralega þjóðfélag stendur
föstum fótum og er kjölfestan
í framtíðarsýn æskufólksins,
sem erfa mun landið.
Svo sem fram kom í Morg-
unblaðinu telja hvorki fleiri né
færri en 91% framhaldsskóla-
nema, að hjónaband eða
sambúð með böm sé eftirsókn-
arverðasta heimilisgerðin.
Flestir búast við að eignast tvö
til þijú böm og aðeins 7% áttu
ekki von á því að eignast bam.
Meðalbamafjöldi svarenda
samkvæmt eigin mati verður
2,36 böm og athyglisvert er,
að ekki er um merkjanlegan
mun að ræða í þessu efni á
milli kynjanna.
Hugmyndir unga fólksins
um verkaskiptingu kynjanna á
heimilinu em í anda jafnréttis.
Allur þorri telur t.a.m. fjár-
mál, matargerð og matarinn-
kaup, hreingemingar á íbúðum
og uppvask mál beggja hjóna.
Aftur á móti gætir íhaldssemi
í afstöðu til þvotts á fatnaði
annars vegar og umhirðu bif-
reiða og smáviðgerða hins
vegar. Hið fyrmefnda er talið
kvennastarf og hið síðamefnda
karlastarf og gildir þessi af-
staða bæði um pilta og stúlkur.
Hefðbundinna borgaralegra
viðhorfa gætir einnig í afstöðu
til brýnustu úrlausnarefna í
húsnæðismálum. 42% nefna
aukningu nýbygginga í einka-
eign, 22% nefna fjölgun
almennra leiguíbúða, 21%
nefnir byggingu búseturéttar-
íbúða og 16% fjölgun verka-
mannabústaða. Er þetta mjög
í samræmi við nýlega könnun
Félagsvísindastofnunar Há-
skóla íslands, þar sem fram
kom mjög eindreginn stuðning-
ur við sjálfseignarstefnu í
húsnæðismálum.
Þá er vert að staldra við
niðurstöður könnunarinnar er
lúta að starfsvali unga fólksins
í framtíðinni. 66% þátttakenda
telja, að þeir muni annað hvort
verða eigin atvinnurekendur
eða launþegar hjá einkaaðilum.
Þetta sýnir mikla trú á einka-
framtaki og markaðsbúskap.
Það er áberandi, að stúlkur
eiga helst von á því að verða
opinberir starfsmenn og sækj-
ast þá eftir störfum í heilsu-
gæslu eða við kennslu og
umönnun bama. Þær virðast
telja, að þessi störf verði áfram
einkum á vegum opinberra
aðila og er það út af fyrir sig
umhugsunarefni. Athygli vek-
ur, að mjög fáir þátttakendur
búast við að starfa við land-
búnað (3%) eða sjávarútveg
(2%) og fiskvinnslu (2%). Þá
kemur í ljós, að flest ung-
mennin telja að helstu atvinnu-
möguleikamir verði í
höfuðborginni og 10% eiga von
á því að starfa erlendis. Þessar
niðurstöður spegla alvarlegan
vanda í samtímanum, sem ann-
ars vegar lýtur að skólakerfinu
(þar sem undirstöðuatvinnu-
vegur okkar er vanræktur) og
hins vegar að byggðaröskun-
inni í landinu og því að margir
telja sig geta notið betri
lífskjara erlendis.
Sem fyrr segir er unga fólk-
ið bjartsýnt á framtíðina. Það
hefur hins vegar áhyggjur af
því, að fíkniefnaneysla og
glæpir verði erfíðara vandamál
í framtíðinni en nú er. Það eitt,
að ungt fólk telur fíkniefna-
neyslu áhyggjumál, verður
hins vegar að teljast vottur um
andúð á slíkri neyslu. Miklu
skiptir, að sú andúð skili sér í
verki. Staðreyndin er nefnilega
sú, að það er unga fólkið sjálft
sem ráðið getur úrslitum um
það með breytni sinni, hversu
mikið vandamál fíkniefnin
verða í framtíðinni. Vandamál
af þessu tagi verða ekki til af
sjálfu sér, heldur eru þau auð-
vitað afleiðing af hegðun fólks
og hugmyndum.
Framtíðarsýn íslenskra
framhaldsskólanema er björt.
Það er mikið ánægjuefni og
eins hitt, að þessi sýn byggir
á trú á því, að hér verði áfram
við lýði fijálst borgaralegt
þjóðfélag, sem reist er á eigna-
rétti og markaðsbúskap,
hefðbundinni fjölskyldu- og
heimilisgerð og jöfnum rétti
karla og kvenna á öllum svið-
um þjóðlífsins.
Af þessu leiði að þeir cinangrist
frá fólkinu sem þeir eiga að
hjálpa og verði því iitið úr aðstoð-
inni. Hvað viitu segja um þetta?
„Það er auðvitað eitthvað um
þetta en ég held að það séu undan-
tekningatilfelli. Því er ekki að leyna
að við erum á ágætis kaupi því
annars væri erfitt að fá fólk til að
yfírgefa heimkynni sín, þar sem það
getur einnig þénað vel.
verk nú er að reyna að bæta eggja-
hvítuinnihald maísins. Maís er
undirstöðufæða fjölda fólks í
Afríku, Asíu, S- og M-Ameríku en
eggjahvítusamsetning maísins er
ekki nægjanleg til að fullnægja
þörfum mannsins. Menn þurfa því
að leita til annarra fæðutegunda til
að fullnægja þessari þörf. Lönd
eyða því dýrum gjaldeyrisforða í
að flytja inn t.d. sojabaunir frá
Skortur á nauðsynjum
Það að við vorum á mun hærra
kaupi en innfæddir kom okkur að
litlum notum því allar okkar nauð-
synjar þurftum við að kaupa á
mörkuðum eins og hver annar.
Nígería hefur orðið illa fyrir barðinu
á verðlækkunum á olíu, líkt og
Mexíkó, og dýrtíð var mikil í
landinu. Það erfiðasta að sætta sig
við í Nígeríu var að oft var erfitt
að fá hluti sem manni finnst vera
„lífsnauðsynlegir" t.d. sápu eða
tannkrem."
— Nú heyrist líka stundum sú
gagnrýni að þróunarhjálp sýni
lítinn árangur. Hvað viltu segja
um það?
„Eg held að sú gagnrýni sé oft
byggð á misskilningi. Það kemst
auðvitað ekki öll hjálp til skila en
við verðum að muna að árangur
af starfí líkt og okkar er ekki hægt
að mæla í mánuðum eða í árum
heldur miklu frekar áratugum. Það
er ekki hægt að búast við miklu í
byijun því oft erum við að byija frá
grunni. Árangur kemur ekki í ljós
fyrr en búið er að byggja upp hóp
af fólki innanlands sem getur farið
að aðstoða bændur og stunda rann-
sóknir sjálft. Þú minntist á áðan
að margir vestrænir sérfræðingar
einangrist frá fólkinu en við vinnum
gegn því hjá CIMMYT og systur-
stofnunum hennar. Mjög mikið er
lagt upp úr því að starfa með bænd-
um og gera tilraunir í sem náttúru-
legustu umhverfi.“
Erfðafræðileg
mótstaða
— Hvað var það sem þú varst
að vinna að í Afríku?
„Það var að byggja upp erfða-
fræðilega mótstöðu í maísnum gegn
veiru sem einungis þekkist í Afríku.
Þessi veira er mikil plága og veldur
oft miklum usla í uppskeru bænda.
Ég var því að reyna að rækta ný
afbrigði af maís sem eru ónæm
gegn þessari veiru."
— Hvemig var árangurinn?
„Þetta lofar góðu. Nokkrum af
þessum afbrigðum hefur þegar ver-
ið dreift til bænda í ýmsum löndum
V-Afríku og má búast við að þau
breiðist ört út á næstu árum, því
þau auka mjög öryggi uppskerunn-
ar.“
— Nú þegar þú ert kominn
aftur til Mexíkó, hvað er það sem
þú ert að vinna að hér?
„Eins og kemur fram í greininni
um CIMMYT er stofnunin með tvo
jurtakynbótaprógrömm í gangi,
hveiti- og maís-prógramm. Ég vinn
að maísprógramminu og mitt helsta
við okkur hér. Mexíkó er mjög gott'
land að búa í og fólkið mjög al-
mennilegt í alla staði.“
— Hafið þið einhvern tíma
orðið fyrir aðkasti fyrir að vera
„ríkir útlendingar"?
„Nei, það hefur aldrei komið fyr-
ir, hvorki hér né í Nígeríu. Auðvitað
fær maður einstaka sinnum að.
heyra orðið „gringo" sem er frekar
neikvætt mexfkanskt orð um
Bandaríkjamenn, en það hefur aldr-
ei verið neitt alvarlegt, sérstaklega
þegar fólk fréttir að maður sé ls-
lendingur!"
- Er CIMMYT góður vinnu-
veitandi?
„Já, mjög svo. Við höfum mikið
frjálsræði með okkar störf og erum
hvattir til að reyna eitthvað nýtt í
rannsóknum okkar. Ég er yfirleitt
mikið á ferðinni og fer mjög oft til
tilraunastöðva okkar í Posa Rica t
niður við Mexíkóflóa og Ttatlizapan
um 200 km fyrir sunnan Mexikó-
borg. Einnig erum við stundum
sendir til annarra þjóða til að vinna
með rannsóknarstofnunum þar um
skamman tíma. Ég er t.d. á leið til
Ghana nú í júní til að aðstoða við
áætlanagerð í maísprógramminu
þar. í september fer ég síðan til
Eþíópíu og Sómalíu til að aðstoða
við kynbætur á maís þar sem nær-
ingarskortur, þurrkar og uppblástur
eru mikil vandamál."
Áhuginn síður en
svo minnkað
— Kannast þú við orðið heim-
þrá?
Dr. Magni Bjamason fyrir utan höfuðstöðvar CIMMYT i Mexíkó.
Bygging höfuðstöðva CIMMYT í Mexíkó.
Bandaríkjunum. Mjög margt fólk
hefur hinsvegar ekki efni á að
kaupa aðrar fæðutegundir og af
því leiðir að næringarskortur er
landlægur í mörgum þróunarlönd-
um. Ef við getum ræktað maís með
betri eggjahvítusamsetningu er
stórt skref stigið til að útrýma
næringarskorti í heiminum."
Stökkbreyting
— Gætir þú skýrt fyrir leik-
manni hvernig þessar tilraunir
fara fram, því ég býst við að
fleirum en mér sé það ekki Ijóst?
„Það ætti að vera hægt án þess
að fara út í of flóknar útskýringar.
Við notfærum okkur stökkbreyt-
ingu sem varð í náttúrunni sjálfri.
Það hafði verið vitað um þessa
breytingu þó nokkuð lengi en hún
var fyrst útskýrð af vísindamönnum
við Purdue-háskólann í Indiana í
Bandaríkjunum árið 1964.“
— í hveiju var þessi stökk-
breyting fólgin?
„Hún var þannig að komið hafði
meira næringargildi en gallinn var
sá að mun minni uppskera fékkst
með þessari nýju tegund. Við reyn-
um því að blanda erfðaeiginleikum
þessarar tegundar með öðrum sem
gefa meiri uppskeru til að sameina
þessa tvo eiginleika: mikið upp-
skerumagn og góða samsetningu
eggjahvítunnar. Þessu má líkja við
ræktun á nautgripum sem reynt er
að fá ný kyn sem gefa meira kjöt
eða sem framleiða meiri mjólk."
Á leið til Ghana
og Sómalíu
— Ef við snúum okkur að þínu
persónulega lífi, hvernig kanntu
við þig hér í Mexíkó?
„Við Barbara kunnum mjög vel
„Það kemur fyrir að sú tilfínning
sem þetta orð lýsir kemur yfir mig,
en nú seinni árin eru það ekki mjög
alvarleg tilfelli. CIMMYT greiðir
fyrir okkur ferðir heim einu sinni á
ári og hjálpar það mikið til. Hins-
vegar höfum við eignast mikið af ,
vinum hér og maður er farinn að
líta á Mexíkó sem annað heimili
sitt. íslendingurinn er hinsvegar
sterkur í manni og alltaf finnst mér
jafn gaman að koma heim.“
— Þú sagðir í byrjun að það
hefði verið hálfgerð hugsjón sem
hefði fengið þig til að starfa fyr-
ir CIMMYT. Hefur sú hugsjón
eitthvað minnkað eftir tíu ára
starf?
„Nei, síður en svo. Ef eitthvað
er þá hefur hún aukist. Þetta verk-
efni er geysilega krefjandi en mér
fínnst uppskeran vera þess virði í
orðsins fyllstu merkingu! Það eru
hinsvegar mörg ljón á veginum. Það
er bamalegt að halda að meiri»
matvælaframleiðsla geti leyst öll
vandamál þróunarlanda. Það er að
vísu spor í rétta átt, en því verða
að fylgja breytingar á hugsana-
gangi fólks á Vesturlöndum og
róttækar breytingar á þjóðfélags-
skipun þróunarlanda."
— Ef við erum nú dálítið há-
leitir og hugsum til framtíðarinn-
ar hvað er það sem þú vonar að
þú getir áorkað með starfi þínu?
„Einhversstaðar stendur að þeg-
ar stórt er spurt verður oft fátt um
svör og ég held að það eigi vel við
hér. Ég er einungis lítið peð á stóru
taflborði en peðin geta hinsvegar
ráðið úrslitum ef vel er á haldið.
Jæja, nóg af samlíkingum en ég
vona að starf mitt leiði eitthvað
gott af sér og geti jafnvel í framtíð-
inni bætt lífskjör fjölda fólks."
Texti: ANDRÉS PÉTURSSON ,
CIMMYT - Stofnun, sem á sér
fáa sína líka í heiminum
CIMMYT, stofnun sú sem dr. Magni
Bjamason vinnur fyrir, á rætur
sínar að rekja til ársins 1943. Þá
hófst samvinna milli Rockefeller-
stofnunarinnar og Landbúnaðar-
ráðuneytis Mexíkó um að reyna að
bæta bæði magn og gæði mex
íkanskrar komframleiðslu. Árið
1966 var Cimmyt sett formlega á
stofn sem sjálfstæð alþjóðleg stofn-
un með fræðslu og rannsóknarstarf
í huga. Cimmyt er spænsk skamm-
stöfun og þýðir stofnun sem vinnur
að auknum gæðum hveitis og maís.
Mexíkanska stjómin gaf stofnun-
inni land undir starfsemi sína við
Texcoco, sem er 50 km fyrir norð-
austan Mexíkóborg. I upphafi
greiddu Rockefeller-stofnunin og
nokkrar vestrænar ríkisstjómir all-
an kostnað við rekstur CIMMYT. í
lok 6. áratugarins og byijun þess
sjöunda fór mikil umræða fram inn-
an veggja Sameinuðu þjóðanna um
nauðsyn þess að auka matvæla-
framleiðslu í heiminum. Þetta leiddi
til þess að ákveðið var að samræma
starfsemi ýmissa stofnana sem
unnu að rannsóknarstarfsemi á
matvælaframleiðslu í heiminum t.d.
CIMMYT. Undir stjóm Matvæla-
stofnunar SÞ (FAO), Þróunarhjálp-
ar SÞ (UNDP), og Alþjóðabankans
var stofnaður ráðgefandi hópur um
alþjóðlega matvælaframleiðslu.
Friöarverölaun Nóbels
Undir stjóm þessa hóps starfa
nú þrettán stofnanir í ýmsum þró-
unarlöndum t.d. Nígeríu, Filippseyj-
um, Indlandi og Mexíkó. CGIAR
útvegar þessum stofnunum fé til
starfseminnar en hver stofnun hef-
ur sjálfstæðan fjárhag og skipu-
leggur sína starfsemi sjálf. Það má
því kalla þetta einhverskonar „regn-
hlífasamtök“ en meira en 40 ríkis-
stjómir og alþjóðastofnanir veita fé
til þessarar starfsemi. Eins og kom-
ið hefur fram var CIMMYT komið
á laggimar árið 1966 þannig að
stofnunin á 20 ára afmæli í ár.
Árið 1970 hafði CIMMYT ásamt
systurstofnun sinni á Filippseyjum,
IRRI (sem vinnur að ræktun á
gæðahveiti og hrísgijónum), náð
mjög góðum árangri í ræktun á
gæðahveiti og hrísgijónum. Af
þessu tilefni fengu þessar stofnanir
vísindaverðlaun UNESCO fyrir árið
1970. En þetta var ekki eini heiður-
inn sem CIMMYT hlaut það árið.
Dr. Norman Borlaug, einn af stofn-
endum CIMMYT, hlaut friðarverð-
laun Nóbels fyrir starf sitt að
ræktunarmálum og umræðu um
fólksfjölgun í heiminum.
Starf hans var oft kallað græna
byltingin (ekki að vísu sú sem Spil-
verkið söng um á sínum tíma!).
Starfseminni skipt
í fjóra þætti
Starfsemi CIMMYT byggist á
fjómm þáttum. Rannsóknum á
maís, rannsóknum á hveiti, efna-
hagslegum rannsóknum og þjálfun
ungra vísindamanna frá þróunar-
löndum. Dr. Magni Bjamason
vinnur að maísprógramminu. Að
sögn hans er það vel viðeigandi að
CIMMYT sé með höfuðstöðvar sínar
í Mexíkó því talið er að þaðan sé
maísinn upprunninn. Mikilvægi
hans fer nú ört vaxandi sem fæðu-
tegundar og nú er einungis ræktað
meira af hveiti en maís af öllum
komtegundum í heiminum. Hveiti-
prógrammið er líklegast það
þekktasta af starfsemi CIMMYT.
Nú eru ræktuð meira en 400 af-
brigði af hveiti og maís frá
CIMMYT í meira en sextíu þróun-
arlöndum. Efnahagsprógramm
stofnunarinnar felst í því að hag-
fræðingar hennar aðstoða ríkis-
stjómir landa við að skipuleggja
rannsóknir í hémðum sínum. Aður
vora þeir staðsettir í Mexíkó og
ferðuðust á milli landa, en nú era
flestir þeirra í ákveðnum verkefnum
í einu landi í senn. Á hveiju ári
koma 150—170 ungir vísindamenn
til höfuðstöðva CIMMYT í Mexíkó
til að hljóta þjálfun þar undir stjórn
vísindamanna stofnunarinnar.
Bygging höfuðstöðva CIMMYT-
kó.
Greitt af vestrænum
ríkisstjórnum
CIMMYT er ópólitísk stofnun og
getur hvaða land sem er beðið um
aðstoð hennar. Nú er t.d. hjálpar-
starf í gangi í jafnólíkum löndum
og Eþíópíu, Kína, Brasilíu og
Filippseyjum. Eins og kom áður
fram eru það um 40 ríkisstjómir
og alþjóðastofnanir sem greiða
starfsemi CIMMYT, stærstu aðil-
stofnunarinnar í E1 Batan, Mexí-
amir era Kanadíska þróunarstofn-
unin, Þróunarhjálp Bandaríkjanna,
Alþjóðabankinn og Efnahags-
bandalag Evrópu. Einnig hafa
ríkisstjómir Japans, Hollands,
Sviss, Noregs, Þýskalands o.fl. veitt
styrki til sérstakra verkefna á veg-
um CIMMYT í þróunarlöndum.
Starfsmenn CIMMYT era yfír 800,
þar af era 85 háskólamenntaðir
vísindamenn.
ur að þessu. Ein ástæðan er sú að
sérsvið mitt er maís og fjallaði rit-
gerð mín um erfðaeiginleika í maís,
eins og ég minntist á áðan. Ég
hefði því ekki getað nýtt mér nám
mitt til fullnustu enda dettur íslend-
ingum helst í hug poppkom þegar
maður nefnir maís! Nei, svona í
alvöra þá era vandamál þriðja
heimsins í sambandi við matvæla-
framleiðslu svo sláandi að maður
finnur siðferðilega þörf hjá sér til
að gera eitthvað í þessu sambandi.
Það má því segja að þetta hafí ver-
ið af hálfgerðri hugsjón sem maður
fór út í þetta. Því er ekki að leyna
að mér finnst einnig að ég sé full-
trúi íslands í þessari baráttu, að
reyna að fæða hinn ört vaxandi
mannfjölda í heiminum."
Fimm ár í Nígeríu
— Þú vannst líka fyrir
CIMMYT í Afríku?
„Jú, eftir að hafa verið í Mexíkó
í fjögur ár bauð stofnunin mér að
fara og starfa við systurstofnun
CIMMYT í Nígeríu, IITA. Sonur
okkar Barböra var þá aðeins
tveggja ára og því ekkert vandamál
í sambandi við skóla fyrir hann.
Við hjónin töldum að gaman væri
að breyta aðeins til og þáðum boð-
ið. Við dvöldum síðan í Nígeríu í
fimm ár en komum síðan aftur
hingað til Mexíkó í ágúst síðastliðn-
um.“
— Hvemig gekk að aðlagast
aðstæðum í Nígeríu?
„Það var erfitt en við sjáum aldr-
ei eftir þessum áram í Áfríku. Ég
starfaði ekki einungis í Nígeríu
heldur í flestum löndum V-Afríku.
IITA er stofnun sem sérhæfir sig
í rannsóknum á landbúnaði í hita-
beltislöndum. Höfuðstöðvarnar era
í borginni Ibadan í SV-Nígeríu, en
það er í rúmlega tveggja tíma
keyrsla frá Lagos. Ólíkt því sem
er hér í Mexíkó, þá búa allir starfs-
mennirnir innan svæðis stofnunar-
innar og var þetta því líkt litlu þorpi.
Við íslendingar eigum orðið
góðan hóp af vel menntuðum
mönnum sem getið hafa sér gott
orð erlendis á sínu sviði. Einn
af þessum mönnum er dr. Magni
Bjarnason landbúnaðarlíffræð-
ingur, sem starfar fyrir alþjóða-
stofnunina CIMMYT en sú
stofnun hefur höfuðstöðvar
sínar í Mexíkó.
Magni hefur starfað fyrir
CIMMYT í tæp tíu ár eða síðan
hann lauk doktorsprófi sínu frá
háskólanum í Stuttgart-Hohen-
heim í Þýskalandi. I fyrstu var
hann staðsettur í Mexíkó en fór
síðan til Nígeríu og var þar í
fimm ár. í ágúst 1985 kom hann
síðan aftur til Mexíkó og mun
verða þar næstu árin. Höfuð-
stöðvar CIMMYT eru við bæinn
Texcoco u.þ.b. 50 km fyrir norð-
austan Mexíkóborg. Magni býr
ásamt konu sinni Barböru og sjö
ára gömlum syni þeirra Benedikt
í fallegu húsi ekki langt frá
stofnuninni. Við hittum hann þar
að máli í maímánuði síðastliðnum
og varð hann góðfúslega við
beiðni okkar að fræða okkur um
starf sitt.
Lærði í Þýskalandi
Það er ómögulegt að byija viðtal
við íslending á erlendri grand án
þess að hann fræði okkur um ætt
sína og upprana. „Jú, faðir minn
heitir Bjarni Pétursson Walen og
er frá Noregi. Móðir mín heitir
Svanborg Sæmundsdóttir og er
vestfirsk að ætt og upprana. Ég
fæddist í Borgarfirðinum en fjöl-
skyldan flutti upp á Kjalames þegar
ég var fimm ára. Þegar ég var ell-
efu ára gamall tók faðir minn við
bústjórn á búinu við Kópavogs-
hælið. Þar bjó ég þangað til ég
hélt til Þýskalands til náms.
— Hvað var það sem fékk þig
til að fara til Þýskalands til
náms?
„Nú, ég lauk stúdentsprófi frá
Dr. Magni Bjamason ásamt aðstoðarmanni sínum í Nígeríu.
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1967 og var ákveðinn í því að læra
meira. Eg hafði heyrt góð ummæli
um háskólann í Stuttgart, Stutt-
gart-Hohenheim, sótti því um og
fékk inngöngu. Skólinn er mjög
framarlega í landbúnaðarlíffræði
og þá sérstaklega jurtakynbótum
en það var einmitt það sem ég hafði
áhuga á að læra."
— Stundaðir þú allt þitt nám
þar?
„Já, ég lauk BS prófi árið 1970
og MS árið 1972. Ég fékk þá vinnu
sem aðstoðarmaður prófesors míns
og starfaði þar næstu árin jafnhliða
því að vinna að doktorsritgerð
minni. hún fjallaði um erfðaeigin-
leika maís og lauk ég henni árið
1976.“
Þetta var hugsjón
— Hvemig atvikaðist það að
þú fórst að vinna fyrir CIMMYT?
„Prófessorinn sem ég tók dokt-
orsprófíð mitt hjá var í nánu
sambandi við stofnunina og það
vakti áhuga minn. Ég sótti því um
það sem er kallað „post-doctorate
fellow" við CIMMYT, en sú staða
er veitt til tveggja ára. Það felst í
því að maður starfar undir hand-
leiðslu vísindamanna stofnunarinn-
ar við vísindastörf. Ef báðum
aðilum líkar samstarfið er maður
ráðinn í fullt starf við CIMMYT."
Af hveiju ákvaðstu að starfa
í þróunarlöndum í stað þess að
koma heim og starfa að upp-
byggingu íslensks landbúnaðar?
„Já, ég hef stundum verið spurð-
Magni, Barbara, Benedikt og heimilishundurinn Suzy fyrir utan heimili sitt í Mexíkó.
Maís er undirstöðufæða fjölda
fólks í þróunarlöndum.
Flestir starfsmennimir vora út-
lendingar en einnig margir Nígeríu-
menn og kynntist maður því mörgu
mjög skemmtilegu fólki þar.“
— Nú heyrist stundum gagn-
rýni á svona þróunarhjálp að
sérfræðingamir frá Vesturlönd-
um komi með sínar aðferðir sem
illa henta aðstæðum í þróunar-
löndum, séu á háu kaupi og geti
veitt sér ýmsan munað sem fólk
á staðnum geti ekki leyft sér.
yLít á mig1 sem fulltráa
Islands í þessari baráttu“
Viðtal við dr. Magna Bjarnason landbúnaðarlíffræðing í Mexíkó