Morgunblaðið - 22.08.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.08.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986 11 Líkanið af suðvestur- horni landsins: Leiðrétting ÞAU mistök urðu í Morgiuiblað- inu þann 21. ágúst, þar sem fjallað var um smiði þá er hönn- uðu líkanið af suðvesturhorni Islands, sem til sýnis er á tækni- sýningunni i Borgarleikhúsinu, að þar var sagt að Axel Helgason hefði skorið út plöturnar og límt þær upp. Nafn Kristjáns Sigurðs- sonar flokksstjóra féll þar brott, en hann límdi upp plöturnar i verkinu. Morgunblaðið biðst vel- virðingar á þessum mistökum. Geislavirk A slóðum Twains Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Fljótarottan (The River Rat). Sýnd í Regnboganum. Sljömu- gjöf: ☆ ☆ Bandarísk: Leikstjóri og handritshöfundur: Tom Rick- man. Framleiðandi: Bon Lar- son. Tónlist: Mike Post. Klipping: Dennis Virkler. Kvik- myndataka: Jan Kiesser. Helstu hlutverk: Tommy Lee Jones, Brian Dennehy og Martha Plimpton. Fljótarottan (The River Rat), sem sýnd er í Regnboganum, eft- ir nýliðann Tom Rickman er ansi skemmtilegur og oft spennandi ævintýraþriller sem gerist við Mississippi-fljótið og er ekki laust við að sé veikt bergmál frá sögum fljótabúans fræga, Marks Twain. Hvemig ætti annars að vera hægt að gera mynd við fljótið án þess að Twain komi í hugann? Fljótarottan gerist í samtím- anum og er um 12 ára gamla stelpu sem lendir í ýmiskonar klandri með pabba sínum. Hann er nýsloppinn úr fangelsi og ætlar að hafa upp á peningunum sem hann rændi áður en honum var stungið inn. Jonsy (Martha Plimp- ton) fæddist eftir að pabbi hennar fór í tugthúsið svo hún þekkir hann ekkert þegar hann birtist allt í einu einn daginn. Billy (Tommy Lee Jones) hefur að sama skapi aldrei séð dóttur sína og partur af því sem er svo heillandi við Fljótarottuna er hvernig þau kynnast smám saman. Jonsy hefði getað verið vinur Stikilsberja- Finns. Hún er kjaftfor, ævintýra- gjörn og bráðskemmtileg. Billy er aftur þungur á brún, einrænn og kaldur en bráðnar fljótlega í samvistum við dótturina. I stað þess að verða væmin tekur myndin á sig svip þrillersins þegar Doc (Brian Dennehy) kem- ur til sögunnar. Hann girnist peninga Billys og það hefst elt- ingaleikur upp og niður Miss- issippi. Fljótarottan er lítil og ódýr mynd, meinlaus og vel gerð í alla staði en með heldur snubbóttum endi. Rickman tekst ekki að halda spennu út alla myndina en honum tekst þeim mun betur með sam- band feðginanna. Þetta er fyrsta myndin sem hann leikstýrir þó hann hafi komið nálægt kvik- myndagerð áður því hann skrifaði handritið að Dóttur kolanámu- mannsins. Martha Plimpton er senuþjófur- inn í hlutverki Jonsy, Tommy Lee Jones bætir litlu nýju við feril sinn í hlutverki Billys, sem er enginn glæpamaður í eðli sínu, og Brian Dennehy sem skálkurinn Doc tekst að vera viðkunnanlegur og næstum elskulegur í hlutverki sínu um leið og hann beinir byssu að feðginunum. hreindýr „Ame Treholt er mesti föður- landssvikari Noregs, síðan Qvisling var uppi,“ sagði einn af hershöfð- ingjum Norðmanna fyrir nokkrum mánuðum, „og skaðinn sem hann hefur valdið á sviði vamarmála er í sumum tilvikum svo mikill að það mun taka langan tíma og kosta mikið fé að bæta úr og í sumum tilvikum er það varla hægt! Veijendur Treholts og vinir, sem sumir eru áhrifamiklir, hafa ekki getað hmndið þessum hörðu orðum, eða fengið þau dæmd ómerk. Þeir hafa þó haldið uppi málþófi og útúr- snúningum og reynt að afsaka gerðir hans. I vor hafði Treholt ráðgert að flýja úr fangelsi og hefði það sennilega tekist ef einn af kunn- ingjum hans hefði ekki komið upp um ráðabmggið. Treholt varð þá í skyndi fluttur í annað og traustara fangelsi. Fullvíst er að flóttaáætlun hans mun síst bæta málstað hans. ☆ Sjóeldi hér í Noregi færist mjög í vöxt, en segja má að það hafi hafist fyrir alvöm kringum 1970. Nú á svo að heita að leyfi þurfí til að byija á sjóeldi. Ymsir aðilar hafa þó ráðist í það í smáum og stómm stíl án fullnægjandi leyfa. Fram- leiðsla á fiski í sjókvíum og flotþróm er nú talin meiri en þorskafli lands- manna, sem farið hefur minnkandi. Blikur á lofti em þó miklar í fisk- eldismálum. Aukið framboð af laxi veldur verðfalli og alvarlegir fisk- sjúkdómar heija æ meir á laxinn. í slíkum tilvikum er þá oft eina ráðið að skera niður og slátra öllum fiski, sótthreinsa, eða flytja til ann- arra staða. ☆ Þegar þetta er ritað hafa alls 7 farist við jökulinn Jostedalsbre og Svartisen. Fimm þeirra voru erlend- ir ferðamenn, sem lentu undir snjóflóði við Jostedalsjökulinn. Slys sem þessi em mjög sjaldgæf. Nú em jöklar þó taldir hættulegri en áður, og ferðamenn virða að vett- ugi aðvörunarskilti, meira að segja þótt þau séu á þrem tungumálum! ☆ Fífldjarfir fallhlífamenn hafa Jöklaferðir í Noregi verða sífellt hættulegri. Myndin er frá skrið- jökli við Jostedatsjökul. Geislavirkni í hreindýrakjöti er nú svo mikil um miðhluta Noregs að kjötið verður ekki notað til manneldis. síðustu árin kastað sé fram af fjall- inu Trollveggen í Romsdal og látið sig svífa niður á sléttlendið fyrir neðan. Sumir þeirra hafa beðið bana eða slasast þegar vindhviður hafa feykt þeim á berghamrana. Fyrir nokkmm missemm lét erlendur ferðamaður lífið af þeim sökum. Eiginkona hans, sem varð sjónar- vottur að slysinu, stökk nokkru síðar út frá fjallinu, en kom heilu og höldnu niður. Norðmenn hafa nú bannað með lögum fallhlífarstökk þarna, en er- fitt getur verið að bjarga fólki, sem lent hefur á bergsyllum. Mikil slysa- hætta fylgir björgunarstörfum, þar eð vindsúgurinn frá þyrlum björg- unarmanna losar oft lausagijót úr fjallinu. Lögregla fylgist nú með fólki á þessum slóðum og strang- lega er bannað að vera með sér fallhlíðabúnað í nágrenninu. ☆ Geislavirkni í hreindýrum og sauðfé um miðhluta Noregs er nú svo mikil, að kjöt af þessum dýmm verður ekki notað til manneldis. Geislavirkni í urriða og öðmm fiski á sömu slóðum er einnig mikil. Geislavirkni þessi stafar frá at- burðunum í Chernobyl sl. vor. Samkvæmt mælingum sérfróðra manna er geislavirknin milli 20.000 og 50.000 beequerel cesium í hverju kílói af hreindýrakjöti en allmiklu minni í kindakjöti. Norðmenn setja hættumörkki við 600 becq. Geisla- virkni í gróðri þeim sem hreindýr éta er mikil og fer vaxandi, og því ástandið ekki gott. Ekki er ákveðið hvað gera skal við kjöt af sláturdýr- um, sem ekki verður neyzluvara. Bændur munu hinsvegar fá tjónið bætt frá því opinbera. ☆ Síðastliðið vor komu hingað skæmliðaforingjar frá Afghanistan og auk þess óbreyttir borgarar til Oslo. Með þeim var Sovétmaður sem verið hafði í sovéska innnrásar- hernum, en gerst liðhlaupi. Þetta fólk tók þátt í vitnaleiðslu um ástandið í Afghanistan. Það hafði ófagrar sögur að segja af grimmd- arhernaði Sovétmanna í landinu. Ekki er nóg með það að þeir varpi sprengjum og eiturefnum á þotq) og bæi, heldur er síðan farið með skriðdreka yfir húsarústirnar og ei skeytt um þótt börn eða hrum gam- almenni kunni að vera þar. Ástandið hefur farið mjög versnandi, eftir að hinn tungulipri Gorbachev settist á valdastól í Kreml. Einum skæmliðaforingjanna var boðið til Bergen, þar sem hann heimsótt meðal annars gagnfræða- skóla. Honum var vel fagnað af nemendum, en fólk í Bergen hefir reyndar áður veitt skæmliðum stuðning með því að safna fjármun- um til matvæla- og vopnakaupa. „Gleymið okkur ekki, og baráttu okkar fyrir fijálsu og óháðu Afgh- anistan,“ sagði skæruliðaforinginn, og bætti við „okkur vanhagar nú mest um matvæli og loftvarnar- byssur til að skjóta niður þyrlur óvinarins, en önnur vopn tökum við frá andstæðingunum." Norðmenn hafa síðustu árin sent lækna og sjúkraliða inn í Afghanist- an, til héraðs þar sem skæruliðar em vel vopnaðir, og harðir bardaga- menn. Þeir hafa að mestu fengið að vera í friði, að því undanskildu að þyrlur Sovétmanna hafa gert árásir á matvælageymslur og eyði- lagt akra og ávaxtagarða. Norð- menn sem komu heim frá þessum slóðum vom sjónarvottar að því þegar sovéskar þyrlur skutu eld- flaugum á varnarlítil þoiq) og á friðsamt fólk á ökrum úti. Loforðum Sovétmanna um að þeir vilji draga sveitir sínar á brott frá landinu trúa sjúkraliðarnir ekki, heldur telja þeir, að hér sé um að ræða blekkingavef frá herranum í Kreml. EG Alþýðubandalagið: Ofteknir vextir verði endurgreiddir ÞINGFLOKKUR Alþýðubanda- lagsins samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum 20. ágúst sl. Þingflokkur Alþýðubandalagsins vekur athygli á því að Seðlabanki íslands hefur viðurkennt að greið- endur innheimtuskuldabréfa hafi greitt hærri vexti af skuldum sínum en leyfilegt var allt frá því í ágúst 1984, þegar rikisstjórnin hleypti svokölluðu vaxtafrelsi af stað. Alþýðubandalagið krefst þess að þeir viðskiptabankar sem tekið hafa of háa vexti, endurgreiði þá tafar- laust og bendir á sjóði Seðlabankans í því skyni, svo og gróða viðskipta- bankanna. Alþýðubandalagið telur óþolandi að það fólk, sem er að beijast við að koma yfir sig hús- næði beri milljónaskaða af rangri stjómarstefnu og vanrækslu Seðla- bankans við að auglýsa hæstu lögleyfðu vexti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.