Morgunblaðið - 22.08.1986, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986
Forsætisráðherra Súdan:
Leitum friðsam-
legrar lausnar
— þrátt fyrir árás uppreisnarmanna
Karthoum, AP.
FORSÆTISRÁÐHERRA Súdan, Sadek El-Mahdi, sagði á blaða-
mannafundi í gær að byltingin í suðurhluta landsins væri „hreyfing
hryðjuverkamanna", en hét þvi þó að hann myndi reyna að finna
friðsamlega lausn á deilunni þrátt fyrir ákvörðun stjórnar sinnar
um að hætta viðræðum við uppreisnarmenn.
El-Mahdi sagði það sanna að saman mílli Garangs og stjómar-
Frelsisher Súdan (SPLA) væri
hreyfíng hryðjuverkamanna að fé-
lagar í honum hefðu skotið niður
súdanska farþegaflugvél á laugar-
dag: „Þetta eru hryðjuverkamenn
með óljós markmið, sem þeir ætla
að ná fram með ofbeldi."
Þrátt fyrir að vélin hefði verið
skotin niður, bætti El-Mahdi við,
„ætlum við að reyna að finna
pólitíska lausn til að stilla til friðar".
Þetta voru fyrstu opinberu um-
mæli forsætisráðherrans um árás-
ina á flugvélina á laugardag. Þá
skutu uppreisnarmenn undir for-
ystu John Garang, fyrrum yfír-
manns í súdanska heraum, niður
tvíhreyfla Fokker Friendship-flug-
vél í flugtaki á flugvellinum í
Malakal, sem er um 750 km suður
af Khartoum, höfuðborg Súdan. 57
farþegar og þriggja manna áhöfn
var um borð og létu allir lífíð.
Frelsisher Súdan lýsti þegar
ábyrgð á verknaðinum á hendur sér
í útvarpi sínu og var hótað að skjóta
niður allar flugvélar sem flygju yfír
yfirráðasvæði uppreisnarmanna.
Mohammed Tewfík, upplýsinga-
ráðherra Súdan, sagði í útvarpi á
þriðjudag að árásin hefði leyst yfír-
völd undan allri skuldbindingu til
viðræðna við uppreisnarmenn.
Ahmed sagði í viðtali, sem birtist í
gær, að stjómin virti að vettugi
viðvaranir Frelsishers Súdan til
borgarbúa um að flýja fjórar stórar
borgir í suðurhluta landsins til að
verða ekki fyrir yfírvofandi árás.
Malakal er meðal þessara borga.
El-Mahdi kvaðst á blaðamanna-
fundinum hissa á árásinni á laugar-
dag þrátt fyrir hótanir Frelsishers
Súdan um að grípa til slíkra að-
gerða. Sagði hann að dregið hefði
V estur-Þýskaland:
Þrír hryðju-
verkamenn
handteknir
Karlsruhe, AP.
VESTUR-ÞÝSK yfirvöld lýstu
yfir því i gær að þrír menn, sem
talið er að séu félagar í Rauðu
herdeildinni (RAF), hefðu verið
handteknir.
Hans Jurgen Förster, talsmaður
yfírsaksóknara, sagði að þremenn-
ingarair væri grunaðir um aðild að
sprengingu í lögreglustöð 11. ágúst.
Loftskeytatum skaddaðist í spreng-
ingunni en engan sakaði.
Sagði Förster að Norbert Hof-
meier og Barbara Perau hefðu verið
handtekin á miðvikudag og Thomas
Karl-Heinz Thomeme 15. ágúst.
Sagði hann að handtaka Eva-
Sybille Haule-Frimpong, eftirlýsts
hryðjuverkamanns úr RAF, og
tveggja samverkamanna hryðju-
verkasamtakanna 2. ágúst hefði
leitt til þess að þremenningamir
voru handteknir.
Þau búa þrjú í Duisburg og að
sögn Försters leitaði lögregla í íbúð
þeirra aðeins tveimur dögum eftir
sprengjuárásina. Fundust þá afrit
af bréfínu, sem skilið var eftir til
að lýsa yfír ábyrgð á verknaðinum.
innar í viðræðum undanfarið og
ágreiningurinn hefði verið orðinn
lítill. El-Mahdi vísaði til fundar síns
og Garangs i Addis Ababa, höfuð-
borg Eþíópíu, fyrir þremur vikum
og viðræðna sem fylgdu, milli SPLA
og erindreka stjómarinnar.
Frelsisher Súdan hefur lýst því
yfír að hann ráði yfír mestum hluta
sveitanna umhverfís borgimar íjór-
ar í suðurhluta landsins. Stjóm
Súdan ræður aftur á móti yfír öllum
flugvöllum á svæðinu og segir El-
Mahdi að haldið hafí verið áfram
að. fljúga til og frá flugvellinum í
Malakal síðan á laugardag.
El-Mahdi sagði einnig á blaða-
mannafundinum að Sovétmenn
hefðu samþykkt að auka gagn-
kvæm tengsl við Súdan, þ. á m.
ætluðu Sovétmenn að hjálpa til við
að gera upp sjúkrahús og rannsókn-
arstofur í dýralækningum, sem þeir
reistu fyrir tveimur áratugum.
Suður-Afríka:
Símamynd/AP
Benigno Aquino minnst
Forsetí Filippseyja, Corazon Aquino, afhjúpaði S gær hellu úr
graníti í Manila til minningar um mann hennar, Benigno Aqu-
ino. Hellunni var komið fyrir á þeim stað á flugvelli borgarinnar,
þar sem Benigno var myrtur, en það var 21. ágúst 1983.
GENGI
GJALDMIÐLA
London, AP.
Bandaríkjadalur hækkaði í
verði á gjaldeyrismörkuðum í
Evrópu, en sérfræðingar segja
lækkun forvaxta í Bandaríkjun-
um hafa lítil áhrif haft á gengi
dalsins. Gullúnsan hækkaði í
verði um 6 dollara.
Sérfræðingar segja stöðuna á
gjaldeyrismarkaði óljósa og ill-
mögulegt að átta sig á hvert
stefnir. Búist er við breytingum á
gengi gjaldmiðla ef forvextir lækka
einnig í Japan og Vestur-Þýzka-
landi, eins og búist er við.
Dalurinn hækkaði gagnvart
sterlingspundinu, sem kostaði
1,4970 dali miðað við 1,5045 á
miðvikudag. Annars var gengi
dalsins á þann veg að fyrir hann
fengust:
2,0480 vestur-þýzk mörk
(2,0487)
1,6485 svissneskir fí’ankar
(1,6477)
6,7095 franskir frankar (6,6875)
2,3080 hollenzk gyllini (2,3110)
1.413,00 ítalskar lírur
(1.410,50)
1,3915 kanadískir dalir (1,3905)
í Japan lækkaði dalurinn úr
153,05 í 153,03 jen og í London
var hann skráður á 153,30 jen.
Gullúnsan hækkaði úr 377,50
dollurum í 384 í London og úr
377,50 í 383 í Zurich.
Stj órnarsinnar beina
spjótum sínum að Tutu
Jóhannesarborg, AP.
ANDRIES Treurnicht, formaður suður-afríska íhaldsflokksins, sem
langt er tíl hægri í stjómmálum, sagði í gær að ekki mættí láta
viðgangast að Desmond Tutu biskup héldi áfram að hvetja tíl efna-
hagslegra refsiaðgerða gegn Suður-Afriku. í blaðinu Civilian, sem
styður stjóra hvita minnihlutans, var Tutu kveðinn niður og lfkt við
„trúarlega poppstjörnu.
Tutu kom í gær til Suður-Afríku
úr ferð til Japan, Kína og Jamaica.
Á ferðalagi sínu hvatti biskupinn
til þess að gripið yrði til refsiað-
gerða vegna kynþáttaaðskilnaðar-
stefnu stjómarinnar.
„í öllum öðmm ríkjum væri litið
á athafnir og yfírlýsingar Tutus
sem landráð. Það þarf strax að taka
á máli þessu," sagði Treumicht og
sakaði stjómina um linkind í við-
skiptum sínum við nóbelsverðlauna-
hafann.
Pietie du Plessis, vinnumálaráð-
herra, veitti Tutu vinsamlega
viðvömn, eins og hann orðaði það,
um að krafa Tutus um refsiaðgerð-
ir væm ekki aðeins „eftiahagsleg
skemmdarverk, heldur jöðmðu við
landráð".
Tutu verður vígður erkibiskup
Höfðaborgar 7. september og hefur
boðið ýmsum háttsettum stjóm-
málamönnum, skemmtikröftum og
talsmönnum mannréttinda til að
vera viðstaddir athöfíiina.
í leiðara blaðsins Civilian sagði
að greinilegt væri að Tutu ætlaði
sér að hagnast á kirkjulegum frama
sínum og var þar tekið fram að á
gestalistanum væm margir harðir
gagnrýnendur á stefnu suður-
afrísku stjómarinnar.
í blaðinu stóð að skemmtikraft-
amir — þeirra á meðal söngvarinn
Stevie Wonder og leikarinn Bill
Cosby — ættu „álíka mikið erindi
til vígslu hans og karlinn í tungl-
inu“.
„Það er deiluefni hvort stjómin
eigi að virða hann vettugi eða lög-
sælq'a hann og gera hann þannig
að píslarvætti í ofanálag. En eitt
er víst: Enginn er stærri þymir í
augum Suður-Afríkumanna, en
þessi kirkjunnar maður, sem stikar
um heiminn lfkt og trúarleg popp-
stjama," sagði í niðurlagi leiðarans.
Ritstjórar suður-afrískra dag-
blaða birtu í gær fyrsta sinni fréttir
af aðgerðum lögreglu síðan neyðar-
lögin vom sett 16. júní. í blaðinu
Cape Times var það rakið, sem
gerst hefur undanfama tvo mánuði
og dagblöðin þorðu ekki að birta
vegna ákvæða um ritskoðun í neyð-
arlögunum.
Ástæðan fyrir þessari breytingu
er sú að stjómin viðurkenndi fyrir
rétti á miðvikudag að tvö ákvæði
neyðarlaganna um fjölmiðla hefðu
ekki verið kunngerð með réttum
hætti og væm því ógild.
Svíþjóð:
„Sneru sér á hina hliðina
og héldu áfram að sofa“
— segir formaður Palme-nefndarinnar um við-
brögð margra ráðamanna við morðinu á Palme
Stokkhólmi, AP.
HÁTTSETTIR menn í stjórnkerfinu voru látnir vita allt of seint um
morðið á Olof Palme, forsætisráðherra, og þegar þeir höfðu fengið
að vita það „sneru margir sér á hina hliðina og héldu áfram að
sofa“. Formaður Palme-nefndarinnar tók þannig tíl orða í gær i
viðtali við sænskt dagblað.
Per-Erik Nilsson, ármaður
sænska þingsins í dómsmálum og
formaður Palme-nefndarinnar,
sagði í viðtali við Stokkhólmsblaðið
Dagens Nyheter, að ástæða væri
til að hafa miklar áhyggjur af
öryggis- og vamarviðbúnaði þjóðar-
innar á hættustund, hvort sem
styijöld steðjaði að eða önnur vá.
Það hefði sýnt sig best í viðbrögðum
lykilmanna við morðinu á Olof
Palme.
„Næstum allir þessara ráðmanna
tóku það sem sjálfsagðan hlut, að
morðið á Palme væri einangraður
atburður," sagði Nilsson, „þótt það
hefði eins getað verið liður í atlögu
hryðjuverkamanna að allri ríkis-
stjóminni eða undanfari innrásar í
Svíþjóð."
Nilsson kvaðst sjalfur hafa heyrt
fréttimar fyrst í útvarpinu, tveimur
stundum eftir að Palme var myrt-
ur, og hann sagði, að ekki hefði
náðst í Karl Gústaf, konung, Lenn-
art Ljung, yfirmann sænska hersins
eða Hans Holmer, yfírlögreglu-
stjóra í Stokkhólmi, fyrr en nokkr-
um stundum síðar.
Sagði Nilsson, að margir emb-
ættismenn, sem fengu fljótt að vita
um morðið, hefðu átt „að sýna
meiri árvekni". „Það sem í raun
gerðist var að þeir snera sér á hina
hliðna og héldu áfram að sofa eftir
að nætursvefn þeirra hafði verið
traflaður með þessum tíðindum."
í viðtalinu viðDagens Nyheter
lagði Nilsson áherslu á, að hann
væri aðeins að tala frá eigin bijósti
en ekki allrar Palme-nefndarinnar,
sem á að skila lokaskýrslu um rann-
sóknina snemma næsta árs. Til
þessa hefur nefndin alls rætt við
60 háttsetta menn í stjómkerfínu,
her og lögreglu.
„Mér fannst það strax af viðræð-
unum við þessa menn, að þeir hefðu
aldrei trúað að neitt þessu líkt
gæti gerst í Svíþjóð. Sú spuming
hefur því vaknað hjá mér hvort
afstaða okkar mótist ekki af tómum
bamaskap, þrátt fyrir allar áætlan-
irnar um hvemig bregðast skuli við
á hættustund," sagði Nilsson.
í viðtalinu sagði Nilsson það sína
skoðun, að allir helstu ráðamenn
þjóðarinnar ættu alltaf að hafa á