Morgunblaðið - 22.08.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986
21
Komið upp um eiturlyfjahring í Bandaríkjunum:
Velti 40 millj.
í viku hverri
New York, AP.
LOGREGLA hefur komið upp um eiturlyfjasmyglhring, sem seldi
eiturlyf fyrir jafnvirði 40 milljóna íslenskra króna á gðtum New
York í viku hverri. Fimm Israelsmenn, sem fluttu til Bandaríkjanna
fyrir nokkrum árum, eru í haldi lögreglunnar vegna þessa máls og
búist er við fleiri handtökum á næstunni.
Rannsókn málsins hefur staðið
yfir undangengna 13 mánuði og
segir lögreglan að dulbúnir lög-
reglumenn, sem mælt geta á
hebreska tungu, hafí keyj)t eiturlyf
af þrjótunum fyrir um fimm milljón-
ir króna á þessu tímabili.
Eiturlyfin, heróin og kókaín, voru
framleidd í Tryklandi og Austur-
löndum §ær. Fór einhver Israels-
mannanna til Amsterdam í viku
hverri og flutti með sér eiturlyf
fyrir íjórar milljónir króna, Vio þess
sem fékkst fyrir þau á götum borg-
arinnar. Miklum hluta af efnunum
var smyglað inn til Bandaríkjanna
í venjulegum farangri.
Hinir handteknu voru mjög var-
kárir og lifðu ekki hátt þrátt fyrir
að þeir hefðu mikla peninga undir
höndum. Þeir voru allir á skrám
lögreglunnar í ísrael og Banda-
ríkjunum fyrir rán, árásir og eitur-
lyfjasölu.
Reagan vill bann
við langdræg-
um eldflaugum
Washinglon, AP. ^
RONALD REAGAN Bandaríkjaforseti lagði til í síðasta mánuði að
Bandaríkjamenn og Sovétmenn semdu um að banna langdrægar
eldflaugar og skiptust á upplýsingum um rannsókir á geimvörnum
gegn slikum eldflaugum.
Þetta er haft eftir ónafngreind-
um embættismönnum í bandaríska
dagblaðinu The Wall Street Journal
í gær.
Samkvæmt frétt blaðsins kom
Reagan tillögunni á framfæri í bréfi
til Mikhails Gorbachev, formanns
sovéska kommúnistaflokksins dag-
settu 25. júlí sL, en einn helsti
sérfræðingur Sovétmanna í af-
vopnunarmálum fordæmdi hana í
viðræðum fulltrúa risaveldanna í
Moskvu fyrir skemmstu.
í The Wall Street Journal segir
að tillagan hafí komið ráðgjöfum
Reagans í afvopnunarmálum og
sovéskum sérfræðingum á óvart og
geti truflað þær viðræður sem nú
standa yfir um minni niðurskurð
vopna.
Þessa óvenjulegu tvíþættu tillaga
má rekja til Reagans sjálfs að sögn
blaðsins. í fréttinni segir að Reagan
hafi hvatt til þess að rannsóknum
og tilraunum með langdrægar eld-
flaugar yrði haldið áfram næstu
fimm ár. Þá mundu fulltrúar stór-
veldanna setjast að samningaborð-
inu til að komast að samkomulagi
um að fjarlægja allar langdrægar
eldflaugar og skiptast á upplýsing-
um um rannsóknir á geimvömum
gegn þeim. Ef ekkert samkomulag
næðist yrði báðum aðiljum heimilað
að hefjast handa við að koma fyrir
varnarkerfum í geimnum með sex
mánaða fyrirvara.
Grænland:
Misheppnuð
tilraunaveiði
Frá Nils J. Bruun, fréttaritara
Morgunblaðsins á Grænlandi.
TILRAUNAVEIÐAR við vestur-
strönd Grænlands á hörpudiski
hafa gengið mjög illa í sumar.
Grænlenska heimastjómin leigði
færeyskt skip, Nordheim, til veið-
anna, sem stundaðar hafa verið á
tvennum grálúðumiðum. Tilrauna-
veiðunum verður því hætt á þessum
svæðum. Vonir eru hinsvegar enn
bundnar við veiðar á hörpudiski þar
sem grynnra er, en þar má veiða
um 3.000 tonn af hörpudiski.
Morðstaðurinn í Stokkhólmi. Hér eru lögreglumenn að setja at-
burðinn á svið vegna rannsóknarinnar.
sér vasaviðtæki til að unnt reyndist
að ná í þá. Nefndi hann sem dæmi,
að ekki hefði tekist að ná í konung-
inn, sem væri vissulega valdalaus,
en samt sem áður einingartákn
þjóðarinnar, vegna þess að hann
hafði látið breyta símanúmerinu í
skíðaskálanum sínum í Norður-
Svíþjóð. Þegar Palme var myrtur
var Hans Holmer, yfirlögreglu-
stjóri, á leið til Dalecarlia, þar sem
hann ætlaði að taka þátt í skíða-
göngu.
„I nokkrar klukkustundir var
leitað að honum án árangurs og
enginn vissi hvar hann ætlaði að
hafa næturstað," sagði Nilsson.
Nilsson sagði, að Palme-nefndin
hefði engin afskipti haft af sjálfri
morðrannsókninni, sem sætt hefur
nokkurri gagnrýni, en hún er sögð
vera á mjög viðkvæmu stigi og ein-
hverra tíðinda að vænta bráðlega.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JOSEPH LELYVELD
Kona Kinnocks
í sviðsljósinu
NÝLEGA birtist í dagblaði mynd af Glenys Kinnock, þar sem hún
var að leggja af stað frá Northampton i mótmælagöngu gegn
kjarnorkuvopnum. Fáum dögum síðar var hún sýnd þar sem hún
stóð undir regnhlíf á regnblautum götum Lundúnaborgar í hópi
andstæðinga kynþáttastef nunnar á meðan leiðtogar Samveldisins
sátu á fundi.
Makar stjórnmálamanna
almennt ekki áhugaverðir
Frú Kinnock myndast vel, en
það er aðeins hluti ástæðunn-
ar fyrir því að myndir birtast af
henni sérhverju sinni sem hún
sýnir sig á almannafæri til að
beijast fyrir einhveijum málstað,
sem hún trúir á. Aðalástæðan
fyrir að þessi lestrar stundakenn-
ari er nafntoguð á vettvangi
stjómmálanna er augljóslega sú
að eiginmaður hennar, Neil
Kinnock, er leiðtogi Verkamanna-
flokksins og sem slíkur mögulegur
forsætisráðherra.
Makar stjómmálamanna er al-
mennt ekki áhugaverðir í augum
breskra stjómmálaskýrenda,
nema sem tilefni til skopádeilu.
Denis Thatcher, sem dregið hefur
sig í hlé frá viðskiptum og birtist
öðru hvoru glaðlegur við hlið konu
sinnar, forsætisráðherrans
Margrétar, er sennilega best
þekktur sem skotspónn í bréfa-
dálki háðsrítsins The Private Eye
(Einkaspæjarans). í þessum dálki
spúir þessi tilbúni annar maður
slúðri og fordómum um forsætis-
ráðherrann í Downingstræti 10,
sem er opinbert aðsetur hans.
Þessi bréf eru mikið lcsin, en
spumingarinnar um það hvort
áhrif Denis á eiginkonuna séu
mikil er sjaldnast spurt.
Uppistaðan í slúðrinu í
bresku stjórnmálalífi
Ef ijölskylda Kinnock flytur í
Downingstræti eftir kosningarn-
ar, sem líklega verða haldnar á
næsta ári, er ekki ósennilegt að
skriffinnar Einkaspæjarans verði
önnum kafnir við að spinna upp
bréfaskriftir frú Kinnock. í hönd-
um færs háðsádeiluhöfundar væri
hægt að gera þær yndislega
hrekklausar og bamalegar. En
henni til skapraunar er spurningin
um áhrif hennar á eiginmanninn
ekki álitin jafn mikið út í hött og
spurningin um áhrif Denis Thatc-
her á eiginkonuna. Raunar eru
áhrif hennar á eiginmanninn þeg-
ar uppistaðan í slúðrinu í bresku
stjómmálalífi. Talsmenn Ihalds-
flokksins, sem heldur um stjómar-
taumana, em sérlega gjamir á
að gefa í skyn að Kinnock geti
aðeins gengið visst langt í því að
færa óstýrilátan flokkinn nær
miðju, þannig að hann höfðai til
fleiri kjósenda og möguleiki væri
á að hann kæmist aftur til valda.
„Glenys leyfir honum það
ekki“
Þegar rætt er um hvort leiðtogi
Verkamannaflokksins geti gengið
á bak því loforði sínu að leggja
niður bresk kjamorkuvopn og fyr-
Glenys Kinnock
irskipa að bandarísk kjamorku-
vopn verði á brott af bresku landi,
er það næsta víst að einhver
muni hneggja ánægjulega: „Glen-
ys leyfir honum það ekki."
„Það er eins og fólk haldi að
Neil hafi ekki hugrekki til þess
að standa við sannfæringu sína
án öfgakenndra hugsjóna minna.
Það getur ekki hugsað sér sam-
band byggt á félagsskap," segir
hún í viðtali á heimili sínu í Eal-
ing, miðstéttarúthverfí í Vestur-
Lundúnum. „Það verður svo að
vera að annar aðilinn neyði skoð-
unum sínum upp á hinn. Ég á að
búa yfír einhvers konar djöfullegu
valdi, vera nokkurs konar Lady
Macbeth." Glenys Kinnock, sem
er 41 árs, tveimur ámm yngri en
eiginmaður hennar, sagði að hana
hefði aldrei langað til þess að
vera stjórnmálamaður og hún sæi
sannarlega ekki að hlutverk henn-
ar í stjómmálum væri hlutverk
eiginkonunnar. „Ég er virk,“ seg-
ir hún til þess að skýra nærveru
sína í ýmsum mótmælum. „Ég er
baráttumaður.“
Ólst upp í pólitísku um-
hverfi
Hún ólst upp í mjög pólitísku
andrúmslofti á heimili sínu í Norð-
ur-Wales. Faðir hennar var
járnbrautarstarfsmaður og virkur
verkalýðssinni, sem gerði stefnu
Verkamannaflokksins að uppi-
stöðunni í samræðum yfir matar-
borðinu.
Sú saga er sögð að þegar Glen-
ys Parry hitti Neil Kinnock í fyrsta
vikunni eftir að hún kom í Uni-
versity College í Cardiff, hafí
fyrstu orð hennar verið: „Ert þú
maðurinn frá Sósíalistafélaginu."
Þetta er saga sem hún reynir
ekki að þegja í hel. Þá þegar var
hún orðin félagi í Baráttufylkingu
fyrir kjamorkuafvopnun, sem hún
gekk í 16 ára gömul, og í Verka-
mannaflokknum. Öll sín fullorð-
insár hefur hún tekið þátt í
mótmælum gegn kjamorkuvopn-
um og kynþáttaaðskilnaði. Hún
tók þátt í þeim með Kinnock þeg-
ar hann var formaður Sósíalista-
félagsins í háskólanum í Cardiff
og hún var ritari félagsins.
Erum til vinstri við flokk-
inn
. „Við vorum vinstri sinnuð,“
segir hún. Eftir augnabliksum-
hugsun bætir hún við: „Og ennþá
erum við til vinstri við flokkinn."
Nýjasti málstaðurinn sem hún
hefur hafið afskipti af, er hópur
sem nefnir sig One World (Ein
veröld). Hópurinn reynir að beita
áhrifum sínum til þess að aðstoð
við þróunarlöndin verði aukin.
Einnig vill hópurinn að sala á
hergögnum til þriðja heimsins
verði stöðvuð, þar sem það minnki
möguleika ríkja í þessum heims-
hluta á að brauðfæða sig.
Hugmyndir eins og vandi mann-
kynsins eru ekki innantómar að
hennar mati. Þama er um sið-
ferðilega skyldu að ræða, sem,
að hennar mati, margir breskir
kjósendur vilja að stjóm sín bregð-
ist við. Alveg eins og það er henni
fyrirmunað að senda tvö börn sín,
sem eru á táningaaldri, til einka-
læknis eða í einkaskóla, getur hún
ekki hætt stuðningi sínum við
baráttuna fyrir kjamorkuafvopn-
un. Það að bandarískar kjarn-
orkueldflaugar verði á brott af
bresku landi eftir að ríkisstjóm
undir forsæti Kinnocks tekur völd,
er ekki fjarlægt takmark, heldur
veruleiki innan seilingar.
Ekki ókostur að vera kona
í stjórnmálum
„Það mun verða góður dagur.
Ég þarf þá ekki framar að fara
til Greenham Common til þess að
mótmæla,“ segir hún og vísar þar
til herstöðvarinnar 80 kílómetra
vestur af Lundúnum, þar sem
bandarískum stýriflaugum var
komið fyrir árið 1983. Hún bend-
ir á að Sovétríkin muni miða
SS-20 eldflaugum sínum á Bret-
land, þar til bandarísku flaugarn-
ar hafa verið fjarlægðar.
Hún er kvenréttindakona, en
myndi augljóslega ekki harma það
að sjá frægðarsól mesta kven-
stjómmálamanns, sem litið hefur
dagsins ljós á Bretlandseyjum
hníga til viðar. „Ég man aðeins
eftir einu sem hún hefur gert fyr-
ir konur,“ segir hún um Thatcher,
„og það er að sanna að það að
vera kona er ekki ókostur í stjórn-
málum.“
(Þýtt og endursagt úr The
International Herald Tri-
bune)