Morgunblaðið - 22.08.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.08.1986, Blaðsíða 48
SEM wml SEGÐU RNARHÓLL ÞEGAR ÞU EERÐ ÚTAÐ BORÐA -----SÍMI18833------ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Kópavogur, Hafnar- fjörður, Garðabær og Neskaupstaður: Engar áfengis- útsölur á næsta ári EKKI er útlit fyrir að Áfengis- og- tóbaksverslun rikisins opni áfengisútsölur á næsta ári í þeim fjórum kaupstöðum sem þess hafa óskað að undanförnu. Meirihluti kosningabærra manna í Neskaupstað, Kópavogi, Hafnar- firði og Garðabæ samþykkti opnun t áfengisútsölu í almennri atkvæða- greiðslu fyrr á þessu ári og í framhaldi af því óskuðu bæjar- stjómimar eftir að fá áfengisútsöl- ur. Fjármálaráðuneytið hefur nú sent bæjarstjómunum svarbréf þar sem segir að ekki sé gert ráð fyrir því í fjárhagstillögum fyrir árið 1987 að opnaðar verði áfengisútsöl- ur á þessum stöðum. Því er hinsveg- ar lýst yfir að beiðnir bæjarfélag- anna verði teknar til athugunar við fjárlagagerð fyrir árið 1988. Þór Oddgeirsson staðgengill for- r stjóra ÁTVR og Lárus Ögmundsson deiidarstjóri f fjármálaráðuneytinu sögðu að þó málið yrði tekið upp við íjárlagagerð fyrir árið 1988 væri ekki þar með sagt að útsölur yrðu opnaðar á öllum þessum stöð- um þá. Lárus sagði að það vantaði tilfinnanlega leiðbeiningu fyrir ríkisvaldið um hvenær ætti að opna nýjar útsölur og hvenær ekki. Hann sagði að sumir túlkuðu niðurstöður atkvæðagreiðslu um opnun áfengis- útsölu sem skyldu ÁTVR til að opna þar útsölu. Áfengisverslunin undirbýr nú opnun á tveim nýjum áfengisútsöl- um í Reykjavík, í Kringlunni og Mjóddinni. Talið er ólíklegt að til k viðbótar þessum útsölum sem þegar hafa verið ákveðnar verði opnaðar útsölur í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ. Það bíður hins vegar seinni tíma að taka ákvörðun um það hvort og þá í hvaða bæjarfélagi af þessum þremur opnuð verði áfengisútsala á árinu 1988 eða síðar. MorgunblaðM/Slmamynd/Þorkell / OPINBERRIHEIMSOKN A ESKIFIRÐI Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, kom til Eskifjarðar í gær í opinbera heimsókn í tilefni af 200 ára afmæli staðarins. Á myndinni spjallar hún við fulltrúa yngri kynslóðarinnar. Verið er að gera heimildamynd um hátíðina og spurði Andrea Ásbjörns- dóttir forsetann einnar spumingar: „Finnst þér gaman að koma til Eskifjarðar?" Svarið var stutt og laggott: „Já, nyög.“ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hart barist í landsleik íslands og Sviss, sem lauk með sigri Sviss, 3:1. Sjá nánar á bls. 47. Framkvæmdastj óri VSÍ um Hafnarfjarðarsamningana: Skattpeningar nýttir til stefnumörkunar „ÞAÐ er ærið öfugsnúið þegar hið opinbera notar skattpening- ana til að vera stefnumarkandi í launamálum og það vekur vissu- lega áhyggjur hvemig hið opinbera gengur á undan með launahækkanir,** sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambands Islands, um nýgerðan samning fjögurra verkalýðsfélaga í Hafn- arfirði við bæjarfélagið. Sam- kvæmt þeim samningi fá á annað hundrað starfsmenn bæjarins um 10% kauphækkun frá 1. ágúst sl. umfram heildarsamning ASÍ og samtaka vinnuveitenda frá S febrúar sl. „Þessi samningur er enn eitt dæmið um að sveitarfélögin eru að semja um verulegar launahækkanir umfram það sem hefur verið að gerast á launamarkaði í landinu," sagði Þórarinn. „Þær upplýsingar, Aðgerðir lögreglunnar í Reykjavík í ágústmánuði: 45 ökumenn í blóðtöku og 656 kærur vegna umferðalagabrota LÖGREGLAN í Iteykjavík hefur það sem af er ágústmánuði fært 45 ökumenn til blóðtöku vegna meintrar ölvunar við akstur. Alls hefur lögreglan í Reykjavík tekið 630 ökumenn vegna ölvunar- aksturs það sem af er árinu. Þessar upplýsingar komu fram er Óskar Olason, yfirlögregluþjónn umferðardeildar, var spurður um árangur þeirrar könnunar sem lögreglan hefur að undan- förnu verið að vinna að varðandi ölvunarakstur og ökuhraða. Að sögn Óskars hefur lögreglan í Reykjavík gefíð það sem af er ágústmánuði 656 skýrslur um ýmis umferðarbrot og eru þá ekki taldar kærur fyrir stöðubrot. „Tvær helgar í þessum mánuði, aðfaranótt laugardags og sunnu- dags, fóru fram sérstakar kann- anir varðandi meinta ölvun við akstur," sagði Óskar. „Stöðvaðir voru 3.012 ökumenn og reyndist ástæða til að færa 45 ökumenn til blóðtöku. Það var nýmæli í sambandi við blóðtökumar að nú voru ökumennimir færðir á lög- reglustöðina, en áður var farið með þá á slysadeild Borgarspítal- ans. Læknar frá slysadeiid voru í sérstöku læknaherbergi sem hér er á stöðinni og þar fór blóðtakan fram. Þetta er í mfnum augum mikið framfaraspor, að þurfa ekki að fara með borgarana á slysa- deild, þar sem fullt er af fólki í alls konar meðferð, heldur getum við sinnt þessu hér,“ sagði Óskar. „Fjórir lögreglumenn í tveimur bifreiðum hafa sinnt hraðamæl- ingum sérstaklega og hafa þeir mælt ökuhraða 9.713 vélknúinna ökutækja. Kærðir hafa verið 354 ökumenn og 1.272 áminntir," sagði Óskar. Hann sagði að við þessa athugun hefði komið fram, að á götum þar sem leyfður öku- hraði er 50 kílómetrar, reyndist 1.591 ökumaður aka talsvert und- ir leyfðum hraða við bestu aðstæður, og var hraði þessara ökumanna frá 30 til 48 km á klukkustund. Á götum þar sem leyfður ökuhraði er 60 kílómetrar mældust 3.214 ökumenn aka und- ir leyfðum hraða, eða á hraða frá 40 til 58 km. „Þetta er athyglisvert að mínum dómi,“ sagði Óskar, „því þarna kemur í ljós að stór hópur manna ekur við bestu skilyrði undir leyfðum hraða, sem aftur hefur í för með sér hættu á frammúrakstri." sem við höfum, benda til að launa- þróun hjá hinu opinbera — ríki og sveitarfélögum — hafí almennt ver- ið all verulega umfram það sem hefur verið að gerast á almennum vinnumarkaði og talsvert miklu meiri en gera mátti ráð fyrir í kjöl- far heildarsamninganna í febrúar." Gunnar Rafn Sigurbjömsson, bæjarritari í Hafnarfirði, sagði að hann vildi ekki bera á móti því að með þessum samningum væri farið út fyrir ramma „þjóðarsáttarinnar" í febrúar. „Ég er ekki stjómmála- maður og kann ekki reiknisformúl- una sem gerir forystumönnum Dagsbrúnar og Reykjavíkurborgar, svo maður taki dæmi af handahófí, kleift að finna út að miklu hærri samningar sem þeir hafa gert, séu innan markanna," sagði hann. Hann sagði að útreikningar bæj- arsjóðs bentu til, að kostnaðarauki bæjarsjóðs vegna þessa samnings frá 1. ágúst til áramóta væri um 1,3-1,5 milljónir króna og að áæt.l- aður útgjatdaauki vegna nýlegs samnings við Starfsmannafélag Hafnarfjarðarbæjar væri um átta milljónir króna. „Það gildir auðvitað sama lögmál hér í Hafnarfirði og hjá ríkinu og víðar, að útsvars- álagningin reyndist mun drýgri en menn áttu von á. Okkur sýnist til dæmis hér, að útsvarstekjur bæjar- ins á þessu ári verði um ellefu milljónum króna hærri en ráð var fyrir gert.“ Eftir nýgerða samninga Hafnar- fjarðarbæjar við starfsmannafélag bæjarins og verkalýðsfélögin fjögur munu lægstu mánaðarlaun hjá bæj- arstarfsmönnum þar vera um 29 þúsund krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.