Morgunblaðið - 25.11.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.11.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25 NÓVEMBER 1986 Ellert A. Ingimundarson og Bryndís Petra Bragadóttir i hlutverk- um sínum. Þýskaland bak við krómið Leiklist Jóhann Hjálmarsson r Frú Emilia: Mercedes eftir Thomas Brasch. Leikstjórn: Guðjón Pedersen. Lýsing: Agúst Pétursson. Búningar: Anna Jóna Jónsdótt- ir. Þýðing og dramatúrgía: Hafliði Arngrímsson. Frú Emilía er nýtt leikhús (hér á kannski betur við að tala um leikfélag) sem einbeitir sér að því að kynna leikrit eftir merka er- lenda höfunda sem lítt eða ekki eru kunnir hér á landi. Þetta hef- ur mér skilist að væri tilgangur leikfélagsins, að minnsta kosti í bili. Vel hefur tekist til með fyrsta verkefnið sem er Mercedes eftir Þjóðverjann Thomas Brasch (f. 1945). Þetta leikrit vekur til umhugs- unar, er nýtt og ögrandi, fer aðrar slóðir en venjuleg raunsæisleikrit um ástina og velferðina. Leikritið er tilraun til að lýsa ringulreið tilfmninga og samfélags og það er gert með óskipulegri og tilvilj- anakenndri atburðarás. Þau Sakkó og Oi, eins konar Rómeó og Júlía sem er bannað að elsk- ast, svo að stuðst sé við orð höfundarins, hittast á fömum vegi. Hjá honum snýst allt um glæsibíl, tákn velferðarþjóðfélag- ins þýska, sjálfan Mercedes. Hún er óraunverulegn, leitandi stúlka eða skækja. í vímu kynlegs drykkjar ræða þau saman, rifja upp hið liðna, taka á sig ýmis gervi. Maður í bíl verður fómar- lamb þeirra. Eins og óvitandi gerast þau mannræningjar og of- beldisfólk. Leikritið endar þar sem það bytjaði: á þjóðveginum þar sem harkan ræður ríkjum. Endir- inn er í spumarformi eins og byijunin. Mercedes er á mörkum raun- sæisverks og absúrdleikrits. í endurtekningum sínum reynir það á þolrif áhorfandans, en andrúms- loftið er víða skáldlegt án þess að vera beinlínis ljóðrænt. Sýning- in geldur þess að fara fram í kjallara Hlaðvarpans, ætti skilið stórt svið. Thomas Brasch er nógu mikill Þjóðverji til þess að spyija í verki sínu hvert stefnir, samanber ljóð hans sem flutt er í leikritinu og er hluti af því. Upphafið er svona: „Er tími Er fijáls tími Úr öllum áttum ómar / sálmurinn um hinn fijálsa tíma Atvinna og atvinnu- leysi". Það þarf ekki að hafa tilvitnun lengri. Hrein þýsk ljóð- ræna virðist að mestu glatast í eyðingarbúðum síðari heimsstyij- aldar. Við tók samviskubit og stanslaust uppgjör. Eina leiðin til að gleyma var að fara á fullri ferð inn í velferðarríkið. En skáld- in slógust ekki með í þá för. Guðjón Pedersen leikstjóri hef- ur náð töluverðum árangri með þessari sýningu þar sem megin- áherslan er lögð á grimmdina, en ljúfari tónar fá líka að heyrast. Til liðs við hann kemur Ágúst Pétursson með lýsingu sinni sem gegnir sérstöku hlutverki í sýn- ingunni. Bryndís Petra Bragadóttir (Oi) er leikkona sem áður hefur sýnt tilþrif. Mér er hún minnisstæð úr Tartuffe-sýningu Nemendaleik- hússins. Hér lék hún með ágætum, einkum var henni lagið að sveiflast milli angurværðar og illsku, en mannlegri hlýju miðlaði hún þó einna best þrátt fyrir það helvíti sem dregið er upp í leikrit- inu. Ellert A. Ingimundarson (Sakkó) túlkaði vel hið umkomu- lausa unga hörkutól sem er galtómt udir brynjunni. Bestur þótti mér Ellert í þeim atriðum þar sem hann er sýndur sem leik- soppur. Þröstur Guðbjartsson lék Mann í bíl, í senn fortíð og nútíð Þýska- lands. Þetta hlutverk varð mjög lifandi í höndum Þrastar þótt það sé í rauninni ekki annað en klisja frá höfundarins hendi. Hafliði Amgrímsson, þýðandi Mercedes, hefur sent frá sér djarf- lega þýðingu sem stundum orkar tvímælis, frá málvöndunarsjónar- miði, en með það í huga að texti Brasch er skorinorður og sneydd- ur hátíðleik hefur Hafliða tekist að koma honum heilum í höfn. „Galdravefur“ Békmenntir Vigdís Grímsdóttir Tímaþjófurinn Steinunn Sigurðardóttir Útgefandi: Iðunn. Skáldskapurinn er mesta furðu- verk þegar vel til tekst. Og afþvíað skáldskapurínn er furðuverk er hann líka einhverskonar galdur og rithöfundurinn þá galdramaður sem blekkir lesandann uppúr skónum, ruglar hann í ríminu, lætur hann hlæja eða gráta að eigin geðþótta og fær hann stundum beinlínis til að trúa hinu ómögulega eins og því að í einum degi séu þúsund ár eða í sjö árum aðeins ein rótföst tilfmn- ing sem blómstrar hundrað sinnum á hveijum einasta degi. Takist rit- höfundi að leiða lesanda sinn um þennan margslungna blekkingarvef hefur honum um leið tekist sjón- hverfing skáldskaparins. Sagt er að þjáningin sé dýpst allra tilfinninga og í þessari sögu Steinunnar Sigurðardóttur er hún köld og djúp eins og tíminn en hún er líka jafnbjört þeim hundrað dög- um hamingjunnar sem eru drif- krafturinn í lífí aðalpersónunnar Öldu. Alda er engin týpa, enginn fulltrúi ákveðinna eiginleika, hún er margslunginn karakter þótt yfír henni fljúgi mónótónískur ftigl þrá- hyggjunnar sem festir hana í neti ástarinnar en úr því sleppur hún ekki um aldir. Og hún er óvenjuleg afþvíað við rekumst ekki á hana í öðrum íslenskum skáldsögum. I þeim kemur Alda O. Ivarssen til með að eiga sitt sérstaka sæti, kem- ur til með að vera einstæður fáni. En þóað hún sé óvenjuleg i bók- menntunum er hún venjuleg manneskja afþvíað í henni er svo mikill öldugangur að lesandinn hlýt- ur að þekkja í sjálfum sér margar þær öldur sem skolar á land í sög- unni. Alda er ekta, ýkt eins og fólk er flest, léttgeggjuð og dularfull, hreinskiptin og fláráð, egóstelpa á öllum aldri, lítið barn og gömul kona, hallærisleg og smart. Hún er kannski kjaminn í okkur öllum sem við kærum okkur ekkert um að láta aðra sjá hvemig stundum sprengir allt utanaf sér. Það er líka eftilvill þess vegna sem við fýlgj- umst spennt með því hvernig þessi stóra kona tekst á við sjálfa sig, stundum eins og fullkomið fífl svo mann langar að sparka í hana og stundum eins og yndislegur spek- ingur svo mann langar að eiga hana alltaf. Svoleiðis er líka fólk, fífl og spekingar í senn, öfgafullt og ein- falt, kaotískt í höfðinu eins og Alda. Tímaþjófurinn er saga um ástina þótt hún sé engin venjuleg ástar- saga. Alda elskar, elskar mikið, stórt, stíft, ógeðslega en líka fal- lega. Hún hverfur inní sjálfa sig í þessari sögu afþvíað hún fær ekki að eiga þann sem hún vill og stund- um verður hún eins og „fígúra í myndaseríu“j stundum eins íjarlæg og tunglið. Ástin étur þessa konu, ýtir henni inní einmanaleikann sem er sérstakur í sögunni og lífínu af- þvíað hann er bæði tómur og fyndinn og afþvíað hann er bæði sár kvöl og nautn. En hann er ævinlega langur og ferð hans erfið. Hann er „seigvaðin leðja“. Ástin og einmanaleikinn fylgja Öldu hvert á land sem hún fer og í hvaða stór- borg hún dillar sínu bráðskemmti- lega sjálfí. En merkilegt nokk. Hún er hreint ekki ein þótt hún sé ein- mana því hún hlýtur að ná svo sterkum tökum á lesandanum að hann vilji ferðast með henni og taka þátt í öllu. Hann verður jafnvel gripinn þeirri ömurlegu tilfínningu sem Alda er haldin af í sögunni að vita ekki hvaðan á sig stendur veðr- ið. Annars held ég að lesandinn verði fyrst og fremst ástfanginn af Öldu afþvíað hún er sönn. Og hún væri ekki sönn nema afþvíað í þess- ari bók hefur Steinunni tekist að galdra snilldarvel. Tímaþjófurinn er margræð bók og vel ofín. Hver og einn sem les getur valið sér túlkunarleið. Menn kunna að sjá í sögunni afhjúpun á lífí hálffertugra menntakvenna, stéttauppgjör, átök lífs og dauða, einmanaleikann í hnotskurn, mann- inn andspænis tilfínningum sínum, kaotískan nútíma svo eitthvað sé nefnt. Víst er að ýmsar vísbending- Steinunn Sigurðardóttir ar eru í sögunni sem styðja hveija þessara túlkunarleiða. En hvaða leið sem menn nú kjósa að velja sér í þeim efnum komast þeir ekki hjá því að reka augun í andstæður sög- unnar en af þeim er hún full eins og tíminn og Alda sjálf. Þetta er engin tilviljun því í vel ofínni bók eins og þessari eru andstæður hvor- tveggja í senn sláandi og samein- andi. Steinunn fetar ekki braut hefðbundinnar frásagnaraðferðar en kann samt vel að flétta. Hún fléttar saman raunsæisbandi, ein- sog þegar lífíð er að skapi Öldu og _Alda er köld, og kaotískum þræði sem verður til þegar hún ofurselst ástinni og vindur sér framogtilbaka í tímanum, en það gerir hún þegar lífíð hefur svínað á henni og hún ræður ekki við það. Þá er ekkert í föstum skorðum, hvorki lífið né sagan. Á þennan hátt er sagan líka sannfærandi, sameinar ytra og innra. En hitt má ekki gleymast að Iesandinn tapar aldrei þræði. Hann heldur honum fullkomlega hvort sem sagan er raunsæislega sögð eða teygir sig nálægt ljóðinu eða verður ljóð og svo aftur raunsæ og koll af kolli. Lesandinn er alltaf með á nótunum afþvíað sagan hefur trausta byggingu. Og það eru líka andstæður í stflnum sem styrkja bygginguna. Stundum er hann ynd- islega ljóðrænn og stundum skæs- lega langt frá því. Stfllinn er í harmóníu við söguna, fínlegur og grófur í senn. í þessu fínnst mér fáum takast betur til en Steinunni og breytir þá engu við hvaða bók- menntaform hún fæst hveiju sinni. HANASTEL ÁN BAÐRAFOKS Viljirðu halda herlegt hanastélssamkvæmi, heima eða að heiman, en vera laus við áhyggjur og umstang, ættirðu að hafa samband við okkur. Þú velur stað og stund, tilefni boðsins, gestina og brúðina, sé um brúðkaup að ræða. Við sjáum um afganginn, mætum á staðinn með gómsæta hanastélsrétti og gætum þess að gestgjafinn hafi tóm til að viðra stélið og stíga í vænginn við gestina. Allar veitingar eru að sjálfsögðu á sanngjörnu verði - og svo færðu góð ráð í kaupbæti. ÓEHNSVÉjffife. BRAUÐBÆR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.