Morgunblaðið - 25.11.1986, Blaðsíða 71
liggja nú í meginatriðum fyrir. Mikl-
um vonbrigðum hefur valdið hversu
brösuglega gekk að innheimta gögn.
Þar af leiðir, að það starf sem fylgja
átti í kjölfarið hefur ekkert orðið.
Því hefur ekki enn verið staðið við
þau fyrirheit sem gefin voru í 5.
grein febrúarsamninganna. Þessar
vanefndir eru á ábyrgð beggja samn-
ingsaðila og á þeirra valdi að ráða
bót á.
3. Launaþróun
síðustu ára
Samkvæmt opinberum hagskýrsl-
um er talið, að kaupmáttur ráðstöf-
unartekna hafi aukist um 10,5% á
árinu 1985. Á árinu 1986 er reiknað
með því að kaupmáttur ráðstöfunar-
tekna aukist enn um 6—7%. Á
þerssum tveimur árum hefur kaup-
máttur kauptaxta ASÍ-félaga aðeins
aukist um 2,5%.
Þótt ljóst sé að ráðstöfunartekjur
séu samsettar af fjölmörgum þáttum
sem ekki breytast í hátt við kaup-
taxta, endurspegla þessar tölur með
augljósum hætti, að fjölmargir hópar
og enn fleiri einstaklingar hafa notið
launahækkana langt umfram það
sem almennir samningar hafa falið
í sér. Þetta hefur aukið á ójöfnuð
meðal launamanna, sem meðal ann-
ars kemur mjög skýrt fram í iauna-
könnun Kjararannsóknamefndar.
Þetta misrétti kemur m.a. fram í
óþolandi launamun á milli karla og
kvenna svo og því, að verulega hall-
ar á fólk á ýmsum stöðum úti um
landsbyggðina í samanburði við fólk
á höfuðborgarsvæðinu.
Kröfugerð
Með skirskotun til þess sem að
framan segir, samþykkir formanna-
fundurinn eftirfarandi kröfugerð:
— Veruleg hækkun lægstu launa er
forgangsverkefni í þeim samningum
sem framundan eru. 19 þúsund
króna mánaðarlaun eru ijarri því að
vera sæmandi. Verkalýðshreyfingin
getur ekki staðið upp frá samninga-
borðinu án þess að stigið hafi verið
stórt skref til hækkunar lægstu
launa.
— Bónus og aðrir kaupaukar eru í
dag óeðlilega mikill hluti tekna hjá
stórum hópum og veldur ómannlegu
álagi, streitu og óvissu um telq'ur.
Miklu skiptir, að í samningunum
verði hlutur fastakaupsins aukinn
verulega.
— Atvinnurekendur hafa með per-
sónubundnum yfirborgunum í
mörgum fyrirtækjum gert taxtana
að marklausu plaggi. Stórir hópar
hafa hins vegar orðið útundan í yfir-
borgunarleik atvinnurekenda.
Verkalýðshreyfingunni ber skylda til
að tryggja stöðu þess fólks með því
að færa taxtana að greiddu kaupi.
— Skattakerfið er flókið og órétt-
látt. Nauðsynlegt er að ryðja frá-
dráttarfrumskóginn, koma á einföldu
staðgreiðslukerfi og herða skatteftir-
lit. A þær umbætur verður verkalýðs-
hreyfingin að leggja áherslu í
samskiptum við stjómvöld, samhliða
samningsgerð.
— Kauphækkanir gagnast því að-
eins, að haldið sé aftur af verðbólg-
unni þannig að hún eyði þeim ekki
jafnharðan. Verkalýðshreyfingunni
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1986
er nauðsynlegt að tryggja aðhald í
verðlagsmálum. Hún verður að knýja
stjómvöld til þess að halda gengi
stöðugu, takmarka hækkanir opin-
berrar þjónustu svo og búvara og
almennt beita sér til þess að hamla
verðhækkunum. Alltaf hlýtur að
rílq'a óvissa um forsendur og því er
nauðsynlegt að kaupmáttur sé vendi-
lega tryggður.
Formannafundur Alþýðusam-
bands Islands hvetur til víðtækrar
samstöðu um lausn þeirra verkefna
sem hér eru rakin, sóknar til bættra
kjara og traustrar afkomu heimil-
anna.
Eðli málsins samkvæmt hlýtur
endurskoðun kaupaukakerfa og upp-
stokkun taxtakerfisins að stærstum
hluta að vinnast á vettvangi sam-
banda og félaga. Þau atriði sem að
stjómvöldum snúa verða hins vegar
ekki leyst nema á vettvangi heildar-
samtakanna. Það sama á við um
tryggingu kaupmáttar.
Augljóst er að þeir sem minnstan
hlut bera frá borði er það fólk sem
býr við almenna kauptaxta, vítt og
breitt um landið. Verkalýðshreyfing-
in í heild er ábyrg gagnvart þessu
fólki af siðferðilegum ástæðum og
eðlis síns vegna. í ljósi þessarar
ábyrgðar og þeirra fyrirheita sem
síðustu samningar fela í sér, krefst
formannafundur Alþýðusambands
íslands þess, að nú þegar verði tekn-
ar upp viðræður um tafarlausar
úrbætur til handa þeim sem við lýr-
ust kjör búa. Fáist ekki viðunandi
lagfæring strax, hvetur fundurinn
aðildarfélaga sambandsins til að búa
sig undir að sækja hlut sinn um leið
og færi gefst, enda útilokað að una
við óbreytt ástand.
Hestar og reið-
menn á Islandi
Bók Schraders í
endurútgáfu
MEÐAL bóka þeirra, sem Bóka-
útgáfn Hildur gefur út í ár er
bók, sem lengi hefir verið ófáan-
leg.
„Það er bók, sem segja má að
væri biblía hestamannsins um lang-
an tíma,“ segir í frétt frá útgefanda.
„Hún fjallar um allt, sem iýtur að
hirðingu og meðferð hesta og var
sérlega þörf áminning, þegar hún
kom út. Hún var eiginlega langt á
undan sínum tíma þegar hún kom
út, 1915, og ennþá má segjaað hún
sé um margt í fullu gildi. í henni
er einnig margt merkilegra og bráð-
71
skemmtilegra mynda.
Bók, sem allir hestamenn þurfa
að eiga.“
Jónas Ingimundarson, Kristinn Sigmundsson og Hörður Áskelsson
með gullplötumar sem þeir fengu afhentar í tilefni þess að hljóm-
plötur þeirra hafa selst langt yfir 5000 eintökum.
Fengu gullplötur
NÝLEGA afhenti Örlygur Hálf-
danarson bókaútgefandi þrem
listamönnum gullplötur i tilefni
þess að hljómplötur þeirra hafa
allar selst langt yfir 5000 eintök-
um, en þar er jafnframt um að
ræða tvær fyrstu hljómplötur með
söng Kristins Sigmundssonar.
Fyrsta plata Kristins kom út árið
1984 og það var Jónas Ingimundar-
son sem lék með á píanó. Önnur
plata Kristins kom út 1985 og þar
söng hann með Mótettukór
Hallgrímskirkju undir stjóm Harðar
Áskelssonar. Báðar þessar plotur
hafa selst langt yfír 5000 eintök. í
ljósi þeirrar ánægjulegu staðreynd-
ar og jafnframt í tilefni þess að
Bókaútgáfan Öm og Örlygur heldur
upp á tuttugu ára afmæli sitt á
þessu ári afhenti Örlygur Hálf-
danarson bókaútgefandi þeim
Kristni, Jónasi og Herði hveijum
sína gullplötuna. Jafnframt kynnti
Örlygur nýjustu plötur fyrirtækisins
sem einmitt er hljómplata með söng
Kristins og píanóleik Jónasar. Nefti-
ist hún Lóðaperlur.
Hemlagjald hita-
veitunnar hækkað
SVEITARSTJÓRN Blönduóss
ákvað á fundi sínum nýverið að
hækka svokaliað hemlagjald
hitaveitunnar úr 75 krónum í 417
krónur. Gjaldið hafði verið
óbreytt frá árinu 1978.
Að sögn Hilmars Kristjánssonar,
oddvita, hefur þessi hækkun hemla-
gjalds í för með sér 8% til 19%
hækkun á heildargjaldi Hitavei-
tunnar. Á minnstu íbúðunum
hækkar heildagjaldið úr 1.743
krónum í 2.085 krónur og á meðalí-
búðum úr 3.411 krónum í 3.753
krónur á mánuði. Hilmar sagði að
Hitaveita Blönduóss hefði skuldað
um 57 milljónir króna um síðustu
áramót, en tilraunir til að fá lánum
skuldbreytt hefðu ekki gengið sem
skyldi. Meðal annars þess vegna
hefði verið gripið til þessara hækk-
ana nú, en þær skila Hitaveitunni
um 120 þúsund krónum í tekju á
mánuði.
límtré
sparar fyrir þig
Límtré fyrirliggjandi úr furu, eik og brenni.
Tilvalið eíhi fyrir þig til að smíða úr sjálfum þér til ánægju -
og svo sparar þú stórfé um leið!
Hringdu í síma 621566 og við veitum
flfargnnMfifrUt
I Gódan daginn!
Heba heldur við heilsunni
Síðasta námskeið fyrir jól hefst miðvikudaginn 26. nóv. til 12. des
Innritun strax í dag
Erobik — Fonda-byrjendaflokkar, fram-
haldsflokkar, megrunarkúrar — sauna,
Ijós.
I Hebugeta allarkonurá
öllum aldri fundið eitthvað
við sitt hæfi.
Innritun og upplýsingar í
símum: 42360 og 41309.
Dag- og kvöldtímar, tvisvar og fjórum
um íviku.
sinn-
Kennari:
Elísabet Hannesdóttir
íþróttakennari.
Heilsuræktin HEBA
Auðbrekku 14 — Kópavogi