Morgunblaðið - 25.11.1986, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 25.11.1986, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1986 57 VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! j FARARBRODDI í 90 AR ÓDÝRAR • STERKAR • BJARTAR i) TUNGSRAM RAFTÆKJAVERSLUN ISLANDS S 6RH660 -688 6AI Nýting verðmæta Guðjón F. Teitsson „Er alveg furðulegt hvað f iskurinn getur borið uppi mikla illa nýtta fjárfestingu og yfirstjórnarbákn á þessu blessaða landi.“ gallað skip, að hann entist ekki nema 10—12 ár? Verði svarið ját- andi, hlýtur að verða spurt á ný, er einhver ábyrgur? Herjólfur eldri var seldur í mjög góðu standi eftir 17 ára þjónustu, og þekktasta strandferðaskip ís- lendinga frá upphafi, Esja, smíðuð í Álaborg 1939, var notuð í 30 ár og þá seld í ágætu standi. A það skal bent, að á bls. 313 í frumvarpi til fjárlaga , 1987, sem nú liggur fyrir Alþingi, er reiknað með ríkisábyrgðum vegna erlendra lána að upphæð 3,140 millj. kr. (enn skal bæta erlendum skulda- böggum á þjóðarskútuna) þar af 35 millj. kr. til Breiðafjarðarferju og 25 millj. kr. til Vestmannaeyja- fetju. Samkvæmt fordæmum vakna vissulega grunsemdir um að þama hafí þungaviktarmenn í stjóm- málum tveggja kjördæma, undir þrýstingi frá ágengum kjósendumr gert bandalag um að smeygja inn aðeins byrjun miklu stórfelldari ríkisábyrgða, til að skapa bindingu, svo að síður eða ekki verði aftur snúið. Verður fróðlegt að fylgjast með því, hvort meirihluti þingmanna ljær fylgi þeim ráðagerðum, sem hér er skýrt frá, samtímis því sem það er látið viðgangast að þurrkað sé út farþegarými í meginstrand- ferðaskipum ríkisins, að undan- skildum tveim gluggalausum klefum með samtals 4 farþega- svefnrúmum í einu af 3 skipum, sem sigla kringum land. En hvað sem líður ámælisverðum skorti farþegarýmis í núverandi strandferðaskipum ríkisins, þá má benda á, að vegna belgstærðar sinnar til vöruflutninga geta þau gripið inn svo um munar til flutn- inga á bílum, þegar eftirspumin er mest í sambandi við Vestmannaeyj- ar og aðrar siglingaleiðir. Vil ég geta þess, að áður en Heijólfur nr. 2 var smíðaður bauð ég að ætla samkvæmt ferðaáætlun Akureyrarskipanna (Heklu og Esju) tíma til flutninga bíla fyrir Vest- manneyinga á aðalsumarleyfístím- anum, til uppbótar á því, sem Heijólfur 1 gæti annað. En auðvitað hentaði það ekki hinum ráðandi stjómmálamönnum að taka slíkt spamaðartal til greina. — Á kostn- að skattborgaranna skyldi ýtt undir það að hafa svo sem 1.500 einka- bfla úti í Heimaey. eftir Guðjón F. Teitsson Prinsessan og kjóllinn hennar Frá því var skýrt síðla árs 1983, að Anna prinsessa, dóttir Elísabetar hinnar mikilsvirtu drottningar Bret- lands, hefði nýlega verið á ferð í Ástralíu, og þótti þá sjálfsagt að fá hana til viðtals i sjónvarpi, þar sem frægur fréttamaður, Michael Parkinson, var mættur til spum- inga. Hófst viðtalið á því, að frétta- maðurinn kvaðst kannast við prinsessuna í sjón frá því hún var á ferð þar í landi fyrir nokkrum árum, og svo hrökk það, eins og óvart, upp úr fréttamanninum, að honum fyndist hann einnig kannast við kjól prinsessunnar. „Já, það er alveg rétt munað hjá yður,“ sagði prinsessan hvatlega og án þess að láta sér hið minnsta bregða, „Þetta er sami kjóllinn og ég var í þegar ég var hér 1978, og hann var þá heldur ekki alveg nýr.“ Nú er kóngafólk yfírleitt þekkt fyrir annað fremur en nýtni á fötum eða öðru slíku, og þótti mér því saga þessi ekki aðeins fyndin heldur verulega athyglisverð að öðru leyti og í víðari merkingu um meðferð og nýtingu annarra verðmæta. Takmarkalítil kaup Islendinga á bílum og tölvum í framhaldi af þessu kemur margt í hugann, svo sem það, að Islendingar hafa nú um árabil, og miðað við fólksfjölda, verið taldir í um það bil 2. sæti meðal þjóða varðandi mikla bflaeign, og tölvur kaupa þeir í ríkari mæli en flestir aðrir og fleygja jafnóðum í hraðri þróun á þessu sviði, en víða mun hægt að benda á það, einkum í sambandi við opinberar og hálfopin- berar stofnanir, að sú mikla eyðsla, sem í þessu felst, sparar lítt eða ekki mannafla. — Hér virðist ein- hvers konar yfírlæti og kapphlaup um að tolla í tízku ráða ferðinni. Er alveg furðulegt hvað fískurinn getur borið uppi mikla illa nýtta fjárfestingu og yfírstjómarbákn á þessu blessaða landi. Feijumál Árið 1976 var tekið í notkun nýtt ferjuskip fyrir Vestmannaeyjar (Heijólfur nr. 2) og eldra skip, enn í fullu standi, selt fyrir óhæfílega lágt verð (eins og síðar Akureyrar- skipin, Hekla og Esja), en það var þaft að yfirvarpi, að með búnaði til Höfundur er fyrrverandi forstjórí Skipaútgerðar ríkisins. Helstu söluaðilar: Bókaversl. JónasarTómassonar ísafirði • Bókaversl. Þórarins Stefánssonar Húsavík • Bókval Akureyri • E.Th. Mathiesen Hafnarfirði • Fjölritun s.f. Egilsstöðum • Kaupfél. Árnesinga h.f. Selfossi • Kjarni Vestmannaeyjum • Penninn Hallarmúla að aka bílum til og frá borði á Heijólfí nr. 2 og siglingum aðeins milli Vestmannaeyja og Þorláks- hafnar ætti skipið að bera sig fjárhagslega. Þetta fór þó á annan veg, og þurfti ríkisábyrgðarsjóður að borga alla eða sem næst alla fjárfesting- una í umræddu skipi, auk verulegs árlegs rekstrarstyrks úr ríkissjóði. Var útkoman t.d. þannig 1982, er ég síðast kannaði reikninga, að skuld við ríkisábyrgðarsjóð hækk- aði á árinu um 26,9 millj. kr. og beinn rekstrarstyrkur var 4,1 millj. kr., samtals 31 millj. kr., samsvar- andi 85 þús. kr. meðgjöf á dag 365 daga ársins. Varðandi rekstur feijunnar á sl. ári (1985) segir svo í nýlegri frétta- tilkynningu frá félaginu: „Rekstur Heijólfs hf. gekk ágæt- lega á síðasta reikningsári. Rekstr- artekjur voru um 59 millj. kr. en rekstrargjöld 90 millj., þar af voru afskriftir 25,5 millj. Áð frádregnum ríkisstyrk varð rekstrartap um 20 millj." Það má því segja að fijálslegt sé orðið tal manna um ágæta rekstrarútkomu. Nú kannast allir við það, að vandaminna er að selja flestar vör- ur og þjónustu með miklum afslætti frá kostnaðarverði og fá með því aukin viðskipti og fjárveltu. Verður því að líta nánar á þetta atriði í sambandi við umrætt feijuskip, þar sem farkostnaður með því á leiðinni Vestmannaeyjar — Þorlákshöfn að viðbættu bflfari milli Þorlákshafnar og Reykjavíkur hefír að undanfömu samsvarað um eða innan við helm- ingi flugfara, jafnt fyrir fjölda innlendra og erlendra lystifar- þega sem Vestmanneyinga sjálfa, og er þannig grafið undan eðlilegum tekjum flugþjón- ustunnar beint og óbeint á kostnað þeirra, sem lengra eiga að sækja. Skal til nánari skýringar á fram- angreindu nefna eftirgreinda núgildandi fargjaldataxta: Par með Heijólfi frá Vestmannaeyjum til Þor- lákshafnar ................ kr. 550 Far með bíl frá Þorláks- höfn til Reykjavíkur... kr. 160 Samtalskr. 710 Flugfar Vestmannaeyjar — Reykjavík ............... kr. 1.633 Flugfar Egilsstaðir — Reykjavík ................. kr. 3.339 Nú er Heijólfur nr. 2 orðinn 10 ára, og virðist útgerðarstjóm skips- ins í því sambandi komin á fulla ferð um smíði nýrrar feiju 40—50% stærri að brúttómælingu, með tveim 2.000 herstafla aðalvélum o.s.frv. og verðið áætlað litlar 400—500 millj. kr. En þar sem ríkis- ábyrgðarsjóði mun þegjandi og hljóðalaust ætlað að borga brúsann, er ólíklegt, að nákvæmni upp á 100—200 millj. kr. í ijárfestingu þyki skipta miklu máli í þessu sain- bandi. Af hálfu forgöngumanna er það einkum talið styðja umrædda ráða- gerð, að framundan sé 12 ára flokkun Heijólfs nr. 2, og lands- feðmnum ætlað að trúa því, að slíkt sé svo ógnvelcjandi, að sjálfsagt sé að fleygja skipinu og kaupa annað miklu stærra og dýrara. En í þessu sambandi verður að spyija; var Heijólfur nr. 2 svo stór- Hverfisgötu 33 - Sími 91 -20560 OMRON AFGREIÐSLUKASSAR VERÐ FRÁKR. 19.900.- MINNI FYRIRHÖFN - MEIRIYFIRSÝN Yfir 60% af seldum afgreiðslukössum á íslandi á síðasta ári voru af gerðinni OMRON. OMRON afgreiöslukassarnir fást í yfir 15 mismunandi gerðum, allt frá einföldum kössum upp í fullkomnar tölvutengdar afgreiðslusamstæður. Þeir eru því sniðnir fyrir hvers konar verslunar- rekstur, eru búnir sjálfvirkri tölvuútskrift, veita möguleika á stækkun og stuðla að meiri yfirsýn og markvissari rekstri. Þess vegnafinnurðu OMRON afgreiðslukassa í íslenskum sjoppum, bakaríum, sérverslunum, stórmörkuðum, veitingahúsum, sundlaugum-já, víðaren nokkra aðra afgreiðslukassa. % SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.