Morgunblaðið - 25.11.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.11.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1986 Farymann Smádíselvélar 5.4 hö við 3000 SN. 8.5 hö við 3000 SN. Dísel-rafstöðvar 3.5 KVA SílQÆiílMtyiDtyir Vesturgötu 16, sími 14680. Borvélar.loftlyklar.slípirokkar, juðarar, ryðban karar.settmeitlar. Viðgerðar- og varahlutaþjónusta. IANDVEIARHF SMIDJUÆGI66. KÓPAVOGI. S 9) 76600 Þegar sálin dansar Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Emil Björnsson: Á misjöfnu þrífast börnin best, eigið líf og aldarfar I. Útg. Bókaútgáfan Öm og Örlyg- ur 1986. Það þarf ekki að hafa um það mörg orð, að íslendingar hneigjast mjög til að færa endurminningar sínar í letur. Hins vegar er það mesti misskilningur, að við séum ein um að skrifa og senda frá okk- ur þessa gerð bóka. Stundum verða þessar bækur annað og meira en hefðbundnar endurminningar, þær hafa sumar og raðazt með beztu bókmenntum okkar. Þá kemur EINANGRUNARHÓLKAR Hólkar og mottur 1 úr polyethylene kvoðu. VIÐURKENND EINANGRUN Emil Björnsson sjálfsagt einna fyrst upp í hugann hjá mér, og væntanlega mörgum öðrum ævisaga Áma klerks Þórar- inssonar, sem Þórbergur Þórðarson færði í letur. Til hennar verður oft vitnað og hún talin einhver merk- asta bók, sem falla undir æviminn- ingar. Einnig segir það sig svona nokk- um veginn sjálft, að ekki er með öllu rétt, að líta á ævisögur sem nákvæma staðreyndalýsingu. Menn skrifa þessar bækur, þegar liðin er stund. Atburðir og allar persónur eiga nú allt sitt undir því, að vel sé frá sagt, ekki skiptir endilega máli, hvort það er nákvæmlega eins og það gerðist. Altjent er það, eins og skrásetjari man það. Og ævi- minningar sem em eins konar kópía, þurr upptalning, fróðlegar„ staðreyndalýsingar" - æ, þær eru svo leiðinlegar..Sá, sem ræðst í að draga upp mynd af æsku sinni þarf að gæta sín á mörgu, því að minnið er skrítið í manneskjunni, margt geymt, sem er nánast út í hött, sumt fer í glatkistuna og næst ekki þaðan upp. En minni hrekkur skammt, ef ekki er fýrir hendi hæfni til að tjá sig og koma til skila þeim hughrifum, sem sitja í þessu minnisskríni. Og síðast en ekki sízt: að hafa smekkvísi til að velja og hafna. Enginn dregur í efa þýðingu uppvaxtar á mótun og allan þroska mannsins. Þótt menn séu n áttúr- lega ekki á eitt sáttir um það, frekar en margt annað, hvað ráði úrslitum um, hvers lags stefnu lífshlaupið tekur. Þar eru vísast margir sam- verkandi þættir að verki. Á kápusíðu segir, að þessi þroskasaga sr. Emils Bjömssonar sé oft líkari skáldssögu en æviminn- ingum, þótt heimildarsaga sé. Undir þetta get ég tekið, því að þetta fyrsta bindi séra Emils er til dæmis algerlega laust við upptalningastíl sem er til lýta í mörgum endurminn- ingabókum. Frásögnin er einkar hlý og notkun orða og orðatiltækja, sem borgarbam - þótt það sé tekið að færast að miðjum aldri - hefur aldr- ei heyrt, em notuð á látlausan og tiigerðarlausan hátt. Og mörg svo að til prýði er. Almennt fannst mér málfar sr. Emilsí bókinni auðugt og þó blátt áfram. Sjálfsagt er svo með þessa ævi- sögu sem og margar aðrar, að minnið velur úr, hafnar hinu og þessu. En uppvaxtarár sr. Emils í Breiðdalnum verða ljós lesanda og ekki nema bráðeðlillegt, að hann líti nú um öxl í fom ndran, rétt sjötugur að aldri og hreinlega falli í stafi yfir því sem hann hefur lifað af þjóðfélagsbreytingum. Meginkostur bókarinnar fínnst mér vera sú vingjamlega hlýja, sem gengur eins og rauður þráður í gegnum hana.Og einnig sú hæfni hans til að tjá sig, segja frá svo að veki áhuga, sbr. það sem ég var að tala um í upphafi greinarinnar. Angurværðin yfir liðnum tíma tekur ekki ráðin af höfundi né villir honum sýn og af frásögninni að dæma tekst honum einnig að sætta sig við og aðlaga sig þessum þjóðfé- lagslegu heljarstökkum, sem við höfum tekið frá því hann er að al- ast upp fyrir austan. Lýsingar sr. Emils á foreldmm sínum verða fal- legar og hvergi væmnar. Honum er lagið að koma til skila, oft í stuttu máli fýsilegum svipmyndum af samferðarfólki á bemskuámm. Eg skynjaði ekki þá stílbreytingu sem talað er um á kápusíðunni: „ framan af er frásögnin einskonar fagnaðarljóðð ungs hjarðsveins með tregablöndnum undirtón, sem naumast lætur nokkum ósnortinn. Er á líður harðnar tónn hörpunnar og þá fer bókarheitið...að skiljast betur." Mér fannst vera góður tónn og samfelldur í allri frásögunni. Og að lesandi skildi erfíðleikana og baslið, sem fjölskyldan átti við að glíma. En mér þótti hvorki votta fýrir nýjum né harðari tón. Eg var bara fegin því. Þessi máti, sem sr. Emil hefur valið, til að rifja upp það sem efst situr í minni hans er um flest geð- felldur. Og vonandi hann láti hér ekki staðar numið. Ekkert evðublað í tékkhe og öll helgin framundan „Blessaður vertu, - kveiktu á perunni. Farðu í næsta Hraðbanka og taktu reiðufé út af tékkareikningnum þínum, þú getur tekið út allt að 10 þúsund krónum. Ekkert mál. Afgreiðslustaðir Hraðbankans eru á eftirtöldum stöðum: • Borgarspltalanum • Landsbankanum Breiðholti • Landsbankanum Akureyri • Landspítalanum • Búnaðarbankanum, aðalbanka • Búnaðarbankanum við Hlemm • Búnaðarbankanum Garðabæ • Sparisjóði Vélstjóra Samvinnubankanum Háaleitisbraut • Útvegsbankanum Hafnarfirði • Sparisjóði Reykjavfkur og nágrennis, Skólavörðustíg • Sparisjóði Keflavlkur • Landsbankanum, aðalbanka. NOTAÐU SKYNSEMINA - NOTADU HRADBANKANN! Leiðbeiningabæklingar liggja frammi hjá öllum aðildarbönkunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.