Morgunblaðið - 25.11.1986, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 25.11.1986, Blaðsíða 61
, „ MORGÚÚBLADIÐ,, ÞRtÐJUPAGUfi, 25„ NÓVJEMBEJB, ,1986 eða bömin komu með afa og ömmu þegar tækifæri gáfust. Jóhann hafði ríka tilfinningu fyr- ir því að bæta og fegra umhverfi sitt. Maður varð þess fljótt var þeg- ar hann var kominn hingað austur á sumrin að hann fór að lagfæra og bæta ýmislegt sem aflaga hafði farið og koma betra skipulagi á ýmislegt sem betur mátti fara. Vandvirkni, trúmennska og heiðar- leiki voru sterkir þættir í eðli hans og störfum. Það er mannbætandi að kynnast svona mönnum. Þetta er í fáum orðum, ævi og starfssaga hans eins og ég þekkti hana. Við frændfólkið frá Bakka- koti kveðjum Jóhann með djúpum söknuði og tega. Enginn veit hvað átt hefur fýrr en misst hefur. Sárastur verður söknuðurinn eig- inkonu og bömum og foreldmm hans og systkinum. Við vottum þeim okkar dýpstu samúð, og biðj- um þeim blessunar Guðs. Sá mikli guðlegi máttur, sem í öllu og allstaðar býr og öllu stjórn- ar, leiði Jóhann og styrki á hinni nýju vegferð. Fari hann í friði, frið- ur guðs hann blessi, hafi hann þökk fyrir allt og allt. Marteinn Jóhannsson Jarðsunginn er í dag okkar ágæti vinur og vinnufélagi Jóhann Páls- son, sem lést af slysförum hinn 17. þ.m. aðeins 34 ára. Hann hafði unnið hjá Bimi & Halldóri hf. hátt á annan áratug við sölu á vélbúnaði til skipa og við skrifstofustörf. Vegna starfa sinna þurfti hann oft að taka sér ferð á hendur til að hitta viðskiptavini og ræða við þá. Það var einmitt í slíkri ferð, sem hið hörmulega slys átti sér stað. Hin stutta og gagnorða mannlýs- ing, hann var drengur góður, á vel við um Jóhann. Þessi fáu orð segja svo margt og sannleika þeirra höf- um við fengið að reyna frá okkar fyrstu kynnum. Jóhann var ákaflega vel gerður maður, enda tókst hann á við verk- efni sín af slíkum þrótti að fátítt má telja. í skóla lagði Jóhann stund á við- skiptafræði, en eftir að hann hóf störf hjá Bimi & Halldóri hf. aflaði hann sér, á ótrúlega skömmum tíma, slíkrar þekkingar á vélum og vélbúnaði, að margir töldu hann hefði að baki langskólanám í þeim fræðum. Stórt skarð hefur verið rofið í raðir okkar, þegar svo mætur mað- ur sem Jóhann var er nú fallinn frá. Við samstarfsmenn Jóhanns höf- um misst einstaklega góðan og eljusaman félaga. Við vottum fjölskyldu, foreldmm Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- inælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins i Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Oí£l og öðrum vandamönnum okkar dýpstu samúð, um leið og við kveðj- um frábæran samstarfsmann í hinsta sinn og þökkum honum sam- fylgdina. Starfsfélagar Oft neitum við að trúa óþægileg- um staðreyndum eða því sem virðist hafa í för með sér of miklar breyt- ingar á lífsmunstri okkar, og þau voru viðbrögð okkar á mánudaginn, er okkur bárust fréttir af dauða Jóhanns Pálssonar. Við freistuð- umst til að neita að trúa eins og til að fá svigrúm til að ná til hans og halda honum, halda honum hér hjá okkur áfram. En ísköld stað- reyndin blasir við þegar fréttin er endurtekin af miskunnarleysi þess sem segir sannleikann og við spyij- um, hvers vegna varð þetta? Hvers vegna fáum við ekki að njóta sam- vista við Jóhann lengur? Hvers vegna fáum við ekki að njóta krafta hans lengur? Kannski bera spumingamar eig- ingimi okkar merki en þá er sú eigingimi skiljanleg þeim sem þekktu Jóhann. Þekktu hann sem úrræðagóðan samstarfsmann, sem hjálpsaman og hvetjandi félaga, sem vin. Þá er sú eigingimi líka skiljanleg þeim sem vissu að hægt var að bera virðingu fyrir skoðunum hans hvort sem þær samræmdust þeirra eigin eða ekki. Þegar við í dag kveðjum Jóhann í hinsta sinn er það okkar heitasta ósk að Sigrún, Tinna Rut og Orri Páll, foreldrar hans og systkini finni þann styrk sem þarf til að standast þessa raun og þola þennan missi. Minningin lifir. Tengdafólk Randí Þórarins- dóttir - Minning Mig langar að minnast nokkmm orðum vinkona okkur, Randíar Þór- arinsdóttur hjúkmnarfræðings, sem í dag verður lögð til hinstu hvíldar í Lágafellskirkjugarði við hlið bónda síns, Elíasar Kristjáns- sonar. Við hér á Hamrafelli áttum því mikla láni að fagna fyrir rúmum 40 ámm að kynnast þeim ágætu hjónum Randí og Elíasi. Kynnin leiddu til ævilangrar vináttu, sem aldrei bar skugga á og var okkur ómetanleg. Randí var glæsileg kona, hafði höfðinglegt fas og fram- komu, vildi öllum gott gera, enda gædd frábæmm hjúkmnarhæfíleik- um. Það fengum við að reyna, alltaf var til hennar leitað þegar veikindi bám að höndum. Henni var svo ljúft að líkna og græða sár. í hugann koma mörg atvik þegar Randí mín kom eins og engill af himni sendur til að létta undir í erfíðleikum. Það var alltaf hátíð þegar þau hjónin komu að Hamrafelli, þau breyttu hreysi í höll. Dætmm okkar vom þau sem bestu foreldrar og bám hag þeirra fyrir bijósti sem sinna eigin bama. Randí stóð sem hetja þegar hún missti sinn elskulega mann og stuttu síðar heilsuna. Henni var gefíð að halda óskertum sálarkröft- um til síðustu daga og vildi alltaf vera sem minnst upp á aðra komin. Að leiðarlokum þökkum við Ólaf- ur, dætur okkar og þeirra fjölskyld- ur Randí og Elíasi, því í huga okkar em þau óijúfanleg heild, fyrir allar liðnar samvemstundir og alla þá miklu hjálp, sem þau veittu okkur fyrr og síðar. Við biðjum þeim allr- ar guðsblessunar á fyrirheitna"' landinu. Innilegar samúðarkveðjur sendum við Betzy, Þorgeiri, fjöl- skyldum þeirra og öðmm aðstand- endum. Jóna Sveinbjarnardóttir, Hamrafelli. Asta Meyvants- dóttir - Minning Fædd 6. apríl 1909 Dáin 15. nóvember 1986 Okkur langar að minnast frænku okkar, sem lést 15. nóvember síðastliðinn. Kveðjuorð: Ragnhildur Sig- björnsdóttir, Höfn Fædd 10. september 1923 Dáin 31. október 1986 Fundi okkar Ragnhildar Sig- bjömsdóttur bar fyrst saman síðla vetrar 1979 er ég vann með henni um tveggja mánaða skeið á Heilsu- gæslustöð A-Skaftfellinga á Höfn. Arið áður hafði maður hennar Kjartan Árnason læknir látist skyndilega á ferðalagi í Skotlandi. Hann hafði þá verið héraðslæknir A-Skaftfellinga nær samfleytt frá 1950. Var hans sárt saknað og skyldi eftir skarð sem ófyllt var og héraðið eins og í dvala eftir nær 30 ára læknisstarf. Ragnhildur bar söknuð sinn dult, en við sem kynntumst henni vissum að hún komst ef til vill aldrei yfír það sár. Hún tengdi á vissan hátt saman liðinn tíma þessa starfs eiginmanns síns og nútíð, og kunni að segja frá óteljandi atvikum, erfíðleikum og gleðiefnum í starfí þeirra hjóna. Því vissulega hefur hún tekið þátt í starfí Kjartans og sinnt ýmsu sem í dag fellur í hlut hjúkrunarfólks og annars aðstoðarfólks. Enda mundi hún tímana tvenna, frá því er lækningar voru stundaðar við erfíð skilyrði í íbúðarhúsi læknisins í Garði og síðar í nýja húsinu Út- garði, er þau fluttust í 1961. Þar bjuggu þau lengst af og þar hafði Kjartan læknastofu og lyfjaaf- greiðslu sína í nær 17 ár. Skömmu fyrir andlát Kjartans höfðu þau flutt í einbýlishús sitt og ný heilsugæslustöð verið reist, en þar vann Ragnhildur heitin síðan sem læknaritari til dánardægurs. Við endumýjuðum kuynningsskap okkar er ég kom aftur til starfa haustið 1981 á Heilsugæslustöð- inni. Reyndar hafði hlýlegt viðmót hennar og velvilji fests mér í minn þau ár, sem ég dvaldi erlendis og áreiðanlega ýtt undir að ég ákvað að koma aftur til starfa á sömu slóðir. Ragnhildur vann starf sitt af stakri samviskusemi og nutu sín þar hin mikla þekking hennar á mönnum, málefnum, ættum og fjöl- skyldutengslum héraðsbúa. Oft leiðbeindi hún okkur utanaðkom- andi og óbrigðult að leita til hennar, þannig létti hún oft mjög starf læknisins. Hún var afar vel að sér og hafði á hraðbergi tilvitnanir í ljóð og oft undraðist ég minni hennar og grun- aði hana kunna utan að fæðingar- daga þorra sýslubúa. Hún hafði yndi af blómarækt og kunni vel skil á öllu er að því laut, og var heimili hennar fagur vitnisburður óbrigðuls smekks og háttvísi. Heim að sækja átti hún tæpast sinn líka, höfðingleg og leysti helst út með gjöfum. í daglegri önn vil ég minnast hennar glaðlyndis og kankvísi, oft með staðbundnar gamansögur á vör, sem ég vil telja hafa verið henn- ar eðlilega viðmót. Að lokum vil ég þakka henni ein- staka drenglund og hlýju í minn garð og fjölskyldu minnar, og reyndar þess fullviss að hún bar ætíð mikla umhyggju fyrir velferð okkar. Ég mun ætíð minnast henn- ar með mikilli hlýju. Aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð og bið guð að blessa minningu hennar. Stefán Finnsson, Höfn Ásta var systir móður okkar, Guðbjargar, og voru þær, ásamt bræðrum sínum, Sigurði, sem látinn er, Hans, Valgeir og Jónj, böm Meyvants Hanssonar og Ástríðar Guðmundsdóttur. Meyvant var Reykvíkingur en Ástríður var Borg- firðingur, ættuð úr Lundarreykja- dal. Ásta fæddist á ísafírði, þar sem foreldrar hennar bjuggu um 10 ára skeið, vegna atvinnu Meyvants, en hann var skipstjóri á þeim árum. Eftir ísafjarðarárin fluttist fjöl- skyldan til Reykjavíkur og átti Ásta heima í Reykjavík alla tíð eftir það. Mjög náið samband var milli þeirra systra, Guðbjargar og Ástu, sem aftur Ieiddi til þess, að Ásta fylgdist með okkur systmm og síðan okkar Qölskyldum, sem eigin böm væru. Er við nefndum Ástu, var líka sagt Guðni, en Guðna Jónssyni, lærðum sælgætisgerðarmanni, var Ásta gift í meira en hálfa öld. Einkasonur þeirra er Brynsteinn, sem hefur búið og starfað í Svíþjóð síðastliðin 17 ár. Hann er kvæntur sænskri konu, Monicu, og eiga þau tvö ung böm, Ástu og Alexander. Brynsteinn hefur reynst foreldrum sínum góður og umhyggjusamur sonur. Oft dvöldu þau hjá syni sínum í Svíþjóð, og hann kom með sína fjölskyldu heim, nú síðast í sumar. Þá dvöldu þau hjónin með bömin hjá afa og ömmu í mánað- artíma, öllum til mikillar ánægju, en Ásta var þá orðin helsjúk, stóð þó uppi allan tímann og sagði sjálf að æðri máttarvöld hefðu hjálpað sér, en löngunin var mikil að njóta samvista við son sinn, tengdadóttur og bömin. Eins viljum við geta hér, að um árabil bjuggu foreldrar Guðna, Jón og Guðbjörg, hjá þeim, syni sínum ' og Ástu og eftir lát Jóns var Guð- björg hjá þeim þar til hún lést nær 102 ára gömul. Hugsaði Ásta svo vel um tengdamóður sína, að að- dáun vakti. Þegar líða tók á sumarið dró mjög af Ástu og var hún að mestu rúmliggjandi. Var hún heima, þar til síðustu vikumar að hún lagðist inn á Borgarspítalann og Iézt þar eftir nokkurra vikna legu. Veikindi Ástu voru mikil síðastliðin 5—6 ár, þó með hléum. Ekki hefði Ásta getað verið eins lengi heima og hún var og óskaði sjálf eftir, hefði Guðni ekki hugsað eins vel um hana og hann gerði, hjúkrað henni dag og nótt. Fyrir þá frábæru umhyggju sem hann sýndi Ástu viljum við systur og móðir okkar hér með þakka. Ásta minntist oft á hve gott starfsfólkið á spítalanum væri og vildi allt fyrir hana gera, þetta sáum við reyndar sjálf og viljum hér með þakka. Miklu veikindastríði er lokið, sem Ásta bar eins og sönn hetja. Blessuð sé minning hennar. Systurdætur Blómastofa Friöfinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 0pi6 öll kvötd tll kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar vift öll tllefni. Gjafavörur. P O.v 4 Legsteinar ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.