Morgunblaðið - 25.11.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.11.1986, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 266. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1986 Prentsmiðja Morgiinblaðains Repúblikan- ar g-agnrýna vopnasöluna Washington, Reuter, AP. RONALD REAGAN Bandaríkjaforseti sagðist í gaer ekki hafa í hyggju að víkja háttsettum embættismönnum úr starfi vegna vopnasölunnar til Iran. Forsetinn sagði að sér hefðu ekki orðið á mistök þegar hann heimilaði vopnasendingarnar. til fran. Bob Dole, leiðtogi repúblik- ana í öldungadeildinni, kvaðst á sunnudag telja breytingar á stjóm- inni óhjákvæmilegar. Dagblaðið The Washington Post sagði um helgina að margir helstu stuðningsmenn og vinir Reagans forseta í Kalifomíu legðu nú hart að honum að víkja þeim Donald Regan, Shultz utanríkisráðherra og John Poindexter öryggismálaráð- gjafa úr embætti. í nýjasta hefti tímaritsins News- week er fullyrt að írönum hafí verið seld vopn að andvirði 100 milljóna Bandaríkjadala. Ennfremur segir þar að bandaríska leyniþjónustan, CLA, hafi skipulagt þessar aðgerðir og að varahlutir í bandarískar F-14 orustuþotur kunni að hafa verið á meðal vopnabúnaðarins sem fluttur var til íran. Embættismenn Banda- ríkjastjómar hafa hingað til fullyrt að írönum hafi eingöngu verið seld flugskeyti til að granda skriðdrek- um. Sjá einnig leiðara á miðopnu blaðsins. Ýmsir leiðtogar Repúblikana- flokksins í öldungadeild Bandaríkja- þings hafa gagnrýnt helstu aðstoðarmenn Reagans vegna vopnasölunnar og lýst því yfír að nauðsynlegt sé að gera breytingar á stjóminni. John Whitehead, aðstoðamtanrík- isráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að nauðsynlegt yæri að endur- skoða starfshætti Oryggisráðsins. Hann kvað enn ekki ljóst hvers kon- ar vopnabúnaður hefði verið seldur Líbýa dreifir sovésku taugagasi London, AP. AP/Símamynd Rafael Ileto, sem tekið hefur við embætti vamarmálaráðherra af Juan Enrile, hélt blaðamannafund i gær og tilkynnti að opinber rannsókn myndi fara fram á valdaránstilrauninni á Filippseyjum. Að baki hans hangir mynd af Corazon Aquino forseta Filippseyja. Svíþjóð: Dæmdir fyr- ir að upp- lýsa mál Stokkhólmi, AP. TVEIR sænskir lögregluþjón- ar, sem komu upp um eitur- lyfjasala í Stokkhólmi fyrir tveimur árum, voru i gær fundnir sekir nm að hafa tek- ið þátt i dreifingu fíkniefna. Lögreglumennimir, sem vom óeinkennisklæddir, vom á gangi í miðborg Stokkhólms og þótt- ust vera fíkniefnaþrælar. í eiturlyQaleit. Maður einn vatt sér að þeim og bauð þeim eitur- lyf til sölu og þekktust þeir boðið. Að kaupunum loknum var eiturlyfjasalinn handtekinn. Dómari í Stokkhólmi komst í gær að þeirri niðurstöðu að lög- reglumennimir hefðu fengið manninn til að selja sér eitrið. Dómarinn sagði að lögreglu- mennimir hefðu þar með fengið manninn til að fremja glæp sem hann hefði að öðmm kosti ekki gerst sekur um. Að sögn Gunnars Axberger lagaprófessors verður málinu áfiýjað til Hæstaréttar Sviþjóð- ar. Sagði hann að hér væri um prófmál að ræða þar eð sænsk lög væm óskýr hvað varðaði mál sem þetta. Samkvæmt lög- um er heimilt að blekkja menn í því skyni að upplýsa lögbrot. Hins vegar er óheimilt að hvetja menn til að fremja glæpi sem þeir hefðu annars ekki framið. LÍBÝUMENN hafa síðustu vik- umar selt írönum og Sýrlending- urn sovéskt taugagas, að því er sagði f grein f breska blaðinu Sunday Telegraph um síðustu helgi. Að sögn blaðsins geta Sýr- lendingar skotið taugagasinu með sovéskum SS-1 flugskeytum á all- ar borgir i ísrael. Grein þessa ritaði Simon 0’ Dwy- er-Russell en hann er dálkahöfundur blaðsins og skrifar um vamarmál. Á sunnudag átti breska ríkisútvarpið, BBC, við hann viðtal og kvaðst hann telja þetta ákaflega alvarlegar frétt- ir þar eð vígstaða Sýrlendinga hefði með þessu styrkst mjög gagnvart ísraelum. Sagði hann breska leyni- þjónustumenn hafa sannanir fyrir því að taugagasið væri sovéskt en kvaðst jafnframt telja ólfklegt að Sovétmenn hefðu ætlað því að vera dreift með þessum hætti. Auk Sýr- lendinga ráða Líbýumenn og íranir yfir SS-1 flugskeytum. í greininni sagði að eitt flug- skeyti með taugagasi gæti eytt öllu lífí á 64 ferkflómetra svæði. Valdaráni afstýrt á Filippseyjum: F orsetinn skipar nýja stjórn á næstu dögnm Manila, AP, Reuter. TÆPLEGA 200 menn ráðgerðu um helgina valdaránstilraun á Filipps- eyjum, að því er talsmaður Corazon Aquino forseta sagði i gær. Sagðist hann ennfremur hafa heimildir fyrir því að andstæðingar Aquinos hefðu ætlað að ráða hana af dögum. Juan Enrile vamarmála- ráðherra er sagður hafa staðið að baki ráðagerðum þessum og sagði hann af sér á sunnudag að beiðni Corazon Aquino. Forsetinn hefur krafist afsagnar ráðherra ríkisstjórnarinnar og verður skipan nýrrar stjómar tilkynnt siðar í vikunni. Corazon Aquino tilkynnti á sunnu- dag að hún hefði krafíst afsagnar þeirra 25 ráðherra sem sitja í ríkis- stjóm hennar. Ennfremur sagði hún að Fidel Ramos, yfirmaður stjómar- hers Filippseyja, hefði komið í veg fyrir tilraun til valdaráns. Að sögn talsmanns forsetans komu 180 and- stæðingar stjómarinnar saman til fundar á laugardag á heimili Antoni- os Carag, stuðningsmanns Ferdin- ands Marcos, fyrrum forseta Filippseyja, og ræddu valdaránið. Höfðu mennimir uppi áætlanir um að taka þinghúsið á sitt vald með aðstoð fylgismanna Enriles innan hersins og boða til forsetakosninga. Upp komst um ráðabmgg þetta á laugardag aðeins fjórum klukku- stundum áður en fylgismenn Enriles ætluðu að hefjast handa. Ramos fyrirskipaði hermönnum að vera í viðbragðsstöðu á mikilvægum stöð- um í Manila og gaf hemum jafn- framt fyrirskipun um að hlýða ekki fyrirmælum Enriles vamarmálaráð- herra. Á sunnudag krafðist Aquino af- sagnar allra ráðherra ríkisstjómar sinnar og tilkynnti að Rafael Ileto hershöfðingi hefði tekið við starfí Enriles. Aquino sagði jafnframt að gripið yrði til harðra aðgerða gegn þeim öflum sem vildu stjóm hennar feiga. Teodoro Benigno, talsmaður forsetans, sagði að skipan nýrrar ríkisstjómar yrði kunngjörð síðar í Flutningaskipið „Kowloon Bridge“ strandaði snemma í fyrrinótt á skeij- um undan suður- strönd írlands. Björgunarmenn komu aðvífandi i tveimur þyrlum og áttu fullt í fangi með að bjarga 28 manna áhöfn skipsins vegna veðurofsans. Sjá nánar á bls. 32. AP/Símamynd vikunni. Fréttir herma að Juan Enrile hyggist fara í mánaðarlangt frí til útlanda. Hann hefur ekki gefið nein- ar opinberar yfirlýsingar frá þvi hann sagði af sér. Teodoro Benigno vildi ekkert láta uppi um hvort, og með hvaða hætti, Enrile og stuðn- ingsmönnum hans yrði refsað fyrir valdaránstilraunina. Stuðningsmenn Ferdinands Marcos kváðust í gær vera saklausir af ákæmm um að þeir hefðu ráðgert að steypa stjóm Corazon Aquino og bám til baka fullyrðingar um að þeir hefðu átt fund með fylgismönnum Enriles. Sjá ennfremur „Af erlendum vettvangi" á miðopnu blaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.