Morgunblaðið - 25.11.1986, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1386
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1986
37
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ftitstjórar
Aðstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakiö.
Álitshnekkir
fyrir Reagan
Uppljóstrunin um hina
leynilegu vopnasölu
Bandarílcjamanna til Irans er
áfall fyrir framkvæmd banda-
rískrar utanríkisstefnu og
álitshnekkir fyrir Ronald Reag-
an forseta. Hugmyndin að
þessum ólánlegu viðskiptum
við klerkastjómina var sýnilega
tvíþætt. Annars vegar að bæta
sambúðina við Iran, sem hefur
verið mjög slæm frá því keis-
arastjóminni þar var velt úr
sessi. Hins vegar að fá lausa
úr haldi bandaríska gísla í
Líbanon, sem em fangar
hryðjuverkamanna, er njóta
stuðnings klerkanna í íran.
Hvor tveggju markmiðin em
góðra gjalda verð. íran er hem-
aðarlega mikilvægt svæði og
miklu skiptir að Sovétmenn nái
ekki fótfestu þar. Valdaskipti
kunna að vera framundan,
enda er Khomeini erkiklerkur
aldurhniginn og lasinn. Vonir
hafa verið bundnar við það, að
hófsamari menn komist þá til
valda; menn sem vilji góð sam-
skipti við Vesturlönd og hafni
jafnvel stuðningi við hryðju-
verk erlendis.
Ahugi Bandaríkjastjómar á
því, að fá gíslana í Líbanon
látna lausa er einnig skiljanleg-
ur. Bandaríkin em þjóðfélag,
þar sem einstaklingnum, frelsi
hans og réttindum, er skipað í
öndvegi. Gíslamir í Líbanon
eiga konur og böm heima fyr-
ir, sem þrá ekkert meira en að
endurheimta þá. Hin almenni
borgari í Bandaríkjunum á auð-
velt með að setja sig í spor
fjölskyldna þeirra og þær eiga
samúð Bandaríkjamanna
óskipta. Bandarískir Qölmiðlar
hafa einnig þrýst mjög á stjóm-
völd að leita allra leiða til að
fá þá lausa.
En Ronald Reagan forseti
og ráðgjafar hans í Hvíta hús-
inu og Þjóðaröryggisráðinu
virðast ekki hafa hugsað mál
þetta til enda með þeim afleið-
ingum, sem nú blasa við. I
fyrsta lagi var augljóslega
rangt að leyna George Shultz,
utanríkisráðherra, og Caspar
Weinberger, vamarmálaráð-
herra, staðreyndum um vopna-
söluna eins og allt bendir til
að gert hafí verið. Þessi felu-
leikur grefur líka undan trú-
verðugleika höfuðréttlætingar
vopnasölunnar, þ.e. tilrauninni
til að bæta samskiptin við Iran.
Hvemig í ósköpunum eiga
menn að trúa því, að unnið sé
að slíku í alvöm, þegar sjálft
utanríkisráðuneytið er ekki
haft með í ráðum? Eftir að
George Shultz kjmntist öllum
málavöxtum andmælti hann
frekari vopnasölu til Irans í
sjónvarpsþætti. Daginn eftir
batt Reagan enda á söluna. I
annan stað er á það að líta,
að upplýsingar um það sem er
að gerast í íran em mjög af
skornum skammti vegna þess
hve lokað þjóðfélagið er. Vitn-
eskja bandarísku leyniþjón-
ustunnar um átök valdahópa
meðal klerkanna er t.a.m. talin
vera mjög fábrotin og það virð-
ist ekki nákvæmlega á hreinu
við hveija Bandaríkjamenn
áttu vopnaviðskiptin. Leyni-
þjónustan hefur ekki getað
veitt þingmönnum fullnægjandi
svör um málið. Við þessar að-
stæður var vopnasalan hættu-
spil, sem erfítt er að réttlæta.
í þriðja lagi — og það sem
þyngst vegur — seldu Banda-
ríkjamenn vopn og varahluti til
írans á sama tíma og þeir
fylgdu í orði kveðnu gerólíkri
stefnu og gagnrýndu harðlega
aðrar þjóðir, sem stóðu að slíkri
vopnasölu. Tvöfeldni af þessu
tagi getur hugsanlega verið
réttmæt einhveija skamma hríð
við alveg sérstakar aðstæður,
en í þessu dæmi virðist ekkert
slíkt fyrir hendi. Þess vegna
er tvískinningurinn mjög
ámælisverður og til þess fallinn
að grafa undan tiltrú manna á
dómgreind forseta Banda-
ríkjanna og nánustu ráðgjafa
hans.
Stjórnvöld í lýðræðisríkjum
Vesturlanda standa frammi
fyrir miklum vanda, þegar
hryðjuverkamenn, sem eiga sér
griðastaði í erlendum ríkjum,
taka vestræna borgara í
gíslingu og heimta lausnar-
gjald. Frakkar hafa t.a.m.
staðið í sömu sporum og
Bandaríkjamenn og nú á dög-
unum kusu þeir að greiða fyrir
fyrir lausn þeirra með vopnum
og peningum, auk þess sem
þeir settu starfí íranskra stjórn-
arandstæðinga í Frakklandi
stólinn fyrir dymar. Um þessa
leið virðist samstaða í Frakk-
landi, jafnt meðal hægri manna
sem sósíalista. En því miður
er staðrejmdin sú, að eftirgjöf
af þessu tagi, hvort sem í hlut
eiga Frakkar, Bandaríkjamenn
eða aðrar þjóðir, mun aðeins
efla hryðjuverkamennina og
mannræningjana. Þegar einn
gísl hefur verið keyptur verður
annar tekinn og þetta sanna
raunar dæmin frá Líbanon. A
endanum eru það stjómvöld
lýðræðisríkjanna, sem verða
þannig á óbeinan hátt gíslar
hryðjuverkamanna.
Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson tefla við heimsmeistarana, þá Kasparov og Karpov.
Ólympíuskákmótið:
3V2-V2; England — Júgóslavía,
2V2—IV2 (Nunn og Chandler unnu,
Short jafnt, Miles tapaði fyrir
Ljubó); Búlgaría — Tékkóslóvakía,
3—1; Bandaríkin — Rúmenía, 3—1;
Indónesía — Pólland, 3—1.
íslendingar voru í 3.-5. sæti
ásamt Sovétmönnum og Englend-
ingum, en í 1.—2. sæti voru
Ungveijar og Bandaríkjamenn hálf-
um vinningi ofar. Dýrðardraumar
um verðlaunapeninga hafa vafa-
laust verið famir að sækja á
íslensku skákmeistarana, en . ..
Áttunda umferð:
ísland — England 0—4
Helgi — Miles 0—1
Jóhann — Short 0—1
Jón L. — Chandler 0—1
Margeir — Speelman 0—1
Hvílíkt reiðarslag! Um þessa
umferð er best að hafa sem fæst
orð. Allt gekk á afturfótunum, þeg-
ar líða tók á umferðina, og til að
bæta gráu ofan á svart hafnaði
Jóhann jafnteflisboði andstæðings-
ins. Hvemig getur þetta gerst?
íslensku skákmennimir eru orðnir
Viðburðarík helg'i í Dubai
Skák
Bragi Kristjónsson
ÍSLENSKA skáksveitin á
Ólympíumótinu í Dubai stóð í
ströngu um helgina. Á laugardag
var teflt við heims- og ólympíu-
meistara Sovétríkjanna, en á
sunnudag við Englendinga, sem
taldir eru aðrir i styrkleikaröð.
Sunnudagurinn 23. nóvember er
án efa viðburðaríkasti dagurinn
i íslenskri skáksögu til þessa. Um
morguninn varð jafntefli við
sterkustu sveit allra tíma stað-
reynd, en um kvöldið töpuðust
allar skákir , við Englendinga,
sem sé hlátur að morgni en grát-
ur að kvöldi.
Sjöunda umferð:
ísland — Sovétríkin 2—2
Helgi — Kasparov 0—1
Jóhann — Karpov V2—V2
Jón L. — Vaganjan V2—V2
Margeir — Tjéskovskij 1—0
Mikil spenna var fyrir þessa við-
ureign, því mönnum er í ýersku
minni æsispennandi keppni íslend-
inga og Rússa í Grikklandi fyrir
tveim árum. íslendingar mættu
mjög ákveðnir til leiks, ekki síst
vegna þess, að allir spáðu þeim
miklum ófömm.
Helgi hafði svart gegn heims-
meistaranum á 1. borði. Helgi hélt
sínu lengi vel, en í tímahraki missti
hann tökin á skákinni og tapaði.
Kasparov hefur aðeins leyft eitt
jafntefli til þessa, þannig að Helgi
var ekki öfundsverður að tefla við
hann með svörtu.
Jóhann og Karpov tefldu þungan
spænskan leik. Þegar líða tok á
skákina náði heimsmeistarinn fyrr-
verandi undirtökunum, en Jóhanni
tókst að ná mótspili með skipta-
munsfóm. Skákin fór í bið eftir 60
leiki og töldu flestir Jóhann eiga
erfiða vöm fyrir höndum. Hann
fann besta biðleikinn og morguninn
eftir tókst Karpov ekki að knýja
fram vinning.
Á Qórða borði áttust við íslands-
meistarinn og Sovétmeistarinn og
er skemmst frá því að segja, að
Margeir vann mjög ömggan sigur
á Tjéskosvikij. Sovétmaðurinn lék
af sér í byrjun og átti aldrei mögu-
leika eftir það. Þar með var stærsta
stund í íslenskri skáksögu mnnin
upp. Jafntefli við sveit, þar sem
tefla núverandi heimsmeistari, fyrr-
verandi heimsmeistari, „súper“-
stórmeistari og skákmeistari
Sovétríkjanna, er hreint ótrúlegur
árangur.
Önnur úrslit: Skotland — Kúba,
2V2—IV2; Ungveijaland — Kanada,
það keppnisvanir, að slíkt á ekki
að geta hent þá. Ástæðan er vafa-
laust sú, að þeir hafa verið þreyttir
eftir keppnina við Sovétmenn og
fullir bjartsýni. Þegar því takmarki
var náð, að ná glæsilegum úrslitum
við yflrburðasveit Rússa, hafa ís-
lendingar átt erfitt með að ná aftur
einbeitingu, en aðeins liðu fáar
klukkustundir frá því, að biðskák-
um lauk, þangað til að keppnin við
Englendinga hófst.
Afhroð Íslendinga gegn Englend-
ingum hafði áhrif út fyrir þau borð,
sem þeir tefldu á. Sovétmenn töp-
uðu fyrir Bandaríkjamönnum
IV2—2V2, og tapaði heimsmeistar-
inn, Kasparov, sinni fyrstu skák
sem heimsmeistari fyrir öðmm en
erkifjandanum, Karpov. Skýring á
þessu tapi er sú, að í miðri skák
gekk Kasparov yfír að borði því,
er íslendingar og Englendingar
tefldu á, og varð svo mikið um að
sjá aðfarirnar að hann fölnaði.
Hann sneri aftur að sinni skák, en
lagði of mikið á stöðuna, og tapaði
betri skák. Aðrar skákir urðu jafn-
tefli í keppni Bandaríkjamanna og
Rússa.
Önnur úrslit: Ungveijaland —
Júgóslavía, 2V2—IV2; V—Þýskaland
— Finnland, 3—1; Rúmenía —
Spánn, 2—2; Frakkland — Chile,
3—1; Búlgaría — Skotland, 3—1;
Kúba — Indónesía, 2—2; Tékkó-
slavíka — Brasilía, 3—1.
Staða efstu sveita eftir 8. umferð:
1. England, 23V2 v. 2.-3. Banda-
ríkin og Ungveijaland, 22lh v. 4.
Búlgaría, 22 v. 5.-6. Frakkland
og Sovétríkin, 21 v. 7.-9. Júgó-
slavía, Spánn og Indónesía, 2OV2
v. 10. Argentína, 20 v. og 1 bið-
skák. 11.—16. Kúba, Rúmenía,
Skotland, V-Þýskaland, Chile og
Kanada, 20 v. 17.—19. ísland,
Tékkóslóvakía og Póljand, 19V2 v.
Stærsti skellur íslendinga á
Ólympíuskákmóti síðan 1954 hefur
sett þá niður í 17. sæti, en engin
ástæða er til að örvænta, því enn
em sex umferðir ótefldar. Eina leið-
in til að taka svona stómm skell
er að láta sem ekkert sé, eða eins
og þeir sögðu sjálfir um leið og
þeir gengu úr skáksalnum: „Þetta
gerðist ekki í raun.“
ísland IV2—Pólland l'/2_
en Jóhann á betrí biðskák
ÍSLENDINGAR tefldu við Pól-
veija í níundu umferð Ólympíu-
skákmótsins i Dubai í gær.
ísland — Pólland U/2— U/2
Helgi — Schmidt V2—V2
Jóhann — Sznapik biðskák
Margeir — Hawelko 0—1
Guðmundur — Dejkalo 1—0
Pólveijar eiga jafnsterkt lið, með
einn stórmeistara á 1. borði og þijá
alþjóðalega meistara. Sznapik er
gamalreyndur meistari, en á 3. og
4. borði tefla ungir og upprennandi
skákmenn.
Helgi og stórmeistarinn Schmidt
skiptu fljótt upp í endatafl þar sem
Helgi átti heldur betra færi, en tókst
ekki að nýta sér það til sigurs.
Jóhann yflrspilaði andstæðing
sinn í byijun og átti um tíma þijú
peð yfir. Jóhann virtist þreyttur
eftir erflða helgi við skákborðið.
Hann missti eitt peðið, en á enn
einhveija vinningsmöguleika í bið-
stöðunni, sem hér fer á eftir:
Hvítt: Sznapik
Svart: Jóhann
Svartur lék biðleik.
Margeir var ekki líkur sjálfum
sér í skákinni við Hawelko. Hann
tefldi byijunina illa og kórónaði svo
verkið með afleik í tímahraki í
erfiðri stöðu. Margeir er greinilega
ekki búinn að ná sér eftir átök helg-
arinnar og hlýtur að fá frí í dag.
Guðmundur Siguijónsson tefldi
af öryggi gegn Dejkalo, notaði mik-
inn tíma. Pólveijinn missti þolin-
mæðina þegar Guðmundur bauð
jafntefli. Hann hafnaði boðinu og
fórnaði manni. Guðmundur sýndi
engin svipbrigði, tók manninn og
tefldi framhaldið af öryggi. Þegar
Pólveijinn sá að fómin stóðst ekki,
hugsaði hann sig lengi um en fann
ekkert gott framhald og féll loks á
tíma eftir 38. leik.
Önnur úrslit: Sovétríkin —
Frakkland 3‘/2—V2 (Kasparov —
Spassky, jafnt í 11 leikjum, Spassky
átti gott peð yfir!); England — Búlg-
aría 3—1; V-Þýskaland — Skotland
3—1; Tékkóslóvakía — Austurríki
2V2—IV2; Ungveijaland — Banda-
ríkin 1—2 og 1 biðskák, örlítið betri
fyrir Bandaríkjamenn; Spánn —
Júgóslavía 3—1 (óvænt!); Argentína
— Indónesía 2V2—IV2; Chile —
Kúba 2V2—IV2; Rúmenía — Kanada
2V2—V2 og 1 biðskák.
Staðan eftir 9 umferðir: 1. Eng-
land, 26V2 v. 2. Bandaríkin 24V2
v. og 1 biðskák, 3. Sovétríkin 24V2
v. 4. Ungverjaland 23'/2 v. og 1
biðskák, 5. Spánn 23V2 v. 6.-8.
Argentína, V-Þýskaland og Búlg-
aría 23 v. 9. Rúmenía 22'A v. og
1 biðskák, 10. Chile 22'A v.
11.—14. Tékkóslóvakía, Kína,
Indónesía og Ástralía 22. v.
15.—17. Júgóslavía , Frakkland
og Kúba 2U/2 v. íslendingar koma
svo í 18. sæti með 21 v. og biðskák.
Dönsk höggmynd
í Mæðragarðinn
HÖGGMYND danska myndhöggvarans Palle Lindaus, „Et tilfæld-
igt möte under jorden“ kemur hingað til lands í næstu viku og
verður komið fyrir í Mæðragarðinum við Lækjargötu. Verkið
kemur hingað vegna samvinnu norrænna myndhöggvara, sem
ætla að skiptast á höggmyndum næsta árið.
Það var norska myndhöggvara-
félagið sem stakk upp á því að
hvert norrænu landanna legði fram
eina höggmynd og yrði hvert verk
til sýnis í höfuðborgum landanna í
þijá mánuði í senn. Norræni menn-
ingarmálasjóðurinn styður þessi
skipti. Myndhöggvarafélag íslands
valdi Hallstein Sigurðsson sem sinn
fulltrúa og verður verk hans sent
utan á fimmtudag. Það nefnist
„Veðrahöll VI“ og var unnið árið
1980.
Verk Palle Lindaus kemur hingað
frá Kaupmannahöfn, þar sem það
hefur verið við Örstedsparken
síðustu þijá mánuði. Hallsteinn Sig-
urðsson sagði að ákveðið hafí verið
að hver listamaður sýndi verk sitt
í heimalandinu áður en það væri
sýnt erlendis. „Ég hef ekki komið
því í verk að sýna höggmyndina
mína hér, svo það verður að bíða
þar til á næsta ári, þegar hún hefur
verið sýnd í Osló, Stokkhólmi, Hels-
inki og Kaupmannahöfn."
Eins og áður er sagt verður verki
Palle Lindaus komið fyrir í Mæðra-
garðinum og hefur umhverfísmála-
" Hallsteinn Sigurðsson, mynd-
höggvari, gerði þetta verk
„Veðrahöll VI“, en það verður
sýnt í öllum höfuðborgum Norð-
urlandanna, þijá mánuði í hverri.
Verk Palle Lindaus, „Et tilfældigt möte under jorden" sem komið
verður fyrir í Mæðragarðinum við Lækjargötu í næstu viku.
ráð veitt leyfl sitt til þess. Palle
stundaði nám við Konunglegu
dönsku listaakademíuna árin
1969-1976 og hefur haldið einka-
sýningar og tekið þátt í mörgum
samsýningum. Hann var formaður
danska myndhöggvarafélagsins ár-
in 1983-1985. Verk hans er úr áli,
þrír metrar á hæð og tveir og hálf-
ur á breidd. Það vegur um 700 kíló.
AF ERLENDUM
VETTVANGI
eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNS DÓTTUR
Verður Enrile
meiri ógnun utan
stj órnar en innan?
ÞOTT valdaráni hafi verið afstýrt á elleftu stundu á Filippseyjum
um helgina einkum fyrir tilstuðlan Fidel Ramos, yfirmanns her-
afla landsins, er með öllu óljóst, hvernig Corazon Aquino, forseta
reiðir af. Fæstum dettur í hug, að Juan Ponce Enrile, láti það
gott heita að vera rekinn úr starfi. Þar sem hann virðist og njóta
fylgis innan hersins, þótt ekki sé alveg klárt, hversu víðtækur
sá stuðningur er.væri trúlegra en ekki, að hann reyndi á ein-
hvern hátt að finna kröftugan mótleik.
FFæstum kemur á óvart, að
til tíðinda skyldi draga á
Filippseyjum enda aðdragandi
orðinn langur. Naumast er þörf á
að rifja það upp eina ferðina enn,
að Aquino komst til valda á
Filippseyjum í febrúar s.l. eftir
að þeir Fidel Ramos og Juan
Ponce Enrile, áður dyggir Marcos-
ar-menn, ákváðu að ganga
Aquino á hönd. Þetta var klók-
indalega gert, enda ekki ósenni-
legt, að með þessu hafí verið
afstýrt blóðugri borgarastyijöld
eftir kosningamar þá. Aquino
launaði þeim greiðann eins og
kunnugt er, skipaði Ramos yfír-
mann herafla landsins og Enrile
fékk embætti vamarmálaráðherr-
ans. Um hríð fór allt fram í blíðu
og vinsemd og talað var fíálglega
um mikilvægi þjóðareiningar. Og
þjóðarátak væri nauðsynlegt til
að reisa úr rústum þjóðfélag Mac-
osar. Samvinna þeirra félaganna
við Aquino forseta var til fyrir-
myndar til að byija með. En ekki
lengi.
Það var áhugi Aquino á
að ná samkomulagi við skæruliða
kommúnista, en þeir hafa látið
að sér kveða í uppundir tuttugu
árá ákveðnum svæðum á eyjun-
um, sem tók fljótlega að fara fyrir
bijóstið á vamarmálaráðherran-
um. Þar sem við bættist, að
talsmenn kommúnistaskæmlið-
anna gáfu dræm svör og virtust
ekki taka beinlínis alvarlega við-
leitni forsetans, æstist vamar-
málaráðherrann enn. Þau áttu
saman ýmsa fundi um málið, en
ágreiningurinn óx fremur en hitt.
Almennt virðist Enrile ekki hafa
þótt Aquino valda starfí sínu og
hann hóf að gagnrýna forsetann
opinberlega. Sv gagnrýni mæltist
afleitlega fyrir hjá alþýðu manna,
en fékk töluverðan hljómgrunn
innan hersins og vitanlega hjá
stuðningsmönnum Marcosar, fyr-
verandi forseta.
Enrile átti nokkuð erfitt um
vik; Bandaríkjamenn notuðu hvert
tækifæri til að lýsa yfír stuðningi
við Aquino. Þrátt fyrir að sumum
áhrifamönnum Bandaríkjastjóm-
ar gremdist, hversu mikinn hug
Corazon virtist hafa á að ná sam-
komulagi við kommúnista. Enrile
var líka vel Ijóst að Aquino nýtur
slíkrar almenningshylli, að hann
yrði að tryggja sér allan stuðnings
hersins, ef ætti að vera fært að
ráðast fram gegn henni. Þeir
Enrile og Ramos höfðu unnið sam-
an í bróðemi fyrstu mánuðina og
ekki er vafi á því, að Enrile taldi,
að Ramos urði betri en enginn,
þegar að því drægi að koma Aqu-
ino frá. Framan af var Ramos
tvístígandi og gat ekki ákveðið
hvaða pól hann ætti að taka í
hæðina. Hann valdi einhvers kon-
ar milliveg, sem varð aftur til
þess að farið var að tala um hann
sem hugsanlegan sáttasemjara
milli forsetans og vamarmálaráð-
herrans.
Margsinnis hefur komið upp
orðrómur að Enrile ætlaði að láta
til skarar skríða. Málið var komið
á alvarlegt stig, áður en Aquino
fór í opinbera heimsókn til Jap-
ans. Ramos hafði fengið veður af
fyrirætlunum Enrile og stuðnings-
manna hans, en erfítt reyndist að
Corazon Aquino, forseti
fá botn í, á hvaða stigi undirbún-
ingur var. Ramos sveifst einskis
til að afla vitneskju um samsærið.
Hann lét uppýsingar leka til
manna Enriles, hann talaði af
fullkomnu virðingarleysi um ýmsa
nánustu samstarfsmenn forsetans
og lét óspart að því liggja, að
ekki væri stætt á því að hafa for-
seta sem væri bæði óákveðinn og
reikull. Þetta b ar tilætlaðan
árangur, hann fékk nægilegar
upplýsingar um valdaránstilraun-
ina, sem samsærismenn nefndu „
guð blessi drottninguna." Áformin
vom að engu gerð, en aðeins í
bili. Eftir að Aquino kom frá Jap-
an var sýnilegt, að Enrile ætlaði
ekki að láta við svo búið sitja.
Slóðin var ekki auðrakin til hans
og þar af leiðandi varð ekkert
aðhafzt í bili. Ramos reyndi að
efna til sáttafundar forsetans og
Enrile, en bilið milli þeirra var
orðið of breitt og Enrile lúrði ekki
á fyrirlitningu sinni á forsetanum.
Fidel Ramos hafði tekið afstöðu
með Aquino, en hann gerði það
ekki af einni saman hugsjón.
Hann vildi að forsetinn gengi að
ákveðnum skilmálum, annars
gæti hann auðvitað söðlað yfír á
ný.í síðustu viku varð svo uppvíst
um, að enn væri valdaránstilraun
á döfinni. Ramos ræddi við Coraz-
on Aquino og gerði henni grein
fyrir því, að nú væri um líf eða
dauða að tefla. Framtið hennar í
Afsettur ráðherra, Ponce En-
rile.
Fidel Ramos, maður í lykil-
stöðu?
forsetastóli væri undir því komin,
hvort hún gengi að þeim skilyrð-
um, sem hann setti. Meðal annars
að víkja ríkisstjóminni allri frá
og að hann yrði hafður með í
ráðum, þegar ný yrði skipuð. Að
fallast á að nokkrir ráðherrar, sem
Ramos taldi of vinstrisinnaða
fengju ekki ráðherraembætti aft-
ur. Enrile yrði að sjálfsögðu að
víkja, enda leit Ramos nú orðið á
hann sem keppinaut sinn um völd,
ekki síður en andstæðing forset-
ans. Aquino mun hafa fallizt á
allar tillögur Ramosar og hefur
ugglaust áttað sig á, að betra
væri að fallast á kosti Ramosar
en eiga á hættu að hann gengi
yfír í raðir andstæðinga hennar.
Niðurstaðan var sem sagt sú,
að Aquino og Ramos tóku höndum
saman og eins og fyrr segir og
einnig kemur fram í fréttum:
valdaránstilraun hefur verið
hnekkt í bili. En Enrile á eftir að
segja sitt síðasta orð. Hann er að
sönnu farinn úr ríkisstjóminni.
En hann heldur áfram að vera
þymir í auga Aquino, altjent unz
það skýrist, hvað hann ætlast fyr-
ir. Enrile er metnaðargjam maður
og honum er svona, að því er virð-
ist, nokk sama um hvort lýðræði
ríkir á Filippseyjum eða ekki. Svo
fremi hann fái að njóta valdsins.
Því gæti svo farið að hann yrði
hættulegri Corazon Aquino, for-
seta, utan stjómar en innan.