Morgunblaðið - 25.11.1986, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 25.11.1986, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1986 69 Skiptir máli að sam- komulag sé um ákvörð- un Launanefndar segir Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ „Formannafundur Alþýðu- sambandsins krafðist þess á sunnudag- að þegar yrðu teknar upp viðræður við atvinnurekend- ur um tafarlausar úrbætur til handa þeim, sem við rýrust kjör búa. A viðræðufundinum í morg- unn óskuðu vinnuveitendur eftir því að úrskurði Launanefndar um vísitöluhækkun á laun yrði frestað um eina viku og tíminn notaður til viðræðna um nýjan kjarasamning,“ sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi. Ásmundur sagði að það skipti mjög miklu máli að samhljóða nið- urstaða næðist í Launanefnd ASÍ og VSI, þar sem framtíð þessarar aðferðar við að ákvarða vísitölubæt- ur á laun grundvallaðist á því að samkomulag næðist. Bæði 1. júní og 1. september hefðu ákvarðanim- ar verið samhljóða og því væri oddaatkvæðið ennþá í höndum Al- þýðusambandsins. Benti hann á að félagar í Alþýðusambandinu fengju ekki greidd laun fyrr en í fyrsta lagi í annarri viku desember og því ætti hækkun sem ákveðin væri í næstu viku að geta komið til fram- kvæmda með eðlilegum hætti. „Við erum ekki að afsala okkur neinu, heldur gefa kost á viðræðum, þar sem markmiðið er að taka veru- legt skref til þess að hækka lægstu laun. Það eru engar viðræður fam- ar af stað og því ekki vitað hver raunverulegur vilji atvinnurekenda er til samninga, en það er rétt að reyna að freista þess að ná strax fram úrbótum fyrir hina tekju- !ægstu,“ sagði Ásmundur. Ásmundur sagði að samnings- tíminn hlyti að ráðast af innihaldi samninganna. Það væri bæði hægt að hugsa sér að til bráðabirgða væri samið um marktækt skref í hækkun lægstu launa á meðan unn- ið væri að samningum á breiðari grundvelli og hins vegar samninga til lengri tíma, þar sem tekið væri á fleiri atriðum. „Það hlýtur að ráðast af því hvaða vilji er til samn- inga hjá VSÍ,“ sagði Ásmundur að lokum. Steingrímur Hermannsson reynir vökvabor í tilraunagöngum Atlas Copco. Forstjóri fyrirtækisins, Bengt Ljung, og Edda Guðmunds- dóttir fylgjast með. Forsætisráðherra heimsækir Svíþióð STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra og Edda Guð- mundsdóttir kona hans héldu í opinbera heimsókn til Svíþjóðar á sunnudag. í fylgd með þeim eru Guðmundur Benediktsson ráðuneytisstjóri og Kristín Cla- essen kona hans. Forsætisráðherrahjónin skoðuðu í gær fyrirtæki, þar á meðal Atlas Copco sem er eitt stærsta iðnfyrir- tæki í Svíþjóð og f fremstu röð í heiminum í framleiðslu á þrýstuloft- pressum, jarðgangnaborum og tæknibúnaði. Atlas Copco hefur m.a. selt þrýstiloftpressur til fyrir- tækja á íslandi. Steingrímur mun í dag ræða við Ingvar Carlsson forsætisráðherra Svíþjóðar en á miðvikudaginn mun Steingrímur sitja fund forsætisráð- herra Norðurlanda í Kaupmanna- höfn. SIEMENS vélin frá Siemens fyrirvandiáttfóik • Frjálst hitaval. •Áfangaþeytivinding fyrir allan þvott, líka ull. Mesti vindu- hraði: 1100 sn./mín. •Sparnaðarkerfi þegar þvegið er í hálffylltri vól. •Skyndiþvottakerfi fyrir íþrótta- föt, gestahandklæði og annað sem lítið er búið að nota. • Hagkvæmnihnappur til að minnka hita og lengja þvotta- tíma: Sparar rafmagn. • Hægt er að fá þurrkara með , sama útliti til að setja ofan á í vélina. • Allar leiðbeiningar á íslensku. Hjá SIEMENS eru gæði, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn. Smith og Norland Nóatúni 4, s. 28300. Fótaaðgerðir Kristín Steingrímsdóttir, fótasérfræðingur er til húsa í snyrtistofunni Ársól, Grímsbæ, sími 31262. Bladburöarfólk óskast! ÚTHVERFI Heiðargerði 2—124 Nökkvavogur KÓPAVOGUR Kársnesbraut 2—56 Póst- og símamálastofnunin NordEx norræn viðskiptasímaskrá NORDEX er ný viðskiptasímaskrá, sem símamálastjórnir Norðurlanda gefa út sameiginlega. I NORDEX verða allar nauðsynlegar upplýsingar varðandi samskipti í síma og farsíma, með telex og telefax við útflytjendur á Norðurlöndum, ásamt póstföngum þeirra. NORDEX er því kjörinn vettvangur fyrir útflutningsfyrirtæki til þess að kynna og auglýsa starfsemi sína. Gögn varðandi NORDEX 1987 hafa þegar verið send flestum fyrirtækjum landsins. Þau fást einnig á póst- og símstöðvunum. Ef þér óskið nánari upplýsinga hafið vinsamlega samband með pósti eða í síma. Pantanir þurfa að berast í síðasta lagi um mánaðamótin nóvember-desember 1986. NORDEX SÍMASKRÁIN - AUGLÝSINGAR PÓSTHÓLF 311 - 121 REYKJAVÍK SÍMI 91-29140
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.