Morgunblaðið - 18.02.1987, Page 25

Morgunblaðið - 18.02.1987, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVHOJDAGUR 18. FEBRÚAR 1987 25 SjálfstæðismennNorðurlandi--eystra: Ráðstefna um kjördæm- ið o g landsbyggðina KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálf- stæðisflokksins i Norður- landi eystra heldur ráðstefnu dagana 21. og 22. febrúar nk. um málefni kjördæmisins og lands- byggðarinnar. Ráðstefnan verður haldin í húsakynnum flokksins í Kaupangi við Mýrarveg, Akureyri, til undirbúnings landsfundar Sjálfstæðisflokksins og kosningabaráttunnar. Á laugardaginn kl. 16.00 verður almennur opinn stjóm- málafundur þar sem Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðis- flokksins verður aðalræðumað- ur. Ráðstefnustjórar verða Sig- urður Hannesson formaður kjördæmisráðs og Bárður Halldórsson menntaskólakenn- ari. Laugardaginn 21. febrúar kl. 10.00 verður ráðstefnan sett af Halldóri Blöndal alþingis- manni og kl. 10.15 verður fjallað um iðnað, þjónustu og verslun. Framsöguerindi flytja Sigurður Ringsteð yfírverk- fræðingur, Guðmundur Sig- urðsson framkvæmdastjóri, Ingi Bjömsson iðnráðgjafí og Stefán Sigtryggsson viðskipta- fræðingur. Kl. 13.00-14.00 verður landbúnaður á dagskrá. Framsöguerindi flytja Vigfús Jónsson bóndi, Benjamín Bald- ursson bóndi og Guðmundur Stefánsson framkvæmdastjóri. kl. 14.00-15.45 verða umræður og ályktanir. Sunnudaginn 22. febrúar kl. 10.00-11.15 verður sjávarút- vegur á dagskrá. Framsöguer- indi flytja Bjöm Dagbjartsson alþingismaður, Sverrir Leosson útgerðarmaður, Þorbjöm Sig- urðsson skipstjóri, Þorsteinn Már Baldvinsson verkfræðingur og Knútur Karlsson fram- kvæmdastjóri. Kl. 13.00-14.00 verða skóla- og menntamál á dagskrá. Framsöguerindi flytja Tómas Ingi Olrich mennta- skólakennari, Trausti Þor- steinsson skólastjóri, Katrín Eymundsdóttir . kennari og Davíð Stefánsson stud. jur. Kl. 15.30-16.30 verður styrking byggðar rædd. Framsöguerindi flytja Sigurður J. Sigurðsson framkvæmdastjóri, Margrét Kristinsdóttir kennari, Her- mann Sigtryggsson íþróttafull- trúi og Gauti Amþórsson yfírlæknir. Kl. 16.30-17.45 verða umræður og ályktanir og kl. 17.45 verða lokaorð og nið- urstöður. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Emil Páll Jónsson og Páll Ketilsson, ritstjórar Víkur-frétta. Víkur-fréttir munu nú koma út tvisvar í viku Keflavfk. VÍKUR-FRÉTTIR munu frá og með þessari viku koma út tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtu- dögum. Til þessa hefur blaðið komið út einu sinni í viku, á fimmtudögum. Því er dreift ókeypis á hvert heimili i Keflavík, Njarðvík og í Höfnum og liggur frammi á dreifingar- stöðum í Grindavík, Sandgerði og Garði. Tveir einstaklingar í Keflavík, Páll Ketilsson og Emil Páll Jónsson standa að útgáfunni og er eingöngu fjallað um málefni Suðumesja í blaðinu, sem gefíð er út í 4.800 eintökum. „Þetta hefur staðið til í nokkum tíma hjá okkur að koma með tvö blöð í viku,“ sagði Páll Ketilsson og kvaðst bjartsýnn með áframhaldið. Að sögn Emils Páls Jónssonar, hafa þeir Víkur-fréttamenn verið með samning við Póst og síma sem hefur borið blaðið út í Keflavík og Njarðvík. En með þessari aukningu væri það nú úr sögunni og nú yrði blaðburðarfólk ráðið til að sjá um dreifínguna. - BB Þórólfur Stefánsson Gítartón- leikar í Bú- staðakirkju TÓNSKÓLI Sigursveins D. Krist- inssonar heldur tónleika mið- vikudagskvöldið 18. febrúar. Tónleikarnir verða í Bústaða- kirkju og hefjast kl. 20.30. A efnisskránni verður m.a. kon- sert í D-dúr fyrir gítar og hljómsveit eftir M. Castelnuovo-Tedesco. Ein- leikari á gftar er Þórólfur Stefáns- son, og er þetta liður í lokaprófi hans frá skólanum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfír. Húsavík: Tónlistar- viðburðir Húsavík. Tónlistarmenn hafa heimsótt Húsavík undanfarnar tvær helg- ar. Hrifning áhorfcnda á báðum tónleikunum var mikil, en aðsókn ekki sem skyldi þar sem hér var um „frábært listafólk" á ferð. Sunnudaginn 8. febrúar voru tón- leikar I Húsavíkurkirkju þar sem pólskir listamenn létu til sín heyra, þau Wazlaw Lazarz flautuleikari og Dorota Maczyk pfanóleikari. Sl. sunnudag héldu sfðan þær Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari hljóm- leika f bamaskólahúsinu. Fréttaritari M Nú eru komnar nýjar vor- og sumarvörur í Vogue-búðimar. Röndótt, einlit, mynstruö og áprentuð jerseyefni Jerseyefnin eru áberandi í vor- og sumartískunni. Bómullarsafaríefni Röndótt bómullarefni Almynstruð bómullar- og vattefni í teppi,- gardínur og bútasaum Smárósótt bómullar- og vattefni í barnaföt o.fl. Röndótt velúrefni í barnaföt, náttsloppa o.fl. Bómullarefni í eldhúsgardínur, dúka, diskamottur o.fl. Polyesterefni og margt fleira Aldrei annað eins úrval! Athugið! næg bílastæði í Mjóddinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.