Morgunblaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVHOJDAGUR 18. FEBRÚAR 1987 25 SjálfstæðismennNorðurlandi--eystra: Ráðstefna um kjördæm- ið o g landsbyggðina KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálf- stæðisflokksins i Norður- landi eystra heldur ráðstefnu dagana 21. og 22. febrúar nk. um málefni kjördæmisins og lands- byggðarinnar. Ráðstefnan verður haldin í húsakynnum flokksins í Kaupangi við Mýrarveg, Akureyri, til undirbúnings landsfundar Sjálfstæðisflokksins og kosningabaráttunnar. Á laugardaginn kl. 16.00 verður almennur opinn stjóm- málafundur þar sem Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðis- flokksins verður aðalræðumað- ur. Ráðstefnustjórar verða Sig- urður Hannesson formaður kjördæmisráðs og Bárður Halldórsson menntaskólakenn- ari. Laugardaginn 21. febrúar kl. 10.00 verður ráðstefnan sett af Halldóri Blöndal alþingis- manni og kl. 10.15 verður fjallað um iðnað, þjónustu og verslun. Framsöguerindi flytja Sigurður Ringsteð yfírverk- fræðingur, Guðmundur Sig- urðsson framkvæmdastjóri, Ingi Bjömsson iðnráðgjafí og Stefán Sigtryggsson viðskipta- fræðingur. Kl. 13.00-14.00 verður landbúnaður á dagskrá. Framsöguerindi flytja Vigfús Jónsson bóndi, Benjamín Bald- ursson bóndi og Guðmundur Stefánsson framkvæmdastjóri. kl. 14.00-15.45 verða umræður og ályktanir. Sunnudaginn 22. febrúar kl. 10.00-11.15 verður sjávarút- vegur á dagskrá. Framsöguer- indi flytja Bjöm Dagbjartsson alþingismaður, Sverrir Leosson útgerðarmaður, Þorbjöm Sig- urðsson skipstjóri, Þorsteinn Már Baldvinsson verkfræðingur og Knútur Karlsson fram- kvæmdastjóri. Kl. 13.00-14.00 verða skóla- og menntamál á dagskrá. Framsöguerindi flytja Tómas Ingi Olrich mennta- skólakennari, Trausti Þor- steinsson skólastjóri, Katrín Eymundsdóttir . kennari og Davíð Stefánsson stud. jur. Kl. 15.30-16.30 verður styrking byggðar rædd. Framsöguerindi flytja Sigurður J. Sigurðsson framkvæmdastjóri, Margrét Kristinsdóttir kennari, Her- mann Sigtryggsson íþróttafull- trúi og Gauti Amþórsson yfírlæknir. Kl. 16.30-17.45 verða umræður og ályktanir og kl. 17.45 verða lokaorð og nið- urstöður. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Emil Páll Jónsson og Páll Ketilsson, ritstjórar Víkur-frétta. Víkur-fréttir munu nú koma út tvisvar í viku Keflavfk. VÍKUR-FRÉTTIR munu frá og með þessari viku koma út tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtu- dögum. Til þessa hefur blaðið komið út einu sinni í viku, á fimmtudögum. Því er dreift ókeypis á hvert heimili i Keflavík, Njarðvík og í Höfnum og liggur frammi á dreifingar- stöðum í Grindavík, Sandgerði og Garði. Tveir einstaklingar í Keflavík, Páll Ketilsson og Emil Páll Jónsson standa að útgáfunni og er eingöngu fjallað um málefni Suðumesja í blaðinu, sem gefíð er út í 4.800 eintökum. „Þetta hefur staðið til í nokkum tíma hjá okkur að koma með tvö blöð í viku,“ sagði Páll Ketilsson og kvaðst bjartsýnn með áframhaldið. Að sögn Emils Páls Jónssonar, hafa þeir Víkur-fréttamenn verið með samning við Póst og síma sem hefur borið blaðið út í Keflavík og Njarðvík. En með þessari aukningu væri það nú úr sögunni og nú yrði blaðburðarfólk ráðið til að sjá um dreifínguna. - BB Þórólfur Stefánsson Gítartón- leikar í Bú- staðakirkju TÓNSKÓLI Sigursveins D. Krist- inssonar heldur tónleika mið- vikudagskvöldið 18. febrúar. Tónleikarnir verða í Bústaða- kirkju og hefjast kl. 20.30. A efnisskránni verður m.a. kon- sert í D-dúr fyrir gítar og hljómsveit eftir M. Castelnuovo-Tedesco. Ein- leikari á gftar er Þórólfur Stefáns- son, og er þetta liður í lokaprófi hans frá skólanum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfír. Húsavík: Tónlistar- viðburðir Húsavík. Tónlistarmenn hafa heimsótt Húsavík undanfarnar tvær helg- ar. Hrifning áhorfcnda á báðum tónleikunum var mikil, en aðsókn ekki sem skyldi þar sem hér var um „frábært listafólk" á ferð. Sunnudaginn 8. febrúar voru tón- leikar I Húsavíkurkirkju þar sem pólskir listamenn létu til sín heyra, þau Wazlaw Lazarz flautuleikari og Dorota Maczyk pfanóleikari. Sl. sunnudag héldu sfðan þær Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari hljóm- leika f bamaskólahúsinu. Fréttaritari M Nú eru komnar nýjar vor- og sumarvörur í Vogue-búðimar. Röndótt, einlit, mynstruö og áprentuð jerseyefni Jerseyefnin eru áberandi í vor- og sumartískunni. Bómullarsafaríefni Röndótt bómullarefni Almynstruð bómullar- og vattefni í teppi,- gardínur og bútasaum Smárósótt bómullar- og vattefni í barnaföt o.fl. Röndótt velúrefni í barnaföt, náttsloppa o.fl. Bómullarefni í eldhúsgardínur, dúka, diskamottur o.fl. Polyesterefni og margt fleira Aldrei annað eins úrval! Athugið! næg bílastæði í Mjóddinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.