Morgunblaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987 L ■ STACY KEACH Stacy Keach var hampað sem hinum nýja Marlon Brando þegar á sjöunda áratugnum, fyrir kynngimagnaðan leik á sviði; hann lék Hamlet þá aðeins 26 ára og menn voru svo hrifnir af þessum unga leikara að þeir áttu ekki orð; honum var meira að segja boðin staða prófessors við leiklistarskólann í Yale. Þessi þróun mála fannst Stacy Keach nokkuð kyndug, því ungur maður ætlaði hann sér að leika fótbolta eða bara hornabolta; ekki síður til að heilla konur en græðast fé. En Stacy Keach varð ekki frægur maður á einni nóttu. Skömmu áður virtust hon- um allar bjargir bannaðar. Glæstur frami á fótboltavellinum hófst raunar aldrei og tilraunir hans til að fá hlutverk, ýmist á Broadway eða í Hollywood, fengu allar sorgleg- an endi. Stacy Keach var nefni- lega með Ijótt ör á áberandi stað, nánar tiltekið á efri vör, og því fórnuðu umboðsmenn höndum er þeir sáu Keach og sendu burt hið snarasta. I Hollywood skiptir útlitið mestu. Nokkrum árum síðar, eftir að hann hafði hlotið frægð og frama, var honum boðið til lýta- læknis sem sagðist geta fjar- lægt örið. En Keach tók það ekki í mál; örið skyldi fylgja hon- um á leiðarenda. Það er vart hægt að segja annað en örið hafi léð Stacy Keach vissan raunsæissvip í sumum hlutverkum. Það var að minnsta kosti raunin þegar hann lék rússneska prinsinn Stash Valensky í sjónvarpsflokknum Daisyprinsessa, sem var byggð- ur á bók Judith Krantz. Krantz þessi var svo yfir sig hrifin af Keach í hlutverki kvennagullsins og kampavínsþambarans að hún fékk því framgengt að hann Efsta myndin: Stacy Keach lék málarann Mistral í sjónvarpsflokknum sem sýndur hefur verið hérlendis. Myndin hér til hliðar: í hlutverki einkaspæjarans Mike Hammer. Neðsta myndin: Stacy ásamt bróður sínum, James (t.h.), í bræðra-myndinni The Long Riders, sem endurlífgaði kúrekamyndina árið 1980. léki málarann Julien Mistral í samnefndum sjónvarpsþætti, og íslendingar eru kannski ekki búnir að gleyma ennþá. „Fólk var hætt að taka eftir örinu mínu,“ segir Stacy Keach. Heillaður af Olivier Foreldrar Stacys ferðuðust mikið á árunum þegar hann var að alast upp. Keach eldri kenndi leiklist í ýmsum borgum og við það vaknaði áhugi drengsins. En faðirinn réð syninum frá því að gerast leikari; hann átti frek- ar að verða lögfræðingur eða hagfræðingur, því það gæfi pen- inginn. En Keach yngri hafði gaman af að lesa bækur, sér- staklega leikrit, en meira yndi hafði hann þó af því að klæða sig í skrítna búninga, vera öðru vísi en hinir. Keach var tíu ára þegar hann sá Laurence Olivier leika Hamlet á sviði og þá kom aðeins tvennt til greina í lífinu að hans mati: annaðhvort að gerast leikari eða knattspyrnu- maður. Nokkur ár liðu. Stacy Keach fór í menntaskóla, gifti sig áður en hann varð tvítugur og skildi skömmu síðar, hann fór á öll sumarnámskeið í leiklist sem hann komst yfir, einnig á Eng- landi. Tuttugu og sex ára fékk hann að leika Hamlet og vakti mikla hrifningu. Hann var orðinn frægur. En Keach kunni ekki með frægðina að fara, hann lifði hátt og þegar hann féll var fallið mikið og sárt. Hann lék í fimm kvikmyndum á árunum 1968 til 1972, allar voru þær slæmar, en með þeirri sjöttu sýndi Keach loks hvað í honum bjó. Það var myndin Fat City, sem John Hus- ton gerði um ómerkilegan hnefaleikakappa í bandarískum smábæ. Keach hlaut einróma lof, eins og raunar allir sem að myndinni unnu. Svo kom runa af myndum, fæstum góðum, en þeirra at- hyglisverðastar voru The New Centurions (harðsoðin mynd um löggulíf), Luther (eftir leikriti Brechts um trúarleiðtogann), The Life and Time of Judge Roy Bean (ásamt Paul Newman). En eftir 1975 má segja að Keach
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.