Morgunblaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987 63 Gísli var elstur þriggja sona heið- urshjónanna Odds Halldórssonar og Áslaugar Guðjónsdóttur. Oddur andaðist hér í borg 14. maí 1965, 75 ára að aldri, en Áslaug lifir son sinn og dvelur nú á Hrafnistu í Hafnarfirði á 85. aldursári. Yngri synimir eru Guðjón, kaupmaður í Litnum, og Bjami veggfóðrara- meistari. Gísli fæddist í Reykjavík og þar ól hann allan sinn aldur. Hann var ókvæntur og bamlaus. Eftir að fað- ir hans féll frá hélt hann heimili með móður sinni, eða allt til þess tíma, er hún flutti á Hrafnistu. Stóð heimili þeirra lengst á Háaleitis- braut 44. Þaðan á ég margar góðar minningar um reisn og höfðings- skap húsbænda. Eftir að Áslaug fluttist á Hrafnistu' notaði Gísli hvert tækifæri sem gafst til þess, að ná í hana heim, og sýndi það, hve annt honum var um hana, enda kært með þeim mæðginum. Gísli var ungur bráðger til líkama og sálar og komu góðir námshæfi- leikar hans snemma í ljós. Er mér næst að halda að allt bóknám hefði legið vel fyrir honum, þó hugur hans stefndi fljótt f aðra átt. Hann lauk gagnfræðaprófí frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar vorið 1950 og var þá strax ákveðinn í að gera sjómennsku að ævistarfi sínu. Farmannaprófi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík lauk hann síðan vorið 1957. Gísli hóf sjómennsku strax að loknu gagn- fræðaprófi sem vikadrengur á ms. Esju II, en varð háseti á sama skipi 1952. Hann var síðan háseti á skipum Skipaútgerðar ríkisins í nokkur ár, nema meðan á námi hans stóð í Sjómannaskólanum. í október 1959 varð hann stýrimaður á ms. Heklu I og síðan stýrimaður á flestum skipum útgerðarinnar til ársins 1966, er hann hóf að leysa af sem skipstjóri. I júlímánuði 1979 var hann fast- ráðinn skipstjóri hjá Skipaútgerð ríkisins og nú síðast á ms. Öskju frá 1983. Hann var, er hann féll frá, sá af skipstjómarmönnum út- gerðarinnar, er lengstan hafði starfsaldur. Hann var ævinlega far- sæll í störfum sínum, athugull og gætinn. Eins og að Ifkum lætur hafði Gísli ekki tök á að sinna mikið fé- lagsmálum. Hann gekk í Skipstjóra- félag íslands árið 1980, en hafði áður starfað í Stýrimannafélaginu. Hann varð meðstjómandi í stjóm Skipstjórafélagsins árið 1985, en átti lengi sæti í samninganefndum fyrir bæði félögin, enda tölvís mað- ur og glöggur. Þá starfaði hann um nokkurra ára skeið í Frímúrara- reglunni og sótti fundi þar, þegar aðstæður leyfðu frá skyldustörfum. Þetta er í stómm dráttum starfs- saga Gísla, vinar míns. Það væri síst að skapi hans að ég færi nú að hlaða á hann miklu lofi. Hann var fremur dulur og fá- skiptinn maður og gerði sér lítið far um að kynnast mörgum náið. Því einlægari og traustari var vinátta hans. Um það tel ég mig geta bor- ið eftir áratuga kynni. Ég finn það best nú, að honum látnum, að ég mun sakna tíðra heimsókna hans, sem sýndu, hve tryggur vinur hann var mér og fjöl- skyldu minni allri. Hann var alla tíð orðvar, þegar rætt var um menn og málefni. Eft- ir því var líka tekið, hversu víða hann var heima í ótrúlegustu mál- um, en hann var mjög bókhneigður og víðlesinn. Gísli vinur minn er nú lagður upp í þá ferð, sem okkar allra bíður, en eftir standa minningamar um einstakan vin og tryggðatröll. Ég bið honum blessunar Guðs á nýrri vegferð um leið og samfylgd- in er þökkuð. Aldraðri móður hans sendi ég og fjölskylda mín hugheilar samúðar- kveðjur og biðjum við Guð að gefa henni bjart og fagurt ævikvöld í faðmi eftirlifandi sona og fjöl- skyldna þeirra. Þeim öllum sendum við samúðarkveðjur. Gísla, vinar míns, mun ég minn- ast, er ég heyri góðs manns getið. Sé hann Guði falinn. Tómas Sturlaugsson Lokað vegna jarðarfarar HALLDÓRS G. ODDSSONAR mánu- daginn 16. mars kl. 12.00-15.00 Liturinn, Síðumúla 15. Lokað Vegna jarðarfarar HALLDÓRS GÍSLA ODDSSONAR, skipstjóra, verður skrifstofu og vöruafgreiðslu vorri lok- að frá kl. 12.00-15.00 mánudaginn 16. mars. Skipaútgerð ríkisins. Lokað vegna jarðarfarar ÞÓRIS BERGSSONAR mánudaginn 16. mars frá kl. 14.30. Bókabúö Olivers Steins, Strandgötu 31, Haf narfirði. MULTIPLAN Framhaldsnámskeið ítarlegt og vandað námskeið fyrir þá sem kunna grunnatriðin í notkun Multiplans, en vilja læra að nota möguleika kerfisins til fulls. Dagskrá: * Upprifjun á helstu skipunum i Multi- plan * Rökaðgerðir i Multiplan * Notkun stærðfræðifalla * Endurreikningur Interation * Tenging við Chart og grundvallaratriði i notkun Chart-forritsins * Notkun Macro-sklpana í Multiplan 2.0 *' Umræður og fyrlrspurnir Tími: 23.-26. mars kl. 18-21. Innritun daglega frá kl. 8-22 í símum 687590, 686790, 687490 og 39566. Tölvufræðslan Borgartúni 28. Leiðbeinandi: Óskar B. Hauksson verkfræðingur. 5 Ul GÆÐINGUR NÚTÍMANS 698.500,- miðaö við marsgengi 21. 5294 ÖRYGGI í AKSTRI VERÐ FRÁ KR. r,■ ■% jr. aBMnSE^SKiSG%i KOMIÐ OG KYNNIÐ YKKUR KOSTI, KRAFT OG KJÖR Sýningarbllar á stadnum Syninqarsalurinn opinn mánud.—föstud. kl. 9—6, laugard. kl. 1—5. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20. 686633
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.