Morgunblaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 9
V'Oí.'r VílAM ?ir ÍIITI"'/'fTTyT/ÍMTTO flT'TTA TfII/TT MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987 P 9 HUGVEKJA Kanverska konan eftir séra JÓN RAGNARSSON Sagan af kanversku konunni er, eins og fleiri kraftaverkasögur Nýja testamentisins, saga af trú — og af svari Guðs við þeirri trú. Þetta er einnig saga um trú, sem Drottinn prófar. Kanverjar voru í litlum metum meðal gyðinga á dögum Jesú. Þeir voru minnihlutahópur, sem ekki tilheyrði ísraelslýð og þeir tignuðu ekki ísraels Guð. Þeir máttu því venjast afgæðingshætti og fyrirlitningu í samskiptum sínum við syni og dætur Síonar. Þessi kona, sem kom og leitaði eftir hjálp Jesú vegna dauðvona dóttur sinnar, var vön því að vera niðurlægð. Hún lifði við háðung og sársauka, en var tilbúin að þola það allt, ef það mætti verða barni hennar til lífs. Þess vegna áræðir hún að ávarpa Jesúm og biðja hann að lúta svo lágt að hlusta á sig. — Hann er fár í fyrstu, og kvabbið í konunni fer í taugamar á læri- sveinunum. Þeim leiðist að hafa þennan kvenmann volandi og nauðandi á eftir sér um allan bæ, og biðja Jesúm að gera eitthvað, til að losna við hana. Jesús segist eiga að sinna týnd- um sauðum af húsi ísraels, fyrst og fremst. Aðrir verði að bíða. En þessi kona lætur sig ekki við fyrstu mótbámr. Hún veit að hún hefur allt að vinna. Hún er af vanvirtri þjóð og hefur því ekki mannorðs að gæta — og dóttir hennar er dauðvona. Hún hefur engu að tapa. Jesús svarar henni út úr, eins og hún mátti búast við af ísraels- manni. Hann líkir sér við lifandi brauð, sem sent er bömum ísraels. Kraft- ur hans er ætlaður húsi og kynþætti Davíðs. Hann er ekki sendur öðru fólki, ekki minnihátt- ar þjóðum. En trú konunnar tekur hann á orðinu. Allt atferli hennar vitnar um trú. Hún hefur ákveðið að setja allt traust sitt á Jesúm, og hún hefur ákveðið að gefast ekki upp í því trausti. Hún þráast við í trú sinni. Hún bítur sig fasta i það, að bónleið skuli hún ekki snúa heim. Margur hefði snúið frá við þau nöturlegu svör, sem hún fékk í fyrstu. Trúarþrek er ekki öllum gefið í það óendanlega. Hún þreytist ekki að biðja, þó að lítið komi út úr því á stundinni. . Hún skynjar almætti Guðs og kærleika í Jesú. Hún kemur með lífsblóm sitt deyjandi og biður af öllu hjarta, allri sálu og öllum mætti. Hún biður um bót í lífsins stríði — og fær hana. Gegn öllum líkum. Vegna trúar sinnar. Þar sem mannlegum rökum sleppir, þar tekur Guð við — og traustið til hans. „Þótt ég öðlist eigi/ gef ei ég hugsa megi/ Mín bæn til einskis er/ Þótt ekkert annað fái ég/ í auðmýkt hjartans má ég/ í von og trausti tengjast þér.“ Það var von kanversku kon- unnar, sem leiddi hana á fund Jesú. Það var traustið á mátt hans — sköpunarmátt Guðs í mannlegri mynd, sem kallaði fram bæn hennar. Bæn um hjálparráð. Mola. Afgangsnáð. Hjálp Guðs er ekki mæld í heil- um eða hálfum skömmtum. Snerting við Krist og eiga orða- stað við hann í trú. Það er hjálp Guðs öll. Molinn er hjálpin öll. Öll náð Guðs er fólgin í hinu smæsta broti. Altarissakramentið varðveitir þennan skilning. Kristur — Guðs sonur — krossfestur og upprisinn — Kristur, hjálparráð Guðs til mannanna, er allur í öllum mætti sínum og kærleika í þeim smáu brauðbitum og sopum, sem þar eru á borðum. Kirkjan öll — alheimskristnin — er öll í þeim söfnuði sem krýpur við gráður sóknarkirkjunnar, þar sem er kristnir trúmenn allra tima í okkur, sem þar kijúpum og það er Kristur hinn upprisni, sem lok- ar hringnum á móti okkur. Við borð Drottins er kjarni kristins safnaðarlífs. — Þaðan hijóta molar hjálpræðis. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Makaskipti! Óskum eftir einbhúsi í Austurbænum í Rvík. Æskil. stærð ca 180-280 fm, helst með tvöf. bílsk. í skiptum er boðið 142 fm einb. ásamt 32 fm bílsk. á góðum stað í Árbæjarhverfi. Góð milligjöf. Ef þú vilt minnka eða breyta til þá er þetta gott tækifæri. S.62-I200 ___________</ÍSÍ£_ Kári Fanndal GuðbrandMon, Gattur Jónsson hri. GARÐUR Skiohi >lri' Blönduhlíð — 6 herb. Til sölu góð 130 fm íb. á 2. hæð í fjórbýli. Tvær saml. stofur, hol og 4 svefnherb., þar af eitt forstofuherb. 30 fm bílsk. Verð 4,7 millj. Fannafold — tvíbýlishús Til sölu tvíbýlishús með bílsk. Önnur íb. 4ra herb. ca 130 fm og hin 3ja herb. ca 80 fm. Fasteignasalan Kjörbýli, símar 43307-641400. FJARFESTINGARFELAGIÐ VEBÐBREFAMARKAÐURINN Gengið í deo 15. mars 1987 |\ m&'" mM — — * m M m Kjarabréf Gengi pr. 13/3 1987 = 1,952 500 = 976 5.000 = 9.760 50.000 = 97.600 Tekjubréf Gengi pr. 13/3 1987 = 1,136 100.000 = 113.600 500.000 = 568.000 Innlausnarhæf spariskírteini Innlausnar- dagur Flokkur Nafn- vextir 10. jan. '87 1975-1 4,3% 25. jan. '87 1973-2 9,2% 25. jan. '87 1975-2 4,3% 25. jan. '87 1976-2 3.7% 25. jan. '87 1981-1 2,8% 1. feb. '87 1984-1A 5,1% 25. feb. '87 1979-1 3,7% 1. mars '87 1982-1 3,5% 1. mars ’87 1983-1 3,5% 10. mars ’87 1976-1 4,3% 25. mars '87 1977-1 3,7% 25. mars '87 1978-1 3,7% 15. apríl '87 1980-1 3,7% Tilboð óskast í hlutabréf ÍSLEFiSKS MARKAÐAR HE. að nafnvirði kr. 302.000 (1,67% heildarhlutafjár). Tilboðum undir tólf-földu nafnverði ekki tekið. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Höfiun eiitnig í umboðssölu ný hlutabréf í Amarflugi hf. fjármál þín - sérgrein okkar Fjárfestingarfélag íslands hf„ Hafnarstræti 7,101 Reykjavík. © (91) 28566, © (91) 28506 símsvari allan sólarhringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.