Morgunblaðið - 15.03.1987, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 15.03.1987, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987 39 Stjörnu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Ég undirrituð skrifaði þér fyrir löngu og langaði til að fá svar um Bogmannsmerkið, þ.e.a.s. um minn fæðingardag sem er 24.11. 1945 kl. 3. e.m. Eins þætti mér forvitnilegt að fá að vita hvemig maður sem fæddur er þann 7.11. 1936 ætti við þá gömlu! Virð- ingarfyllst og með kveðju." Svar: Þú hefur Sól og Merkúr í Bogmanni, Tungl og Mars í Ljóni, Venus í Sporðdreka, Vog Rísandi og Krabba á Miðhimni. Frelsi Það að hafa sól í Bogmanni táknar að þú þarft hreyfingu og fjölbreytileika til að við- halda lífsorku þinni. Þú þolir ekki bönd. Þú getur fest þig yfir ákveðnu verki og tekið á þig ábyrgð, en hins vegar verður þú að vita að þú getir farið í burtu. Frelsi er þér afar mikilvægt, svo og það að geta víkkað sjóndeildar- hnng þinn. Jákvœð Þú ert jákvæð og bjartsýn í grunneðli þínu, vilt vera viðsýn og fordómalítil. Þú dæmir ekki án þess að kynna þér málefnið. Hlý Tungl i Ljóni táknar að þú ert tilfinningalega hlý og ein- læg. Tilfínningar þinar eru kraftmiklar og sterkar, en jákvæðar og gefandi. Þú ert opin og vilt vera áberandi í umhverfi þinu. Leitandi Merkúr í Bogmanni táknar að hugsun þín er eirðarlaus og leitandi. Þú ert forvitin og hefur áhuga á mörgu. Fyrir hendi em m.a. tungumála- hæfileikar. Eirðarleysi og óþolinmæði getur hins vegar háð þér og komið í veg fyrir að þú þroskir hæfileika þína. Djúp sambönd Venus í Sporðdreka táknar að sambönd þin verða að vera sterk og djúp. Þér er illa við yfírborðsmennsku í mannleg- um samskiptum. Þú ert kröfuhörð og krefst þess að þú og ástvinur þinn hafið sam- eiginleg áhugamál ogþroskist saman. Sambönd þín breyta þér. Það táknar að þú laðast að sterku fólki sem hefur djúpstæð áhrif á þig. Þú þarft að vera meðvituð um sjálfa þig og varkár á þessu sviði því annars er hætt við að sam- bönd þín verði erfið. Þú þarft að vinna með breytingum sem fylgja ástinni annars er hætt við að þú lendir í valdatog- streitu. Ljúf Vog Risandi táknar að þú ert jákvæð og ljúf í framkomu. Þú hefur sterka réttlætis- kennd og vilt frið og samvinnu við umhverfi þitt. Þú ert þvi töluverður diplómat ( þér. f heild má segja um kort þitt að þú sért jákvæð og hress manneskja. Þú vilt frelsi til að hreyfa þig, þarft lif og spennu í líf þitt, ert að öllu jöfnu opin, hlý og einlæg. Það er helst að þú þurfir að vinna með ástarmálin. Maðurinn Þú og viðkomandi maður eruð ólík, en hafið hins vegar Ven- us í merki hvors annars. Það er algengt í ástarsamböndum. Vegna hins ólíka eðlis þurfið þið að vinna með sambandið og gera málamiðlanir. Ég tel að best sé fyrir þig að fara varlega, gæta þess t.d. að þú hafir ákveðið frelsi og að fyr- ir hendi sé gagnkvæmur vilji til að vinna með sambandið. GARPUR PE6AK 6AKPUR 'A i HÖðfil V/Ð ,h«gjaxl i savt I SK/p/NU Eft HMASTJAPHAK [MÍKLA AÐIV. I KO.mini flO I TogrÍMð SjEIEKNiU. i!!!ii!il!!i!??l!i!:!!i!:*!;:::::':'::'::: I:::::::?TT:: j:I~rTT ' GRETTIR TOMMI OG JENNI LJÓSKA FERDINAND !!!!!! SMÁFÓLK (UJHAT ARE yOU A . V L00KIN6 AT ?! J j Á hvað ert þú að glápa? Landslidsnefnd Brídssambands ís- lands valdi sex pör til að taka þátt í undirbúningi Evrópumótsins, sem fram fer í Brighton í Bretlandi nœstc haust. Þrjú pör verða valin til þátt- töku innan tíðar, eða að lokinni tveggja helga œfingakeppni hópsins. Pörin sex eru: Jón Baldursson og Sig- urður Sverrisson, Guðlaugur R. Jóhannsson og öm Arnþórsson, Aðai- steinn Jörgensen og Ásgeir Ásbjörns- son, Karl Sigurhjartarson og Ásmundur P&lsson, Guðmundur Sv. Hermannsson og Björn Eysteinsson og Símon Simonarson og Guðmundur Páll Arnarson. Á fyrstu œfingunni fóru tvö NS-pör í sex spaða á eftirfar- andi spil. Sögnin vannst á öðru borðinu en tapaðist á hinu: Suður gefur; allir á hœttu. Vestur ♦ 8 V109765 ♦ K3 ♦ ÁG754 Norður ♦ KG109 VÁD4 ♦ 76 ♦ KD103 II Austur ♦ 765 VG32 ♦ D1082 ♦ 982 Suður ♦ ÁD432 VK8 ♦ ÁG954 ♦ 6 Þar sem Símon Símonarson og Guðm. Páll Amarson héldu á spilum NS gengu sagnir þann- ig: Vestur Norður Austur Suður — — — 1 spaði Pass 2 grönd Pass 3 lauf Pass 3grönd Pass 4 tíglar Pass 4 hjörtu Pass 4 grönd Pass 5 spaðar Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Tvö grönd við spaðaopnuninni sýndu stuðning við litinn og slemmuáhuga. Þijú lauf lýsa yfir einspili þar, þrjú grönd er eðlileg sögn, en síðan taka við fyrirstöðusagnir. Ásmundur Pálsson í vestur fylgdist vel með sögnum og fann einu vömina. Hann lyfti laufás og skipti svo yfir í tromp. Þar með komst Símon ekki hjá því að gefa slag á tromp. Ef laufás- inn er ekki tekinn hverfur laufeinspilið niður í hjartað, og sagnhafi gefur aðeins slag á tígul. Ásgeir Ásbjömsson og Aðal- steinn Jörgensen fóm einnig í sex spaða. Útspilið var líka lauf- ás, en í næsta slag spilaði vestur áfram laufi í þeim tilgangi að gefa makker stungu, sem gat verið inni í dæminu eftir sagnir á því borði. Sagnhafi svínaði tíunni og komst þar með hjá að gefa slag á tígul. Á svæðamóti A-Evrópu í Var- sjá í febrúarmánuði kom þessi staða upp í skák ungverska stór- meistarans Pinter, sem hafði hvitt og átti leik, og Negulescu, Rúmeníu. 18. Hxb4! - Dxb4, 19. Rd5 - Dh4 (19. — Dd6 er auðvitað svarað með 20. Bb4) 20. g3 — Ddi, 21. Rxe7+ - Kh8, 22. Bc3 - Dxdl+, 23. Hxdl - Bb5, 24. Hd4! og með tvo menn fyrir hrók vann hvítur endataflið léttilega. Þeir sem komust áfram á millisvæðamót voru Ungveij- amir Sax og Pinter, Búlgarinn Inkiov og síðast en ekki sízt rúmenski FIDE-meistarinn Mih- ai Marin. Hann var yngsti þátttakandinn á mótinu, 21 árs, og sá eini sem ekki var a.m.k. alþjóðlegur meistari.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.