Morgunblaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987 Útgefandi ndafrifeí Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið Flokkur án forsendu? lþýðubandalagsmenn brugðust ókvæða við, þegar Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vakti máls á því, að Alþýðubandalagið væri „flokkur án hlutverks". Jafn- framt lýsti flokksformaðurinn því yfir, að sjálfstæðismenn gætu ekki litið á Alþýðubandalagið sem höfuðandstæðing sinn í þeirri kosningabaráttu, sem nú er háð. Síðan þessi orð voru mælt hafa forystumenn Alþýðu- bandalagsins varla látið í sér heyra á opinberum vettvangi án þess að ljúka máli sínu á þeim orðum, að víst hefði flokkur þeirra hlutverk, hvað svo sem Þorsteinn Pálsson segði. Þegar að er gáð er margt, sem mælir með þeirri niðurstöðu, að Alþýðubandalagið sé í raun flokkur án forsendu í íslenskum samtíma. Jafnframt er ljóst, að Alþýðubandalagið óttast eigin fortíð og uppruna með slíkum hætti, að það þorir ekki einu sinni að hlú að eigin rótum. Hvort heldur litið er til stefnu Alþýðu- bandalagsins í innanlands- eða utanríkismálum hefur málstaður þess beðið skipbrot. Þegar stjóm- málaflokkar em á hröðum flótta frá eigin fortíð er ekki við því að búast að þeir veki mikið traust. Athyglisvert er að sjá hvaða ráð forystumenn Alþýðubanda- lagsins telja best til að svara Þorsteini Pálssyni. Á forsíðu Þjóðviljans vom þessi orð höfð eftir Svavari Gestssyni, flokks- formanni: „Það er engin þjóðar- sátt í gildi og það hefur engin þjóðarsátt verið gerð. Allt tal um slíkt er blekking. Þó gerðir hafí verið kjarasamningar nú eins og hundrað sinnum áður, þá er ljóst að verkalýðshreyfíngin hefur átt undir högg að sækja og að vígstaða hennar til sóknar verður aldrei sterk nema Alþýðubanda- lagið verði ennþá sterkara, hvort sem það er í stjóm eða stjómar- andstöðu." Og á miðstjómar- fundi Alþýðubandalagsins taldi Ólafur R. Grímsson, formaður framkvæmdastjómar flokksins, það vænlegast til að styrkja flokkinn að skamma frambjóð- anda þess í Reykjavík, Ásmund Stefánsson, forseta Alþýðusam- bandsins, fyrir þjónkun við ríkisstjómina. Þessar tilraunir forystumanna Alþýðubandalagsins til að skella skuldinni á verkalýðshreyfing- una, þegar rætt er um tilvistar- vanda flokks þeirra, sýna betur en flest annað orsök þessa vanda. Hvorki Svavar Gestsson né Ólaf R. Grímsson skiptir nokkm, þótt framganga aðila vinnumarkað- arins á síðustu missemm hafí borið vemlegan árangur fyrir umbjóðendur verkalýðsforingja, launþega. Þeir virðast lifa í þeirri trú, að stéttastríð og hörð átök á vinnumarkaðnum með verk- föllum og öllum þeim vandræð- um, sem þeim fylgja, séu nausynleg til að Alþýðubanda- lagið geti gert sig gildandi á stjómmálavettvangi. Á undanfömum ámm er það þessi neikvæða afstaða, þessi einkennilega viðleitni til að vera á móti öðmm, sem helst setur svip sinn á stjómmálastarf Al- þýðubandalagsins. Þegar því er almennt fagnað, að það hefur tekist þjóðarsátt um kaup og kjör, fínnst formanni Alþýðu- bandalagsins mestu skipta að lýsa andstöðu sinni við þá stað- reynd. Þeir menn, sem hafa beitt sér fyrir friðsamlegri lausn á kjaradeilum, em skammaðir á miðstjómarfundum Alþýðu- bandalagsins. Þegar dregur að kjördegi, er ekki úr vegi fyrir kjósendur að velta því fyrir sér, hvort ekki yrði bjartara yfír íslensku stjóm- málalífí og raunar þjóðlífínu öllu, ef minna bæri á hinni neikvæðu rödd og afstöðu Alþýðubanda- lagsins. 17þúsund nemendur Takist ekki samningar í kjaradeilu Hins íslenska kennarafélags í dag hefst verk- fall kennara á miðnætti. Það mun raska starfí um 40 skóla á fram- haldsskólastiginu, þar sem nemendur em um 17 þúsund. Auk þess verður einhver röskun á starfsemi grannskóla. Öllum er ljóst, að fyrr en síðar nást samningar á milli ríkisins og kennara. Þessi launadeila á eftir að leysast eins og aðrar. Á hinn bóginn getur það valdið vemlegu og í sumum tilvikum beinlínis óbætanlegu tjóni fyrir nemendur, ef skólastarf raskast vegna verkfallsaðgerða kennara. í skólastarfí er öll röskun á skipulegum og markvissum vinnubrögðum af hinu illa, hve- nær sem er skólaársins. En miður mars er þó sérstaklega viðkvæm- ur tími fyrir þá, sem hafa einsett sér að Ijúka námsáfanga eða taka mikilvægt próf nú í vor. Samningamenn ríkisins hafa látið í ljós bjartsýni um árangur í viðræðunum við kennara. Vem- leg hreyfíng hefur verið á málum. Væri ekki ástæða fyrir kennara að íhuga frestun verk- falls, ef ekki reynist unnt að semja í dag? Landsfúndi Sjálfstæðis- flokksins lauk um síðustu helgi. Helzta einkenni þessa fundar var sú mikla samstaða og eindrægni, sem þar ríkti. Sjálfsagt hafa Sjálfstæðismenn haft sterka þörf fýrir að halda landsfund af þessu tagi. Á undan- fömum ámm hafa þeir hvað eftir annað haldið mikla átakafundi, sem vakið hafa þjóðarathygli. Á landsfundi 1979 bar það til tíðinda, að í fyrsta sinn í sögu Sjálfstæð- isflokksins kom fram mótframboð gegn formanni, þegar Albert Guðmundsson bauð sig fram gegn Geir Hallgrímssyni. Á landsfundi 1981 var mikið uppgjör vegna stjómarmyndunar Gunnars heitins Thor- oddsens. Á landsfundi 1983 var annars konar uppgjör, þegar hörð kosning fór fram um eftirmann Geirs Hallgrímssonar. Þótt þessir þrír landsfundir væm þann- ig vettvangur mikilla átaka í Sjálfstæðis- flokknum höfðu þeir ákaflega jákvæð áhrif fyrir flokkinn: frá þeim streymdi ótrúlegur kraftur út í þjóðlífið. Þrátt fyrir átökin varð þjóðinni ljósar en nokkm sinni fyrr hvílíkur reginkraftur býr í Sjálfstæðis- flokknum. Þama gerðu menn upp ágrein- ingsmál sín af krafti og reisn. Það var talað út og Sjálfstæðisflokkurinn var sterkari eftir en áður. Á margan hátt end- urspegluðu þessir átakafundir þjóðlífið sjálft og hagsmunaátökin á vettvangi þjóð- félagsins alls. Þannig kom afar skýrt fram, að Sjálfstæðisflokkurinn er eins konar samnefnari fyrir íslenzkt þjóðfélag. Með þeirri miklu samstöðu sem tókst um menn og málefni á landsfundinum, sem lauk um síðustu helgi, hafa Sjálfstæðis- menn vafalaust skapað sér sterka vígstöðu fyrir kosningamar, þ.e. ef ekkert það ger- ist fram að þeim, sem bendir til þess, að samstaðan hafi einungis verið á yfirborð- inu! En um leið hafa þeir fómað nokkm. Frá þessum landsfundi streymdi ekki sá kraftur út í þjóðlífið, sem við höfum upplif- að áður. Nú þarf engum að detta í hug, að sam- staða um öll mál sé eins mikil í Sjálfstæðis- flokknum og þessi landsfundur gaf til kynna. Það er einfaldlega óhugsandi. Enda er augljóst, að skoðanamunur um byggða- mál og vægi atkvæði t.d. er djúpstæður og mikill, þótt hann hafí ekki komið fram, nema að takmörkuðu leyti á fundinum. Landsfundarfulltrúar hafa bersýnilega komizt að þeirri niðurstöðu, að nú væri ekki rétti tíminn til að gera þau mál upp. En sú spuming vaknar óneitanlega, hvort það sé raunvemlega af hinu góða að sópa vandamálunum svo rækilega undir teppið, að þau séu ekki viðmð að nokkm ráði. Landsfundir Sjálfstæðisflokksins em ein- hver mesti umræðuvettvangur þjóðarinn- ar, að undanskildu Alþingi að sjálfsögðu. Þar á að ræða um málin og þar eiga hin ýmsu þjóðfélagsöfl að takast á um hags- muni sína. Einungis með þeim hætti getur Sjálfstæðisflokkurinn verið vettvangur þeirrar miklu málamiðlunar í samfélagi okkar, sem hann er og hlýtur að vera. Frá þessum sjónarhóli séð er það mark- mið forystusveitar Sjálfstæðisflokksins að tryggja órofa samstöðu á þessum lands- fundi, sem haldinn er svo skömmu fyrir kosningar, nokkurt íhugunarefni. Flugvélakostur Flugleiða Aðalfundur Flugleiða er á næsta leiti. Ljóst er, að afkoma félagsins hefur verið góð á sl. ári. Bersýnilega þykir fólki nú orðið eftirsóknarvert að eiga hlutabréf í Flugleiðum og þess hefur gætt undanfam- ar vikur, að kaupendur hafa verið til staðar um leið og hlutabréf hafa verið til sölu. Þannig hafa mikil umskipti orðið í málefn- um Flugleiða á nokkmm ámm. Tekizt hefur að rétta reksturinn býsna vel við og er það ánægjuefni, enda eigum við íslend- ingar mikið undir velgengni þessa fyrir- tækis. Þegar til lengri tíma er litið hljóta fram- tíðarhorfur í málefnum Flugleiða hins vegar að vera nokkurt umhugsunarefni. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að félagið hefur ekki haft bolmagn til þess að end- umýja flugvélakost sinn að nokkm marki árani saman. Nú er svo komið, að Flugleið- ir byggja starfsemi sína á gömlum flugvél- um, sem með hverju ári, sem líður, verða minna aðlaðandi fyrir farþega á sama tíma og keppinautar Flugleiða bjóða farþegum nýjar og fullkomnar flugvélar. Flugvéla- kostur Flugleiða er að verða úreltur, hvort sem litið er til innanlandsflugs eða milli- landaflugs. Með því er ekki sagt, að flugvélamar, sem slíkar, standi ekki fyrir sínu, heldur einfaldlega það, að þær upp- fylla ekki þær kröfur, sem farþegar gera til slíkra véla í dag. En hafa Flugleiðir við núverandi að- stæður bolmagn til að endumýja flugvéla- kost sinn að nokkm marki? Tæplega. Þótt mikill hagnaður hafí verið af rekstri Flug- leiða á sl. ári miðað við íslenzkar aðstæður dugar hann skammt til þess að byggja upp endumýjunarsjóð fyrir félagið. Ef Flug- leiðum tekst hins vegar ekki að endumýja flugvélaflota sinn, er ekki aðeins Atlants- hafsflugið í hættu, heldur einnig flugið milli íslands og annarra landa. Höfundur Reykjavíkurbréfs hefur heimildir fyrir því, að forráðamenn erlendra flugfélaga fylgist grannt með framvindu mála hjá Flugleið- um og bíði færis að komast inn á markað hér á þeirri stundu, sem þeir telja sig sjá þess merki, að Flugleiðum fatist flugið. Auðvitað er hugsanlegt að Flugleiðir geti bætt stöðu sína til flugvélakaupa vem- lega með miklu hlutaijárútboði og alls ekki óhugsandi að það mundi ganga býsna vel. En em þeir valdahópar, sem ráða fé- laginu með flóknum samningum sín í milli, tilbúnir til þess að taka áhættuna af því, að þeir missi yfirráð sín yfír félag- inu með því að stórauka hlutaféð og bjóða það út? Þetta er ekki mál núverandi hluthafa og stjómenda Flugleiða einna. Þetta er mál þjóðarinnar allrar vegna þess, að þetta er eitt af mikilvægustu samgöngufyrir- tækjum landsmanna. Það skiptir máli fyrir þjóðina alla, hvort þessu fyrirtæki tekst að endumýja tækjakost sinn með þeim hætti, að félagið geti tryggt stöðu sína í framtíðinni, eða hvort forráðamenn þess gefast einfaldlega upp við það risavaxna verkefni og flugvélaflotinn úreldist á nokkmm næstu ámm með þeim hætti að farþegar leiti annað. Landsmenn eiga nokkum rétt á því að heyra viðhorf forráðamanna Flugleiða til þessa mikla hagsmunamáls þjóðarinnar á aðalfundi félagins, sem verður nú eftir nokkra daga. Það verður áreiðanlega eftir því tekið, hvort þeir gefí upplýsingar, sem bendi til þess, að endumýjun á tækjakosti félagsins sé raunhæfur möguleiki á næstu misseram. Er stóriðjudraumurinn búinn? Þegar í upphafí þess kjörtímabils, sem nú er að ljúka, vom gerðar víðtækar ráð- stafanir til þess að he§a á ný iðnvæðingu í landinu með byggingu stórfyrirtækja í tengslum við stóriðnað. Nú sýnist ljóst, að þetta mikla starf muni engum árangri skila fyrir þær kosningar, sem í hönd fara. Raunar er spuming, hvort stóriðjudraum- urinn er ekki einfaldlega búinn og helzta verkefni okkar næstu árin verði að tryggja, að álverið í Straumsvík verði yfírleitt starf- rækt. Allar fréttir, sem berast frá höfuð- stöðvum Svissneska álfélagsins, benda til þess, að erfiðleikar þess fyrirtækis séu miklir. Þess vegna getur allt gerzt í sam- bandi við rekstur einstakra dótturfyrir- tækja eins og ísals. Framleiðslugeta í flestum greinum stór- iðnaðar virðist vera töluvert umfram eftirspum. Forstjóri eins stærsta stálfyrir- tækis Bandaríkjanna sagði höfundi Reykjavíkurbréfs fyrir nokkmm mánuð- um, að framleiðslugeta á áli væri svo langt umfram eftirspum, ef miðað væri við heimsbyggðina alla, að fyrirtæki í áliðnaði mundu ekki hafa áhuga á að byggja nýjar álbræðslur á næstu ámm. Hins vegar væri hægt að hagnast á fullvinnslu áls. Þessa stundina er mikill vaxtarbroddur MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987 33 REYKJAVÍKLJRBRÉF Laugardagur 14. marz Ó1.K.M. í sjávarútveginum, en það er kannski ein- mitt þegar svo stendur á, sem ástæða er til að líta fram á veginn. Stóriðjunni var ætlað að draga úr einhæfni íslenzks at- vinnulífs. Það hefur hún gert að vissu marki, en ekki í þeim mæli, sem við gerð- um okkur vonir um. Utflutningur á framleiðsluvömm iðnaðarins hefur skilað nokkm en ræður engum úrslitum. Sennilega er mest ástæða til að binda vonir við fískeldi og loðdýrarækt, sem nýjar atvinnugreinar, sem geti stuðlað að fjölbreytni íslenzks atvinnulífs. Þó vekur það óneitanlega ugg hvað miklar sveiflur hafa verið í loðdýrarækt hér á landi. Að því er fiskeldið varðar er ljóst, að nokkrar þjóðir við Norður-Atlantshaf em í mikilli samkeppni um að byggja upp fiskeldi. Vel má vera, að það verði ekki jafn arðbær atvinnuvegur og útlit var fyrir í fyrstu, þegar upp verður staðið. 0 Oarðbær rekstur Á hitt er svo að líta, að við getum auk- ið hagkvæmni í rekstri þjóðarbús okkar, ekki einungis með því að byggja upp nýjar atvinnugreinar, heldur einnig með því að átta okkur á, hvenær eldri atvinnugreinar hafa gengið sér til húðar. Þegar mest gekk á sl. haust i sambandi við sölu á saltsíld til Sovétríkjanna, sagði gamal- reyndur útgerðarmaður, sem hefur ára- tugareynslu í útgerð og fískvinnslu: Það er bezt að hætta þessu. Utgerðarmaðurinn átti við það, að úr því að við gætum ekki selt saltsíld á samkeppnisfæm verði og yrðum að þröngva Sovétmönnum til þess ár eftir ár að kaupa af okkur saltsíld á yfírverði og skuldbinda okkur um leið til þess að kaupa af þeim olíu væri bezt að hætta vinnslu saltsíldar. Hann bætti því við, að verðmætin sem fást fyrir saltsíldina væm ekki svo mikil, að það skipti sköpum fyrir þjóðarbúið. Á þessu máli em auðvitað tvær hliðar. í fyrsta lagi er það skoðun síldarsaltenda, að gæði þeirrar saltsíldar sem við framleið- um séu mun meiri en keppinauta okkar. Þess vegna sé ekki um yfirverð að ræða, heldur einfaldlega hærra verð fyrir betri vöm. í annan stað er augljóst, að þótt saltsíldin skipti ekki miklu fyrir þjóðarbúið í heild, hefur hún þýðingu fyrir ákveðin fyrirtæki og byggðarlög og fólkið, sem þar býr. I þessu sambandi er ástæða til að minna á, að meðan Steingrímur Hermannsson var í Moskvu var frá því skýrt, að Sovét- menn mundu kaupa meira af ullarvöram frá okkur gegn því, að við keyptum meira af olíu frá þeim. Spyija má, hvaða vit er í því að leggja áherzlu á að halda gang- andi þeim greinum ullariðnaðar, sem geta ekki lifað nema með svo óeðlilegum við- skiptaháttum sem tíðkast austur þar. Með sama hætti má varpa fram þeirri spum- ingu, hvort það sé farsælt til lengdar fyrir fólkið, sem nú byggir afkomu sína að hluta til á verkun saltsíldar, að treysta á það, að ár hvert takist að ná samningum við Sovétmenn. Það má setja fram eftirfarandi stað- hæfíngu með nokkram rökum: Við leggj- um ótrúlega orku í að ríghalda í markaði fyrir útflutningsgreinar sem í raun em sjúkar vegna þess að þær geta ekki staðið á eigin fótum, heldur verður að beita margvíslegum þrýstingi til þess að fínna markað fyrir þær ár eftir ár. Orka stjóm- málamanna og annarra ráðamanna fer í þetta þegar hún væri augljóslega betur notuð til þess að hlúa að og byggja upp nýja vaxtarbrodda í atvinnulífí okkar, sem eiga sér meiri framtíð. Sjálfsagt fínnst einhveijum, að hér sé kæmleysislega talað, t.d. um saltsfldar- vinnslu, sem á sér sögufræga fortíð. En er það í raun og vem? Hvaða vit er í því, að þjóðin bíði með öndina í hálsinum ár eftir ár eftir því, hvort herrunum í Moskvu þóknast að tala við okkur um kaup á saltsfld? Það er svo spuming út af fyrir sig af hveiju við látum svo mikið með viðskipti við Sovétríkin yfírleitt. Þau skipta ekki orðið miklu máli í okkar þjóðarbúskap. Mikilvægi þeirra í útflutningi okkar er í engu samhengi við þá miklu athygli, sem þessi viðskipti fá hér. Staðreyndin er sú, að aðrir markaðir em orðnir margfalt mikilvægari fyrir okkur íslendinga og við eigum að einbeita okkur að þeim, en eyða ekki svo miklum tíma og kröftum í Rúss- landsmarkaðinn, sem skiptir minna og minna máli fyrir okkur. r* „Það er svo spurning út af fyrir sig, af hverju við látum svo mikið með viðskipti við Sov- étríkin yfirleitt. Þau skipta ekki orðið miklu máii í okkar þjóðarbú- skap. Mikilvægi þeirra í útf lutn- ingi okkar er í engu samhengi við þá miklu at- hygli, sem þessi viðskipti fá hér.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.