Morgunblaðið - 15.03.1987, Síða 44

Morgunblaðið - 15.03.1987, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987 Séra Svavar A. Jónsson Er kristniboð nauðsynlegt? Samband íslenskra kristniboðs- félaga, SIK, eru landssamtök lítilla félaga áhugafólks, sem starfa innan Þjóðkirkjunnar. Þau hafa að markmiði að efla kristni- boð á íslandi og meðal heiðinna þjóða. Kristniboðsfélög eru starf- andi víða á landinu og standa öllum opin. A fyrstu áratugunum studdi SÍK einkum starf íslenskra kristniboða í Kína, en árið 1953 sendi það í fyrsta sinn kristniboða til Eþíópíu (Konsó) og árið 1978 til Kenýa (Pókot). Þar hafa þeir byggt upp kristniboðsstöðvar og íslenskir kristniboðar eru þar að störfum. í augum flestra er kristniboð mjög framandi hugtak. Það minnir e.t.v. á einhver atvik úr löngu lesnum Biblíusögum. Stundum læðist sú hugsun líka að okkur að kristniboðar séu hreinlega að raska meiiningu ann- arra þjóða. En hvað vitum við um þessar þjóðir? Hvemig tekur fólk- ið boðuninni um kærieika Krists? Hvaða breytingar eiga sér raun- vemlega stað í lífí þessa fólks. í tilefni kristniboðsviku þeirrar sem SÍK stendur fyrir og hefst í KFUM-húsinu við Amtmannsstíg í kvöld þótti okkur ekki úr vegi að taka kristniboða tali. Ragnar Gunnarsson hefur undanfarin ár starfað sem kristniboði í Kenýa (Pókot-héraði) ásamt konu sinni, Hrönn Sigurðardóttur. — Hvað veldur því að ungur maður frá íslandi, nýkominn úr háskóla, ákveður að gerast kristniboði í Kenýa? Aðalástæðan er sú að við hjón- in teljum okkur kölluð til þessa starfs. Það var fyrir boðun Guðs orðs, sem ég mætti þeirri köllun. Stjóm Kristniboðssambandsins var fús að senda okkur, enda var þörf fyrir nýtt fólk til að senda til starfa í Kenýu. — Hvers vegna telur þú nauðsynlegt að boða Pókot- fólkinu kristna trú? Jesús Kristur hefur sjálfur falið lærisveinum sínum að fara og flytja öllum þjóðum þær fréttir að hann sé frelsari mannanna. Jesús kallar okkur til samfélags við Guð og er um leið sá, sem hefur rutt öllum hindmnum úr vegi fyrir því, að við getum kom- ið til Guðs. Pókot-fólkið er ij'ar- lægt Guði, Guð sjálfur er fjarlægur að þeirra mati. Eitthvað kemur í veg fyrir eðlilegt sam- félag við Guð. Það þekkir ekki Jesú, né kærleika hans. Það telur sig meira og minna vera á valdi illra afla og anda, sem það ótt- ast. Því líður illa og eymdin hreint og beint skín úr andliti þess oft á tíðum. En sá sem hefur ekki sjálfur staðið andspænis heiðninni og horfst í augu við hatur, grimmd og miskunnarleysi hennar, á erfítt með að skilja þetta. Vegna ýmissa áhrifa utanfrá á sér stað mikil upplausn meðal þessa fólks. Aukin menntun, heil- brigðisþjónusta, samgöngur, verslun, ný tækni og margt fleira breytir hugsunarhætti fólksins. Þetta er allt mikilvægt að mati yfirvalda, eigi fólkið að geta lifað mannsæmandi lífí í stað þess að dragast æ meira aftur úr. Vegna þessa snýr margt ungt fólk baki við trú og hefð foreldranna og stendur eftir án lífsgrundvallar, í tómarúmi, án trúar og siðgæðis. í trúnni á Jesúm Krist eignast fólkið nýjan lífsgrundvöll og festu í lífínu. Það er mikilvægt eigi það að geta lifað góðu lífí í framtíð- inni og notið þeirra gæða sem það á og eignast. Án trúarlegrar festu blasir spillingin við. — Sérðu starf þitt bera ávöxt? Það er ekki vafamál að starfíð ber ávöxt. Það á bæði við um boðun trúarinnar og það þróunar- starf sem við vinnum að. Fólkið lifír betra lífí en áður og við höfum mörg dæmi um það. T.d. hvemig sú fræðsla sem við höfum veitt á sviði heilsugæslu hefur komið í veg fyrir óþarfa erfíðleika og þjáningu. Safnaðarstarfíð vex einnig. Við komumst ekki yfír að sinna því, sem við þyrftum að sinna í að boða Guðs orð. Það er líka mjög ánægjulegt að sjá hvemig fólk breytist. Þegar það kemst til trúar fyllist það gleði og kærleika í stað ótta, vonleysis og grimmdar. Hins vegar vil ég benda á að starfíð er ekki einungis mitt eða „Við reynum að vera vakandi fyrir því að kirkjan verði eðlilegur hiuti samfélagsins, þar sem hún á heima, en ekki aðskotahlutur frá Vesturlöndum," segir Ragnar Gunnarsson, kristniboði. Kristniboðsvika í Reykjavík Dagana 15.—22. mars verður haldin kristniboðsvika í Reykjavík. Hún hefst með samkomu í húsi KFUM og KFUK á Amtmannsstíg 2b, sunnudagskvöld kl. 20.30. Þriðjudag verður sam- koma í safnaðarheimili Árbæjarkirkju, miðvikudag í Seltjamamesskirkju og fimmtudag í Bústaðakirkju. Þijár síðustu samkomurnar verða svo aftur á Amt- mannsstíg 2b. Á samkomun- um verður kynning á starfí íslenska kristniboðsins, hug- vekjur og fjölbreyttur söng- ur. Yfírskrift vikunnar er Nýtt líf — Ný von. Fræðsla kvenna er mikilvægur þáttur í starfi kristniboðsins. Auk biblíufræðslunnar er konunum kenndur saumaskapur, ýmislegt um sjúkdóma og heilsuvernd. Einnig er mikilvægt að fræða um mataræði, en hjá flestum er það mjög fábrotið. Þessi drengur hefur lært að lesa og getur fylgst með söngnum í kirkjunni. Söngurinn er ríkur þáttur í lífi Afríkubúa. Tónamir eiga rætur sínar í hefð þeirra og menningu og klappað er af krafti í takt við hljómfallið. En innihald söngsins er nýtt, hann er um Jesúm. okkar. Þetta er starf þeirra sem biðja fyrir því og styðja það. Framgangur starfsins fer einnig mjög eftir því hvemig samstarfs- fólk við höfum. Án þess gætum við lítið gert. — Hvað er það, sem hinir kristnu í Pókot eru í mestri þörf fyrir með framtíðina í huga? Fræðsla er lykilorðið í því sam- bandi, bæði hvað snertir þróunar- og boðunarstarf. Þess vegna leggjum við mikla áherslu á skóla- starf og fullorðinsfræðslu. Þannig er mikið fyrirbyggjandi starf unn- ið. Hinir kristnu þurfa að læra að þekkja Biblíuna. Vandinn er sá, að margir eru enn ólæsir. Meðal þeirra notum við sérstakar Biblíumyndir, sem hafa verið teiknaðar með líf og aðstæður ólæsra Afríkubúa í huga. Fólk sem fer á skímamámskeið fær myndir og safnar þeim saman í bók sem verður þeirra Biblía. Þess vegna þarf að kenna sögum- ar vel. Þetta gengur ágætlega því að fólkið er vant því að læra sög- ur. Þannig hefur boðskap hverf- andi kynslóðar verið komið áfram til hinnar ungu. Það er þeirra aðferð. Einnig er mjög hentugt að nota snældur í starfí meðal þessa fólks. Við vinnum markvisst að því að söfnuðirnir verði sjálfstæðir og geti staðið á eigin fótum sem fyrst. Það þarf að mennta prédik- ara, presta og aðra sem bera ábyrgð á og hjálpa til í starfínu. Fólkið þarf að læra að bera uppi starfið fjárhagslega. Við reynum að vera vakai<di fyrir því að kirkj- an verði eðlilegur hluti samfélags- ins, þar sem hún á heima, en ekki aðskotahlutur frá Vestur- löndum. Allt starfíð er rekið í nafni lúthersku kirkjunnar í landinu og í samstarfí við yfír- stjóm hennar. — Nú er að hefjast kristni- boðsvika hér í Reykjavík. Hver er tilgangurinn með slíkri viku? Tilgangurinn er að vekja at- hygli á starfi kristniboðssam- bandsins og kynna það. Þannig vonumst við til að fleiri en áður kynnist því og vilji vera með í því að biðja fyrir því, styðja það og taka þátt í því. Við vonum líka að samkomumar verði þeim, sem hafa verið með í þessu starfí á einhvem hátt, hvatning til frekari dáða. Á hverri samkomu er hug- leiðing, stutt ávarp og kynning á kristniboðsstarfinu og fíölbreyttur söngur. Einnig verður tekið á móti gjöfum til starfsins, en fjár- hagsáætlun þcssa árs er upp á 7,5 milljónir. Yfírskrift vikunnar er: „Nýtt líf — ný von.“ Trúin á Jesúm Krist gefur okkur nýtt líf í samfélagi við Guð og nýja von. Það sama gerist í kristniboðsstarfínu. Fólk iosnar úr ótta og vonleysi heiðn- innar og eignast nýtt líf og nýja von. Peningar og kristniboð Það er alltaf verið að sníkja. Okkur óar við öllum sníkjudýr- um og kvörtum undan ágengni þeirra. En hvað er verið að sníkja og hversu mikið gefum við? „Happdrættismiðar fyrir 180 milljónir í mars, miðar fyrir 70 milljónir um eina helgi“. Þessi baksíðufrétt Morgunblaðsins sl. miðviku- dag stakk mig. Mörg lítil líknarfélög beijast í bökkum með að láta fjárhagsáætlanir sínar standast, og þá er t.d. bara verið að tala um örfáar milljónir fyrir heilt ár, en að baki liggur stórmerkt líknar- starf. Ég lít í eigin barm. Á árinu hef ég eytt fleiri krónum í skyndihappdrættismiða en beinar gjafir til líknarmála. Hvers vegna? Svar: sjálfs- elska. Ef ég vinn í happdrætt- inu fæ ég sjálf eitthvað upp í hendurnar. Ég græddi. Én ef ég eyði peningum í líknar- mál er það „tapað fé“, engir vinningsmöguleikar. Hvað munar okkur um að gefa nokkur hundruð krónur annað slagið, þó svo að við fáum ekkert í staðinn? Aðrir njóta þess. Vissulega eru ýmis happ- drætti í þágu líknarmála, en það er þessi hugsun sem að baki liggur sem vekur spurn- ingar. Ég borga ekki málefnis- ins vegna heldur vegna vinningsmöguleikanna. Fjárhagsáætlun kristni- boðssambandsins 1987 er 7,5 milljónir króna. Það væri ekki mikið vandamál að fá það fé fljótt inn ef „SÍK“ hefði t.d. aðgang að Lottó 5/32. En það er heldur ekkert mál að safna því fé saman ef við sýnum einu sinni smá framtakssemi og náungakærleika. SÍK hefur gíróreikning nr. 651001.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.