Morgunblaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987 Jimmy Reed Blús Árni Matthíasson Keith Richards, hinn helm- ingurinn af bresku rokkhljóm- sveitinni The Rolling Stones, sagði í viðtali fyrir skömmu að The Rolling Stones hefði verið stofnuð til að herma eftir Jimmy Reed. Margir hafa án efa hváð og velt því fyrir sér hver þessi Jimmy Reed væri, en blúsáhugamönnum var þetta engin opinberun. Jimmy Reed var nefnilega einn af frægustu blúsmönnum sinnar samtíðar og það voru fleiri en Rolling Stones sem leituðu til hans sem fyrirmyndar. Þó var hann flogaveikur alkóhólisti, og hvorki læs né skrifandi. Jimmy Reed fæddist í septem- ber 1925, yngstur tíu systkina. Faðir hans kenndi honum undir- stöðuatriðin í hljóðfæraleik og sjö ára var drengurinn farinn að geta leikið lög á gítar. Hann æfði sig síðan með kunningja sínum, Eddie Taylor, sem síðar átti eftir að á flogaveikina sem fram hafði komið um svipað leyti og hann varð landsfrægur. Eigendum Vee-Jay var svosem sama þó Jimmy væri að drekka sig í hel á meðan hann skilaði af sér plötum sem seldust og virtust þær seljast þeim mun betur sem söngurinn væri meira drafandi og óskýrari. Það varð Jimmy síðan til happs að hann fékk sér nýjan umboðs- mann, A1 Smith, sem varð eins- konar 24 tíma barnapía fyrir Reed. A1 hélt honum frá brennivíni og hélt honum að æf- ingum. Einnig sá hann um að senda peninga heim úr hinum mörgu tónleikaferðum Jimmys. Umönnun Als gat þó ekki bjargað Jimmy nema í nokkur ár. Það varð ekki aftur snúið og á síðustu upptökum Jimmys, áður en hann hætti að taka upp á sjöunda ára- tugnum, heyrist að það var lítil von orðin um að hann ætti sér viðreisnar von. Hann var þó að undirbúa að snúa aftur til tónlist- arinnar þegar hann lést úr hjarta- slagi í ágúst 1976. Jimmy Reed skildi eftir sig Jimmy Reed reynir að muna næsta gítargrip, koma mjög við sögu. Sextán ára ákvað Jimmy að helga sig tónlist- inni og fór til Chicago, þar sem hann ætlaði sér að gerast full- numa í tónlistinni. Þar hitti hann Eddie Taylor aftur, sem gaf hon- um góð ráð og hjálpaði honum að komast að hjá hinu nýstofnaða Vee-Jay hljómplötuútgáfufyrir- tæki. Eddie sá um að gefa Jimmy undirstöðuna í Jimmy Reed hljómnum sem átti eftir að afla Jimmy mikils fjár og frama. Blúsinn var að breytast á þess- um árum, Chess-hljómurinn var á undanhaldi og hinn seiðandi, dá- leiðslukenndi bassataktur Jimm- ys, sem var kominn frá Eddie, gerði Jimmy að stjörnu. Til marks um það má nefna árið 1956, þeg- ar Jimmy kom fimm lögum á toppinn á meðan Muddy Waters kom tveim og Little Walter aðeins einu. Upp úr því fór þó að halla und- an fæti hjá Jimmy, ef ekki hvað vinsældimar varðaði, þá hvað varðaði hann sjálfan. Hann var orðinn alkóhólisti og var sjaldan edrú, oft svo fullur að hann vissi ekki með hveijum hann var að spila það og það skiptið. Kona hans, „Mama“ Reed, fór yfirleitt með honum í hljóðverið og söng lágróma fyrir hann lögin jafnóð- um, en Jimmy átti í erfiðleikum með að læra texta, bæði vegna þess að hann gat ekki lesið og líka vegna þess að hann var alltaf svo fullur. Hann varð og að hafa Eddie fyrir framan sig meðan lög- in voru tekin upp, til þess að hann gæti skipt um grip á réttum tíma. Drykkjan hafði einnig slæm áhrif mikið af tónlist á plötum og þar á meðal mikið af tónlist sem var (og er) stórskemmtileg. Ekki fer þó mikið fyrir tilfinningunni og stefin eru (vægast sagt) afar ein- föld. Það breytir því ekki að Jimmy flutti lögin á einstakan hátt og gerði þau að öðru og meira en efni stóðu til. Nægir að nefna lög eins og Bright Lights, Big City, Honest I Do, Babe What You Want Me to Do, Caress Me Babe, Come Love, I’m the Man (Down There) o.fl., o.fl. Þessi lög, sem eru öll með því besta sem Jimmy Reed tók upp, er öll að finna á plötum sem Charly hefur gefið út og fást allar hér á landi. Það eru plöturnar Upside Your Head, High and Lonesome, Got Me Dizzy og I’m the Man (Down There). Af þeim er óhætt að mæla skilyrðislaust með Upside Your Head, sem á eru lög eins og Shame, Shame, Shame, Ain’t that Loving You Babe, Bright Lights Big City, Honest I Do, Baby What You Want Me to Do og Going To New York, og Got Me Dizzy. Hinar plötumar eru líka góðar, þó ekki séu þær eins góðar. Á High and Lonesome er hljómurinn lélegur og I’m the Man (Down There) er eiginlega bara fyrir þá sem haldn- ir eru söfnunaráráttu, á þeirri plötu eru helst lög frá upphafi ferils Jimmys hjá Vee-Jay og lok- um hans. Þar er margt gott að fínna, en Jimmy er orðinn svo þvoglumæltur á síðustu Vee-Jay upptökunum að þær hafa eigin- lega mest gildi fyrir áhugamenn um alkóhólisma. ERHÚNTILBÚINUNDIR TRÉVERK EÐA ER HÚN BARA FOKHELD? Þegar borið er saman verð á PC-tölvum þá er margs að gæta: er hún tilbúin undir tréverk eða er hún bara fokheld? PC-tölvan er rúmlega tilbúin undir tréverk því með Wang PC-tölvuni fylgir ☆ DOS-stýrikerfi ☆ Valmyndakerfi ☆ Wang ritvinnsla ☆ Alíslenskt lyklaborð Jafnframt bjóðum við mikið úrval af hug- búnaði sem hentar verkefnum þínum. ( WANG) (WANG ) Heimilistæki hf r wang) '-------’ TOLVUDEILD SÆJUNIS SÍMI27500 '-' á myndbandstækjum GoldStar GHV-1221 "High Quality" GoldStar GHV-51FP Greiöslukjör: EURO KREDIT útborqun eftirstöövar á Okr. 11 mán. Skuldabréf 8000 kr. 6-8 mán. Takmarkaö magn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.