Morgunblaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987 49 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Stjórnun — Markaðsmál Við erum að hefja leit að starfsmanni til að taka við stjórnunarstarfi á sviði markaðsmála. Það er ekki á hverjum degi að við ráðum inn í eitt af aðal stjórnunarstörfum fyrirtækisins og því verðum við að vanda valið. Við gerum kröfu til viðskiptafræðimenntunar, eða sambærilegrar háskólamenntunar og framhaldsnám erlendis væri góður kostur. Starfsreynsla æskileg. Við bjóðum ábyrgðarmikið, áhugavert og skemmtilegt stjórnunarstarf í traustu fyrirtæki. Við biðjum þá sem áhuga hafa á að kynna sér málið nánar að leggja nafn sitt og símanúmer inn á auglýsingadeild Morgunblaðsins merkt: „SM — 2104“ fyrir 25. þessa mánaðar með loforði um að allar upplýsingar verði með- höndlaðar sem trúnaðarmál og svarað. Skrifstofustarf Fyrirtæki í Kópavogi vill ráða ritara til sjálf- stæðra starfa á skrifstofu hálfan daginn (fyrir hádegi). Starfsvið: Launaútreikningar, útskrift reikn- inga og almenn skrifstofustörf. Um framtíð- arstarf er að ræða. Æskilegt er að við- komandi hafi tölvu- og bókhaldsþekkingu. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 20. mars nk. merktar: „Kópavogur — 582“. Ritari — hálft starf Lögmannsstofa Ritari óskast á lögmannsstofu í hálft starf, vinnutími kl. 13.00-17.00 e. hád. Vélritunar-, íslensku- og nokkur reikningskunnátta nauð- synleg. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf um nk. mánaðamót. Umsóknir er greini fyrri störf, menntun og aldur leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 21. mars nk. merktar: „Ritari — 1300“. Stúlka sem kann á Ópus óskast til að slá inn reikninga o. s. frv., á tölvu. Góð vinnuaðstaða, hresst samstarfs- fólk, Ijómandi fyrirtæki. Umsóknir sem tiltaki aldur, reynslu, og þá sérstaklega varðandi tölvukunnáttu o. fl. sem máli kann að skipta sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir þriðjudagskvöld merkt: “Gott starf — 574“. Framleiðslustjóri — loðdýrafóður Fóðurstöð Vesturlands, Borgarnesi, óskar að ráða nú þegar framleiðslustjóra til að annast fóðurgerð og sjá um daglegan rekst- ur á fóðurstöðinni. Nánari upplýsingar um starfið og launakjör veittar í síma 93-7050. Loðdýraræktarfélag Borgarfjarðar. Þýðingar Bókaforlagið Svart á hvítu óskar eftir reynd- um bókaþýðendum. Hér er aðallega um þýðingar á enskum bókum að ræða. Um- sækjendur þurfa að geta hafið störf strax og unnið við þýðingarnar í fullu starfi. Upplýsingar veittar í síma 622229. Svart á hvítu. smiSNúmm n Vegna mikillar hreyfingar á vinnumarkaðnum óskum við eftir að komast í samband við gott fólk sem leitar að framtíðaratvinnu. M.a. óskum við eftir að ráða sem fyrst: ★ Framkvæmdastjóra hjá fiskverkunarfyrir- tæki úti á landi. ★ Vanan ritara hjá góðu heildsölufyrirtæki í miðbænum. Æskilegur aldur 35-45 ára. ★ Sölumann — byggingavörur. ★ Afgreiðslumann í góða hljómplötuverslun, hálfan daginn e.h. ★ Sölumanneskju með áhuga og reynslu fyrir fiskréttum í góða verslun á góðum stað í Reykjavík. ★ Lagtæka menn til verksmiðjustarfa hjá traustu málmiðnaðarfyrirtæki í Hafnar- firði. smrsNómm n/r Brynjolfur Jonsson • Noatun 17 105 Rvik • smn h?1J15 • Alhlida raöningaþjonusta • Fyrirtækjasala • Fjarmalaradgjof fyrir fyrirtæki Umsjónarmenn Oskast Knattspyrnufélagið Valur óskar að ráða starfsmenn til eftirtalinna starfa. 1. Umsjónarmann íþróttahúss. Um er að ræða húsvarðarstarf ásamt umsjón með daglegum rekstri og viðhaldi íþróttahúss- ins. Framtíðarstarf. Við leitum að manni sem hefur reynslu af þesskonar starfi og hafa til að bera ákveðni og nákvæmni. 2. Umsjónarmann íþróttavalla. Um er að ræða sumarstarf þar sem viðkomandi hefur umsjón með viðhaldi og rekstri íþróttavalla félagsins. Við leitum að manni sem hefur reynslu af garðyrkjustörfum og vill takast á við skemmtilegt starf í þrjá mánuði. Bæði störfin eru laus frá og með 1. maí. Umsóknum skal skilað á auglýsingadeild Mbl. fyrir 24. mars nk. merktar: „Valur — 5493“. Verkstjóri — fiskvinnsla Dugmikill verkstjóri óskast til nýstofnaðs fisk- vinnslufyrirtækis á Suðurnesjum. Um er að ræða sérstaka en jafnframt fjölþætta vinnslu. Við leitum að framtakssömum og áreiðanleg- um manni sem getur unnið sjálfstætt. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Húsnæði nálægt vinnustað getur fylgt. Laun samkomulag. Tilvalið tækifæri fyrir duglegan sjómann sem vill komast í land. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál og öllum umsóknum verður svarað. Tilboð sem greini nafn, heimilisfang, aldur, menntun og starfsreynslu ásamt síma- númeri skilist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 22. mars nk. merkt: „F — 5231“. Viðskipti við Bretland? Breskur rekstrarhagfræðingur nýfluttur til íslands óskar eftir atvinnu. Er með sérhæf- ingu á markaðssviði og reynslu af markaðs- rannsóknum. Bæði tímabundin verkefni svo og framtíðarstarf kemur til greina. Lítil sem engin íslenskukunnátta enn sem komið er. Áhugasamir vinsamlegast leggið inn nafn og símanúmer inná auglýsingadeild Mbl. fyr- ir 24. mars merkt: „Bresk - 577“. Markaðsstjóri Þjónustufyrirtæki Starfið: Stjórnun sölu- og markaðsmála. Markaðsstjórinn: Viðskiptafræðingur með 2ja-5 ára starfsreynslu. Framhaldsmenntun af markaðssviði æskileg. Fjármálastjóri Iðnfyrirtæki Starfið: Áætlanagerð, yfirumsjón með bók- haldi, samningagerð, skrifstofustjórn. Fjármálastjórinn: Viðskiptafræðingur með reynslu úr hliðstæðu starfi. Skrifstofustjóri Innflutnings- og verslunarfyrirtæki Starfið: Rekstur skrifstofu, áætlanagerð, fjármálastjórn, bókhald. Skrifstofustjórinn: Góður bókhaldsmaður sem getur starfað sjálfstætt. Viðskiptafræðingur Fjármálafyrirtæki Starfið: Áhættumat og innra eftirlit. Viðskiptafræðingurinn: Reynsla af bókhalds- störfum. Viðskiptafræðingur Þjónustufyrirtæki Starfið: Upplýsingasöfnun, -miðlun, skýrslu- gerð, ráðgjöf. Viðskiptafræðingurinn: Þarf að geta starfað « sjálfstætt og skipulega. Færni í mannlegum samskiptum. Góður í ensku og dönsku. Umsóknum skal skilað á skrifstofu okkar fyrir 24. þ.m. Starfsmannastjórnun Ráðningaþjónusta FRlsim Sundaborg 1-104 Reykjavík - Símar 681888 og 681837 Gásm HEILSURÆKT Altlamyn9 ReykjaviK Simi 33910 Sjúkraþjálfarar Heilsuræktin Gáski vill ráða hressa og sjálf- stæða sjúkraþjálfara til starfa sem fyrst. Starfstíminn er sveigjanlegur þ.e. frá hádegi og fram á kvöld. Upplýsingar í síma 689009. Útibústjóri Bankastofnun (ekki ríkisbanki) vill ráða úti- bússtjóra til starfa á höfuðborgarsvæðinu. Starfið er laust samkvæmt samkomulagi. Leitað er að bankamanni sem hefur gegnt ábyrgðarstafi eða viðskiptafræðingi með starfsreynslu. Æskilegt að viðkomandi sé hugmyndaríkur fyrir nýjungum og tilbúinn að leggja sig fram í nýju starfi. Allar nánari upplýsingar í trúnaði á skrifstofu. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun ásamt starfsreynslu sendist skrifstofu okkar fyrir 22. mars nk. CtlÐNI ÍÓNSSON RÁÐCJÖF &RÁÐNI NCARÞjÓNUSTA TÚNGÖTU 5. 101 REYKIAVIK - PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.