Morgunblaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987 DAGARÍÓMAN: Þarsemfólk má syngja ognota gleraugu - og er á harðaspretti inn í 21. öldina. FYRSTU áhrifin, þegar komið er til lands á borð við Súlt- anríkisins Óman, hver skyldu þau verða? Kannski hvað Múskat er hrein og snyrtileg. Með fullri virðingu fyrir öðrum Arababorgum, sem ég hef komið til, er Múskat ólík þeim, vegna þess hvað hún er skipulögð og þó lifandi, þar er til alls vandað, en ekki plastgull né íburður. Hún er ný, en íslamskra hefða er gætt í byggingarlagi. Svo að er til fyrirmyndar. Og umhverfis háir klettar og maður er ein- att að keyra fram á ný hverfi, sem maður sér ekki fyrr en komið er fyrir næsta klettahorn. Múskat skiptist í nokkra hluta, Seeb er flugvallarhverfíð, Ruwi er viðskiptahverfíð, Muttrah athafna- svæðið og svo eru nokkur myndar- leg íbúðarhverfí. Og umferðin væri kapituli út af fyrir sig. Hún gengur' fyrir sig snurðulaust, hraðbrautir, torg og fléttur. Lítið um umferðar- ljós' og aldrei öngþveiti, sama. hversu allar götur virtust troðfullar' af bflum. Fyrir fímmtán árum voru hér moldarkofar á stangli, engir vegir. Þá var nánast allt eins og Ómanir' hefðu ekki gert sér neina grein fyr- ir því, að þeir voru staddir í tuttug- ustu öldinni. Tveir skólar voru f landinu og það datt engu heilvita. foreldri í að láta bamið sitt eyða tíma í að læra að lesa. En svo kom til sögunnar Qua- boos bin Said, súltansonur, ýtti föður sínum snöfurlega úr valda- stóli, sagði við þjóðina: „Þetta hafa verið dimmir og vondir tímar en nú birtir senn, við skulum öll fara að vinna." Að svo mæltu tilkynnti hann, að upp frá þessum degi mættu menn bæði syngja og nota gleraugu og síðan skyldu allir snúa sér að störfiinum. „Endurheimtum sóma Ómans úr þeirri einangrun og lægð og fáfræði, sem landið hefur búið við,“ sagði súltaninn og bretti upp ermamar. Ég skal fúslega viðurkenna, að mér fannst framan af eins og dálít- ið skipulögð persónudýrkun væri í kringum súltaninn. En eftir tveggja vikna veru í landinu, flakk um það út og suður, hafði ég sannfærzt um, að það er ótrúlegt, hvað súltaninn hefur fengið áorkað og þó kannski umfram annað, hvað hann hefur fengið landsmenn sína og þegna til að gera. Nú eru í landinu hundmð skóla og nemendur em um 250 þúsund. Skiptist nokkuð jafnt eftir kynjum, að því er mér virtist. Hraðbrautir um landið þvert og endilangt, heil- brigðiskerfið hefur allt tekið stakkaskiptum. Og mætti þó nefna margt fleira. Olian var auðvitað rós í hnappagatið þeirra, en á hinn bóg- inn er olíuvinnsla Ómana lítil og óburðug, ef er miðað við önnur ríki í kring. Þó er augljós velmegun í landinu, hvergi líða menn skort. Skattar em engir. Atvinna yfrin. Til vonar og vara hafa þó verið sett lög um félagslega hjálp, við aldraða og sjúka, sem eiga enga að. Allir virðast eiga eitt hús eða tvö, tiltölulega hversdagslegt að keyra um á benz. Súltaninn og hans menn stefna líka að því, að þróa fleiri atvinnu- greinar, til þess að draga úr olíufiðr- ingnum. Mikil og góð fiskimið em undan ströndinni og þeir vilja bæta skipulagið á útgerðinni. Einn morguninn fór ég á físk- markaðinn í Muttrah, þar var líf og fjör, bátamir að koma að landi drekkhlaðnir og svo var farið að bjóða í af hjartans lyst. Eftir að hafa reikað um markaðinn og andað að mér sjó og slorlykt, fór ég til fundar við Mohamed A1 Alawi, sem er forstjóri stærsta fiskmarkaðarins í Óman. Hann segir mér, að á næstu ámm verði' lagt mikið kapp á að auka og bæta fiskveiðar, enda mið- in góð og ekki langt að sækja. Um Strákur í Muttrah Fiskmarkaður í Muttrah fimmtán þúsund menn hafa beina atvinnu við veiðamar, en síðan kemur til fískvinnslufóíkið í landi, þar sem langmestur hluti aflans er verkaður. Þó eiga Ómanir nokkra stóra togara sem em úti allt í mán- uð og þar er aflinn unninn um borð. Áhafnir á þessum togumm nú em aðallega frá Kóreu Hann sagði það þyrfti að manna skipin Ómönum, en ekki síður brýnt að búa verksmiðjumar betri og full- komnari tælqum og leita eftir aðstoð erlendis frá. Hann hafði til að mynda farið til Danmerkur og kynnt sér fískveiðar Dana og hann hefði hinn mesta áhuga á að kom- ast ( samband við íslenzka aðila, sem gætu veitt aðstoð, þar sem honum væri kunnugt um, að íslend- ingar stæðu framarlega á sviði fiskveiða og fískvinnslu. Af aflanum er meirihlutinn seldur til annarra ríkja við Persaflóa, til Grikklands, Frakkland, Kanada og Banda- ríkjanna. AJ Alawi sagði, að þó svo að fiskveiðar gæfu ekki í aðra hönd nema lágan hluta útflutningstekna nú væri sem sagt róið að því öllum ámm að efla hlut sjávarútvegsins á næstu áram. En það er meira um að vera, merkar tilraunir er verið að gera í landbúnaði og mætti segja frá þvi í seinni greinum. Og umfram allt er þó verið að mennta landsmenn. Mennta þá svo að Óman verði fært um að eiga fólk í hvert starf. Mað- ur hafði næstum á tilfínningunni, að þeir væm beinlínis á harðaspani inn í tuttugustu og fyrstu öldina, eftir að hafa hálfpartinn hlaupið yfir þá 20. Ómanir em Múhammeðstrúar, en fylgja Ibadhi, sem mér skilst að í meginatriðum sé frábragðin sunni og shitatrú, að því leyti, að þeir trúa að hver sá sem er gegn og góður múslími geti verið útnefndur imam. Af um 5oo milljón Múham- meðstrúarfólki vítt og breitt um heiminn er innan við ein milljón ibadhi og langflestir þeirra búa í Óman. Mér fannst einkennandi í öllum samtölum við Ómani, að þeir em mjög umburðarlyndir gagnvart öðr- um trúarbrögðum. Það átti raunar við um framgöngu þeirra almennt. Líka í pólitískri afstöðu þeirra, eins og koma má að í seinni greinum. Arabaþjóðir em kunnar fyrir gestrisni og höfðingslund. Ómanir em hljóðlátari í allri framkomu sinni, en þeir virka einlægari. Breti, sem hefur verið búsettur í Óman í háa herrans tíð, sagði mér, að hann hefði til dæmis aldrei orðið var við, að Ómani rifist við einn né neinn. Ef Ómani reiddist, ellegar fyndist sér misboðið, gengi hann einfald- lega af vettvangi: það væri fyrir neðan hans virðingu að láta nokk- um sjá sig reiðan, né segja styggð- aryrði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.