Morgunblaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987 43 Krabba-þokan er leifar súpernóva sem sagt er frá í kínverskum heimildum frá árinu 1054. Black. Um þrjúleytið aðfaranótt mánudagsins þann 23. febrúar sýndu mælitæki þeirra fimm nift- eindastuð á sjö sekúndna tímabili, en slík tíðni er einstök. Trúlegt er að nifteindir þessar eigi upptök sín að rekja til súpemóvunnar 1987a. Eftir að ytri lögin eru fokin af stjömunni er kjaminn einn eftir en hann getur orðið uppistaðan að nift- eindastjömu eða jafnvel svartholi, en ýmsa stjarneðlisfræðinga hlakk- ar nú mikið til að fylgjast með þróun hans. 1987a býður stjameðlisfræðing- um einstakt tækifæri til að rann- saka súpemóvur en sagan geymir einungis þrjú dæmi um aðrar ámóta bjartar. Sú fyrsta er frá árinu 1054, en henni er )ýst i kínverskum heim- ildum frá sama tíma. Hinar tvær eru frá árunum 1572 og 1604, en þeim hefur verið lýst af Jóhannes Kepler og danska stjamfræðingn- um Tycho Brahe. í ljósi þessara staðreynda er áhugi stjamfræðinga á fyrirbærinu auðskilinn. Litrófsgreiningar á ljósinu sem kemur frá 1987a sýna að mikið magn vetnis er fyrir henni og að útþensluhraði þess er u.þ.b. 15.000 kílómetrar á sekúndu. Vegna hins mikla hraða er enn sem komið er ekki mögulegt að greina með vissu litrófslínur annarra efna sem talið er að þyrlast hafi út í rúmið við sprenginguna. Þetta veldur miklum vonbrigðum þar sem súpemóvur hafa afgerandi áhrif á efnaþróun geimsins og ef hægt væri að fylgj- ast nákvæmlega með því sem nú er að gerast mundi það eflaust stór- auka þekkingu okkar á tilkomu ýmissra þungefna, svo sem jáms, nikkels eða kóbalts. Efni þessi hafa ekki einungis orðið til við kjama- ferla í iðmm stjömunnar á langri og heitri ævi hennar, heldur mynd- ast sum þeirra eflaust þegar sprengingin sjálf á sér stað. Það eru þessir ferlar sem ómögulegt er að fylgjast með eins og stendur. En eitt sem gerir súpemóvuna sérstaklega áhugaverða era þeir möguleikar sem hún býður til auk- ins skilnings á efnasamsetningu ýmissa geimskýja sem era staðsett á milli LMC og vetrarbrautarinnar okkar. Súpemóvan verkar sem gífurlega sterkur Ijósgjafi, sem sendir ljós (og aðra geislun) í allar áttir. Á leið ljóssins til jarðarinnar gleypa atóm og mólekúl í geimnum ákveðnar bylgjulengdir þess sem era einkennandi fyrir gerðir þeirra. Athuganir á gleypirófi þess ljóss sem nær jörðinni gefa því góðar upplýsingar um það hverskonar efni ljósið fer í gegnum. Til þessara rannsókna hafa stjameðlisfræðing- ar iðulega notað stjömuljós sem á upptök sín innan .vetrarbrautarinn- ar okkar og því hafa athuganir þeirra takmarast við geimský innan hennar. Súpemóvu-stjamfræðingar era vissulega í uppnámi og flestir hafa lítið sofið síðastliðnar nætur. Ólík- legt er að þeir upplifi annað jafn fágætt fyrirbæri. Peter Meikle við Imperial College í London sagði að ef stjamfræðingar hefðu vitað að von væri á 1987a, á sama hátt og þeir vissu um komu Halley-hala- stjömunnar, þá hefðu margir þeirra notað 10 ár til að búa sig undir viðburðinn með hönnun og uppsetn- ingu sérstakra tækja. Engu að síður reyna þeir að nýta sér tækifærið eins vel og hugsan- legt er og segja má að flestum tiltækum stjömukíkjum og geisla- * greinum hafi verið beint að stjöm- unni sem mun lengi skína sterklega, jafnvel þó mesta birtan sé nú hjá liðin. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir Dómkirkjan: Messa og kaffisala í DAG, sunnudag 15. mars, er hin árlega kaffisala Kirkju- nefndar kvenna Dómkirkjunnar á Hótel Loftleiðum og hefst hún að lokinni messu í Dómkirkjunni kl. 14.00. Við þá messu prédikar Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður starfsmannafélagsins Sóknar. Elín Sigurvinsdóttir óperusöngkona syngur einsöng við undirleik Marteins H. Frið- rikssonar dómorganista og Dómkórinn syngur. Sr. Hjalti Guðmundsson þjónar fyrir altari. Eftir messuna hefst svo kaffisala Kirkjunefndarinnar í Víkingasal Hótels Loftleiða. Þar verður einnig á boðstólum ýmis konar páskafönd- ur, sem konurnar hafa unnið. Allur ágóði af kaffisölunni fer til stuðn- ings því starfi, sem konurnar vinna fyrir Dómkirkjuna. Strætisvagn fer fiá Dómkirkj- unni suður að Hótel Loftleiðum strax eftir messu og til baka aftur í bæinn um kl. hálf fimm. ER SAMSTILLT LIÐSHEILD VDRTILBDÐ: Kerti B-19, B-20, B-230 aai,- Platína B-19, B-21, B-230 165,- Membra í blöndung 286,- Framdempari 240 2.982,- Afturdempari 240 1.373,- Olíusía Allar bensínvélar 35a,- Pústkerfi 240 7.222,- Tímareim B-19, B-21, B-230 5^8,- Spindilkúla 240 1.232,- Framhjólalegusett 240 frá 968,- SUÐURLANDSBRAUT 16 SfMI 35200 Allir hlutar hvers volvobíls ganga í gegnum stranga skoðun og þolraunir áöur en þeir eru metnir hæfir til aö taka sæti í liðsheild Volvobílsins. Árangur heildarinnar ræöst af frammistöðu hvers einstaklings. Einn skussi gæti því haft afdrifarík áhrif. VERTU ÖRUGGUR — VELDU VEL í LIÐIÐ ÞITT. VELDU VOLVOVARAHLUTI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.