Morgunblaðið - 17.03.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1987
25
Hljómleikar í Háskóla-
bíói til styrktar Krýsu-
víkursamtökunum
HLJÓMLEIKAR tU styrktar
Krýsuvíkursamtökunum verða í
Háskólabíói þriðjudaginn 17.
mars nk. kl. 20.30. Á hljómleikun-
um munu koma fram og gefa
vinnu sína Rauðir fletir, Gypsy,
Grafík, Centaur og Greifarnir.
Forsala aðgöngumiða verður í
Fálkanum Laugavegi og í Kama-
bæ Austurstræti.
Auk hljómleikanna verður fjár-
söfnun á vegum Krýsuvíkursam-
takanna sunnudaginn 22. mars og
munu framhaldsskólanemar víðs
vegar að hjálpa til við hana.
Islenskur dúett, sem nefnir sig
Takk, hefur gert hljómplötu með
íslenskum lögum og enskum text-
um, og mun ásamt bandaríska
útgáfufyrirtækinu Refuge Records
gefa hana út samtímis hérlendis og
víðsvegar erlendis. Bauð dúettinn
Krýsuvíkursamtökunum allan
ágóðann af sölu hljómplötunnar
innanlands. Hljómplatan frá Takk
ber nafnið „Mirrored Image“.
Krýsuvíkursamtökin hafa að
Félag íslenskra leikara:
Viðurkenning
tengd nafni
Lárusar
Pálssonar
AÐALFUNDUR félags íslenskra
leikara var haldinn mánudaginn
23. febrúar sl.
Á fundinum var samþykkt eftir-
farandi tillaga: „Aðalfundur Félags
íslenskra leikara, haldinn 23. febrú-
ar 1987, samþykkir að veita við
hveija útskrift úr Leiklistarskóla
íslands einum leiklistarnema viður-
kenningu fyrir vandaða framsögn
og meðferð íslensks máls. Viður-
kenning þessi verði tengd nafni og
minningu Lárusar Pálssonar leik-
ara.“
í þriggja manna dómnefnd fyrir
þessa viðurkenningu kaus aðal-
fundurinn þau Rúrik Haraldsson,
sem formann, Kristbjörgu Kjeld og
Sigurð Karlsson.
Þá var á aðalfundinum samþykkt
svohljóðandi ályktun: „Aðalfundur
Félags íslenskra leikara, haldinn
23. febrúar 1987, samþykkir að
beina því til menntamálaráðherra
að hann skipi nefnd til að vinna að
frumvarpi til laga um leiklistar-
háskóla."
í Félagi íslenskra leikara eru nú
270 meðlimir, þ.e. leikarar, óperu-
söngvarar, listdansarar og leik-
mynda- og búningateiknarar.
Stjóm félagsins er nú þannig skip-
uð: Arnór Benónýsson formaður,
Sigríður Þorvaldsdóttir varafor-
maður, Kristbjörg Kjeld gjaldkeri,
Katrín Sigurðardóttir ritari og
Ásdís Magnúsdóttir meðstjómandi.
í varastjóm em Lilja Guðrún Þor-
valdsdóttir, Helga E. Jónsdóttir og
Jakob Þór Einarsson.
HRINGDU
og fáðu áakriftargjöldin
skuidfærð á greiðslukorta-
reikning pinn manaoariega.
[1
SÍMINN ER
691140
691141
markmiði að koma upp meðferðar-
heimili fyrir unga vímuefnaneyt-
endur og að vera með fræðslunám-
skeið fyrir foreldra og áhugafólk
um málefnið í húsnæði samtakanna
við Þverholt 20 í Reykjavík.
Skólabyggingin í Krýsuvík.
.
Nvja eirnnerniingstölvan frá IBM
er sannkölluð hamhleypa!
IBM PC XT286 er ný, geysidugleg
einmenningstölva. Vinnslusnerpuna fær hún
úr örgjörvanum Intel 80286 sem gerir hana
allt að þrefalt fljótvirkari en fyrri gerðir PC
XT tölva.
Nýja tölvan er til mikils léttis við flókinn
rekstur nútímafyrirtækja. Segja má að hún
njóti sín best þegar mest ríður á að vinna
fljótt og vel eftir margslungnum forsendum.
Vinnsluminni er allt geymt á aðalborði
tölvunnar. Það er ríflegt, alls 640 KB. Svo má
auðvitað nýta tengiraufar undir minni ef
þörfin stóreykst. Um er að ræða fimm 16-bita
raufar og þrjár átta-bita.
Með tölvunni kemur 20 MB fastur seguldiskur
og disklingastöð fyrir 5,25 þumlunga, l,2ja
MBdisklinga.
Af öðrum fylgieiningum PC XT286 má nefna
stóran aflgjafa (157 vött); spjald fyrir rað- og
samsíðatengingu; og rafhlöðudrifna klukku
fyrir tíma og dagsetningu.
Ymis viðbótarbúnaður er fáanlegur. Þar er
vert að nefna aukið vinnsluminni í 8,6 MB.
Einnig er mikilvægt að völ er á þrenns konar
disklingastöðvum til viðbótar: 5,25 þumlunga
fyrir 1,2 MB disklinga, 5,25 þumlunga fyrir
360 KB disklinga eða 3,5 þumlunga fyrir 720
KB disklinga.
PC XT286 er að sjálfsögðu samhæfð öðrum
IBM PC XT og AT tölvum. Hún er alltaf
vanda sínum vaxin og gildir þá einu hvort
hún er notuð sem stök einmenningstölva eða
tengd öðrum vélum.
Láttu einhvern af söluaðilum okkar
kynna þér þessa bráðsnjöllu tölvu!
Söluaðilar:
VANDVIRKNI í HVIVETNA
Gísli J. Johnsen Skrifstofubúnaður sf. Nýbýlavegi 16. Sími 641222 Örtölvutækni hf. Ármúla 38. Sími 687220
Skrifstofuvélar hf. Ottó A. Michelsen Hverfisgötu 33.Sími 20560