Morgunblaðið - 17.03.1987, Side 40

Morgunblaðið - 17.03.1987, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1987 Minning: Bjamleifur Bjarn- leifsson ljósmyndari Kveðja frá DV Bjamleifur ljósmyndari er fallinn í valinn. Minn gamli góði vinur hefur kvatt þennan heim og kemur ekki aftur. Við sem eftir lifum drúp- um höfði og kveðjum hann með söknuði. Bjamleif hafði ég lengi þekkt, fyrst sem skósmið en síðar, og lengst af, sem síkvikan og skemmti- legan ljósmyndara. Hvort heldur var á gamla Melavellinum, á fund- -^n í Sjálfstæðishúsinu eða í ys og þys mannlífsins á götum borgarinn- ar, alls staðar var Bjamleifur Bjamleifsson mættur á staðinn með vélina sína á öxlinni, tilbúinn að ná bestu myndinni, festa fólkið og atburðina á fílmu. Við urðum fljótt málkunnugir, enda var auðvelt að kynnast þessum smáa en knáa manni sem heilsaði kumpánlega, brosti kankvíslega og var hvers manns hugljúfí. Það átti við um fleiri en mig að geðjast að Bjam- leifí ljósmjmdara, enda fór hann ekki í manngreinarálit. Jafnt háir sem lágir þekktu Bjamleif og hann þekkti þá. Fyrir vikið átti Bjamleif- ur innangengt hjá mörgum mannin- um sem gerði honum ljósmyndara- starfíð auðveldara og árangursrík- ara. Þegar Dagblaðið og Vísir vom sameinuð gerðumst við samstarfs- menn á DV og gamli kunningsskap- urinn varð að vináttu og nánu daglegu samstarfi. Á það samstarf féll enginn blettur. Bjamleifur var samviskusamur, traustur og hlýr félagi, boðinn og búinn til hvers kyns verka en þess á milli skröfuð- um við saman þar sem Bjamleifur miðlaði mér m.a. af langri lífs- reynslu sinni, glöggskyggni og gamansemi. Bjamleifur naut sín vel í starfí ljósmyndarans og það sem hann skorti á í faglegri menntun bætti hann upp með árvekni og dugnaði og margar frábærar ljósmyndir liggja eftir Bjamleif. En það sem skipti þó höfuðmáli var sú gleði, sú einstaka ánægja og fullnægja sem Bjamleifur hafði af starfí sínu. Hann gekk glaður til starfa og tókst allur á loft af einskærum fögnuði þegar honum tókst vel upp með góðum myndum. Góð mynd var honum sem sigur og gleðin var eft- ir því. Bjamleifur vann líka marga sigra um dagana. Nú er hann horfínn af sjónarsvið- inu og við vinnufélagar hans söknum vinar í stað. Aðstandendum Bjamleifs em sendar dýpstu sam- úðarkveðjur. Ellert B. Schram Kveðja frá Félagi íslenska prentiðnaðarins Kynni okkar af ljósmyndaranum Bjamleifí Bjamleifssyni em ekki ýkja löng. Við kynntumst fyrst á miðju síðasta ári, er hann kom til liðs við tímaritaútgáfu félagsins. Bjamleifur var skrafhreifínn og skemmtilegur og hafði frá mörgu fróðlegu að segja enda ferill hans orðinn afar langur. Hann átti það til að gleyma sér við spjall yfír kaffíbolla um landsins gagn og nauðsynjar. Ennfremur leyndi það sér ekki að hann hafði unun af starfí sínu og einkum og sér í lagi íþróttaljósmyndun og var mjög vel heima í þeirri íþrótt. Bjarleifur var ætíð jákvæður, taldi sig gæfusaman mann og virt- ist sáttur við lífshlaupið. Hann er okkur eftirminnilegur persónuleiki. Við þökkum fyrir ánægjuleg kynni og sendum eiginkonu hans og fjölskyldu einlægar samúðar- kveðjur. Guðrún Jónsson Bjamleifur Bjamleifsson blaða- ljósmyndari er látinn. Bjamleifur starfaði í rúm þijátíu ár sem blaða- ljósmyndari, fyrst hjá Vísi, síðan hjá Dagblaðinu og við sameiningu blaðanna árið 1981 varð hann ljós- myndari DV og gegndi því starfí til dauðadags. íþróttamenn og áhugamenn um fréttir og myndir frá íþróttavið- burðum minnast þessa áhugasama og góða ljósmyndara með söknuði. Því Bjamleifur leitaðist sérstaklega við að lýsa íþróttaviðburðum og umhverfí þeirra svo og þátttöku áhorfenda á lifandi og skemmtileg- an hátt. Sérstaklega minnast handknattleiksáhugamenn mynda Bjamleifs frá Heimsmeistara- keppninni í handknattleik í Sviss á síðastliðnu ári, og stjóm Hand- knattleikssambandsins hafði þar sem ávallt gott samstarf við þennan áhugasama blaðaljósmyndara og minnist með þakklæti þeirra áhuga- verðu mjmda, sem hann lét HSÍ í té eftir þessa keppni. Stjóm Handknattleikssambands Islands og landsliðsmenn fljdja frú Maríu Jóhannesdóttur, bömum þeirra hjóna svo og ættingjum þeirra og vinum innilegustu samúð- arkveðjur. Jón Hjaltalín Magnússon + Maðurinn minn, EINAR ERLENDSSON, frá Vflc (Mýrdal, andaöist í Borgarspítalanum 13. mars. Þorgerður Jónsdóttir. Maðurinn minn og faðir minn, FRfMANN FRÍMANNSSON, andaðist 14. mars sl. á Elliheimilinu Grund. María Antonsdóttir. Páll Anton Frímannsson. BARNASKÓR Strigaskór m/frönskum rennilás. Verð 790.- Litur: Blátt, hvítt, bleikt og gult. ^31| Stærðir: 22-34. §| Strígaskór m/frönskum rennilás Verð 490.- Stærðir: 21-27. :tir: Blátt, bleikt og gult. Skríðskór Verð 890.- Stærðir: 18-21. Efni: Leður. Litur: Hvítt, svart. 20 TOPF 5% staðgreiðsluafsláttur. ~á&Á veltusundi2, 21212 raðauglýsingar raðauglýsingar ÍÉIll®i Að skrifa skýrslu Námskeið ætlað öllum sem í starfi þurfa að skrifa skýrslu. Megintilgangur námskeiðsins er að þátttak- endur temji sér skipuleg vinnubrögð við skýrslugerð og tileinki sér að skila auðlæsi- legum og hnitmiðuðum skýrslum. Markmið: Að loknu námskeiði skulu þátttak- endur vera nokkru nær og því að geta: ★ Skilgreint markmið skýrslu og skipulagt byggingu hennar út frá þeim, ★ skipulagt efnistök í skýrslu, ★ samið úrdrátt úr skýrslu, ★ skrifað skýrt og vandað mál, ★ gengið frá skýrslu til útgáfu, ★ beitt skipulegum vinnubrögðum við skýrslugerð. Margvísleg verkefni eru unnin á námskeiðinu. Námskeiðið verður haldið í Borgartúni 6, dagana 30. mars t.o.m. 2. apríl kl. 13.00-17. 00 alla dagana. Kennari er Baldur Sigurðsson lektor. Þátttökugjald er kr. 8.000. Vönduð náms- gögn og kaffi innifalið. Upplýsingar og innritun: Fræðslumiðstöð iðnaðarins, símar 687440 og 687000. Lausafjáruppboð eftir kröfu Ævars Guðmundssonar hdl., Ró- berts Árna Hreiðarssonar hdl., sjávarútvegs- ráðuneytisins og innheimtu ríkissjóðs verða eftirtaldar bifreiðar seldar á opinberu upp- boði sem haldið verður á skrifstofu embætt- isins Aðalgötu 7, Stykkishólmi mánudaginn 23. mars 1987 kl. 14.00 eða annars staðar þar sem bifreiðar þessar kunna að finnast: P-1156 Volvo árgerð 1978, P-2214 Datsun Laurel árgerð 1982, P-1337 Bedford vörubif- reið árgerð 1974, P-2247 Volvo árgerð 1974. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaður Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. Otí'cð Einkasímstöð fyrir ríkisspítala Óskað er tilboða í stafræna einkasímstöð (PABX) fyrir rikisspítala. Stærð: 900 númer, stækkanleg í a.m.k. 2000. 60 línur meö beinu innvali, stækkanleg i a.m.k. 100. 60 úthringingarlínur, stækkanleg i a.m.k. 100. 4 skiptiborð, stækkanleg I a.m.k. 8. Útboðsgögn eru seld á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, á kr. 1.000, frá og með þriðjudeginum 17. mars 1987. Tilboð verða opnuö á sama stað, föstudaginn 22. maí 1987 kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS HORGAi’.IUNI 7 SiMI 7u844 IH ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Gatnamálastjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í viðgerðir á steyptum gang- stéttum víðsvegar í Reykjavík. Aætlað magn u.þ.b. 10.000 m2. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 31. mars 1987, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 Sínii 25800 Kópavogur — spilakvöld Spilakvöld sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi verður í Sjálfstæðishús- inu, Hamraborg 1, 3. hæð, þriðjudaginn 17. mars kl. 21.00 stundvis- lega. Mætum öll. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.