Morgunblaðið - 17.03.1987, Page 64

Morgunblaðið - 17.03.1987, Page 64
ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Skreiðarskuldir ræddar í Nígeríu ÓLAFUR Egílsson sendiherra og föruneyti hans gekk í gær á fund stjórnenda Seðlabanka Nígeríu í Lagos. Ennfremur kynnti sendi- nefndin sér stöðu mála í sölu skreiðarinnar, sem héðan fór til Nígeríu í ágústmánuði síðastliðnum. Samið hefur verið um sölu á þeirri skreið og mál, vegna útflutningsins, er laust úr dómskerfinu. Ólafur Egilsson, sendiherra, sagði í samtali við Morgunblaðið, að rætt hefði verið við aðstoðarfor- stjóra Seðlabanka Nígeríu og forstöðumann gjaldeyrisdeildar bankans um eldri skuldir vegna skreiðarviðskipta, sem ekki hefðu verið yfírfærðar, og um stöðu mála almennt og viðskiptatengsl land- anna. Niðurstaða þess fundar hefði verið sú, að þeir myndu nú þegar fara yfir skjöl vegna umræddra skulda og gera nánari grein fyrir stöðu mála síðar í vikunni. Ólafur sagði, að auk þessa yrði rætt við forráðamenn þeirra banka sem tengdust skreiðarviðskiptum landanna, embættismenn í við- skiptaráðuneytinu og hugsanlega fleiri ráðamenn. Aðspurður sagði Ólafur, að tæpast væri við því að búast að hann afhenti Babangida, forseta Nígeriu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Nígeríu í þessari ferð. Babangida hefði verið til lækninga í París og væri ekki búinn að ná sér fyllilega. Vegna þessa hefði forsetinn ekki hafið störf að fullu enn. Kennaraverkfallið: Morgunblaðið/Einar Falur Framhaldsskólarnir auðir og röskun á kennslu grunnskóla Nemendur komu saman á Lækjartorgi í gær til að leggja áherslu á kröfur sinar um skjóta lausn vinnudeilu kennara. Verkfall Hins íslenska kennarfélags hófst á miðnætti aðfaranótt mánu- dags. 1100 kennarar Iögðu niður störf. í framhaldsskólum landsins gaf að líta auðar skólastofur og röskun varð á kennslu í mörgum grunnskólanna. Sjá viðtöl og myndir á bls. 34 og 35 og frétt á Akureyrar- síðunni bls. 37. t tiifo...J* Morgunblaðið/RAX Samningaviðræð- um siglt í strand FUNDI samninganefnda Hins íslenska kennarafélags og ríkis- valdsins hjá rikissáttasemjara lauk á tíunda tímanum í gær- kveldi án þess að til nýs samninga- fundar væri boðað og eru aðilar Alþingi: Frumvarp um afnám prestkosn- ínga í biðstöðu svartsýnir á að lausn á kjaradeil- unni sé í sjónmáli. Fundurinn hófst seinnipartinn í gærdag og gætti nokkurrar bjartsýni hjá aðilum fyrir fundinn, að lausn væri skammt undan, eftir langan samningafund í fyrrinótt, þar sem nokkuð miðaði. Fulltrúar ríkisvalds- ins tjáðu ríkissáttasemjara hins vegar á fundinum í gær að ekki væri til neins að halda viðræðum áfram að sinni, eftir að samninga- nefnd HÍK lagði fram endurskoðaða kröfugerð, sem að mati samninga- nefndar ríkisins fól í sér verulegar hækkanir frá því sem áður hafði verið rætt um. Samninganefnd HÍK segir að einungis hafí verið gerðar smávægilegar breytingar á kröfu- gerðinni, sem séu nánari útfærsla á atriðum þar, og hafí þetta því ekki þurft að koma á óvart. Indriði H. Þorláksson, sem er fyr- ir samninganefnd ríkisins, segir að kröfugerð kennara feli í sér tæplega 50% hækkun á tveggja án samnings- tímabili, en Gunnlaugur Ástgeirsson, sem sæti á í stjóm og samninga- nefnd HÍK, segir að kröfugerð kennara jafngildi 30% raunhækkun á tveimur árum. Sjá umsagnir Indriða H. Þor- lákssonar og Gunnlaugs Ást- geirssonar á bls. 27. FRUMVARPIÐ um afnám prest- kosninga varð ekki að lögum á Alþingi í gærkvöldi eins og búist hafði verið við. Sverrir Her- mannsson, menntamálaráð- herra, óskaði eftir því að afgreiðslu þess yrði frestað um sólarhring svo hann gæti undir- búið breytingartillögu, sem auðvelda á sóknarbörnum að hnekkja vali sóknarnefnda á prestum. Menntamálaráðherra sagði að frumvarpið um afnám prestkosn- inga væri ekki venjulegt stjómar- frumvarp og hefði verið ranglega kynnt sem slíkt á Alþingi. Það hefði legið fyrir í ríkisstjórninni að einstaka ráðherrar hefðu fyrir- vara á um stuðning við frumvarpið. Karvel Pálmason gagnrýndi frumvarpið einnig harðlega og krafðist þess að boðað yrði til þjóð- aratkvæðagreiðslu um efni þess. Þá var í gærkvöldi kynnt tillaga frá Svavari Gestssyni og Pétri Sig- urðssyni, sem leggja til að 10% atkvæðisbærra sóknarbarna geti krafist almennra prestkosninga að loknu vali sóknamefnda, en sam- kvæmt frumvarpinu þarf atbeina 25% sóknarbama í slíkum tilvikum. Kvöldfundir voru í báðum deild- um Alþingis í gær og fyrir miðnætti höfðu tólf mál orðið að lögum, þar á meðal lög um upp- boðsmarkað fyrir sjávarafla og lög 'um tekjustofna sveitarfélaga. Könnun Félagsvísindastofmmar fyrir Morgunblaðið: Sj álfstæðisflokkurinn með sama fylgi og 1983 Fylgi Alþýðuflokksins 18% ÞJÓÐMÁLAKÖNNUN, sem Félagsvísindastofnun Háskóla íslands gerði fyrir Morgunblaðið dagana 5. til 12. mars, leiðir í ljós, að Sjálf- stæðisflokkurinn nýtur fylgis 38,9% kjósenda. í alþingiskosningunum 1983 fékk flokkurinn 38,7% atkvæða en í skoðanakönnun Félagsvis- indastofnunar í nóvember á síðasta ári var fylgi hans 33,6%. Samkvæmt könnuninni hyggjast 18% kjósenda, sem afstöðu hafa tekið, greiða Alþýðuflokknum at- kvæði, 13,8%Framsóknarflokknum, 15,8% Alþýðubandalaginu, 7,2% Kvennalistanum, 2,1% Flokki mannsins, 1,1% Sérframboði Stef- áns Valgeirssonar og 3,0% Þjóðar- flokknum. Bandalagjafnaðarmanna hlaut engan stuðning í könnuninni. Ef miðað er við úrslit kosninganna 1983 felur þessi niðurstaða í sér fylgisaukningu fyrir Alþýðuflokk (sem fékk þá 11,7%) og Kvennalist- ann (sem fékk þá 5,5%). Framsókn- arflokkurinn tapar hins vegar fylgi miðað við síðustu kosningar (var með 19%) og sama gildir um Al- þýðubandalagið (var með 17,3%). Sé aftur á móti miðað við síðustu könnun Félagsvísindastofnunar í nóvember hafa Alþýðuflokkurinn (var með 24,1%), Framsóknarflokk- urinn (var með 17,3%) og Kvenna- listinn (var með 8,7%) tapað fylgi. Könnunin tók til 1.500 atkvæðis- bærra manna um land allt og var hringt í þátttakendur. Tæp 9% þeirra vildu ekki svara spumingum um hvaða flokk þeir kysu í næstu kosningum og tæp 6% sögðust ekki ætla að lqósa eða skila auðu. Fylgi flokkanna var kannað sér- staklega annars vegar í Reykjavík- ur- og Reykjaneslqordæmi og hins vegar í öðrum kjördæmum. I Reylqavík kváðust 47% þeirra sem afstöðu tóku ætla að lqósa Sjálf- stæðisflokkinn, 17,8% Alþýðuflokk- inn, 7,4% Framsóknarflokkinn, 14,5% Alþýðubandalagið, 10,9% Kvennalistann, 1,2% Flokk manns- ins og 1,2% Þjóðarflokldnn. í Reylqaneslqordæmi kváðust 43,4% ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 23,1% Alþýðuflokkinn, 9,9% Fram- sóknarflokkinn, 14,2% Alþýðu- bandalagið, 4,7% Kvennalistann, 2,4% Flokk mannsins og 2,4% Þjóð- arflokkinn. í öðrum kjördæmum er fylgi Sjálfstæðisflokksins samanlagt 27,4%, Alþýðuflokksins 15,6%, Framsóknarflbkksins 22,7%, Al- þýðubandalagsins 18,4%, Kvenna- listans 5,0%, Flokks mannsins 2,8%, Sérframboðs Stefáns Valgeirssonar 2,8% og Þjóðarflokksins 5,3%. í könnuninni var sérstaklega at- hugað, hvemig nýir kjósendur á aldrinum 18-24 ára skiptast í af- stöðu til stjómmálaflokkanna miðað við eldri kjósendur. í ljós kom að Alþýðuflokkur, Sjálfstaeðisflokkur og Alþýðubandalag eiga meiri stuðning meðal yngri en eldri kjós- enda. Munurinn er mestur hjá Sjálfstæðisflokknum, sem nýtur stuðnings 42,1% Iqósenda á aldrin- um 18-24 ára en 38,3% kjósenda, sem em eldri. Sjá frásögn af niðurstöðum könnunarinnar á bls. 36.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.