Morgunblaðið - 17.03.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 17.03.1987, Blaðsíða 64
ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Skreiðarskuldir ræddar í Nígeríu ÓLAFUR Egílsson sendiherra og föruneyti hans gekk í gær á fund stjórnenda Seðlabanka Nígeríu í Lagos. Ennfremur kynnti sendi- nefndin sér stöðu mála í sölu skreiðarinnar, sem héðan fór til Nígeríu í ágústmánuði síðastliðnum. Samið hefur verið um sölu á þeirri skreið og mál, vegna útflutningsins, er laust úr dómskerfinu. Ólafur Egilsson, sendiherra, sagði í samtali við Morgunblaðið, að rætt hefði verið við aðstoðarfor- stjóra Seðlabanka Nígeríu og forstöðumann gjaldeyrisdeildar bankans um eldri skuldir vegna skreiðarviðskipta, sem ekki hefðu verið yfírfærðar, og um stöðu mála almennt og viðskiptatengsl land- anna. Niðurstaða þess fundar hefði verið sú, að þeir myndu nú þegar fara yfir skjöl vegna umræddra skulda og gera nánari grein fyrir stöðu mála síðar í vikunni. Ólafur sagði, að auk þessa yrði rætt við forráðamenn þeirra banka sem tengdust skreiðarviðskiptum landanna, embættismenn í við- skiptaráðuneytinu og hugsanlega fleiri ráðamenn. Aðspurður sagði Ólafur, að tæpast væri við því að búast að hann afhenti Babangida, forseta Nígeriu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Nígeríu í þessari ferð. Babangida hefði verið til lækninga í París og væri ekki búinn að ná sér fyllilega. Vegna þessa hefði forsetinn ekki hafið störf að fullu enn. Kennaraverkfallið: Morgunblaðið/Einar Falur Framhaldsskólarnir auðir og röskun á kennslu grunnskóla Nemendur komu saman á Lækjartorgi í gær til að leggja áherslu á kröfur sinar um skjóta lausn vinnudeilu kennara. Verkfall Hins íslenska kennarfélags hófst á miðnætti aðfaranótt mánu- dags. 1100 kennarar Iögðu niður störf. í framhaldsskólum landsins gaf að líta auðar skólastofur og röskun varð á kennslu í mörgum grunnskólanna. Sjá viðtöl og myndir á bls. 34 og 35 og frétt á Akureyrar- síðunni bls. 37. t tiifo...J* Morgunblaðið/RAX Samningaviðræð- um siglt í strand FUNDI samninganefnda Hins íslenska kennarafélags og ríkis- valdsins hjá rikissáttasemjara lauk á tíunda tímanum í gær- kveldi án þess að til nýs samninga- fundar væri boðað og eru aðilar Alþingi: Frumvarp um afnám prestkosn- ínga í biðstöðu svartsýnir á að lausn á kjaradeil- unni sé í sjónmáli. Fundurinn hófst seinnipartinn í gærdag og gætti nokkurrar bjartsýni hjá aðilum fyrir fundinn, að lausn væri skammt undan, eftir langan samningafund í fyrrinótt, þar sem nokkuð miðaði. Fulltrúar ríkisvalds- ins tjáðu ríkissáttasemjara hins vegar á fundinum í gær að ekki væri til neins að halda viðræðum áfram að sinni, eftir að samninga- nefnd HÍK lagði fram endurskoðaða kröfugerð, sem að mati samninga- nefndar ríkisins fól í sér verulegar hækkanir frá því sem áður hafði verið rætt um. Samninganefnd HÍK segir að einungis hafí verið gerðar smávægilegar breytingar á kröfu- gerðinni, sem séu nánari útfærsla á atriðum þar, og hafí þetta því ekki þurft að koma á óvart. Indriði H. Þorláksson, sem er fyr- ir samninganefnd ríkisins, segir að kröfugerð kennara feli í sér tæplega 50% hækkun á tveggja án samnings- tímabili, en Gunnlaugur Ástgeirsson, sem sæti á í stjóm og samninga- nefnd HÍK, segir að kröfugerð kennara jafngildi 30% raunhækkun á tveimur árum. Sjá umsagnir Indriða H. Þor- lákssonar og Gunnlaugs Ást- geirssonar á bls. 27. FRUMVARPIÐ um afnám prest- kosninga varð ekki að lögum á Alþingi í gærkvöldi eins og búist hafði verið við. Sverrir Her- mannsson, menntamálaráð- herra, óskaði eftir því að afgreiðslu þess yrði frestað um sólarhring svo hann gæti undir- búið breytingartillögu, sem auðvelda á sóknarbörnum að hnekkja vali sóknarnefnda á prestum. Menntamálaráðherra sagði að frumvarpið um afnám prestkosn- inga væri ekki venjulegt stjómar- frumvarp og hefði verið ranglega kynnt sem slíkt á Alþingi. Það hefði legið fyrir í ríkisstjórninni að einstaka ráðherrar hefðu fyrir- vara á um stuðning við frumvarpið. Karvel Pálmason gagnrýndi frumvarpið einnig harðlega og krafðist þess að boðað yrði til þjóð- aratkvæðagreiðslu um efni þess. Þá var í gærkvöldi kynnt tillaga frá Svavari Gestssyni og Pétri Sig- urðssyni, sem leggja til að 10% atkvæðisbærra sóknarbarna geti krafist almennra prestkosninga að loknu vali sóknamefnda, en sam- kvæmt frumvarpinu þarf atbeina 25% sóknarbama í slíkum tilvikum. Kvöldfundir voru í báðum deild- um Alþingis í gær og fyrir miðnætti höfðu tólf mál orðið að lögum, þar á meðal lög um upp- boðsmarkað fyrir sjávarafla og lög 'um tekjustofna sveitarfélaga. Könnun Félagsvísindastofmmar fyrir Morgunblaðið: Sj álfstæðisflokkurinn með sama fylgi og 1983 Fylgi Alþýðuflokksins 18% ÞJÓÐMÁLAKÖNNUN, sem Félagsvísindastofnun Háskóla íslands gerði fyrir Morgunblaðið dagana 5. til 12. mars, leiðir í ljós, að Sjálf- stæðisflokkurinn nýtur fylgis 38,9% kjósenda. í alþingiskosningunum 1983 fékk flokkurinn 38,7% atkvæða en í skoðanakönnun Félagsvis- indastofnunar í nóvember á síðasta ári var fylgi hans 33,6%. Samkvæmt könnuninni hyggjast 18% kjósenda, sem afstöðu hafa tekið, greiða Alþýðuflokknum at- kvæði, 13,8%Framsóknarflokknum, 15,8% Alþýðubandalaginu, 7,2% Kvennalistanum, 2,1% Flokki mannsins, 1,1% Sérframboði Stef- áns Valgeirssonar og 3,0% Þjóðar- flokknum. Bandalagjafnaðarmanna hlaut engan stuðning í könnuninni. Ef miðað er við úrslit kosninganna 1983 felur þessi niðurstaða í sér fylgisaukningu fyrir Alþýðuflokk (sem fékk þá 11,7%) og Kvennalist- ann (sem fékk þá 5,5%). Framsókn- arflokkurinn tapar hins vegar fylgi miðað við síðustu kosningar (var með 19%) og sama gildir um Al- þýðubandalagið (var með 17,3%). Sé aftur á móti miðað við síðustu könnun Félagsvísindastofnunar í nóvember hafa Alþýðuflokkurinn (var með 24,1%), Framsóknarflokk- urinn (var með 17,3%) og Kvenna- listinn (var með 8,7%) tapað fylgi. Könnunin tók til 1.500 atkvæðis- bærra manna um land allt og var hringt í þátttakendur. Tæp 9% þeirra vildu ekki svara spumingum um hvaða flokk þeir kysu í næstu kosningum og tæp 6% sögðust ekki ætla að lqósa eða skila auðu. Fylgi flokkanna var kannað sér- staklega annars vegar í Reykjavík- ur- og Reykjaneslqordæmi og hins vegar í öðrum kjördæmum. I Reylqavík kváðust 47% þeirra sem afstöðu tóku ætla að lqósa Sjálf- stæðisflokkinn, 17,8% Alþýðuflokk- inn, 7,4% Framsóknarflokkinn, 14,5% Alþýðubandalagið, 10,9% Kvennalistann, 1,2% Flokk manns- ins og 1,2% Þjóðarflokldnn. í Reylqaneslqordæmi kváðust 43,4% ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 23,1% Alþýðuflokkinn, 9,9% Fram- sóknarflokkinn, 14,2% Alþýðu- bandalagið, 4,7% Kvennalistann, 2,4% Flokk mannsins og 2,4% Þjóð- arflokkinn. í öðrum kjördæmum er fylgi Sjálfstæðisflokksins samanlagt 27,4%, Alþýðuflokksins 15,6%, Framsóknarflbkksins 22,7%, Al- þýðubandalagsins 18,4%, Kvenna- listans 5,0%, Flokks mannsins 2,8%, Sérframboðs Stefáns Valgeirssonar 2,8% og Þjóðarflokksins 5,3%. í könnuninni var sérstaklega at- hugað, hvemig nýir kjósendur á aldrinum 18-24 ára skiptast í af- stöðu til stjómmálaflokkanna miðað við eldri kjósendur. í ljós kom að Alþýðuflokkur, Sjálfstaeðisflokkur og Alþýðubandalag eiga meiri stuðning meðal yngri en eldri kjós- enda. Munurinn er mestur hjá Sjálfstæðisflokknum, sem nýtur stuðnings 42,1% Iqósenda á aldrin- um 18-24 ára en 38,3% kjósenda, sem em eldri. Sjá frásögn af niðurstöðum könnunarinnar á bls. 36.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.